Vísir - 25.03.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 25.03.1959, Blaðsíða 1
49. árg. Miðvikudaginn 25. marz 1959 69. tfol. Frambðð álwellí í lafnarflrðle Matthías Á. Mathiesen frambjóð- andi Sjáifstæðisflokksins þar. Framboð af hálfu Sjálfstæð- isflokksins hefur nú verið á- kveðið í Hafnarfirði og er það ungur maður og ötull, sem þar verður frambjóðandi flokksins, Matthías Á. Mathiesen, spari- sjóðsforstjóri. Hamar, blað Sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði, skýrir svo frá þessu í stuttri grein í gær eftir Stefán Jónsson: „Eftir að Ingólfur Flygen- ring fyrrv. alþm. hafði tjáð sig fráhverfan framboði við alþing iskosningar í sumar, samþykkti kjörnefnd Sjálfstæðisfélaganna samhljóða að leggja til við full trúaráð Sjálfstæðisfl. að þess yrði farið á leit við Matthías Á Mathiesen sparisjóðsstjóra, að ■hann gæfi kost á sér sem fram- Matthías Á. Mathiesen. bjóðandi flokksins við í hönd farandi alþingiskosningar. Fulltrúaráðið kom saman til! fundar s.l. laugardag og var | fyrrnefnd tillaga kjörnefndar í flutt og samþykkt einróma með j atkv. allra fundarmanna. Hefur Matthías nú orðið við | óskum Sjálfstæðismanna og j verður hann því þingmannsefni j Hafnfirðinga í næstu alþingis- j kosningum, sem fram fara á j sumri komanda. Matthías þarf ekki að kynna j fyrir Hafnfirðingum. Hann er hér borinn og barnfæddur og hefur kynnt sig vel hér í bæ, enda af góðu fólki kominn son- ur hjónanna Svövu og Árna heitins Mathiesen, sem Hafn- firðingum var mjög ástsæll maður. Hafnfirðingar munu nú safn- ast í þétta og einhuga fylkingu til drengilegrar baráttu fyrir kosningasigri hins unga manns, enda mun hann verða fæðing- arbæ sínum til mikils sóma og heilla á Alþingi íslendinga.“ Matthías er borinn og barn- fæddur Hafnfirðingur, fæddur 6. ágúst 1931, sonur hjónanna Svövu Einarsdóttur og Árna Mathiesens, verzlunarstjóra, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Hann lauk embættisprófi í lögum fyrir tveim árum og starfaði síðan í atvinnumála- ráðuneytinu, þar til á síðasta sumri, er hann var ráðinn for- j stjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar. I Hefur hann um langt skeið verið í hópi duglegustu ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og verið þar í foringjasveit. Afbragðs afli handfæra- báta í Eyjum í gær. tíeildaraflinn þar nær fjórðungi minni en á sama tíma í fyrra. Frá jréttaritara Vísis. — Vestm.eyjum í morgun. Heildarafli Vestmannaeyja- báta það sem aj er vertíðinni til dagsins í dag, nemur 12460 1 estum og mun vera tœplega jjórðungi minni en á sama tíma í jyrra. Heildarlifrarmagn Vestmanna eyjabáta var í dag 942 lestir, en var á sama degi í fyrri 1224 lestir. Aflahæstur Vestmannaeyja- báta er Gullborgin, sem Benóný Friðriksson er skipstjóri á, og er með 400 lestir. Hefur hann verið aflahæstur undanfarnar sex vertíðir. í gær var bezti afladagur handfærabáta( þ. e. mótorbáta), sem komið hefur á vertíðinni til þessa. Fengu bátarnir yfir- leitt ágæta veiði, Báran var hæst með 16 lestir, en á henni er 5 manna áhöfn. Hjá trillubátunum var líka ágætur afli í gær og fengu þeir 1—3 lestir á bát. Á trillubát- unum eru 1-—2 menn. Mestur afli hjá netabátunum í gær var 31 lest hjá Gullborgu 'og var hún langhæst. Margir bátar voru með 16 lestir og svo þaðan af minna, allt niður í ekki neitt. Hér sjást Kýpur-Grikkir, sem látnir hafa verið lausir að undanförmi, af því að samningar hafa náðst milli Breta, Grikkja og Tyrkja um framtíð eyjarinnar. Skozkir þj óðernissinnar krel|a§ít 14 m. lamlkelgi. Til vara vilja þykkt um þeir alþjóða- 12 mílur. Skozkir þjóðernissinnar krefjast 14 mílna landhelgi, sem þeir segja Skotland eiga hefðbundinn rétt til, en til vara krefjast þeir þess, að fiskveiða- mörkin verði ákveðin 12 mílur með alþjóðasamþykkt. Þetta eru meginatriði grein- argerðar í sex liðum, sem skozki þjóðernissinnaflokkurinn hefur lagt fyrir nefnd, sem hefur með höndum rannsóknir á vandamálum sjávarútvegsins. í greinargerðinni segir, að aukin vernd fiskimiða við ís- land, Færeyjar og víðar, hljóti að leiða til þess, að meira verði sótt á Norðursjávarmið, sem að áliti margra sérfræðinga hafi lengi verið stunduð ofveiði á. Þannig muni ás^kn erlendra togara á skozk fiskimið aukast mjög, og af hljótast, að miðin eyðist enn frekar en ella, og skozkir fiskimenn bíða enn meira veiðaræratjón en áður. Hvatt er eindregið til að á- kveðna 14 mílna landhelgi, en ella 12 mílna, og segir svo: „Þegar búið er að færa út skozka landhelgi getur ríkis- stjórn tvennt gert, Vikið frá er- lendum togurum, sem stunda veiði skaðlega Skotlandi, og gert, ef ráðlegt þætti, sérsamn- inga um árstíðaveiði á vissum svæðum, á grundvelli gagn- kvæmra hlunninda.“ „Það er rangt,“ segir enn- fremur, „að þola það að er- j lendir togarar veiði á miðum við Skotland, sem skozkum togurum er meinað, að veiða á, og ef meina á skozkum fiski- J mönnum að veiða við Færeyjar, verða þeir að fá vernd á sínum heimamiðum.“ Hvernig verður páskaveðrið? Úvíst hvort austan- og suðaustanáttin helzt. Getur brugðið til svalara veðurs með norðaustanátt. Siétlbakur með 250 lestir. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í gær. Togarinn Sléttbakur kom til Akureyrar aðfaranótt sunnu- dagsins með um 250 lestir fiskj- ar. Afli þessi fékkst á heimamið- um. Var það að mestu leyti þorskur, sem fer til hraðfryst- ingar. Sléttbakur fer á veiðar aftur í dag. Enn eru hlýindi um land allt, en þó ekki eins hlýtt í dag og í gær. Veðurhorfur um páskana eru óvissar. Hiti var 7—9 stig hér á landi í gær, en í morgun um frost- mark þar sem kaldast var norð- anlands og 6—7 stiga hiti sunn- anlands og rigning á Suðaustur- landi. í dag er austan — og suðaust- anátt ríkjandi hér á landi og suður undan, en norðaustan við Austur-Grænland. Spurningin er hvort austan- og suðaustan- áttin hér og suður undan helzt eða hvort háþrýstisvæðið yfir Norður-Grænlandi breiðist til suðvesturs og hér yrði norðaust an átt. Um þetta er ekki unnt að segja, eins og sakir standa, var Vísi tjáð í Veðurstofunni ár- degis í dag. Þegar Elísabet drottninga- móðir var í heimsókn hjá Masai-ættbálkinum • Kenva, bvrjaði allt £ eirni að rigna eftjr margra mánaða burrka. Svretingjar þökkuð Flísa- betu!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.