Vísir - 23.03.1959, Page 1
41. ÍS9
Mánudaginn 23. marz 1959
67. tblr
Lokafundur í Hvíta húsinu í dag.
Talað óapinberlega um fund æðstu
manna í júlí eða ágúst.
llættasi a£ efi«alifflg*ssókia Eteissa
rœdd í gœr.
Þessi mynd var tekin austur yfir söndum í gær, þar sem vél-
báturinn Gulltoppur frá Vestmannaeyjum liggur enn á Þykkva-
bæjarfjöru. Báturinn mun vera svo til óskemmdur, svo að
ráðstafanir voru begar gerðar til að ná honum út, og í gær voru
menn til dæmis með jarðýtur og önnur verkfæri á sandinum,
við ýmiskonar undirbúning.
Reynt verður að ná
Gulltoppi ilt í dag.
Báturinn er alveg óskemmdur.
Austur á Þykkvabæjarfjöru
liggxu' 60 rúmlesta báturinn
Gulltoppur frá Vestmannaeyj-
um óskemmdur með öllu eftir
að hafa farið mannlaus gegnum
brimgarð, sem er um 1000
metra breiður. Ekki hafa verið
tök á að ná bátnum út vegna
brims við ströndina, en líkur
eru til að það verði gert í dag
ef vindur helzt á austan.
Það kostar mikið að ná bát á
flot austur á söndum og verkið
krefst sérþekkingar. Gulltopp-
ur er tryggður fyrir rúmlega
eina milljón króna, en nýsmíð-
aður bátur af þessari stærð
kostar á þriðju milljón króna.
Báturinn er tryggður hjá Samá-
byrgð íslands á fiskiskipum,
sem nú verja um 30 þúsund
krónum á dag til að freista þes3
að ná bátnum út. Sá sem mest
hefur fengist við að ná strönd-
uðum bátum á flot á síðari ár-
um er Kristinn Guðbrandsson
í Bjjörgun h.f. ásamt félögum
sínum. Náðu þeir m. a. út Frosta
frá Vestmannaeyjum í hitteð
fyrra, en hins vegar tókst þeim
ekki að ná út norska selveiðar-
Framh. a 7. síðu.
Fyrsta framboð Sjálfstæðis-
flokkslns í sumar.
Asgeir Pétifirsscn logfræðingur
í kjöri i Hlýrasýslp.
Fyrsta framboð Sjálfstæðis-
flokksins í kosningum þeim til
Alþingi, sem fram eiga að fara
í sumar, hefur verið ákveðið.
Er það framboð Ásgeirs Péturs-
sonar í Mýrasýslu.
Varð hann nýlega við tilmæl-1
um flokksins um, að verða í
kjöri.
Ásgeir Pétursson er sonurl
'Péturs heitins Magnússonar
fjármálaráðherra og alþingis-
manns, frá Gilsbakka í Hvítár- !
síðu, og konu hans Ingibjargar
Guðmundsdóttur. Ásgeir lauk;
prófi í lögfræði 1950 og hefur ’
verið deildarstjóri Menntamála- i
ráðuneytisins frá 1956. — Ás- j
• geir Pétursson hefur tekið mik- j
inn þátt í félagslífi, bæði í Há-
skólanum og síðar, var formað-
ur Heimdallar 1950—1952 og
Sambands ungra Sjálfstæðis-
manna 1955—57 og átti þá einn-
ig sæti í miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins. Á æsku- og unglings-
árum starfaði Ásgeir ými^i við
störf til sjávar eða sveita og
fékk snemma náin kynni af lífs-
kjörum fólks.
Ásgeir Pétursson er traustrar
og kunnrar ættar, vinsæll mað-
ur og nýtur trausts allra, sem
honum hafa kynnst, og mun það
mælast vel fyrir í Mýrasýslu,
sem hann er ættaður úr, að hann
hefur verið valinn til framboðs
í sýslunni.
Eisenhower Bandaríkjafor-
seti og Macmillan forsætisráð-
herra Bretlands halda loka-
viðræðufund sinn í dag í Hvíta
húsinu, en í fyrramálið leggja
þeir af stað heimleiðis Macmill-
n og Sehvyn Lloyd.
í gær — pálmasunnudag —
óku þeir til kirkju í smábæ
nokkrum í Maryland, forsetinn1
og Macmillan. Þeir komu og
saman á fund um vandamálin,’
og höfðu viðræður færst yfir á
efnahagssviðið, vegna þeirrar
hættu, sem stafar af efnahags-
legri sókn Rússa, og voru ýmsir
sérfræðingar til kvaddir, en
einnig ræddust þeir við sér-
staklega utanríkisráðherrarnir
Selwyn Lloyd og Christian A.
Herter (settur).
A heimili DuIIesar.
Á leið sinni frá Davisbúðum
komu þeir Eisenhower og Mac
t
millan við á heimili Dullesar
utanríkisráðherra, en hann kom
heim úr sjúkrahúsinu, a. m. k.J
til dvalar um stundarsakir s.l.
laugardag. Hann hefur fylgzt|
vel með gangi mála og verið til-|
kynnt jafnharðan um allt, semj
farið hefur milli Eisenhowers
og Dullesar.
Árangurinn.
Árangurinn af vesturför Mac
millans og að hann hefur ekki
hvikað frá settu marki sínu
virðist sá, að rætt hafi verið um
málin vestra af meiri lipurð og
sveigjanleik, en áður var til að
dreifa, — málin hafi verið rædd
af því hugarfari, að liðka allt
til, í von um að þá þokist í sam-
komulagsátt, og að við Krúsév
verði að ræða, því að hann og
hann einn tali vissulega fyrir
hönd Sovétríkjanna. Þess vegna
sé það nú útkljáð mál, að sú leið
verði farin, að halda fund utan-
i'íkisráðherra í maí, og fund
Flugher Þjóðverja
æðstu manna í sumar, og hefur
verið talað — óopinberlega um
júlí eða ágúst.
Sameiginlegt svar.
Uppkastið að svari vestrænu
þjóðanna við seinustu orðsend-;
ingu Sovétstjórnarinnar um
Berlín og Þýzkaland hefur nú
verið afhent ríkisstjórnum
Frakklands og Vestur-Þýzka-'
lands, og verið að afhenda þaðr
ríkisstjórnum, Norður^Atlants- j
hafsríkjanna, sem munu ræða.
það á fundi sínum næstkom-
andi miðvikudag, en í fregn frá
Bonn segir, að svarið muni
verða afhent í Moskvu fyrir
helgi.
Álit blaða.
Brezk blöð ræða mjög í morg-
un viðhorfið, nú er viðræðunum
vestra. er að ljúka, og eru þau
nokkurn veginn á einu máli um
það, að Macmillan sé það manna
mest að þakka, að málum er nú
komið í það horf, sem þau eru
nú, að maldinn verði fundur ut-
anríkisráðherra og þar næst
æðstu manna, þetta sé mikils
verður árangur, þótt að sjálf-
nú, að haldinn verði íundur ut-
tekst á hinum fyrirhuguðu
fundum, og í sumum kennir
ekki ýkja ‘mikillar bjartsýni,
jafnvel þótt þau telji mjög til
bóta, að samkomulagsumleit-
anir fari fram eins og ráðgert
er.
ítölsku ráðlierr-
arnir komnir heim.
ítölsku ráðherrarnir Segni
forsætisráðherra og Pella utan-
rikisráðherra eru nú komnir
heim, að loknum viðræðum í
London, París og Bonn. Pella
fór þó einn til Lundúna. —
Segni forsætisráðherra sagði
við heimkomuna, að þeir væru
mjög vel ánægðir með viðræð-
urnar. Sameiginleg aðstaða
vestrænu j^óðanna til seinnstu
tillagna sovétstjórnarinnar
væri tryggð oog yrði komið
fram af einbeitni og festu.
Og alltaf eru
þeir að!
Fyrir nokkru var tekinn
pólskur njósnari í Briissel,
og var þar um að ræða einn
af starfsmönnum pólska
sendiráðsins í borginni. Heit
ir maður þessi Matusack og
var handtekinn, er hann var
að koma peningum og fyrir-
mælum fyrir í fylgsni, þar
sem belgiskur samstarfs-
maður átti að sækja hvort
tveggja. Var hann einnig
handtekinn, er hann ætlaði
að sækja pcningana og
reyndist þar vera meðlimur
kommúnistaflokks Belgíu.
eflist.
Samið hefur verið um það
milli Vestur-Þýzkalands og
, Lockheed-verksmiðjanna í
1 Bandaríkjunum, að þær smíði
66 orrustuflugvélar af Super-
sonic Star-gerð fyrir vestur-
þýzka herinn.
Ennfremur taka verksmið-
jurnar að sér að smíða 200
flugvélar sömu gerðar og fari
! smíði þeirra fram í Vestur-
, Þýzkalandi.
| Verður vestur-þýzka hernum
i veruleg efling í að fá þessar
Þjóðarbylting í Tíbet
gegn kommónistum.
Barizt í Lhaza og víða um land. - Ovíst
um örlög Dalai Lama.
— MikiU uggur í Indverjuut.
Staðfesting hefur fengizt á
því frá indverskum embættis-
mönnum í Nýju Dehli, að
þjóðarbylting er hafin í Tibet
gegn kínverskum kommúnist-
um.
Hafa þeir fregnir sínar frá
indverska sendiráðinu í Lhaza
og frá heimildum á landamær-
um Indlands og Tibet, en bar-
ist er jafnvel nærri landamær-
unum. Aðalátökin að undan-
förnu hafa þó verið í Lhaza og
grennd, og hófust eftir að kín-
verski yfirhershöfðinginn fór
j fram á að Dalai Lama, andleg-
jur leiðtogi Tilbetbúa, kæmi á
hans fund án lífvarðar, eg er
sagt, að Dalai Lama hafi óttast,
að hann mundi verða fluttur til
Kína, en Kínverjar munu hafa
óttast, að hann færi til Ind-
lands og bæðist hælis sem
pólitískur flóttamaður. Brutust
út bardagar og er ekki vitað
hvar Dalai Lama er niður kom-
inn.
Sagt er, að kínverskar her-
sveitir hafi beitt vélbyssum og
jafnvel fallbyssum gegn frelsis-
sinnum í Tibet. Höfðu hinir
hinir síðarnefndu náð að mestu
tveimur bæjum á sitt vald,
fyrir helgin, en annars eru
fregnir af bardögunum óljósar.
Haldið hefur verið uppi
skæruhernaði gegn kínversk-
Framh. á 7. síðu.