Vísir - 06.03.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 06.03.1959, Blaðsíða 10
VÍSIB Föstudaginn 6. marz 1959; 10 SUSAN INGLIS : <{x *{X Hj I\öclcl ar T AN ☆ ☆☆ ASTARSAGA ☆☆☆ "N *£*☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ .6 Penny andvarpaði sæl er hún var að' fara í kínasilkisnær- fatnaðinn og smokkaði fótunum i híjalínsþunna silkisokkana og síðan í fallega svarta mokkaskó, með háum hælum. Þegar hún hafði lokið þessu skoðaði hún sig eins -og vitrun i speglinum og leit svo á gamla hversdagskjólinn, sem lá í vöðli og útskúfaður á rúminu hennar. Fötin skipta miklu! Nú var hún í töfrandi kjól, með bláum litblæ, svo að augu hennar virtust enn blárri. Eiginlega sást ekki annað en kjóllinn, sokkarnir og skórnir, en hún bar höfuöiö hærra og augu hennar voru skærri en áður. Hún strauk roðanum mjúkt á varir sér og gekk út að glugganum. Úti á firðinum liðu hvít segl fram og aftur um bláan sjóinn, og smugu á milli stórra hafskipanna. Fyrir neðan hana glampaði á húsþökin í E1 Paradiso, og beint fyrir neðan fætur hennar sá hún litrík skrúðblómin í gistihússgarðinum. Ó, hugsaði hún og varð allt í einu angurvær, hvílíkur dásemda- bær. En hvað eg væri sæl, ef þessu durgur, Andrew Brand, væri ekki húsbóndi minn. Nú var drepið á dyrnar. Penny'kallaði „kom inn“ en leit ekki við. Hún bjóst við að þetta væri þernan, og hélt áfram að stara niður í garðinn, hálf gröm. „Afsakið þér,“ sagði rödd bak við hana. „Eg er Tína Brand. Kathleen frænka sagði mér að fara inn til yðar, meðan hún væri að rífast við hann Andrew. Eg vona að eg geri ekki ónæði.“ Penny var fljót að líta við. Þarna stóð kornung stúlka. Grönn, fremur lítil, sólbrennd i andliti, með skær, dökk augu. Hárið var svart, illa greitt, en rauðu bandi hnýtt um það. Stúlkan var einkennilega lík Andrew Brand — en undarlega ólík honum líka, er hún brosti tii hennar, vingjarnlega og eðlilega. „Kathleer; frænka sagði,“ hélt hún áfrarn hálffeimin, „að eg ætti að fara inn til ungu vinkonunnar hennar og tala við hana um hesta." Auðsjáanlega liafði enginn minnst á það við Kristínu Brand, að Penny væri tilvonandi stallsystir hennar, hugsaði Penny með sér. Jæja, það væri kannske ekki nema til bóta. Annars skipti þaö engu máli, úr því sem komið var. „Gerið svo vel að fá yður sæti,“ sagði hún alúðlega. Jæja, Kathleen og Andrew voru aö rífast! Það var pá ekki að sjá, að hann væri kominn til að biðja fyrirgefningar, hugsaði Penny með sér. En það skipti heldur engu máli lengur. En samt var það leitt, hugsaði hún meo sér meðan hún var að tala við Tínu. Hún fann að sér mundi getast vel að þessari ungu stúlku. Eiginlega var hún likust ótömdum fola, datt Penny í hug er hún var að virða hana fyrir sér. Óstýrilát og he.mslaus af lífsþrótti — en ómótstæðilega töfrandi. Hún reyndi að tala um hesta sem bezt hún gat. Tína hlustaði hugfangin á frásögnina af veru hennar á riddaraliðsstöðinni. „Hafið þér virkilega gert þetta allt, senorita? Það er dásam- Iegt!“ sagði Tína með ákfeð. „Viljið þér ekki koma og heimsækja mig á Los Quebranchos? Við höfum sæg af hestum þar, og við gætum farið í útreiðartúra og....“ Hún var trufliö áður en hún hafði getað útmálað allt sem þær gætu tekið sér fyrir hendur. Lafði Kathleen koni inn úr dyrun- um með herptar varir og sigurgleði í augunum. „Afsakið að eg trufla ykkur, börnin góð,“ sagði hún, „en eg þarf að biðja yður um að koma inn í dagstofuna mína, Penny. Eg skildi Andrew eftir þar, en hann þarf að tala nokkur orð við yður.“ Tína rak upp stór augu. Og Penny varð ekki um sel. Nú — nú mundi það líklega koma. Hún dró eftir sér fæturnar á mjúkum dúkunum í ganginum. Hann beið hennar í dagstofu lafði Kathleen. Hann þurfti að tala nokkur orð við hana. Nú svall beiskjan í henni aftur, er hún hugsaði til þess, að hann hafði látið sem hann sæi hana ekki á bryggjunni. Hún opnaði stofudyrnar og reyndi árangurslaust að íinna ekki til hjartsláttarins. Þarna stóð hann og horfði út um gluggann, svo að hún sá ekki andlitið á honum, en hann virtist hærri og þreknaði en hann hafði sýnst áður, og herðarnar voru réttar og breiðar. Hún hafði gengið svo hljóðlega um, að hann varð henn- ar ekki var fyrr en hún tók til máls. Vilduð þér tala við mig, herra Brand? Þá leit hann við og hún sá að andlitið var drumbslegt og þottafullt. „Já, — já, einmitt,“ sagði hann. „Þér eruð ungfrú — ung- frú....?“ „Ungfrú Mayne,“ svaraði Penny rólega. Jæja, hann hafði ekki einu sinni lagt á sig að muna hvað hún hét. „Lafði Kathleen hefur sagt mér....“ Penny varð niðurlút. Hún gat gert sér greinilega í hugarlund, með hvaða hreim lafði Kathleen hefði sagt honum sitt hvað. „Hún — hm — virtist vera sannfærð um, að þér munduð henta vel til að....“ En það er ekki, las hún úr augum hans. Eg er alls ekki sannfærður um það. Hann virtist bíða eftir að hún svaraði einhverju, en þaö gerði hún ekki. Og það virtist rugla hann í ríminu. Svo hélt hann áfram eftir dálitla þögn: „Eg — hm — geri ráð fyrir, að — að hún hafi sagt yður eins og er, um systur mína,“ sagði hann stirðbusalega. Penny kinkaði kolli. „Já.“ „Það er gott,“ sagði hann óþolinn, eins og hann vildi ljúka þessu af sem fyrst, „en ef eg á að vera hreinskilinn, ungfrú Mayne, þá hryggir þaö mig, að lafði Kathleen skuli hafa tosaö yður þessa löngu leið hingað. Þér eruð alls ekki eins og eg hafði hugsað mér að félagi systur minnar ætti að vera. En úr því að þér eruð kom- in hingað, ætla eg að láta yður reyna. Nú hefur þessi bölvaður -skóli rekiö Tínu fyrir fullt og allt, svo að þér verðið að koma heim til okkar undir eins....“ Hann þagnaöi. Penny Mayne hristi höfuðið, hægt eri mjög ákveðið. Lafði Kathleen hefði kannast við það ef hún hefði séð það. En Andrew Brand vissi ekki hvað það þýddi. „Því miður,“ sagði hann, „því að eg veit að þið lafði Kathleen höfðuð hugsað ykkur annaö. En það verður að bíða.“ Penny brosti. Þessu augnabliki hafði hún beðið cftir. Hún . titraði ofurlítið undir dimmu og drembilegu augnaráði hans, en henni tókst að láta ekki bera á því. „Nei,“ sagði hún. „Nei, herra Brand!“ „Hvað eigið þér við?“ spurði hann gramur. Ætli það sé ekki eg, sem ákveð hvað þér gerið!“ Nú var hún hætt að titra. Hún var reiðari en svo. Hann skipar mér eins og þræli, hugsaði hún með sér. Hann heldur að sér leyfist að vera eins ruddalegur og hann vill, og að hann muni koma sínu frnm með því móti. „Ó, nei, he”ra Brand,“ sagði hún aftur, og var nú róleg. „Mér hefur snúist hugur, skiljið, þér.“ Hann starði á hana forviöa. Þetta gekk alveg fram af honum, eftir ergilegt rifrildið við lafði Kathleen, sem honum þótti í raun- inni mjög vænt urn, og samtalið -'!ð fokreiða skólastýruna í skól- anum, sem hann hafði komið Tinu í. | „Hvað er þaö sem þér krefjist?“ spurði hann. „Meiri peninga?" Loftbólur — Framh. af 3. síðu. nokkrar nætur og ya'i þess get- ið, að veiðin heíði verið það mikil, að hún borgaði allan út- búnaðinn tvisvar sinnum. Taidi fiskifræðingurinn að mjög ó- líklegt væri að veiðin hefði orðið svona mikil, ef hið nýja tæki heði ekki verið notað. Með tæki þessu var hægt aSS veiða á djúpu vatni án þess ací straumur eða mikil skipaum- ferð truflaði. Enn munu verða gerðar end- urbætur á þessu veiðitæki og sennilega mun veiðast enni meira ef pípan er lengri, allt a-fí 3000 feta löng. Þá verða gei-ðaif tilraunir með pípu með enii smærri götum og meiri loft- þrýstingi og loks verður athug- að hvort nauðsynlegt er aðl kæla loftið áður en því er dæltj í slönguna þar sem það kann að leiða til þess að hún endistí lengur og rifni eða springi síður. £. R. Burrougha TARIAfW 2840 Charles Laver og Tarzan fikruðu sig áfram eftir slóð • hlébarðans. Þeir fóru mjög HÓWEVER, A SUKTOSE WAS IN STOKE-- gætilega, en þeir vissu ekki áð kötturinn myndi koma þeim á óvart, því hann komst aftan að þeim og fylgdi slóð þeirra. Allt í einu gerði dýr- ið árás og stökk á Tarzan ofan úr tré og í þetta skipti hrökk Laver ekki til baka.- Ættleiðing barna - Framh. af 9. síðu. lega. Og þar sem ættleiðingan eru orðnar hér all-tíðar og feri enn fjölgandi, verður að vanda til þeirra eins vel og framast er» unnt. Alltaf verður að hafa i huga velferð og framtíð barns- ins, sem í hlut á, enga móður ætti að telja á að láta barn sitt frá sér til ættleiðingar, ef huH er andlega og líkamlega fær til þess að annast sómasamlega' uppeldi þess. Ef ytri aðstæðuil hennar eru örðugar, er fyrsta skylda þjóðfélagsins að komá henni til hjálpar, svo að hún þurfi ekki að láta barnið frá sér fyrir fullt og allt. Annars er ég sammála Guðmundi V. Jósefs- syni um það, að í mörgum til- vikum færi betur á því, að ís- lendingar fylgdu hér meir forn- um þjóðarsið að taka börn í fóstur, án þess að rofin væru með öllu tengsl þeirra við rétta foreldra þeirra. Tryggja mætti með lögum umráðarétt fóstur- foreldra yfir fósturbörnum þeirra, og er það að vísu nú að- nokkru gert Sömuleiðis mætti fryggja slíkum börnum erfða- rétt á sama hátt og kjörbörnum nú, ef fósturforeldrar óska þess- og það þykir máli skipta. Ekkr skal ég um það segja, hvort hér ætti við að taka upp tvenns konar form ættleiðingar með líkum hætti og Frakkar hafa: venjuleg ættleiðing (adoption ordinaire), sem breyta má, og þar sem tengslin milli barns og réttra foreldra eru ekki algerlega rofin og barnið’ hefur oftast meira og minna samband við foreldra sína og hefur vissar skyldur gagnvart þeim ; og fulla ættleið- ingu (légitimation adoptive), sem er óriftanleg og rýfur al- gerlega öll tengsl barnsins við rétta foreldra þess og tengir barnið sömu böndufn við ætt- leiðendurna sem væri það þeiri'a skilgetið barn. Á þessi síðarnefnda tegund ættleiðing- ar sér einkum stað, þegar um munaðarlaus, yfirgefin og van- rækt þörn er að ræða. Hvað sem þessu líður, virðist vera full þörf á að taka þetta mál um fóstur barna og ættleiðingu til gagnverðrar athugunar í heild.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.