Vísir - 06.03.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 06.03.1959, Blaðsíða 7
Föstudaginn 6. marz 1959 VfSIB 7 Pólverjar ætla að smiða 54 stóra verksmíðjutogara næstu 15 árin. Ætla ekki að verða eftirbátar í kapphlaupinu um úthafsmiðin. Rússar voru ek'ki seinir á sér að notfæra sér tæknikunnáttu og reynslu þá, sem fékkst af verksmiðjutogurunum brezku, sem jafnframt eru skuttogarar og ein afkastamestu fiskiskip, sem sigla í norðurhöfum. Fyr- irmyndin var brezki togarinn Fairtry. Pólverjar hafa nú tekið upp sömu stefnu og Rússar og ætla að láta smíða hvorki meira né; minna en 54 slíka verksmiðju- togara á næstu 15 árum. Rússnesku togararnir eru sagðir mun stærri en bæði Fair- try 1. og Fairtrey 2., sem nú er verið að ljúka við að smíða í Bretlandi. Rússar kalla þessa togara sína Pushkin-togara. ] Hafa þeir borið fýrir augu ís- lenzkra sjómanna á Nýfundna- landsmiðum, þar sem þeir eru að veiðum allt árið um kring, hvernig sem viðrar og voru það tveir slíkir sem voru ásamt ís- lenzku togurunum við Ritu- banka í frostbylnum á dögun- um er varð 30 íslenzkum sjó- mönnum að fjörtjóni. Rússar eiga 24 togara af Pushkin-gerð og eru þeir nokkuð á þriðja þúsund brúttórúmlestir að stærð hver, Þjálfa áhafnir. Pólverjar eru þegar byrjaðir að þjálfa áhafnir á þessi væntan legulegu skip sín. í fyrra voru til dæmis tveir pólskir yfir- anenn þjálfaðir um borð í rúss- neska togaranum Murmansk, sem var að veiðum ’við Ný- fundnaland og skömmu síðar fóru þeir á annað rússneskt verksmiðjuskip Zawolzsk. Eftir 50 daga veiðiför kom skipið aft- ur með 714 lestir af slægðum og hausuðum karfa, auk mikils magns af mjöli og lýsi. Heildar- aflinn upp úr sjó í þessari ferð' var 1100 lestir af karfa. Til sam1 anburðar má geta þess að ís-| lenzku togararnir komu venju-] lega með 320 til 360 lestir þeir stærri og 280 til 310 þeir minni1 og lætur því nærri að meðal-. afli í veiðiferð sem tók að ýafn-‘ aði 15 daga haif verið um 310 lestir. ■ 92ja manna áhöfn. Pólsku togararnir eiga að geta siglt 12500 sjómílur án þess að hafa viðkomu í höfn. Aflvélarnar verða 2400 hestöfl og ganghraðinn 12 til 15 sjó- mílur. í skipunum verða þrjár frystilestir, sem samtals eiga að geta rúmað 640 tonn af fisk- ílökum og auk þess lestarrými fyrir allt að 160 lestir af mjöli. Að sjálfsögðu eru og lýsistank- ar, sem rúma allt það lýsi sem búast má við úr svo miklum afla. Eins og áður er sagt verð- ur varpan dregin inn um skut- inn og vinnan fer öll fram und- ir þiljum. Það á að vera hægt að vinna úr 50 lestum af fiski til frystingar á sólarhring og bræða 20 lestir af úrgangsfiski. Á skipinu verður 92 manna á- höfn, 11 við skipstjórn og sigl- ingu, 17 í vélarrúmi, 12, sem ætlað er eingöngu að vinna við veiðina sjálfa og 45 sem vinna við verksmiðjuna. Skipinu er ætlað að veiða og framleiða 1650 lestir af fiskflökum á ári, 95 lestir af lýsi og 534 lestir af fiskimjöli. Sá fyrsti 1960. Fyrsta skipið á að verða til- búið 1960, síðan munu nokkur bætast við árlega þannig að 'tala þeirra verður orðin 54 að 15 árum liðnum, eða árið 1975. Samkvæmt frásögn „Pólskra siglingatíðinda“ er það ætlun Pólverja að færa stórlega út kvíarnar í úthafsfiskveiðum bæði í Norður-Atlantshafi og Suður-Atlantshafi fyrir strönd- um Afríku. Norðmenn hafa orðið meira en lítið varir við hina minni póslku togara, því þeir hafa tugum saman stundað veiðar meðfram landhelgislínu Nor egs og gert sér tíðförult í norsk- ar hafnir til að hvíla áhafnir sínar sem mánuðum saman fá ekki færi til að fara heim til sin. Frá námsdvö! Jóns Gunn- arssonar í Bandaríkjunum. Eins og áður hefur verið getið i hér í blaðinu er íslenzkur piltur ! hér í bænum í nf.-ns- og kynn- ingarför í Bandaríltjunum á veg-1 uni stórblaðsins New York-Her- ald-Tribune, ásamt 33 cðrum ungiingum frá ömsum Iönduni. Þatta er i 13. skipti, sem blað- ið efnir til slíkra náms- og kynn- isferða, sem eiga að koma jafnt heimsækjendum sem • ungu námsfóiki í Bandaríkjunum aö gagni. Stofnað var til náms i hverju þátttökulandi um sig til vesturfararinnar og dvalarinnar og hér varð fyrir valdinu Jón Gunnarsson, 18 ára, sonur Gunn ars Steíánssonar og konu lians, Sólvallagötu 58. , Jón er í Martin Van Buren- gagnfræðaskólanum í Queeens Villagé, Lon Island, New York, og á meðan hann er getur Seth Isman, úr efsta bekk þeim skóla, og eru þeir bekkjarfélag- ar. í sama skóla eru piltar írá Noregi, Danmörku, Bretlándi og Nigeriu. Dvalist er 3 mánuði vestra, og nám stundað í nokkr- um skólum og dvalist á ýmsum heimilum. Myndin af Jóni er tekin í Long ísland skólanum, en hin er af köríuknattleik þar. Á myndinni er Jón t. h. Hann unir vel hag snum vestra og hefur haft ánægju og gagn af háms- og kynningar- dvölinni. BRI0GEÞ ATTIJR ¥* ▲ ▲ 4 VÍSIS 4 Nú dregur til úrslita í undan- keppni Reykjavíkur mótsins og er sveit Ólafs Þorsteinssonar enn efst, að fjórum umferðum loknum. Hefur sveitin hlotið 668 stig. Röð og stig næstu sveit er eftirfarandi: 2. sveit Stefán Juðjohnsen 658 st. 3. — Ásbj. Jónsonar 657 — 4. — Halls Símonar 627 — 5. — Zoph. Benedikts. 626 — 6. — Elísar Jónsd. 621 — 7. — Hilm. Guðmunds. 618 — 8. — Eggrún Arnórsd. 604 — Sfflfi Aðeins fjórar sveitir komast í úrslitakeppnina og verður skor- ið úr því í kvöld kl. 8, hverj&r þær verða. A V ❖ * Eins og kunnugt er unnu ítal- ir heimsmeistaratitilinn í þriðja skipti í röð og er það frábært afrek. Hér er eitt spil frá leik þeirra við Bandarikjamenn, sem átti sinn þátt i sigri þeirra, Stað- an var a—v á hættu og austur gaf. A D-7-5-3 V G-9-6-3 ♦ 6-5-3 . * 7-3 Forquet A K-D V D-7 ♦ A-10-8-7 * 10-9-8-6-5 Siniscalco A A-G-10-6-4 V 814 ♦ K-D * A-K-G-2 Sagnir í einangrunarklefanum voru eftirfarandi: A:1L — S: 1H —V:2L — N:3H H:3S J S:P - V :4S — N:P — A:P — S:5H — V:P — N:P — A:D og allir pass. Þriggja hjartaslög Larards finnst mér í hæsta máta vafa- söm enda leiddi hún asnann inn í herbúðirnar. Vörnin tók sjö fyrstu slagina á ása og kónga og austur var inni. Ilann spilaði siðan spaðaás og vestur fékk áttunda slaginn á hjartadrottn- ingu. Sex niður doblaðir. í lokaða salnum sátu n—s, ; Belladonna og Avarelli ,en a—v. Harmon og Stackgold. Banda- ríkjamennimir komust í fjóra spaða, sem unnust auðveldlega. Italir græddu því fimm stig á j spilinu. Georg Rapee, fyrrverandi heimsmeistari, segir um þetta spil: „Sérfræðingar, hvað.góðir sem þeir eru, verða einstaka sinnum á mistök í sögnum og útspili. Samt sem áður geta spil- arar á heimsmælikvarða ekki leyft sér jafnmikil mistök og urðu í þessú spili.“ .JS J Minningarathöfn Verður £ Dómkirkjunni laugard. 7. marz 1959 kl. 2 til minningar um skipverja á vitaskipinu Hermóði, er fórst 18. febr. s.I. Athöfninni verður útvarpað. ViíamóíIasíjjárntÍEi TaBsdiielgisgaizEan. DREGIÐ VERÐUR í 3. flokki þriðjudag 10. marz, MUiMÐ A® IMH IIVVJ t. ítnppth’œtti fíústsóla Éslands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.