Vísir - 09.02.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 09.02.1959, Blaðsíða 4
T'í n i M&nuda.ffmniebrúar. 1959^ SKOTTU Mm* °9 í Danmörku fer fjórði hver maður fyrr eða síðar til skottu- læknis. Þessi staðreynd er fram komin vegna málaferla, sem hið opinbera átti í gagnvart skottu- iæknum. Læknar álíta, að niðurstöður hins opinbera í þessu efni séu nálægt lagi. Það er á allra vit- orði, að allra stétta fólk fer til skottulækna í Danmörku. Skottulæknar og náttúrulækn- ingamenn hafa undir höndum heila hlaða af bréfum þess efn- is, að þeim hafi tekizt að lækna fjölda manns, sem lærðir lækn- ar hafi ekki getað hjálpað. Þessi hréf eru einskonar vottorð um ágæti skottulæknanna og tryggja þeim mikil viðskipti, eða mikla aðsókn. Fáir skottu- læknar auglýsa starfsemi sína. í simaskránni er þá ekki að finna. En það eru sjúklingarnir, sem bera út hróður þeirra. INIikil trú á skottulækna. Þótt margir sjúklingar dragi . það, að fara til hinna lærðu lækna og vilji ógjarnan eyða hluta úr degi frá vinnu, til þess að fara á fund þeirra, fer margt manna langar leiðir til þess að komast á fund skottulækna, er oft eiga heima á afskekktum stöðum. Trúin á skottulæknana er af- arsterk. Meðölin búa þeir að mestu til úr jurtum. Vatnslækn- ingar eru algeng lækningarað- ferð hjá þeim. „Segulmagnað- ar“ strokur eru tíðum notaðar til lækninga. Sumir skottulæknar hafa lært listir sínar af bókum. Margir þeirra hafa fengið sjúkdóma,j er þeim sjálfum hefur tekizt að lækna. En flestir hafa fengiðj fróðleikinn til lækninga að erfð- um. Sömu uppskriftirnar hafa gengið frá manni til manns. Nútima-skottulæknar nota mjög gamlar uppskriftir. Jurtaseyði og smyrsl, er þeir nú lækna með, voru fundin upp mörg hundruð árum. fyrir Geta þessir „Iæknar“ hjálpaS? Með lagasetningum hafa oft værið gerðar tilraunir til þess að ganga á milli bols og höfuðs á skottulæknum. En það er von- Jaust verk. Trúnni á skottu- lækna er ekki hægt að útrýma með lögum. Ekki tekst að stöðva framleiðslu á hinum leyndardómsfullu meðölum náttúrulækningamanna eða skottulækna. Læknar álíta, að þessi trú á skottulækna byggist á trúnni á hið yfirnáttúrlega, óskiljanlega og dulræna. Er yfirleitt nokkurt vit í því ©ð fara til skottulækna, nátt- úrulæk ; manna og „klókra“ kvenna Eru ekki meðmæla- bréfin éða vottorðin um lækn- ingar þessa fólks uppspuni? Geta þessir skottulæknar hjálp- að sjúklingum á þeim miklu menningartímum, sem nú eru? Það er erfitt að svara þessum spurningum. Þessi mál eru rædd um allan heim, bæði af lærð- um og leikum. Skottulæknar eru til í öllum löndum. Villi- menn hafa ■ sína skottulækna (galdramenn), eins og öllum er ljóst, og tekst þeim stundum að lækna sjúklinga, þó lýgilegt sé. Þeim tekst það stundum. Hvað, sem um þetta mál má segja, er það staðreynd, að skottulæknum hefur oft tekizt að lækna sjúklinga, sem lærðir læknar eru orðnir vonlausir um að gætu fengið bót meina sinna. Mun trú sjúklinganna á skottu- læknunum og ímyndunin um getu þeirra hafa riðið bagga- muninn fremur en „kúnstir“ þeirra og meðöl. Nútíma læknavísindi geta gert og gera kraftaverk með meðölum og skurðaðgerðum. En það er allt byggt á rannsókn- um og reynslu. Hér er um raun- vísindi að raeða, sem margir hafa unnið að. En skottulæknarnir lækna með ,„hughrifum“, dulmögnun eða sálarmætti. Þeir hafa áhrif á vilja sjúklingsins og trú á báta, án þess áð sýnilegt sé,- á hverju hægt er að byggja þá trú. Það traust, Sem-margir sjúk- lingar bera til .skottulækna, verður stundum þyngra á met- um en allt annað. Þegar sjúk- lingur fær sterka trú á mögu- leikanum til þess að hann verði heilbriður, tekur það öllu öðru fram. Læknar eru orðvarir. Þegar sjúklingur fer til lækn- is, hittir hann ætíð mann, sem veit mikið um sjúkdóm þann, sem um er að ræða. Mann,;sem veit, að meinleysislegur sjúk- dómur getur færzt í- aukana og haft dauðann í för með sér. Læknar vita svo mikið, að þeir •vilja ekki, undir mörgum kring- umstæðum, segja neitt ákveðið. Læknar gera sér grein fyyir öll- um möguleikum til lækninga og erfiðleikum þeim, sem því eru samfara. Læknar segja aldr- ei, að þeir séu öruggir eða vissir um að .sjúklingi batni, sem er langt íeiddur. Þeir segja ekki, að þenna eða hinn daginn verði sjúklingurinn búinn að fá bót meina sinna. Læknar dirfast ekki að reiða sig á dulmögnun. Þeir horfa ekki í augu sjuklingsins og segja „Nú eruð þér heill heilsu.“ Og þó gæti stundum þessi að- ferð bætt mein sjúklingsins. Sumir sjúklingar þurfa að fá þvílíka andlega „saltvatnsinn- spýtingu“ til þess að losna við slenið og hina eilífu umhugsun um líðan sína og eigin erfið- leika og þjáningar. Koma þeim til þess að trúa á lífið og bat- ann. Þekktur um alla Danmörku. Skottulæknirinn, sem er miklu ófróðari um sjúkdóma en lærðir læknar, tekur munninn fullan. Hann segir með fullri vissu, að sjúklingnum muni batna. Hann segir aldrei, að vonlaust sé um bata. Hann held ur því fram, að lækningar sín- ar séu óbrigðular. Skottulæknar efla lífstrú og lífsvilja sjúklingsins. Við þetta er átt, þegar talað er um dul- rænar lækningar skottulækna, og hæfileika þeirra í því efni. Skottulæknar eru í misjafn- I lega miklu áliti. Einn þeirra, Chr. Ditlev Gabs, er nafntogað- ur um næstum alla Danmörku. Hann er kominn af gamalli, við- kunnri ætti, sem búið hefur í HerningaTiéraði og sögð hefur kunnað meira en ,,Faðirvorið“. Gabs var látinn læra trésmíði og gerðist, að námi loknu, tré- smíðameistari í Farm. Þar rak hann einnig timburverzlun í mörg ár. En illkynjaður húð- sjúkdómur, sem virtist ætla að afmynda andlit hans breytti lífi hans. Læknunum tókst ekki að lækna Gabs. Svo fór hann að jfást við að lækna sig.sjálfur. \ Honum tókst áð búa til smyrsi, sem stöðvaði eksemið (útbrot- I in) og losaði hann við áhyggj- ur af því. líann erfði leyndarmálin. Á þessum grundvelli hóf Gabs lækningar. Hann las allt, sem hann gat náð í sér til fróðleiks um náttúrulækningar. Hann var svo heppinn að ná í „lyfseðla11 og ráð frá einum af frægustu kvenskottulæknum landsins. Kona þessivildi ekki taka leynd- armál sín með sér í gröfina. Chr. Ditlev Gabs kallar sig náttúrulækni eða lækninga- mann. Hann læknar með segui- strokum, sefjun, volgu vatni og undir vissum kringumstæðum með eðlilegum meðölum, júrta- seyði, smyrslum o. s. frv. „Flesta daga gerum við okk- ur ekki grein fyrir því, að við séum til né að við höfum um- mál og þyngd,“ segir Gabs. „En ef við verðúm veik, gerum við okkur grein fyrir tilveru. okkar. Þá erum við komin í óeðlilegt ástand. Við erum komnin úr jafnvægi vegna árása utan frá. En líkami okkar er þannig skap- aður, að hann getur varizt öll- um árásum. Ef við hyggjumst lækna veik- indi, verðum við að hjálpa lík- amanum til að ná sér á eðlileg- an hátt. Mörg af þeim efnum, sem hjálpa til að bæta heilsuna fáum við með daglegu fæði. En er líkaminn þarf að berjast við sjúkdóm, ber oft nauðsyn til að sjá honum fyrir auknum skammti af þessum efnum. Ilann óttast ný meðöl Því álít eg það rétt að nota „náttúrleg“ meðöl þegar svo ber undir. Ég álít, að veikindi geti því aðeins læknazt, að líkam- inn fái aukinn styrk gegn þeim. Þess vegna er ég náttúrulækn- ir og óttast öll ný meðöl. Ég álít að það sé ekki hollt, að spýta framandi efnum inn í lík- ama mannisns þegar hann veit- ir veikindum mótspyrnu til hins ýtrasta. Það verkar eins og eitur. Þegar ég hóf náttúrulækning- ar, tók ég við af náttúrulækni, sem hafði einungis læknað með volgu vatni. í dag nota ég margt annað. En eg held því fram, að hægt sé að lækna flesta sjúkdóma með vatnslækning- um.“ „Viljið þér gera grein fyrir þessum vatnslækningum?“ „Bað í volgu vatni og þvott- ur húðarinnar styrkir ekki eín- ungis húðina, heldur einnig ,,sellur“ líkamans. Allt líffæra kerfið styrkist og mótstöðuaflið gegn veikindum éykst.“ Læknað með fortölum. „Hvaða veikindi geta náttúru- læknar læknað?" „Maga og -þarmasjúkdóma. Ósjálfrátt þvagrennsli, sem margir þjást af, er hægt að lækna með böðum. Sumar teg- undir gigtar, lumbago, höfuð- verk, húðsjúkdóma og tauga- þjáningar einnig. Síðastnefndi sjúkdómurinn er þó aðallega læknaður með sefjun og löng- um samræðum við sjúklinginn. Ég get nefnt citt dæmi. Ung kona var svo illa farin af tauga- veiklun, að hún nagaði neglur sinar og fingur allt inn í kviku. ! Þess vegna mynduðust mörg sár á fingrum hennar. Ég tók konu þessa til lækn- inga og sagði henni, hve dýr- mætar hendur hennar væru, sagði henni að þær væru þýð- ingarmesta og fegursta verk- færi eða líffæri, sem hún ætti. Að hálfum mánuði liðnum var konan orðin heilbrigð. Til mín hafa komið sjúklingar, sem á- j kveðið höfðu að fremja sjálfs- morð vegna taugveiklunar, og mér hefur tekizt að lækna þá. Með hjálp þekkingar minnar á andlegu og líkamlegu ástandi manna, hefur mér tekizt að beina viljakrafti þeirra inn á nýjar brautir — burt frá um- hugsun þeirra um það, sem hef- ur eyðilagt þá. „Er hægt að fá krabbamein af hræðslu við þennan sjúk- dóm?“ „Auðvitað geta náttúrulækn- ar læknað marga fleiri sjúk- dóma en eg hef nefnt,“ mælti Chr. Gabs. „Frá því á unglings- árum hef ég getað eytt vört- um með sefjun. Ég álít, að einn- ig sé hægt með sefjun eða dá- leiðslu að stöðva vöxt kýla og æxla og jafnvel eyða þeim ger- j samlega. Ég hef samið ritling um þetta efni. , Sefjun er undirstaðan. j Eg álít, að allar lækhingar grundvallist á sefjun. Og marg- I Frh. á 11. síðu. í Bandaríkjunum hefur verið fundin upp aðferð til að tengja ryksugu og trjálimaklippu, svo að ’það er miklu auðveldara ea ella að klippa af greinar og annað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.