Vísir


Vísir - 23.03.1959, Qupperneq 9

Vísir - 23.03.1959, Qupperneq 9
Máríudauirin 23. nTai'1’1959 VISIR staklega eftirsóttur. Smíðaði kirkj ur, bæi og húsmuni víða| um sýsluna. Hann var faðir 1 Skúla prófessors. Keflavík í Hegranesi. Hegranes Frh. af 4. siðu: tækir bændur í Rípurhreppi tóku fóður að stórbændum í Húnavatnssýslu gegn fyrirfram- greiðslu í peningum. (Eflaust í jarðarafgjöldin), og fengu þann vitnisburð, að bændur í Rípurhreppi væru fátœkir skila- menn. (Gagnstætt því sem nú þekkist: Ríkir vanskilamenn). Þessa sögu sagði mér um alda- mótin Jón hreppstjóri á Haf- steinsstöðum. Þegar Ólafur í Ási var orðinn umboðsmaður, kom hann í veg fyrir þessi mjög óhagstæðu viðskipti að fóðra fyrir aðra. Séra Jón Magnússon, sem var síðasti prestur er sat að Ríp, sagði mér, er ég hitti hann að Flögu í Vatnsdal ekki löngu fyrir andlát sitt, að íólkið í Hegranesi væri jafnbezta fólk, sem hann hefði kynnzt í sínum prestskap. Megum við Rípur- hreppsbúar vel við una slíka yfirlýsingu hins ágæta manns. Um eitt er Rípurhreppur sér- stæður í Skagafirði. Þar hefur enginn ómagi verið á sveitinni síðan fyrir aldamót. Hagur sveitarinnar er nú yfirleitt mjög góður — enginn ríkur og held- ur enginn fátækur. Sem sagt jöfn velmegun, og mun vera með því bezta í sýslunni. Merkir menn. Hávamál segja: „Einn es af sonum sæll (= þæg- ur), einn af ornu, einn af vor- kunn vel.“ Því segi ég fáeinar línur um hvern, svo þetta sé ekki steindauð upptalning. Jón Samsonarson, bóndi og alþingismaður í Keldudal, var smiður góður og búhöldur í bezta lagi. Um hann hefur Jón á Reynistað skrifað ágætan þátt. Innsta þráin. Ólafur Sigurðsson í Ási var um margt merkur maður, stór- bóndi og framkvæmdamaður svo af bar í öllum Skagafirði. Þrefaldaði túnstærðina, byggði tvö timburhús á jörðinni, kom upp stórum flæðiengjum og æð- arvarpi. Þó virðist mér, eftir að hafa kynnzt verkum hans, að listræn snyrtimennska og stök reglusemi hafi verið sterk- ustu þættir í skapgerð hans. Hann var smiður bæði á tré og járn, en smíðaði einungis fyrir sjálían sig. Var hann um það líkur afa sínúm, Ólafi á Vind- hæli. Á efri árum sínum sagði hann við mig, þá nýlega fermd- an: „Mig langaði til að það yrði ekki lakara að búa á Ási fyrir tvo bændur, en fyrir mig einan þegar ég tók við. — Þetta írar Jnnsta þráin. Hann var al-* þingismaður stuttan tíma og umboðsmaður Reynistaðar- klausturjarða, tók við af Einari umboðsmanni á Reynistað. þar um var þessi vísa kveðin: Einari úr greipum gekk góss er miklu varðar. Ólafur í Ási fékk umboð Skagafjarðar. Hann var mjög mikill bóka- maður og átti stórt og framúr- skarandi vel hirt bókasafn. Jónas Jónsson í Hróarsdal var samtímamaður Ólafs. Hann var þjóðhagasmiður, skáldmæltur og læknir ágætur og heppinn 57firsetumaður. Hann var víðles- inn og átti lengi sæti í sýslu- nefnd. Sigurður Ólafsson á Hellu- landi var þjóðkunnur smiður og hugvits- og uppfinningamað- ur. Yndi hans var verkfræði og vélfræði. Átti hann margar bækur um það efni á Norður- landamálum. Hann var hómó- pati og heppinn læknir, bóka- maður mikill og átti gott bóka- safn. Gunnar bróðir Sigurðar bjó í Keldudal og á Lóni í Viðvík- ursveit urri tíma, síðast í Ási. Hann lærði vefnað erlendis og kenndi mörgum, slyngur og menntaður hestamaður og skrif- aði greinar þar um. Félagslynd- ur var hann langt fram yfir þða almenna hér í sveit og sýslu. Guðjón Gunnlaugsson, bóndi í Vatnskoti, var lærður snikk- ari, framúrskarandi fjölhæfur smiður og afkastamikill, og sér- | .Sigurður bróðir“. Sigurður Sigurðsson, bróðir jlafs í Ási, var afar einkenni- legur maður, ókvæntur alla tíð. — Allir í Hegranesi kölluðu nann „Sigurð bróður“, og var hann aldrei nefndur annað. AIl- vel fjáður á þeirra tíma vísu; hafði erft tvær jarðir eftir föð- ur sinn, bókamaður mikill og bókbindari, eins og Ólafur bróð- ir hans og átti gott bókasafn. — Svo veitull var hann við gest og gangandi, að rómað var um allan Skagafjörð, og framúr- skarandi veiðikló á lax og sil- ung. Hann var lengi húsmaður í Nesi á uppvaxtarárum Jóns Ósmanns. Voru þeir samrýmdir mjög við veiðiskap og ferju- stúss við ósinn. Þann hátt hafði Sigurður bróðir á, þegar margir gestir voru komnir að Nesi, annað- hvort ferðamenn eða sjómenn, að hann dró útskorinn kistil undan rúmi sínu. Var hann hálfur af reyktóbaki (eins og hey í hlöðu) og 7 reykjarpípur í handraðanum, ásamt eldspít- um. Var nú sezt kringum kistil- inn og reykt eftir vild, en brennivínsflaskan gekk hring- inn milli manna, og svo kandís- sykur. Það var glatt á hjalla kring- Um kistilinn og „bróðúr1 á þess um stundum. Það var lífsnautn þessa manngæzkumanns að gleðja aðra og hressa eftir föng- um. Hér hefur verið lögð undir- staðan að hinni þjóðkunnu greiðasemi og gjafmildi Jóns Ósmanns. Greiddu oft farartálmann. Um Jón Ósmann kvað Rögn- valdur í Réttarholti þetta: Var oft grýla vegfarans vatnastríða álman. Grettistökin góðu hans greiddu oft farartálmann. Alla gladdi, öllum gaf, eins þeirn hærri og lægri. Vinstri höndin vissi ei af verkum þeirrar hægri. Af öllu því sem að hér flyzt engin mérki bar hann, því að bæði innst og yzt íslendingur var hann. í ljóði, sem Ólafur Á. Vigfús- son kvað um Jón, er þetta er- indi: Við þekkjum allir Ósmanri karl, sem einn þar byggir kofa, og mengi hér hinn mæta jarl að maklegleikum lofar. Á sérhvert handtak fár og fix á flestu hefur gætur, sem Caron fyr við fljótið Stix hann ferjar dag og nætur. Á síðustu árum sínum orti Jón Ósmann þessa vísu: „Bytna“*)flýtur brims við rönd bezt með ýta á Furðuströnd.**) Strauminn brýtur sterkleg önd.***) Stálsveif ýtir lúin hönd. Af þjóðkunnum mönnum, sem ólust upp í Hegranesi, má nefna þá bræður Sigurð málara og sr. Pétur í Grímsey og frændur þeirra, Björn Ólafsson augn- lækni og Ólaf Gunnarsson, lækni á Hvammstanga og síðar í Reykjavík. Svo og Skúla Guð- jónsson frá Vatnskoti, prófessor í Árósum, og vitaskuld fleiri. Ég hef, því miður, fylgt þeim gamla bændasið, að geta um afrek bænda, en kvenna þeirra að engu, sem oft hafa átt eins mikinn þátt í velgengni þeirra og athöfnum eins og þeir sjálfir. Það eru sterkar líkur fyrir því, að góð heilsa og hár ald- ur hafi verið meiri og almenn- ari í Hegranesi en í öðrum byggðarlögum í Skagafirði. Berklaveiki var hér ekki. Ein- ungis tvær konur hafa dáið hér úr berklum á tímabilinu frá 1890 til þessa dags, en þær voru báðar aðfluttar. „Eg væri dauður úr hor“. Eitt sinn áttum við Jónas Kristjánsson, læknir á Sauðár- ltróki, tal saman um heilsufar og háan aldur í Hegranesi, þar *) Það er ferjan. **) Svo kallaði Jón strönd- ina austan við ósinn. ***) Það er bátur, skip. sem svo margir höfðu komizt á tíunda tuginn og fjöldi yfir áttrætt. — Þá segir Jónas: „Eg væri fyrir löngu dauður úr hor, ef allir í mínu læknisumdæmi væru eins heilsuhrausir og Hegranesbúar.“ Hvað. veldur, veit ég ekki. En fæði var fjölbreytt, vegiía silungsveiði, fiskveiði og fugla- veiði við Drangey. Neyzluvatn er víðast ákaflega gott. Upp- sprettulindir, sem koma afar-. djúpt og langt að gegnum hraunið. Hafa úrfelli og þurrk- ar mjög lítil áhrif á lindir þess- ar. Getur verið, að hin háu berg og hæðótta land hafi einhver áhrif á loftslag til hollustu. Þjóðsagan og vísan um skóg- inn og sauðaþjófana í Hegra- nesi er að mörgu leyti merki- leg. Dalir tveir alldjúpir liggja út og suður nokkuð fyrir aust- an Helluland. Líkjast þeir mjög því, að vera smámynd af al- mannagjá á Þingvöllum. Þeir hétu fyrmeir Þjófadalir, en nú kallaðir Grendalir, því að refir hafa oft átt greni þar, þótt í miðjum Skagafirði sé. Sagan segir, að nokkrir sauða þjófar hafi haldið til í eystri dalnum, sem er raunar þröng og alldjúp hraunsprunga og var skógur alveg vaxinn yfir hana.. Aðför var að þeim gerð og náðust sumir en tveir slupptv Þeir, sem náðust, voru hengdir í fallegri og skjólsælli brekku, sem heitir enn þann dag í dag „Gálgaskógur“. Þeir, sem und- an komust, hétu ísleifur og Sturla. Komst ísleifur undan í helli, sem er austan í Geita- bergið, heitir sá „ísleifshellir“, er mikið framvarp fyrir fram- an þennan hellismunnan, líkt og hlaðvarpi væri. Sagan segir, að bóndinn í Vatnskoti, sem er næsti bær þar við, hafi líknað sig yfir ólánsmanninn og fært honum mat og voðir og síðast komið honum undan. Af Sturlu er það að segja, að hann var eltur og náðist fram á Hólm- bergi, sem er milli Kárastaða og Hróarsdals. Uppi í berginu: vestanverðu er snotur lá, sem. heitir „Sturlulá“. Þar var hann hengdur og dysjaður. Örnefnin og vísan eru óljúg- fróð vitni um mikinn skóggróð- ur í Hegranesi fyrr meir og svo mórinn með sínum miklu lurk- um, sem þar eru í hverju mýr- arsundi. Huldufólk h'efur löngum ver- ið margt og gott í Hegranesi og er þar enn. En saga þess verður ekki sögð að þessu sinni. Myndin er úr bekk í Katrinedalsskolen í Khöfn, tekin fyrir skömmu. Eru þunnskipaðir bekk- bekkirnir. Orsök: Inflúensan var x hámarki. Níu skólabörn drukkna í bíl. Níu skólabörn drukknuðu í Georgeu-fylki í Bandaríkjun- um í síðustu viku. Það voru fimm telpur' og fjórir drengir, sem drukknuðu, þegar almenningsbifreiðin, sem, flutti þau að jafnaði i skólann, rann út í tjörn um 8 km. frá bænurn Tiíton surinan til í fylk- inu. í vagninum voru að minnsta kosti 80 börn, og varð •fc Það er skoðun margra fréttaritara í Austur-Ev- rópu, að Vorosjilov, forsetl Sovétríkjanna, teljist tiB andstæðinga Krúscvs. J

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.