Vísir - 23.03.1959, Síða 4

Vísir - 23.03.1959, Síða 4
4 Mánudaginn 23. marz 1959 VtSlR Hegranes, þér ávallt ann ég, æskudaga-rós. Barn I þínum faðmi fann ég fyrstu von og ljós. Þú átt beztu bros og tárin, berjamó og lind. Þar mín liðu lífsinsárin laus við stríð og synd. Magnús Marlcússon, skáld, í Winnipeg. Norðast á flatlendi því, er Héraðsvötnin í Skagafirði hafa myndað, rís allhá eyja með ás- um og klettum og nær endi hennar norður í fjarðarbotninn, en Héraðsvötnin renna báðum megin. Eyjan eða Hegranesið er æva- gamalt hraun, runnið fyrir ís- öld eða ísaldir. Mjög er hraunið sprungið og liggja þar djúpir dalir frá suðri til norðurs, og svo aðrir, sem liggja sniðhallt á hina, frá suðaustri til norð- vesturs. Víða má sjá stærri og smærri hraunbungur og hraun- hóla. Fimm berg, frá 60—100 m há, liggja eftir Nesinu og heita: Stigaberg, út við sjóinn, þá Geitaberg — það er hæst —, Urriðaberg, Hólmaberg og Lækjarberg. Snúa brúnir þeirra allra í austur. Berg þessi eru leifar af allstórum hraunbung- um, þar sem meginhutinn hef- ur fallið niður við geysilegt jarðsig eða jarðfall, sem átt hef- ur sér stað austan við Hegra- nesið. Má víða sjá bergflyks- urnar liggja á hliðinni, nær eða fjær bergjunum sjálfum. Mjög er Hegranesið skafið og rispað eftir skriðjökulinn og sumstað- ar hefur hann skilið eftir all- mikla ísaldar-ása. Á landnámstíð hefur Hegra- nesið verið með allþykku jarð- lagi, allt upp í metra þykku, á hæðum og hávöðum. Sjást leifar af því enn, og mjög hef- ur það verið skógi vaxið. Til er ævaforn vísa þar um: Hegranes er herleg sveit, TilaSið með grœna skóga. En sjá má þar í svörtum reit sauðaþjófa nóga. (Segi ég síðar frá sauðaþjóf- unum). Skagafjarðarsýsla, áður Hegranessýsla. Hegranesþing var fyrir norð- austan bæinn Garð. Þar var vorþingstaður. Skagafjarðar- sýsla hét áður Hegranessýsla. Getur enginn vorþingsstaður á landinu talið jafnmargar búða- tóftir. Daníel Bruun telur þar vera 80 búðatóftir, og er það alþingi eitt, sem talið getur fleiri. Það hljóta því að hafa verið háð þar þing af stærra svæði en Skagafirði, að minnsta kosti við og við. Hegranesið er hreppur og kirkjusókn út af fyrir sig, og hvorutveggja kennt við prest- setrið Ríp. í því eru 15 býli. Eru þau upptalin í einu erindi með sálmalaginu: „Hver, sem Ijúfan guð lætur ráða“. ÍKet, Ríp, Hamar, Keldudalur, : Kárastaðir, Ás, Búngarður, j Eyhildarholt, Egg, Hróarsdalur, ; Helluland,, Vatnskot, Reyn, Garður, . Ásgrímsstaðir*) og yzt við brík; Utanverðunes, Keflavík. Enginn hreppur á íslandi á ; jafnsniðuglega rímað bæjatal, j þar sem einungis eru þrjú auka- orð. * í gildi 1910 (?) Nú er svo kom- ið, að allir bændur í Hegranesi eiga ábúðarjarðir sínar, nema Utanverðunes, sem er kristfjár- jörð og leigð með erfanlegri ábúð. Jarðir í Hegranesi eru yfir- leitt heldur smáar, að undan- skildum stórbýlunum Ási, Ríp og Eyhildarholti. En landrými er allmikið á Hellulandi og Ut- anverðunesi. í kringum Helluland er hraunið stórfelldast og slípað vel eftir skriðjökulinn. Jörðin fram með ádráttarnótina, þar til komið var það nærri fyrir- stöðunótinni, að vætt var yfir kvíslina, og var þá mannaröð komin meðfram ádráttarnótinni og henni svo þokað undan straum unz lítið bil var milli nótanna. j Þá hófst orustan. — Nokkrir höggvissir og áræðnir menn óðu út milli nótanna og veittu seln- um banahögg með kylfu. Var svo krækt í selinn með stuttum krókstjaka og hann dreginn á land. HEGRANES Fimm lögferjur voru á Hér- aðsvötnum báðum megin við Hegranesið — frá Garði á aust- urós, frá Ási milli Hafstaða og Áss, frá Eyhildarholti, frá Kára- stöðum, því sýsluvegur lá frá Reynistað niður Staðarmýrar um Kárastaði að Ási og þaðan austur yfir. Svo og á vesturósn- um frá Nesi. Voru þessar ferjur nauðsyn- legar, því að vöð á vötnum ut- an til voru mjög ótrygg og breytileg, og vegna sandbleytu oft hættuleg. Hafa í manna minnum sokkið maður og hest- ur og aldrei síðan sézt, og nokkr ir menn einnig. Hegranesbúar eiga upprekst- ur sauðfjár og hrossa á svokall- aða Reynistaðaafrétt, er klaustr- ið átti. Það er fjallgarðurinn milli Húnavatnssýslu og Skaga- fjarðar, frá Vatnsskarði og út í Gönguskörð. Þurftu þeir því að fara með afr&ttarpeninginn all- an yfir Héraðsvötnin bæði haust og vor. — Allar jarðir í Rípurhreppi voru eignir Hólastóls eða Reyni- staðakiausturs að Ríp*) undan- *) Rípur béygist eins og klettur. „Þeir renndu Ríp í gnýpu“ Klofaklettinn, sagði sr. Hallgr. Thorlacius mér fyrir löngu síðan. O. S. skildum, sem var „Beneficium“. Um sjálfseignarbændur var því ekki að tala. Jarðir Hólastóls seldar eftir 1800. Þegar biskupsstóll á Hólum var lagður niður, laust eftir 1800, voru stólsjarðirnar seldar. Keyptu þá nokkrir efnabændur ábúðarjarðir sínar og fleiri en þær. En klaustursjarðirnar voru ^ ekki seldar fyrr en eftir að lögin um sölu þjóðjarða gengu Æðavarp. Verið að vitja um varphólmana. Tindastóll i baksýn. SmáþœÉÉir. * * * ber því nafn með rentu. Flestar eiga jarðirnar lönd að „Eylend- inu“ og hafa því notið gæða flæðiengjanna. En afburða flæðiengi eru á áðurtöldum stór- býlum, svo og Egg, Keldudal og Hróarsdal, ekki stór en góð. Búskaparhættir voru þeir sömu og tíðkuðust á landinu. Kýr, sauðfé og fráfærur fram yfir aldamót. Hrossaeign var nokkur, en engir sérstakir hrossakóngar voru í Hegranesi og bústærð fremur lítil. Hlunnindi: Silungsveiði mátti heita á flestum bæjum, bæði austan og vestan á Nesinu. En veiðimagn fór mest eftir ár- vekni og hagsýni hvers búanda við þá búgrein. Veiðin var og er notadrjúg fæðuviðbót, en ekki tekjuauki. Beztar veiði- jarðir voru: Nes, Ás, Hróars- dalur og Kárastaðir. Orusta við seli. Selveiði var mjög mikið stunduð fyrr meir í sameiningu frá Ási og Hofstöðum. Kæpti selur (þ. e. ól kópana) þá mikið á Eyjum milli Áss og Hofstaða, var kópaveiði nokkur, sérsták- lega í Ási. — En þess utan var farið í „selasöfn“, sem kallað var. Báðir þessir bæir áttu sam- eiginlega gríðarlangar og djúp- ar selanætur. Voru þær allar hemiaunnar úr togi og riðnar með 6—7 þuml. riða. — Nú var valinn staður þar sem jafnadýpi I var yfir aðalkvíslina, sem selur gekk um og dýpi helzt ekki ^rneira en í mitti meðalmanni. Veiði hófst með því, að þar var nótin strengd yfir og vel stein- uð niður, og röð af mönnum meðfram henni, sem héldu nót- inni uppi, svo að selir stykkju ekki yfir. Þetta var kölluð „Fyr- irstöðunót“. Fóru þá nokkrir menn ríðandi framan Eyhildarholt eða lengra og fældu selinn með steinkasti út vötnin. Riðu þess utan hér og þar yfir vötnin, til að varna því að selurinn færi fram aft- ur, svo og til að sjá um að hann færi ákvéðna kvísl. Þegar kom- ið var út fyrir Ríp, voru þang- að komnir menn á pramma með „ádráttarnótina“. Var hún nú strengd yfir kvíslina, sem nú jvar orðin einlæg út að fyrir- .stöðunótinnL Var nú þokast á* Ólafur Sigurðsson, Hellulandi. Ekki var þetta hættulaust verk. Þarna æddi fullorðinn landselurinn milli nótanna með opinn kjaftinn beint að mann- inum með kylfuna, albúinn að bíta kjaftfylli, ef hann næði til. Mátti þá ekki missa marks. Fyr- ir kom það, að menn voru bitn- ir, einkum þeir, sem stóðu við næturnar og héldu þeim hátt uppi. Kom þá selurinn í kafi og beit í fót eða læri, og var það svöðusár. Harðastur var leikurinn síðast við 2—3 full- orðna graðseli, sem ekki voru beint árennilegir. Fyrir kom, að einn og einn stökk yfir. Ævintýraþrá og hagnaðarvon. Mikil ásókn var að fá að vera með við þessi selasöfn. Var þar hvorutveggja ævintýraþrá og hagnaðarvon. Selveiði var mjög góð í bú að leggja. Þar var maturinn, skæðaskinnið og ljósmetið. Því segir fornt spakmæli: „Það er flest sofi (létt) hjá selveiði, nema nýmjólk úr fjósi“. Kópaveiði var einnig í gamla daga í Keflavík og Nesi, og þar var einnigveiði fullorðinna sela. Ég man eftir því, að sterkur járnkengur var í norðasta klett- inum á Nestánni (líka nefndur Landsendi). Þar var áður fyrr- lögð selanót fyrir fullorðinn sel og svo kópanót við Kópavíkina, eins og bendir til. En öll var þessi veiði löngu horfin, þegar, ég komst til vits og ára. Selveiðin á Ási og Hofstöðum hætti skyndilega, laust fyrir 1890, með því að selurinn flutti sig fram í svonefnda Flugumýr- arhólma og kæpti þar. Þar var hyldýpl og straumhart. Varð hann hvorki veiddur eða skot- inn. Árlega voru þarna 80—99 fullorðnir selir á hólmunum. Má- hugsa sér, að talsvert hafi þessir karlar þurft til matar af la>i og silungi yfir sumartímann. Ea í kringum 1918 hverfur allur selur þaðan og hefur varla sézt. selur í Héraðsvötnum síðan. Hvað valdið hefur vita menn. ekki, nema um sýki væri ao ræða. Nokkuð var það, að hér við sandana við fjarðarbotnimx sást selur og selur, grindhorað- ur og að engu hirðandi nema skinnið. Það voru hinir sann- kölluðu „húðarselir“. En lax og urriðaveiði (sjóbirtingur) hefur aukizt í Héraðsvötnum síðan. Því hef ég sagt nokkuð greini- lega frá selveiðinni, að þetta er horfin atvinnugrein. Æðarvörp eru á fjórum jörð* um: Hellulandi, Nesi, Garði cg Ási. Mikil búdrýgindi og hollusfa voru af fiskveiðum, er stund- aðar voru frá Naustavík, sem er smávík norðan í Nesið. Var þar gott til sjósóknar, þegar fiskur var inn við fjarðarbotninn, að sækja bæði austur fyrir og vest* ur. Réru þaðan 3—4 bátar fyrir aldamótin. Ekki að staðaldri, heldur þegar fiskur og veður var og tími til frá heimilisstörf- um. Voru bændurnir sjálfir bátseigendur og formenn. í þá daga voru 3 verbúðir í Nausta- vík. Allt, sem veitir yndi og ró. Eftir að dragferja kom á vesturósinn og Jón Ósmann fór að vera þar að staðaldri, flutt- ist útræðið inn að ósnum, endá var þar oft gott um beitu og Jón foringi og hvatamaður fisk- veiðanna. — Enn eiga fjórir bændur í Hegranesi báta og skreppa á sjó þegar fiskur er og eru að því búdrýgindi góð. Um Hegranesið kvað Jón Ós* mann þetta: Allt, sem veitir yndi og ró,, átt þú, góða Nesið Hegra. ., Skrúðgræn engi, önd í mó,, ; eflda hesta, sauðfé nóg. Æðarvarp, og út við sjó ymur foss, ég sé ei fegra. Allt, sem veitir yndi og ró, ! átt þú, góða Nesið Hegra. Fólkið í Nesinu: Þótt vi5 Hegranesbúar séum búsettir í miðjum Skagafirði, höfum við samt verið að nokkru leyti ein- angraðir, að undanskildum bæj- um, sem lágu í þjóðbraut, ann- aðhvort að sumri eða vetri. AS vori, sumri og hausti var lang- mest umferð í Nesi og erill og gestagangur með fádæmum. En, að vetrinum varð ækisleið með sleða yfir utanvert nesið uin Keflavík, en að framan um Hró- arsdal og Keldudal, og svo Ey- hildarholt. Oft komu tugir manns á dag á þessa bæi, til að fá vatn handa hestum og hey- tuggu, og var þá sjálfsagt kaffi um leið. Landslag og lega sveitarinn- ar hefur fremur þroskað ein- staklingshyggju en félagsanda. (En sveitin hefur líka þroskað listræni). HveÝ einstaklingur er ágætur í viðskiptum og við- kynningu, en í félagsskap vilja samtökin ekki verða eins sam- stillt og skyldi. Fátækir skilamenn. Fyrmeir var sá siður, að fS<- Framh. 6 9. síðu, j

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.