Vísir - 06.03.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 06.03.1959, Blaðsíða 11
Föstudaginn 6. marz 1959 VÍSIR n Guðmundur Einarsson og Rússlandssýningin. Hinn ágæti listmálari G. E. frá Miðdal hefir lagt frá sér málarapensilinn, tekið sér penna í hönd, og hamast nú við að pota honum á sem óþyrmi- legastan hátt í þá lcollega sína, sem falið var að annast sýningu íslenzkra málverka í bolsans Moskvu og Leníngrad og ab- straktmálara almennt. Guðmundur er mjög svo vígamannlegur á ritvellinum. Mér liggur við að segja, að hann gangi þar berserksgang að fornum sið, bíti í skjaldar- xendurnar og lætur ófriðlega, enda leynir það sér ekki, að hann er reiður mjög yfir því, að gengið hefir verið fram hjá honum og mörgum öðrum af beztu og vinsælustu málurum íslands þegar þau Jón Svavar og Selma völdu þátttakendur til Rússlandssýningarinnar. Og Guðmundur er ekki sá eini, sem er reiður út af þessu, því það hefir að vonum vakið mikla gremju í bænurn að öndvegismálarar ungir og gamlir, sem þjóðin hefir mikið ólit á, menn og konur eins og Braga Ásgeirsson og Aust- mann, sem mörgum finnst langmestu abstraktmálarar ís- lands, Barbara Árnason, Ferro, Örlygur Sigurðsson, Veturliði, svo nokkrir séu taldir, skuli vera sniðgengnir þegar valin eru verk á sýn- ingu, sem kynna á íslenzka málaralist einni af stórþjóðum heimsins. Og vissulega er fólki ekki láandi þótt því finnist, að engin sýning, sem vantar verk þessara ágætu málara, geti tal- izt gefa sómasamlegt heildar- yfirlit yfir íslenzka málaralist, og finnst það skammarlegt að málurum, sem unnið hafa mik- ið og gott ævistarf í þágu ís- lenzkrar listar, skuli ekki vera boðin þáttaka í sýningunni og gengið skuli vera framhjá ung- unum málurum, sem þegar hafa sýnt og sannað, að þeir eru afreksmenn á sýnu sviði og hafa til að bera mikla og áberandi listraæna atgervi. Eg skal játa, að eg var í fyrstu í hópi þeirra, sem sár- reiðir voru yfir þessu hátta- lagi þeirra þremenninganna, Sodanáma - Framhald af 3. síðu. heldur félagið uppi samgöng unum. Þá liggur járnbraut til staðarins og þaðan til strandar, sem er um 300 mílna langur vegur. Brautin var lögð um staðinn til þess að hægt væri að koma framleiðslunni frá sér og á markaðinn, og kemur hú.n daglega við í Magadi og flytur jafnframt nauðsynjar til fólks- ins og póst. Brautin er afleggj- •ari frá Mombasa-Nairobi braut inni. Þá heldur félagið uppi flugsamgöngum við staðinn. Það þykir frásögur færandi að ein evrópísk kona hefur dvalið þarna í 23 ár. Sódanáman fannst þarna 1833 og hefur hún verið hag- nýtt allt síðan er Kenya fór að byggjast Evrópumönnum. Im- perial Chemical hefur. rekið námuna síðan 1924. Selmu, Jóns og Svavars, þótt mér rynni reiðin að mestu er eg skoðaði umrædda sýningu og fór að hugsa málið betur og athuga það ofan í kjölinn. Því umræúd sýning er alls ekki eins léleg og G. E. vill vera láta í grein sinni í Vísi um daginn. Hún er í sannleika sagt einhver bezta samsýning ís- lenzkra listamanna, sem sézt hefir hér á landi og hlýtur að verða landi og þjóð til sóma þótt sá leiði galli sé á lienni, að sýnishorn af verkum sumra okkar beztu málara vanti í hana. Svo langt sem hún nær, er hún óvenju góð og á eg þar við að þær fimm myndir, sem hver þáttakandi á á sýning- unni, gefi óvenju skýra og góða hugmynd um einkenni listar hans. Val þeirra hefir í hverju einasta tilfelli tekizt með ágæt- um. Fullyrðingar G. E. um, að val á verkum Kjarvals hafi tekizt illa, á ekki við nokkur rök að styðjast. Myndir hans á sýningunni gefa einmitt eins glöggt yfirlit yfir list hans og margbreytileika hennar eins og hægt er að gera með fáum málverkum og góða innsýn inn í hina skáldlega hugarheim Kjarvals. Hinn fannhvítu vetr- arlandslög Kjarvals eru með því allra bezta, sem hann hef- ir gert, draga fram á heillandi hátt fegurð og töfra vetrarins og gera áhorfendur glögg- skj'ggnari fyrir henni. Það er mjög áberandi hvað verk Kjar- vals bera mikið af öðrum verk- um á sýningunni, og gefúr þó þar að líta mikið úrval ágætra málvei’ka, sem hvaða stórveldi sem væri gæti verið stolt af, og samt orka málverk Kjarvals, samanborið við hin málverkin, sem Guliver í putalandi, enda er enginn vafi á því, að Kjar- val er einn af 10—15 mestu málurum, sem uppi hefir ver- ið í heiminum og segir mér svo hugur um, að komandi kyn- slóðir muni skipa honum á bekk með Rafael, Gauguin, Van Gogh, Picasso og Chagall. Guðmundur hlýtur að finna það sjálfur þegar hann hugsar betur um það að skætingur sá, sem hann ritar um hinn ágæta kollega sinn, Valtý Pétursson, er hvorugmn samboðinn, enda er Valtýr eins mikilli listamað ur á sínu abstraktsviði eins og Guðmundur er í túlkun lands- laga og þá einkum og sér í lagi með vatnslitum, en sem kunnugt er Guðmundur síður en svo eftir hefðbundnum regl- um við notkun vatnslita og er það sízt að harma, því sú tækni í þeirri grein, sem hann hefir skapað sér, gefur mikið betri árangur en gamla tæknin og ber stórlega af henni — hvað er meira en sagt verður með sanni um þá fullyrðingu. hans, „að Valtýr Pétursson sýni í 5 myndum algert kunnáttuleyi“, því í þeirri fullyrðingu er hvorki vit eða sanngirni, eins og fólk getur sannfært sig um með því að skoða sýninguna þegar hún verður opnuð aftur eftir að hún kemur frá Rúss- iandi, því það er það allra : o innsta, sem ráðamenn sýn- ingarinnar geta gert til að bæta fyrir það hvað hún stóð stutt- an tíma að þessu sinni, er að opna hana aftur í 1—2 vikur eftir að Sovétfólkið er búið að skoða hana. Valtýr Pétursson á einmitt I óvenjugóð málverk á þessari j sýningu. Samt yrði eg ekki hissa á því þótt sumir hinna sovétsku listelskara gretti sig ofurlítið er þau sjá þau opnun- ardaginn, því sumum þessara verka glímir Valtýr við nokkur af uppáhaldsverkefnum tveggja af forvígismönnum rússneskrar abstraktlistar, manna, sem settir voru í bann af kommúnistum og einatt er úthúðað í rússneskum mál- gögnum, er fjalla um listir. Það er eins og Valtýr sé af ásettu ráði að stinga því að hinum einvöldu listazörum Sovét- ríkjanna, að þótt þeim hafi tekizt að drepa áhrif þessara öndvegismálara sinna á list sovétþjóðanna, þá lifi andi þeirra erlendis og jafnvel á ís- landi glími menn við þau verk- efni, sem hinum útskúfuðu var kærkomið að yrðu leyst. Mig grunar að Valtýr geri þetta af ásettu ráði og vissulega gerir hann það vel og vandlega og af mikilli tilfinningu, enda eru þessar myndir ekki aðeins einskonar virðingarvottur um tvo merkilega og fordæmda rússneska abstraktmálara, held ur merkileg lausn á verkefn- um, sem þeir var kært að spreyta sig á og með því bezta, sem Valtýr hefir gert. Það væri freistandi að gera einstökum listamönnum og verkum þeirra á þessari sýn- ingu ýtarleg skil, en rúmið leyíir það ekki. Aðfinnslur G. M. á verkum Jóh. Jóhannes- sonar eru mjög út í hött og langt frá því að vera eins merkileg og myndir Jóhannes- ar, sem allar eru rnjög góðar. Ein þeirra ,,leikur“ er með því langbezta, sem málað hefir verið á íslandi. Það er sannfæring mín, að ef þessi sýning heíði verið haldin á heimssýningunni í Brússel við hliðina á amerísku mál- verkasýningunni sem þar var, hefði okkar sýning ekki síður sópað að sér athygli fólks og vakið hrifni og aðdáun, og er það alls ekki sagt amerískri list til hnjóðs, en sem kunnugt er hefir vei’ið óvenju mikið líf og gróska í henni síðasta manns- aldurinn. Sannleikurin er sá, að ísland stendur óvenju fram- 1 arlega á sviði málaralistar- innar og á ótrúlega marga góða málara, en gerir skammarlega lítið að því að kynna verk ■þeirra erlendis eins og vert íværi, því fsland er málaralist- , areyja engu síður en sögucvja. Nú munu menn segja, að minnsta kosti þeir sem gert hafa sér það ómak að skoða sýninguna: Sýningin er ágæt, ' en það er fullt eins mikil á- stæða til að skammast fyrir það hneyksli að mörgum ágætum málurum hefur verið bolað frá þátttöku í henni og syngja verkum hinna útvöldu lof og prís, þótt góð séu og vel sam- boðin landi og þjóð. Eg hafði líka upphaflega hugsað mér að réttara hefði verið að bjóða fleiri málurum þátttöku og hafa þá færri myndir frá hvor- um. En við að skoða sýninguna 'opnuðust augu mín fyrir því jað það er miklu heppilegra að sv-na verk 18 málara eins vel I * og; vandlega og hægt er að gera það með ,5 myndum, en sýná verk margra málara á ó- fullnægjandi hátt með 2—3 myndum. Það hefði verið heppilegra að láta hlutkesti ráða því hvaða málarar yrðu fyrir valinu úr hópi þeirra sem kröfu eiga til að vera teknir með á slíka sýningu sem þessa, vegna afreka sinna á sviði mál- aralistarinnar. Það hefði verið réttlátara en láta smekk jþriggja málara ráða hverjum Ivar boðin þátttaka, og það er vafasamt að það sé rétt að fela Imálurum slikt val, því það er nú einu sinni þannig að list- ' málarar eru síður en svo meira ;hafnir yfir stéttarríg en fólk úr öðrum stéttum, og mikið erfiðara er fyrir listmálara að vera hlutlaus og réttlátur í að dæma um ágæti kollega sinna en fyi’ir flesta aðra, enda er það venja alsstaðar nema á íslandi að láta málara koma sem minnst nálægt ákvörðun- um um hverjir eru valdir til þátttöku í sýningum af þessu tagi. Hitt er Ijóst af því hversu vel tókst til með val á verkum einstakra málara, að enginn er betur fallinn til að velja þau verk er ber opinbera listræn- an persónuleika málara en ein- mitt listamaðurinn sjálfur. Sé listamönnum falið að velja listamenn til þátttöku í sýn- ingum erlendis ætti það að vera ófrávíkjanleg regla að þeir mættu ekki velja sjálfa sig, enda tíðkast slíkt ekki mikið utan íslands. Eini gallinn á þessari sýn- ingu sem vert er að gera orð á er, að þar er ekkert sýnishorn af íslenzkum vatnslitam\ nd- um. Rússinn gæti ætlað ;;ð á íslandi fyrirfyndust alls engir merkilegir vatnslitamálarar. Það mundi vissulega bæ.a mik- ið úr skák ef forvígismenn sýningarinnar fengju Guð- mund Einarsson til að láta séf í té eitthvað af sínian gull- f allegu vathslitamy; i; 1 um. Varla er sýningin það stór, að ekki megi bæta 5 myndurn vif hana. Á hinu hefi eg enga trú, að Guðmundi Einarssyni hefði tekist betur að velja listamenn til sýningarinnar en þeim Svavari, Selmu og Jóni, oins og sjá má á hinum ljcrfilegu fordómum hans á v rkum Vái- týrs Péturssonar og annarra abstraktmálara, og þá ekki I , siður af þvi sem o enn vit- jlausara, sem sé þei i fullyrð- ingu hans að mynúlisíai-sýn- jing Sovétríkjanna. sem haldin ,var í Bogasalnum. hafi verið jmerkileg, og það sé skammar- legt hvað íslenzk blöð og út- jvarp hafi hundsað iiana og forðast allt umtal um hana! þá sýningarónefnu var aS þegja um hana, og hefði þöí jverið betra að mínu viti, að! (blöð hefðu feimnislaust sagts 'þeim álit sitt á henni, sem ó-. ■ mögulega gat verið fagurt, jþegar þess er gætt hvað lista- jverk þessi, ef listaverk skyldi1 jkalla, voru listsnauð og ó-< merkileg. Þegar tekið er tillítf til þess hvílíkt hallaræis-; ástand ríkir í myndlist Sovét- ríkjanna, sökum- pólitísks of- stækis og skoðana- og tjáning- hrmatakúgunar, er hætta á því að við séum að kasta perl- jum fyrir svín, með þvL að senda þeirn jafngóða og vand- jaða sýningu. Og verður nú .fróðlegt að vita hvort harð- stjórar rússneskrar myndlistar, sem láta loka niðri verk Van ^Gogh, Mattiss og Picasso, af ótta við að landsmenn hafi slæmt af því að sjá hina úr- kynjuðu kapitalisku málara- list, reka skriffinna sína til að skrifa lof um íslenzku sýn- inguna í áróðursskyni fyrir vini sína á fslandi, eða að hat- ur þeirra og fjandskapur á öllu nema 19. aldar náttúralisma brýtur af sér öll bönd, og þeir tali eins um okkar málara og þeir tala að jafnaði um starfs- bræður þeirra á Vesturlöndum. í öllu falli er engin ástæða til að ætla að valdhöfunum hafi tekist að afsiða svo hinn list- elska rússneska almenning, að hann muni ekki hafa gaman af sýningunni, þótt hið opin- bera kunni að lasta hana — ef að hömlur verða þá ekki settar á að hann fái að sjá hana, eins og oft vill verða með „siðspill- andi verk frá Vesturlöndum“ eins og það er kallað í komm- únisku pressunni. Þórður Valdimarsson. Pappírspokar tllar stærðir — brúnlr fh kraftpappír. — ódýrarl en erlendir pokar. Pappírspokagðrðin Simi 12870. ! Johan Rönning h.f. Raflagnir og viðgerðir á öilum heimilistækjum. — Fljót og vönduð vinna. Sími 14320. Johan Rönning h.f. ir.w- í k a Sannleikurinn er ■. að rncsta- nærgætni sem bægt'vsr aði sýna Sovétrikjun \ a ðandi. |)11 -3? tfcr-a* ölbreytt lita úrval. 12 volta Ljósarofar, •. -r.O.h'. ; xVstöðvarrofar 6 og 12 volta. — Stfu . . i ■ -par. samnrlíur.. d og 12 volta. Ljósaperur (' voita. SMYRILL, I-ii.si *-.:-jneinaða. Sfcni 1-22-60.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.