Vísir - 23.03.1959, Page 7
Mánudaginn 23. marz 1959
VÍSIR
Gegn hættum í umferðinni:
Athyglisverðar iillögiir
irá 2 BFÖ-deildum.
Fjalla um löggæzlu, gatnaviðhald,
snjóbarða, bílaljós og fleira.
Aðalfundur Reykjavíkur- og
Hafnarfjarðardeildar Bind-
indisfélags ökumanna var hald-
inn sunnudaginn 15. marz sl. Á
fundinum var samþykkt að
stofna sérstaka deild í Hafnar-
firði og voru þrír Hafnfirðing-
ai', þeir Árni Guðlaugsson,
hdl., Ásgeir Long og Jón Jó-
hannesson, kjörnir í undir-
búningsnefnd í því augnamiði.
Fyrir Reykjavíkurdeildina
var kjörin ný stjórn og er for-
maður hennar Viggó Oddsson,
Hamrahlíð 9. Meðstjórnendur:
Frú Sigríður Húnfjörð og Guð-
mundur ísfjörð, klæðskera-
meistari.
Eftirfarandi ályktanir voru
m. a. samþykktar á fundinum:
1. Fundurinn skorar á lög-
reglustjórann í Reykjavík að
stórauka löggæzlu við veit-
ingahús hér í bæ og reyna
þannig að koma í veg fyrir
ölvunarakstur frá þessum stöð-
um.
2. Fundurinn skorar á hlut-
aðeigandi bæjarverkfræðing
Reykjavíkur, og aðra opinberá
aðila, er þar eiga hlut að máli,
að sjá svo til, að götum í lög-
sagnarumdæmi Reyi.javíkur
sé jafnan haldið í því ástandi,
sem lágmarki, að ekki séu stór-
liættulegar, bæði vegna hættu
á miklum skemmdum á farar-
tækjum, einkum bílum, svo og
einnig vegna beinnar slysa-
hættu. Fundurinn telur, að
margar götur höfuðborgarinnar
hafi lengi undanfarið verið í
slíku ófremdarástandi, að langt
sé fyrir neðan þau mörk, sem
geti forsvaranleg talist. Fund-
inum er ljóst, að af ýmsum á-
stæðum, svo sem aðallega
vegna óhentugs tíðarfars á
vetrum er mjög erfitt, ef ekki
ógerlegt að framkvæma varan-
legar viðgerðir á gatnaskemmd
um á meðan svo stendur á, en
leiðir hljóta að vera til stund-
arlagfæringar, sem þó myndu
verða til mikilla bóta, svo sem
með daglegri sandfyllingu á
djúpum og hættulegum holum
í götum. Leggur því fundurinn
til, að framvegis, er við á, hafi
bærinn jafnan á takteinum bíl,
er hafi það hlutverk, að halda
götunum daglega í svo góðu á-
standi, sem unnt er. Þá telur
fundurinn, að Reykjavíkurbær
t. d. gæti, samkvæmt eðli máls-
ins orðið skaðabótaskyldur
vegna skemmda og/eða slysa,
sem orsakast af framangreind-
um ástæðum.
3. Þá vill fundurinn beina
því til réttra aðila, að tekið
legar uinræður, en þetta hefur
með öllu mistekist. Þátturinn er
i heild líflaus, litbrigðalaus —
leiSinlegur."
Svo mörg eru þau orð.
verði til athugunar hið fyrsta,
og ekki síðar en fyrir næsta
haust, að leyfa, eða jafnvel
lögbjóða í höfuðstaðnum notk-
un snjóbarða á bílum almennt.
Það er að vísu Ijóst, að snjó-
barðar geta ekki alltaf og alls-
staðar komið fyllilega í stað
snjókeðja, Hinsvegar telur
fundurinn og ljóst, að í snjóa-
lögum þeim, sem algengust eru
hér í höfuðstaðnum, muni góð-
ar gerðir barða þessara geta
komið að fullum notum að jafn-
aði. Það er vitað mál, að nú
þegar notar fjöldi bíla hér í
Reykjavík t. d. snjóbarða, en
hinsvegar spursmál, hvort
þetta enn sem komið er svari
kröfum umferðalaganna. Er
leitt til þess að vita, ef öku-
menn þurfa máske lengi að
fara í kringum lög á þessu sviði
til þess að koma fram endur-
bótum í umferð.
4. Þá telur fundurinn að
ekki megi dragast lengi úr
þessu, að tekin verði sú á-
kvörðun að leyfa, helzt lög-
bjóða hér notkun asymmetr-
iskra lágljósa. Það er skoðun
fundarins, ag reynslan hafi
þegar sýnt, að kostir góðra,
asymetriskra lágljósa séu svo
miklir, að ekki megi dragast úr
hófi að hagnýta sér þá í hinni
hættulegu skammdegisumferð
okkar, Skorar fundurinn á
lögreglustjóra, að fá sem fyrst
enda bundinn á þeim athugun-
um, hvort notkun þessara ljósa
væri ekki skref í rétta átt.
5. Fundurinn telur, að vinna
þurfi að því svo sem unnt er,
að sjá bílum fyrir auknum
stæðum, t. d. með byggingu sér-
staks stöðuhúss eða húsa. Bílar
þurfa að geta verið einhvers-
staðar, og virðist í svipinn jafn-
vel lítið annað fyrir hendi en
að fækka hinum gulu gang-
stéttum. Þörfin á auknum bíla-
stæðum er ein hin mest aðkall.
andi þörf í umferðarmálum
R ey k j a víkurbæj ar.
6. Fundurinn lítur einnig
svo á, að saltaustur sá, sem nú
á sér stað á akbrautir gatna
valdi stórskemmdum á öku-
tækjum og á stundum slysum
og skorar því á alla þá aðila, er
hér eiga hlut að máli að hætta
saltburði á akvegi.
7. Að lokum telur fundurinn,
að það væri til bóta, að um-
ferðarlögreglan hér tæki upp
þann sið að sekta menn á
staðnum fyrir smærri um-
ferðarbrot.
Nokkur gölluð
BABKER
seld með afslætti.
Tekur viö stjórn Handíða-
og myndiistaskólans.
Nýlega hefur menntamála-
ráðuneytið veitt Lúðvxg Guð-
mundssyni skólastjóra leyfi frá
störfum til næstu áramóta,
vegna veikinda, en hann hefur
um Iangt skeið þjáðst af
asthma og bronchitis.
í veikindaforföllum Lúðvígs
hefur Gunnar Róbertsson leik-
stjóri verið settur skólastjóri
Handíða- og myndlistaskólans.
Gunnar Róbertsson er lands-
mönnum að góðu kunnu-r undir
heitinu Gunnar R. Hansen, er
hann bar þar til hann öðlaðist
íslenzkan ríkisborgararétt.
Um nál. 35 ára skeið hefur
Gunnar Róbertsson unnið að
leiklistarmálum og kvikmynda-
gerð.
Gulltoppur...
Framh. af 1. síðu.
anum sem lenti upp í Slýjafjöru,
þar bar Ægir gamli sigur ;úr
býtum.
Talsmaður í Samábyrgð sagði
í morgun að síðan báturinn fór
upp hafi verið brim eystra alla
daga nema í gær. Björgunar-
mennirnir verða stöðugt að vera
á verði, nótt og dag og bjarga
bátum frá sjó, í hvert skipti sem
veður versnar. Vírar eru festir
í bátnum og í trukk og jarðýtu
og toga vinnuvélarnar bátinn til
þannig, að hann snúi rétt. —
Menn gera sér vart í hugarlund
hvílíkt ofurafl er í brotsjóun-
um. Um daginn slitnuðu allir
vírarnir af honum er sjór reið
á hann. Einn stálvírinn er gerð-
ur fyrir að þola 85 lesta þunga,
en hann slitnaði eins og kveikur
við átakið. Þeim tókst með harð
fylgi að koma vírum á hann
aftur, rétta bátinn við og draga
hann lengra frá sjó. Búið er að
flytja austur á annað hundrað
járnplötur, svokallaðar flug-
vallaplötur, eru þær notaðar til
að auka burðarþol ægisandsins,
sem er svo finn og gljúpur að
vfirborði hans breytist stöðugt.
Auk þess eru notaðar sliskjur,
sem bátnum er rennt á til sjáv-
ar þegar þar að kemur.
Þegar Gulltoppur kom að
íandi var þar fyrir maður að
taka á móti honum. Sagði sá,
að einkennilegt hefði verið að
sjá bátinn koma mannlausan* 1
gegnum brimgarðinn. Var því
líkast, sem honum hefði verið
stýrt gegnum brimið. Þó hefði
hann stundum lagst hliðflatur,
kom einhver aukaskvetta á
hann, sem sneri honum réttum
þegar ólögin riðu yfir. Ef svo
hefði ekki verið, hefði honum
hvolft.
Húsmæðrafél. Rvk.
Byrjum aftut að sauma á
þriðja í páskum. Hægt að
bæta við nokkrum konum.
Aðrar uppl. í síma 11810 og
15236.
Helgi Magnússon & Co.
Hafnarstræti 19. — Símar: 13184 cg 17227.
Tíbet ...
Framh. af 1. síðu.
um kommúnistum nær allar.
tímann, sem liðinn er síðan er
þeir hei'námu landið, og nv
hafa menn, að því er virðisi
sameinast um allt landið og
þjóðarbylting hafin gegn þeim.
Uggur
í Indverjum.
Indverjum þykir nú ugg-
vænleg 'horfa. Veldur afstaða
Nehrus forsætisráðherra vax-
andi gagnrýni, en hann hefur
verið hálfvolgur gagnvart
kommúnistum, og leikið að
margra áliti af nokkru yfirlæti
hlutverk málamiðlarans, er
fara vill bil beggja, en gagn-1
rýnendur segja hann blindan á
staðreyndirnar, að stefna kom- I
múnista sé ofbeldis og út-
þenslustefna og nú séu þeir
komnir að bakdyrum Indlands.1
f fyrri viku sagði Nehru í
ræðu á þingi, að um andlega
byltingu væri að ræða í Tibet,
en ekki hernaðarlega, og segja
brezku blöðin í morgun að
Nehru verði furðu fljótt eftir
þessi ummæli, að enduríhuga
stefnu sína og afstöðu.
Merktar
Servietfur
Ný frímerki.
Þ. 5. maí 1959 mun póst- og
símamálastjórnin gefa út 2 ný
frímerki til minningar um 200
ára dánarafmæli Jóns Þorkels-'
sonar, Skálholtsrektors.
Verðgildi merkjanna verða 2
kr. grænt í 500.000 eintökum
og 3 kr. rauðblátt í 400.000 ein-
tökum.
Fréttatilkynning frá póst-
og símarnálastjórninni.
Áfjæiur afló hjá
fyrir fermingar, afmæli og
önnur hátíðleg tækifæri.
RITFÖNG
Laugavegi 12.
Vil kaupa
5—6 herb. íbúð í vestur-
bænum eða Hlíðunum. —
Góð útborgun. — Tilboð
sendist afgr. blaðsins fyrir
mánudagskvöld merkt:
,,14. maí — 446“.
Pappirspokar
ellar stærðir — brúnir o
kraftpappír. — ódyiarl e.
erlend'r pokar.
Pappírspokager&in
Frá fréttaiútara Vísis.
Akranesi í morgun.
Jafnbezti afladagur Akranes
báta á þessari vertíð var í gær.
Meðalafli var um 20 lestir a.p,
þelm 15 bátum, sem lönduðu.
Bæði er það að nú virðist vera
meiri fiskigengd á miðin og svo
hefur veður verið heldur skárra '
undanfarið og hjálpar hvort-
tveggja til að bæta aflabrögðin.
Þrír bátar urðu fyrir vélarbilun.
og voru þeir dregnir að landi.
Kom Sæþjörg með þá hingað.
Tveir þeirra höfðu fengið net
í skrúfuna og var hægt að losa
nesadræsurnar úr skrúfunnl
strax og komið var í höfn. Við
erurn svo heppnir að það er
froskmaður hér á staðnum og
hefur það komið sér vel, því oft
hafa bátarnir fengið i skrúfuna
í vetur. Þriðji báturinn sem
dreginn var inn í gær var Skipa
skagi, sem varð íyrir alvarlegrL.
vélarbilun.
Málflutningss’.crífstofa
Páll S. Pálsson, Krl.
Bankastræti 7, sími 24-200.