Vísir - 23.03.1959, Blaðsíða 6
Vf SIR
Mánudaginn 23. marz 1959,
’ylSIR
DAGBLAÐ
Ötgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VISIR H.F.
Vífilr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
RJtstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti í>.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu
Félagsprentsmiðian h.f.
50% af verðhækkiin lóha
renni í skipulagssjóð.
Leyniþráðurinn.
Síðan slitnaði upp úr samvinnu
vinstri flokkanna um ríkis-
stjórn, hefir Þjóðviljinn við
og við skeytt skapi sínu á
fyrrverandi samstarfsflokk-
um. Hefir eitt atriði einkum
vakið athygli í sambandi við
skrif Þjóðviljans um þessa
fyrrverandi samstarfsmenn.
Þetta atriði er, að kommún-
istar kenna Eysteini Jóns-
syni um allt, sem illa hefir
farið og hvernig ævi „um-
i bótastjórnarinnar“ lyktaði.
Hann hefir unnið allt hið
illa, sem gert hefir verið, og
honum einum er að kenna,
hvernig komið er. Það var
hann, sem fékk að ráða, og
. þess vegna varð stjórnin að
fara frá.
En annað vekur líka athygli.
Þjóðviljinntelur enga ástæðu
til þess að senda Hermanni
Jónassyni tóninn, ætlar hon-
um engan hluta sakarinnar,
. sem hann leggur á herðar
Eysteins Jónssonar í sam-
bandi við endalok stjórnar-
innar. Þetta kann að koma
einhverjum nokkuð á óvart,
en þó ekki þeim, sem hafa
, gert sér far um að kynnast
lítillega ferli fyrrverandi
forsætisráðherra, sem var
fyrir nokkrum dögum end-
urkjörinn formaður Fram-
sóknarflokksins. Kommún-
istar hafa nefnilega mikið
dálæti á Hermanni Jónass.,
því að hann hefir sýnt það
oft og mörgum sinnum, að
hann er „þeirra maður“.
Það þarf ekki að fara lengra
aftur í tímann en til vor-
verkfallsins mikla, sem
kommúnistar efndu til 1955.
Þá var þeim farið að leiðast
jafnvægið, sem verið hafði
í efnahagsmálunum um 3ja
ára skeið, svo að eitthvað
varð að gera. Verkfallið var
langt og hart, enda beittu
kommúnistar hverskyns lög-
leysum og fantabrögðum,
Óskadraumurínn
Enginn vafi leikur á því, aðf
óskadraumur kommúnista ;
og síðasta forsætisráðherra
er. samur og óbreyttur frá
því, sem áður var: Að kom-
ast aftur í stjórn saman, því
að þótt ekki hafi tekizt allt-
of vel til um starf síðustu
stjórnar, er innræti beggja
aðila óbreytt frá því sem
áður var, og sálufélagið eft-
irsóknarvert fyrir hvorn sem
er.
Almenningur má gjarnan festa
sér þetta í minni — að erm
eru fniklir kærleijíar. með
L kommúnistum og Hermanni
sem þeir gátu við komið.
Þetta var einskonar aðalæf-
ing hjá þeim — þeir voru að
athuga, hversu langt þeim
mundi vera óhætt að ganga,
því að þá þóttust þeir vita
nokkurn veginn, hversu
mikið mundi vera hægt að
gera næst, þegar í odda
skærist.
Það sást fljótlega, þegar verk-
fallið var hafið, að ráða-
menn innan Framsóknar-
flokksins litu það með vel-
þóknun, enda þótt því væri
beitt gegn stjórn þeirri, sem
flokkurinn átti aðild að.
Kvað svo rammt að þessu, að
Tíminn — blaðið með hið
víðfeðma fréttakerfi — virt-
ist ekki hafa hugmynd um,
að verkfall væri hafið og
lögbrot framin á nóttu og
degi af kommúnistum. Blað-
ið forðaðist að segja frá lög-
brotum kommúnista, reyndi
að fela þau eftir mætti, eins
og þar væri bókstaflega um
flokksmenn þess sjálfs að
ræða. Þá þótti mörgum sýnt,
að leyniþráður mundi milli
kommúnista og Hermanns
Jónassonar.
Síðan hefir það komið hvað
eft.ir annað í ljós, að það var
engin tilviljun, að Tíminn
vildi halda öllu leyndu um
afbrot kommúnista og lög-
leysur. Það kom á daginn,
þegar Hermann Jónasson
myndaði stjórn sína fyrir
senn þrem árum, og hvað
eftir annað síðan, meðan
stjórnin hjarði, því að alltaf
var sá leyniþráður milli
kommúnistanna í stjórninni
og hans, sem réð því, að
hann dró jafnan taum
sendimanna Moskvuvaldsins,
þegar um einhvern ágrein-
ings innan stjórnarinnar var
að ræða. Og það kemur enn
í ijós, að leyniþráðurinn er
ekki rofinn, enda þótt stjórn-
arsamstarfið sé á enda.
er sá sami.
Jónassyni, svo að þeir bíða
aðeins tækifæris til að taka
upp þráðinn, þar sem hann
var látinn niður falla fyrir
fáeinum mánuðum. Þeir eru
sannfærðir um, að sér muni
takast betur samvinnan, ef
unntverður aðtaka hana upp
cðru sinni, og þess vegna má
ekki blaka við Hermanni
Jónassyni í Þjóðviljanum.
Það er sök sér, þótt Eysteini
Jónssyni sé sendar hnútur,
því að hann hefir ekki sama
skilning á ágæti kommún-
ista og íormaður Framsókn-
arflokksins.
Fyrir nokkru sendi stjórn
Húseigendafélags Reykjavíkur
I svohljóðandi bréf til heilbrigð-
| is- og félagsmálanefndar Al-
þingis:
Stjórn Húseigendafélags
Reykjavíkur hefur borizt í
hendur frumvarp til skipulags-
laga, en frumvarp þetta liggur
nú fyrir Alþingis.
í 52. gr. frumv. er svonefnd-
um skipulagssjóði ætlað að afla
tekna m. a. með árlegu gjaldi
; af hverri fasteign innan lög-
sagnarumdæmisins, er nemi
eigi hærri upphæð en fasteigna
skattur er á hverjum tíma.
í 53. gr. sama frumvarps er
fyrst um það rætt, að fasteigna-
mat fari fram á 5 ára fresti.
Síðan segir:
„50% af þeirri verðhækkun
lóða, sem á sér stað milli fast-
[ eignamata, skal greidd í skipu-
lagssjóð viðkomandi sveitarfé-
j lags.“
Félagsstjórnin óskar að vekja
athygli hinnar háu þingnefnd-
ar á því, að nái frumvarps-
! greinar þessar lagagildi, eru
I eigendur fasteigna bundnir svo
þungir baggar, að þeir fá með
engu móti risið undir, svo að
segja má, að ákvæði þessi
stefni beint að þjóðnýtingu
allra fasteigna.
Húsaleiga íbúðarhúsa hér í
þessum bæ er nú lögbundin við
svo furðulega lága fjárhæð, að
óravegur er frá því, að hægt
sé að halda húseigninni við,
með þeim leigutekjum, hvað
þá að greiða oponber gjöld af
eigninni, eins og þau gjöld eru
í dag.
Með lögum hefur eigendum
ábúða'rhúsa verið bannað að,
breyta herbergjum til annarra
afnota en íbúðar.
Leigusölum fækkar því eðli-
lega með ári hverju. Vegna
■ þess, að nú vill enginn byggja
hús til þess að leigja út íbúðir,
eins og löggjöfinn býr að hús-
eigendum, verður hver og einn
heimilisfaðir að ráðast í að
byggja íbúð yfir sig, eða festa
kaup á ibúð. Hann hefur engar
tekjur af íbúðinni, nema eigin
húsaleigu, sem er alltof há, mið-
að við almennar launatekjur.
Það má því fullvíst telja, að í-
búðareigendur almennt þoli
ekki að fá nýjan fasteignaskatt
sbr. 52. gr. frumv., og þaðan af
síður fær það staðizt, að eig-
endur íbúðarhúsa, hvort sem
þeir leigja út, sem verður sjald
gæfara með ári hverju, eða
eiga íbúðir til eigin afnota, sem
er að verða algild regla, hafi á-
| stæður til þess að greiða í opin-
beran sjóð 50% verðhækkun
lóða undir íbúðarhúsi þeirra.
Sjálfsíbúðareigendur geta ekki
selt þakið ofan af höfði sér og
það snertir því ekki hið
minnsta tekjumöguleika þeirra
þó að einhverjum hagfræðing-
um reiknist svo til að húslóðir
hafi hækkað í verði. Hvernig
eiga þeir þá að geta grcitt þessa
hækkun?
Á þessu stigi málsins mót-
mælum vér sérstaklega 52. og
53. gr. frumvarpsins, svo sem
rakið hefur verið, og mótmæl-
um því einnig, að til þessarar
löggjafar hafur verið stofnað,
án nokkurs samráðs við sam-
tök húseigenda.
En við áskiljum okkur rétt
til þess að mótmæla öðrum
greinum frumvarpsins og frum-
varpinu í heild og skorum á
háttvirta efri deild að sam-
þykkja ekki frumvarpið fyrr
en ítarlegri athugun hefur far-
ið fram á einstökum þáttum
þess.
Síra Friðrik J. Rafnar
láíiitu.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Síra Friðrik J. Rafnar vigslu-
biskup í Hólastifti hinu forna
lézt á sjúkrahúsi Akureyrar s.l.
laugardag eftir langvarandi
veikindi.
Síra Friðrik fæddist að
Hrafnagili í Eyjafirði 14. febr.
1891, sonur Jónasar Jónassonar
prófasts og rithöfundar og konu
hans Þórunnar Stefánsdóttur,
sem voru nafnkunn merkishjón.
Stúdentsprófi lauk síra Frið-
rik 1912, guðfræðiprófi 1915,
prestakalls á Reykjanesi 1916,
vígður var hann til Útskála,
en prestur varð hann á Akur-
eyri 1927 og gegndi þyí embætti
til 1954 að hann lét af prests-
skap sökum heilsubrests. Vígslu
biskup Hólastiftis var hann skip
aður 1937 og prófastur Eyja-
fjarðarprófastsdæmis 1941 —
Hann gegndi ýmsum störfum í
þágu kirkju og kristni og naut í
hvívetna trausts og virðingáf.
Hann var fróður maður, skrif-
aði allmikið í blöð og tímarit og
fékkst auk þess við þýðingar.
Sæmdur var hann stórriddara-
krossi með' stjörnu og Sankti
Ólafsorðunni norsku.
Kvæntur var síra Friðrik Ás-
dísi Charlotte Guðlaugsdóttur
frá Akureyri og lifir hún mann
sinn.
Við guðsþjónustur í Akur-
eyrarkirkju og Lögmannshlíð-
arkirkju í gær minntust sóknar-
prestarnir síra Friðriks við
messugjörð og söfnuðurnir risu
úr sætum í virðingarskyni við
hinn látna kirkjuhöfðingja
Sovézk heimsókn
á Bretlandi.
Sex manna sovézk sendi-
nefnd er komin í heimsókn til
Bretlands í boði Verkalýðs-
flokksins brezka.
Formaður hennár er Suslov
aðstoðar-forsætisráðherra. —
Nefndin mun að líkindum ræða
við leiðtoga íhaldsflokksins
meðan hún dvelst í Bretlandi,
eigi síður en Verkalýðsflokks-
ins.
Útvarpslilustandi, sem nefnir
sig því nafni, liefur beðið Berg-
mál að koma á framfæri aðfinnsl-
um um útvarpsefni.
Það sein honum liggur aðai-
lega á hjarta er, að liætt verði við
t lestur Passíusálmanna í útvarp-
inu. Um þetta segir hann orðrétt:
Passíusálmar í heiðri.
„Frá barnæsku var mér innrætt
að bera virðingu fyrir guðs orði
J og góðum siðum. Sérstaka virð-
, ingu bar móðir min fyrir Pass-
íusálmum Hallgríms Péturssonar.
Þeir voru í augum liennar og,
skynjun háleitur skáldskapur en
um leið hið fegursta guðsorð. En
Passíusálmar voru nær aklrei
lesnir heima og húslestrar ekki
heldur og móðir min færði þau
skynsamlegu rök að því að mað-
ur fengi leiða, en ekki ást á því.
sem si og æ suðaði fyrir eyruin
manns.
| Þegar ég var litill snáði skildi
ég ckki þennan sannleik, en ég;
skil hann nú cftir að liafa lilust-
að á Passiusálmana í útvarpinu
vetur cftir vetur og dag eftir dag.
Nú er svo komið að þessar enda-
lausu endurtekningar eru farnar
að fara í taugarnar á mér, það fer
orðið hrollur um mig við þá til-
hugsun að bráðum þurfi ég enn
einu sinni að lilusta á tilgerðar-
legan lestur þessara sálma, sein
mér vorti eitt sinn kærir, á meðan
ég mátti eiga þá fyrir mig, tesa
þá fyrir munni mér þegar mér
fannsl svölun eða þörf í þvi. Nú
er þeim þvingað upp á mig — oft
þegar ég hef enga þörf fyrir þá
og ég í því skapi að geta ekki
notið þcirra.
t
t
Ekki hægt
að loka fyrir.
i Nú máetti ef lil vill scgja og að
vísu með nokkrum rétti að út-
varpstæki eru þeim eiginleika
gædd, að liægt er að loka fyrir
það efni, sem maður vill ekkí
iilusta á.
I Á mínu heimili cr því þó þann
veg háttað að þetta cr eklýj liægí,
a. m. k. ekki alltaf. Eg á stálpuð
börn, sem hlusta vilja á danslaga-
og dægurlagaþætti og fleira efni„
sem stundum keinur strax að
loknum Passiusálmalcstri. Og til
þess að missa þar ekki af cinu
' orði né einum tón má ekki loka
| fyrir eitt né neitt. En á meðan'
Passíusálmalesturinn stendur yf-
ir, er ekki hlustað, lieldur ærsl-
ast og spjallað og helzt með þein*
liætti að yfirgnæfi útvarpið. Og
svo — þegar Passíusálmalestrin-
um er lokið slær öllu í dúnalogn
að öðru en því að danslögin
glymja.
Og nú spyr ég: Er brýn þörf á
þvi að fyrir manni sé eyðilagt,
það sem áður \ar manni lieilagt?
Þarf það að verða að álögum á
manni uð finna til lirolls og ang-
urs þegar minnzt er á Passíu-
sálma Hallgríms Péturssonar.
Leiðindaefni.
Og síðan lieldur útvarpslilust-
andi áfram:
„Anr.-..ð, sem ég vildi lika.koma
á framfæri úr því að ég tek mér
‘á annað borð penna í hönd, er
spurningin um það livort ekki
mætti leggja samtalsþætti Sigurð-
ar Magnússonar niðnr. Eg hlust-
aði með nokkurri athygli á þá u:u
tíma, liélt að yrði bragð að þeím,
en einhvern vcginn hcfur svo tíl
tekizt, hverjum scm um er að
kenna —uð þeir cru með leiðin-
legasta útvarpsefni sem um getur..
Eg hefði haldið — og liélt lengi
j vel — að einmilt svona þáttur
Iværi vcttvangur fyrir skemmti-