Vísir - 09.02.1959, Blaðsíða 12

Vísir - 09.02.1959, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara i áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað yðar hálfu. Sími 1-16-60. 'yisiR Munið, að þeís.. íem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Mánudaginn 9. febrúar 1959 Dulles á heimleið að loknum fundum í Evrópu. tserir Eisenhower grein fyrir viðræðunum í dag. Frá réttarhöldunum á Seyðisfirði: Bæjarfógetinn Erlendur Björnsson, ásamt meðdómurum, Sveinlaugi Helgasyni til vinstri og Friðbirni Hólm til hægri. — Á neðri myndinni, Pretious skip- stióri oa Ótto Jónsson dómtúlkur. (Ljósm. Guðm. Gíslason). John Foster Dulles utanríkls- r'tðherra Bandaríkjanna gerir í t.ag Eisenhower forseti grein íyrir viðræðunum í London, Par ís og Bonn, en þær eru yfirleitt íaldar liafa orðið til eflingar ; amstöðu Breta, Bandaríkja- i íanna og Frakka í Berlínar- og Lýzkalandsmálinu. Flugvél Dullesar lenti í Kefla- vík kl. 7,19 í gærkvöldi og hélt áfram ferðinni vestur kl. rúm- lega 10. Dulles sagði, að engin íullnaðarákvörðun hefði verið tekin á fundunum í London, París og Bonn, en um öll hin mikilvægustu atriði væri eining, og gert væri ráð fyrir fundi ut- anríkisráðherra Br^tlands, Frakklandi, Bandaríkjanna og Vestur-Þýzkalands í næsta mán- uði, til frekari viðræðna, og yrði sá fundur til undirbúnings íundi forsætisráðherra. Um það væri eining, að ekki yrði slakað til án tilslakana af Rússa hálfu, og hvika ekki frá rétti. 1 Washington hefur verið til- kynnt, að birt hafi verið svör Dullesar við fyrirspurnum þing- nefndar nokkru áður en hann fór í ferðina, en af þeim kom fram, að Dulles taldi samstöð- una svo mikilvæga, að nauðsyn bæri að gera allt sem unnt væri henni til eflingar, — bandamenn Hvassviiri í nótt en engir skaðar. í gær tók að hvessa og fór stormur vaxandi fram eftir nóttu. Hvassast varð í Rvík um kl. 6 í morgun, var vind- hraðinn þá 9 stig að meðaltali, en hvassara var í hviðunum. Landróðrabátar voru ekki á sjó, en útilegubátar frá Reykja- vík fóru allir út í fyrradag og munu hafa fengið hið versta veður. Veðurstofan segir að sunnan og suðaustan stormsins hafi gætt á stóru sýæði á haf- inu umhverfis ísland. Skrifstofu Slysavarnafélags- ins í Reykjavík höfðu ekki bor- izt neinar hjálparbeiðnir frá skipum við ísland og ekki er vitað að neitt tjón hafi orðið af völdu óveðursins. Bænadagur i öanmörku. í gær var almennur bæna- dagur í Danmörku og minnst fþeirra sem fórust með Hans Hedtoft. Fánar blöktu í hálfa stöng um allt landið. — Samskot eru hafin um gervallt landið til stuðnings aðstandendum þeirra sem .fórust, og eru undirtektir ágætar. yrðu að standa saman þótt þeir yrðu að horfast í augu við styrj- aldahættu. Rússar myndu fara. það sem þeir kæmust og ekki slaka til fyrr en á yztu nöf að styrjaldar hyldýpi væri komið, og bandamenn yrðu að varast að láta ginna sig til tilslakana án þess neitt kæmi í móti. Hann kvaðst enn fús til athugunar á öðrum leiðum en leið frjálsra kosninga til sameiningar þýzka- landi, en önnur lið væri ekki fundin. Undirtektir. Undirtektir blaða á Bretlandi og víðar í vestrænum löndum eru þær, að viðræðurnar hafi orðið til eflingar samheldni vestrænu þjóðanna, og í brezk- um blöðum koma fram þær skoð anir, m. a. k. í News Chronicle, , að þær hafi einnig þær verkan- ii’, að Macmillan hafi styrkari bakhjall, er hann fer til Moskvu innan skamms. Genfarráðstefnan. Selwyn Lloyd utanrikisráð- herra Bretlands sagði í ræðu í Glasgow nú um helgina, að hann gerði sér vonir um, að árangur- inn af viðræðum Macmillans í Moskvu yrði sá, að öngþveitið upprættist á Genfarráðstefnunni, þar sem rætt er um eftirlit, sem miðar að því að hindra skyndiárásir, en Rússar og Bandaríkjamenn kenna þar hver 'öðrum um, að samkomulag næst ekki. í fyrrinótt var tveimur bif- reiðum stolið, annarri frá Brú- arlandi, hinni hér í bænum. Bíllinn, sem stolið var hjá Brúarlandi, var jeppabifreið með skrásetningarmerkinu G- 1156. Hún fannst í gær við Skeiðvöllinn með brotna rúðu í hurð bílstjórasætismegin, en að öðru leyti lítið sem ekki skemmd. Hinum bílnum, R-6177, var stolið af KR-stæðinu við jörn- ina en skilað þangað aftur um nóttina. Af snjóföli, sem gert hafði um nóttina sást að bíll- inn hafði verið tekinn. Þá var setuliðsbifreið, sem tilheyrir sjúkrahúsinu á Kefla- víkurflugvelli færð til, flutt frá Hótel Skjaldbreið og yfir á KR- stæðið við Tjörnina. Úr henni var stolið benzínbrúsa (jeppa- könnu) með 25 lítrum af ben- zíni, enn fremur sex skiftilykl- um og tveim skrúfjárnum. — Leiðslum hafði verið kippt úr Sjö daga heræjingum á norð- austurhluta Kýpur er í þann veginn að Ijuka, ekki — að sögn Breta — vegna neinnar skyndiákvörðunar. Það er nú orðið augljóst, að samkomulag hefur ekki náðzt í samkomulagsumleitunum Grikkja og Tyrkja. sambandi og þeim vandlega ruglað. Þá hafði verið farið inn í bif- reiðina R-10336 og stolið úr henni útvarpi og einhverju af verkfærum. Loks voru spjöll unnin á leigubifreiðinni R-1052, sem stóð fyrir utan Alþýðuhúsið. Hafði ölvaður maður varpað að henni ölflösku, sem lenti á framrúðunni og braut hana. hana. Þetta var bogadregin rúða og dýr. Verulegar skemmdir urðu á tveim bílum við harðan árekst- ur um íjögurleytið í fyrrinótt á Réttarholtsvegi. Ölvaður mað- ur ók bifreið aftan á aðra og olli stórskemmdum á báðum, eink- um þó þeirri, sem hann ók sjálfur. Var hún óökuhæf á eft- ir og varð að fá kranabíl til að flytja hana af árekstursstað. Hinn ölvaði maður forðaði sér af árekstursstað, en lögregl- an leitaði hann uppi og málið er þegar upplýst. Pretious fór í sjúkrahús. Laust eftir hádegi á laugar- dag var kveðinn upp dómur yf- ir Roland Pretious skipstjóra á Valafelli. Hann var dæmdur í 74.000 króna sekt, en auk þess voru veiðarfæri gerð upptæk og virt á 70.700 krónur, en aflinn var eiginlega enginn í skpinu, að- eins 10 kit. Loks varð skipstjóri að setja tryggingu fyrir 75.000 krónum vegna væntanlegs máls kostnaðar fyrir hæstarétti. Þegar gengið hafði verið frá öllum tryggingum, mátti skip- ið láta úr höfn, en skipstjóri fór ekki með því, þar eð hann er sjúkur maður og lagðist hann í sjúkrahús. Herranótt sýnír „Þrettándakvöld" í . síðasta sinn. Herranótt Menntaskólans 1959 sýnir „Þrettándanótt“ ejtir William Shakespeare í kvöld, og er það allra síðasta sýning leikritsins. Herranótt hafði sýningu á Sel- fossi í gærkvöldi og var aðsókn ágæt. Leikflokkurinn gisti í j Menntaskólaselinu í Hveragerði | í nótt, en er væntanlegur til bæjarins síðdegis í dag. Fólki skal bent á, að sýning-' in í kvöld er sú allra síðasta* Námskeið Varðar hefst í kvöid. Eins og auglýst hefur verið í Vísi, liefur stjórn Varðar ákvéð- ið að efna til stjórnmálaskóla. Verða fluttir margir fyrirlestr ar, þar sem menn úr forustuliði flokksins gera grein fyrir ýms- um þáttum þjóðmála, stjórnlög- um og stjórnsk. sjálfstæðisstefn- unni og andstæðum stefnum, efnahagsmálum og margt fleirj. Verður alls um 13 erindi að ræða, sem flutt verða á tímabil- inu fram að 20. marz í Valhöll og hefjast kl. 8,30 að kvöldi. Að loknum erindunum verður fyr- irspurnum svarað. Fyrsta erindið verður í kvöld, og flytur þá Bjarni Benedikts- son ritstjóri erindi um stjórnlög og stjórnskipun hins íslenzka lýðræðis, lýsir þrem þáttum rík- isvaldsins og þar fram eftir göt- unum. ----•----- Gitte ákaft fagnað. Það fór enginn vonsvikinn af söngskemmtuninni í Austurbæj- arbíói á föstudagskvöldið. Undra barnið Gitta, heillaði áheyrend- m- svo nijög að fagnaðarlátun- um að lokrmm söng liennar ætl- aði aldrei að linna. Var hún köll- uð fram hvað eftir annað. Það var undravert hve þessi unga stúlka hafði mikið vald yfir rödd sinni og það var ekki siður skemmtileg fraitikomæ hennar sem heillaði áhorfendur. Danski söngvakvartettinn The Four Jacks söng nokkur lög við' góðar undirtéktir. Þeir hafa á- unnið sér miklar vinsældir og er söngur þeirra og sviðframkoma afar skemmtileg. Áður en söng- skemmtunin hófst fór fram tízkusýning á klæðaði kvenna, barna og karlmanna, svo að eitt- hvað var fyrir alla. Hljómsveit Árna Elfars lék nokkur lög og Haukur Morthens söng með hljómsveitinni. Þó að Haukur sé nú búinn að syngja dægurlög opinberlega lengur en nokkur hér í bæ, á hann alltaf vísa hylli af þeirri ástæðu, að hann er alltaf ferskur og er allt- af í framför. Spænskar íslandsmyndir í Listamannaskálanum. Ungur spænskur listamaður, Juan Casadesus, opnaði sýningu í Listamannaskálanum s.l. laug- ardag, og sýnir þar 139 vatns- litamyndir, flestar málaðar hér á landi í suinar eð leið, en hann hefur dvalizt hér liálft annað ár. Nokkrar myndir eru frá ParLs. Flestir þeir, sem blöðin lesa, kannast við þennan unga Spán- verja, því að eftir hann hafa birtzt oftar en einu sinni teikn- ingar af ýmsum skemmtilegumr fyrirmyndum, og svo mun vafa- laus* fara, að margir leggi leið sína í Listamannaskálann til að athuga, hvernig þessi hressilegi, ungi Spánverjl sér ísland. Bílstuldir og bílspjöll. Margir bílar skemmdust í árekstrum af völdum innbrota í þá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.