Vísir - 06.03.1959, Blaðsíða 12

Vísir - 06.03.1959, Blaðsíða 12
Xkkert blaS er ódýrara I áskrift en Víslr. Látið hann færa yður fréttir *g annað yðar hálfu. Sími 1-16-60. irisik 'fiinjS* bsn wm gprnsí á ikrifenihB Vísls eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðlð ókeypís til mánaóamóit Siml 1-16-60. Föstudaginn 6. marz 1959 ssam -íar'w*' Fyrsti ferfætti asninn heimsókn á íslandi. Ifeill dvragarðnr kom flug- leiðis Kil Reykjavíkur í nótk í nótt kom fyrsti ferfætti sem skemmtir á vegum cirkus- asninn í lieimsókn til íslands. Kom hann flugleiðis til Reykja \íkur með' millilandaflugvél Flugfélags Islands, Hrímfaxa. Þessi asni var á vegum cirkuskabarettsins, sem kom með flugvélinni í nótt. Var heim. ætlunin að flugvélin kæmi til Keykjavíkur síðdegis í gær, en þá var hér dimmviðri og auk hess svo mikil fannkyngi á ílugvellinum að honum var lokað fram á kvöld. Var Hrím- faxi því látinn bíða átekta í GlasgoW. í gærkveldi seint fékk vélin skeyti um að Reykja víkurflugvöllur hafi opnast var þá lagt af stað og komið singað kl. 1.30 eftir miðnætti. í vélinni var auk fólksins kabarettsins heill dýragarður, m. a. endur og ýmsir aðrir fuglar, hundar, mýs og rottur, en aðaldjásnið stór og feitur asni, sá fyrsti ferfætti þeirrar tegundar sem ísland sækir Fékk netil í skrúfuna. Frá fréttaritara Vísis. —■ Akranesi í morgun. Snjórinn hefur lokað öllum vegum hingað og í morgun var ekki orðið bílfært en búizt er við að þeir verði opnaðir í dag. Bátarnir reru ekki í gær vegna veðurs. í gær dró varðskipið Þór, vélbátinn Fiskaskaga frá Akranesi til hafnar. Fiska- skagi var með net í skrúfunni 35 sjómílur norðvestur af Akranesi. Þar var hið versta veður, blindhríð, ofsarok og þungur sjór. Ægir fann bátinn með aðstoð hins nýja radar- tækis og sást hann í sjónskíf- unni í 11 sjómílna fjarlægð. Fiskaskagi hefur áður orðið íyrir því óhappi að fá net í •krúfuna. Ástæðan er talin sú að ekki er hægt að kúpla skrúf- unni almennilega frá. Hún slúðrar með, þó frákúplað sé og snerti hún netið vindur hún því óðara upp á sig. Skíðakeppni í Jósefsdat. Skíðadeild Ármanns heldur stórsvigsmót mn helgina í Jós- efsdal. Brautin mun liggca niður Suð urgil og enda í Jósefsdal. Þar verður keppt í öllum flokkum. Allir helztu skíðamenn Reykja- víkur keppa þar. Helztir þeirra eru: Stefán Kristjánsson, Guðni Sigfússon, Hilmar Steingríms- son, Svanberg Þórðarson, Ólaf- ur Nilsson, Ásgeir Eyjólfsson, Úlfar Skæringsson, Bragi Nils- son, Magnús Guðmundsson og margir fleiri þeim skeinuhætt- ir. — Veðurspáin lofar góðu veðri og bezta skíðafæri. Aboud forseti og hershöfð- ingi í Sudan hefur skipað nýtt ráð í stað þess, sem baðst lausnar. Forsetinn er sagður hafa taumana ör- ugglega í hendi sér. Leiðir opnast. Ilellisheiðarvegur var fær stórum bílum og jeppum í morgun. Unnið er að því að hreinsa veginn, þannig að litlir bílar komist þar líka og er von enn að það geti orðið síðar í dag. Á suðurnesjum er mikill snjór víða á vegum og þangað hefur Vegagerðin sent flest moksturstæki sem hún gat. misst af. Fyrir hádegið í dag var Keflavíkurvegur orðinn fær öllum bílum og var þá verið að vinna að mokstri á vegunum til Grindavíkur, í Garð og Sandgerði. Flvalfjörður var ófær í morgun en unnið að mokstri þar og gengur vel. Bífreiðum á Sandinu fjöigaði um á árinu sem leið. Bifreiðar eru rúmlega 19 þús., þar af meir en helmingur í Reykjavík. Skemmdir á holræsi í Klambratúni. Um nokkurt skcið hefur grafa upp þann hluta leiðslunn- heitu vatni úr borholu í J ar, sem grunur var á um að Klambratúni, verið veitt um hefði st.flast og jafnvel gættu rúmlega 200 m. langt holræsi út í aðalræsi í Guðrúnargötu. Ræsi þetta, sem gert er úr járnsteypurörum, var nýlega lagt, þar eð ekki þótti óhætt að veita hinu 100° heita vatni í nærliggjandi göturæsi, þar sem hætta er á að svo heitt vatn orsaki skemmdir á holræsum þeim, sem flytja lítið vatns- magn. Um síðustu helgi urðu nokkrar truflanir á írárennsli þessu, og mynduðust heitir pyttir á túninu, þar sem ræsið liggur um. örn munu hafa leit- að í þessa pytti og hlotið ein- thver meiðsli. Hafist var handa um að tveir menn þess að börn kæm- ust ekki að hinu heita vatni. Þegar leiðslan hafði verið graíin upp og tekin sundur tilj athugunar, kom í ljós, að rusl og steinar höfðu algjörlega! lokað henni. Mun fyrirstaða þessi þannig til komin að börn og unglingar hafa klifið upp á skúr þann, sem byggður var yfir holuna og sætt færis á að fleygja einu og öðru niður um gufurýr hennar, milli þess sem gos áttu sér stað. Hefur þetta tiltæki orðið til þess, að valda slysum á börn- um og auk þess bakað bæjar- sjóði óþarfa útgjöld, vegna við- gerðar á holræsalögninni. Tveir eldsvoBár norðanlands. Allmikið brnnatjún í Hörgardal og nokkurt a Aknrrrri. Tala bifreiða á öllu landinu nam við síðustu áramót 19123, þar með talin bifhjól og hefur þeim fjölgað um nákvæmlega 1 þúsund frá því um áramótin næstu á undan. Af þessum bifreiðafjölda er meir en helmingur í Reykjavík einni eða 8716, þar af 6329 fólks biíreiðir en hitt vörubifreiðir eða bifhjól. Næst Reykjavík að fireiðafjölda kemur Gullbrngu- og Kjósarsýsla að meðtöldum Hafnarfirði með 1661 bifreið og síðan Akureyri og Eyjfjarðar- sýsla með 1194 bifreiðar. Önnur umdæmi eða byggðarlög hafa innan við 1 þúsund bifreiðar hvert, fæstar í Ólafsfirði, 55 tlsins. í skýrslu sem Vegamálaskrif- stofan hefur gefið út um bif- reiðaeign íslendinga við síðustu áramót er getið um milli 170 og 180 tegundir bifreiða, sem hér eru í notkun og af ýmsum þeirra ekki nema örfá farar- tæki, stundum aðeins eitt ein- asta. Einna mest mun vera hér af Ford og Chevrolet bifreið- um, rúmlega 2600 bifreiðir af hverri gerð og þar næst af Willys jeppum rúmlega 2 þús- und. Bifreiðarnar á landinu skipt- ast þannig í flokka að til eru 12939 fólksbifreiðir með allt að 6 sæti hver, 321 fólksbifreið með meira en 6 sæti, 1145 vöru bifreiðir með sæti fyrir 2—6 farþega, 4402 vörubifreiðir með sæti fyrir 1 farþega og 316 tví- hjóla bifreiðir (bifhjól). Á síðastliðnum 10 árum hefur orðið gífurleg fjölgun á bifreið- úm í landinu eða um rösklega 8 þúsund bifreiðir. Árið 1949 voru þær 11068 að tölu, en nú 19123. Elztu bifreiðarnar sem til eru í landinu munu hafa verið smíðaðar árið 1923, eru það tvær vörubifreiðir en 11 bifreið ir eru til frá árinu 1926 og eru það þær næst elztu. Flestar bif- reiðri frá einu smíðaári eru frá 1955 samtals 3399. ír Hanseii Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Slökkviliðið á Akureyri var tvívegis kvatt á vettvang i gær vegna eldsvoða. 1 gærmorgun, um hálfsjöleyt- ið, var það kvatt að Auðbrekku í Hörgárdal vegna elds, sem kviknað hafði þar í nýum bragga, sem innréttaður haíði verið sem verkstæði. Var bónd- inn á Auðbrekku, Guðmundur Valgeirsson nýbúinn að innrétta braggann mjög vandlega og hafði flutt inn í hann mikið af tækjum og áhöldum fyrir tveim dögum. Þá voru inni í braggan- um tveir bílar, Jeppi og trukkur. Gat slökkviliðið bjargað út jepp anum, en trukkurinn stór- skemmdist í eldinum og m. a. brann öll yfirbygging hans og annað, sem brunnið gat. Bíllinn mun hafa verið ótryggður. Þegar slöggviliðið kom á vett- vang var bragginn alelda. Brann þar inni allt sem brunnið gat, á- höld ýmisleg og öll innrétting, en þakið hékk samt uppi. Mun bóndinn hafa orðið fyrir geysitjóni, því auk bilsins var braggabyggingin óvátryggð. — Þess má og geta, að fyrir einu ári brann annar braggi á Auð- brekku, sem stóð nákvæmlega á sama stað og þessi. Erfitt var mjög um aðstæður til að ná i vatn og torveldaði það slökkvistarfið til muna. Seinna í gær, eða um kl. hálf- íimm, kviknaði á neðrihæð íbúð- arhússins nr. 54 við Aðalstræti á Akureyri. Þetta er 2ja hæða hús og býr Björn Magnússon tré- smiður á neðri hæðinni. Talið er að kviknað hafi í út fi'á litlu kolaeldunartæki. Talsverðar skemmdir urðu á hæðinni, og m. a. komst eldur- inn í loftið á neðri hæðinni, en annars munu ekki hafa verið eldsskemmdir uppi á efri hæð hússins. Slökkvistarfið tók um hálfa klukkustund. lieiðraðnr. Forseti franska lýðveldisins liefur sæmt doktor Halldór Hansen, sem þar til nýlega hefur verið yfirlæknir við Sankti-Josepspítala í Reykja- vík, Riddaragráðu Frönsku Heiðursfylkingarinnar (Chev- alier de la Légion d’Honneur). Jón Gunnarsson, skrifstofu- stjóri H.f. Hamars í Reykjavík var sæmdur gráðu „Chevalier du Mérite Maritime“. Hei#ursskjöl þessi cg orður hafa verið afhent viðkomanodi af sendiherra Frakka á íslandi, herra Voillery, við móttökur, er haldnar voru við þessi tæki- færi. (Tilk. frá ambassador Frakklands). Guðsþjónustur fyrir æskufólk. Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunn- ar hefur beitt sér fyrir þvi í samráði við biskup Islands og fræðslumálastjóra að 8. marz fari fram í Idrkjum og skólum guðþjónustur fyrir æskufólk. Víða um land mun verða mess að þennan dag og æskufólk taka þátt í Guðþjónustunum. Vitað er að í Reykjavík og nágrenni verð ur þátttaka almenn og hafa skólastjórar og prestar tekið til- mælum nefndarinnar mjög vel um samstarf í þessu efnum. Þá hafa æskulýðssamtök svo sem : K.F.U.M. og K., skátar og ung- templarar stutt þetta mál. Vænt ir nefndin góðs árangurs af ! æskulýðsdeginum. í stuttu máll: Samningar milli Bandaríkj- anna og Tyrklands, Irans og Pakistan hafa verið undir- ritaðir í Ankara um varn- araðstoð Bandaríkjanna. Frumherji IV. var í nótt kominn yfir hálfa millj. km. frá jörðu orr gervihnött- urinn, sem skotið var i loft upp nýlega frá stöð í Kali- forniu, er kominn fram. Hefur hann komist ó braut kringum jörðu og mun Iiafa verið eitthvað í ólagi á tækjum hans. Guðbjörg Þorblamardöttir á „dönsku fólkaravlkuna ;sr // //" Félag íslenzkra leiltara barstj fyrir skömmu boð frá Danska leikarasambandinu og Hr. Kes- ; by, f ramkvæmdasti óra á Hotel} Riclimond í Kaupmannahöfn, þess efnis að Félag íslenzkra j leikara er boðið að senda einn leikara á dönslm leikaravikuiia og verður hún liaidhi- dagana 8— 15. marz n. k. Þetta er 5. árið í röð, sc Danir halda norræna leiksr viku og hafa þær orðið mji vinsælar og gagnlegar fyrif- þj takendur. Ungfrá Guðbjöi-g Þorbjarr.a dóttur verður fulltrúi ísleirzk leikara á „dönsku leikáravi unni“ að þessu sinni, og fe: utan á morgun. m. •>- ’nr1 tt. .17»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.