Vísir - 25.03.1959, Blaðsíða 4
MifðVikúd'a'gihii 25; marz 19‘5!>
Þéttá'-'var óhæfilegur' tírhi
fyrir hiha ungu, skozku konu
að ’véra utan dyra; klukkur
Paríáai borgar voru að slá ell-
efu og tilskipunin hótaði hverj-
um þeim bráðum bana, er væri
á ferli á götunum eftir klukkan
tíu.
Á meðan ómurinn af klukku-
slögunurrp var að dvína út á
þessu mollulega september-
kvöldi, heyrði Grace Elliot
taktfast fótatak — það var
sveit úr Þjóðvarnarliðinu að
gera leit í húsum, sem álitið
var að markgreifinn af Chaste-
nets, sem öll París leitaði að,
fælist í.
Þegar þögnin ríkti aftur yfir
steinlögðum strætunum þrýsti
hún hönd félaga síns hug-
hreystandi. Ótti hans gaf henni
þann kjark sem hún þarfnað-
ist. Maðurinn við hliðina á
henni, var dulbúinn sem þjónn
hennar, var enginn annar en
markgreifinn af Chastenets!
Þar til þá um morguninn
hafði Grace Dalrymple Elliot
verið örugg í sveitabústað sín-
um í Meudon, sem er þorp eitt
skammt utan við París. En á-
köf hjálparbeiðni frá enskri
konu — frú Meyler —• hafði
komið henni til að fara til Par-
ísar þá um eftirmiðdaginn og
hafði hún með sér sem skilríki
tvö vegabréf frá borgarstjór-
anum í Meudon. Henni til
skelfingar komst hún að því,
að ætlazt var til að hún tæki
að sér að smygla hinum al-
ræmda Chastenets markgreifa
hurt úr borginni.
Hólmarbréf
til þingsins.
En ástand hans var svo
brjóstumkennanlegt að hún
gat ekki neitað honum um
hjálp sína. Hann hafði falizt í
þakherbergi í húsi frú Meylers
í þrjár vikur, — alveg síðan
ágústdaginn árið 1792 þegar
franski aðallinn hafði misst
síðustu völdin úr höndum sér.
Louis XVI., sem var raun-
verul. fangi í Tuilerieshöllinni
eftir gönguna til Versala 1789,
hafði lengi verið grunaður um
ráðabrugg til að bæla niður
byltinguna. í júlí um sumarið
hafði fengizt áþreifanleg sönn-
un fyrir þessu. Herforingjar
austurrísku og prússnesku
herjanna höfðuð vaðið inn í
Frakkland, sent þinginu hótun-
arbréf og hótað París blóðugri
hefnd, ef konungsfjölskyldan
yrði fyrir nokkrum miska.
Að morgni þess 10. ágúst
1792 hafði æstur skríll svarað
b.réfi hershöfðingjanna með því
að halda ásamt Þjóðvarnarlið-
inu til Tuilerieshallarinnar,
þar sem konungsfjölskyldunn-
ar var gætt af hinum svissneska
lífverði. Snemma í orustunni
hafði Louis verið fenginn til að
leita til þinghsússins, en við
burtför hans hafði varnarliðið
misst móðinn og verið brytjað
niður. Óð þá skríllinn um ganga
og sali hallarinnar eins og
flóðbylgja og drap allt lifandi,
sem á vegi hans varð. En mark-
greifinn af Chastenets, ráðs-
maður konungsins, stökk í
örvæntingu út um glugga á
einni af lægri hæðum hallar-
innar niður á val hinna föllnu
lífvarða. Lá hann þarna í valn-
um allan daginn í sólarhitanum
og lét ekki á sér bæra.
Greifinn fær
óvænta hjálp.
! Um kvöldið í ljósaskiptunum
; fann hermaður úr Þjóðvarnar-
liðinu markgreifann, kendi í
brjósti um hann og léði honum
yfirhöfn sína. Markgreifinn fór
nú til húss frú Meyler, einustu
ensku konunnar, sem hann
þekkti í Parísarborg, og hún
áræddi að fela hann. En ávæn-
ingur af undankomu markgreif-
\ ans komst á loft, og þegar bylt-
ingarmennirnir fóru að leita
hans í hverju húsi, varð frú
; Meyler hrædd. Þá kom henni
Grace Dalrymple Elliot í hug.
Ástæðan fyrir veru hennar í
Frakklandi á þessum tíma var
frekar einkennileg.
Grace var fædd í Skotlandi
Umburðarlynidi
var óvinsælt.
En tímarnir höfðu breyzt,
þessi þrjú ár, sem liðán voru
frá upphafi byltingarinnar.
Hinn harðsvíraði aðall landsins
andæfði öllum umbótum, en
fortölur hertogans um um-
burðarlyndi ávann honum tor-
tryggni byltingarsinna. Vin-
sældir hertogans fóru rénandi,
jafnvel þótt hann hefði afsalað
sér hefðartitli sínum og nefndi
sig aðeins Philippe Egalité.
Grace Elliot skýrði frú Meyl-
er frá öllu þeuu þarna um
kvöldið. Hún lofaði að gera allt,
sem hún gæti, til þess að hjálpa
Chastenets markgreifa, en
neitaði að láta blanda hertog-
anum í málið.
liðsforinginn, sem var dálítið
kurteisari og hrifinn af fegurð
hennar, hafnaði þessari uppá-
stungu mahna sinna — ekki
kæmi til mála, að hefðarkona
færi að klæðast í návist svo
margra karlmanna. En Grace
bauðst, köld og ákveðin, \il að
fara á fætur; hún hefði, hvort
eð var, sofið bölvanlega. Hún
myndi hafa ánægju af að fylgja
þeim um húsið og ef til vill
veita þeim vín og kaldan steik-
arbita. Á meðan hún sagði
þetta, fann hún hvernig mark-
greifinn skalf undir henni.
Kurteisi Grace svipti leitar-
menn gruni og þeir leituðust
við að taka henni fram um
kurteisi. Þeir sögðust ekki láta
sér koma til hugar að gera
ÖrlayaAtuwÁ á tnfltihgartímtn:
Fequrðm bjargaði
lífi hennar.
EFTIR LEWIS STEDMAN.
og var dóttir liðsforingja. Hún
hafði verið gefin herlækni ein-
um, er var eldri en faðir henn-
ar. Hún hafði strokið með ævin-
týramanninum Valentine lá-
varði, sem hljóp frá henni
er hjónaskilnaðardómstóllinn
hafði dæmt hann í 12.000
'punda skaðabætur til manns
^hennar. En hún var ekki lengi
|einmana. Prinsinn af Wales
veitti hinni Ijómandi fegurð
hennar fljótt eftirtekt og gegn-
um kunningsskap þeirra hitti
hún hinn mikla ástvin lífs síns
— Louis Filippus hertoga af
Orleans og frænda Frakk-
landskonungs.
Vinsæll
hertogi.
Út af ákafri deilu við enska
prinsinn, hafði hún farið suður
yfir Ermarsund, til Frakklands
og í opna arma hertogans.
Landið var þá á barmi bylting-
ar, — byltingar, sem elskhugi
hennar átti eftir að leika í
þýðingarmikið hlutverk. Hann
var frjálslyndur í skoðunum og
á óbrotinn hátt hugsjónamað-
ur á stjórnmálasviðinu, og
hafði við heimsókn sína til
Englands, veitt eftirtekt vel-
megun manna og frjálsræði í
öllum stéttum þar í landi. Að
sjáifsögðu bar hann þetta sam-
an við þá harðstjórn og fátækt,
sem hinn frakkneski aðall lagði
á hans eigin þjóð.
Hann tók að hefja máls á
umbótum, er sköpuðu honum
hatur og óvild samstéttung-
anna, en vináttu og tilbeiðslu
lægri stéttanna. Grace Elliot
sá • sunnudaginn 12. júlí 1789,
tveim dögum áður en stjórnar-
byltingin hófst, hve miklum
vinsældum hann átti að fagna.
Þau voru að koma til borgar-
innar úr fiskveiði-skemmtiferð
og mættu borgarskrílnum í
hópgöngum syngjandi „Vive le
duc d’Orleans“ (Lifi hertoginn
af Orleans)!
l
Klukkan var orðin meira en
níu, áður en nægilega dimmt
var til að hætta á að láta
Chastenets fara út á götuna,
dulbúinn sem þjónn hennar.
Þau óku til Vaugirardhliðsins.
Þar urðu þau fyrir miklum
vonbrigðum. Varðmennirnir af-
sögðu að leyfa nokkrum að fara
burt úr borginni þetta kvöld.
Sama máli var að gegna við
„Járnhliðið“. Þegar hér var
komið, var farið að bera svo
mikið á hræðslu markgreifans,
að Grace varð að sleppa vagn-
inum vegna ótta við að vekja
grun ökumannsins.
Það var einskis annars kost-
ur en að fara fótgangandi til
húss hennar í Champs-Elysées.
Þjónustufólkið varð forviða að
sjá hana birtast þarna, — hún
hafði ekki komið nærri Parísar-
borg eftir blóðbaðið í Tuiller-
ies-höllinni. Fallöxin beið allra,
sem voru á heimilum aðals-
fólks. En hún þurfti engu að
kvíða.
Falinn í
Iivílu konu.
Þjónustufólkið sór að halda
öllu leyndu, og dyravörðurinn
stakk upp á að fela markgreif-
ann á milli dýnanna í rúmi
Grace Elliots. Þau báru hann
þangað, því hann var nú ófær
til gangs, og þegar búið var að
fela markgreifann þarna, af-
klæddist Grace og gekk til
hvílu, til þess að villa fyr-
ir væntanlegum leitarmönnum.
Klukfcan var orðin fjögur,
þegar leitarsveitin kom á vett-
vang. í heilan klukkutíma
hlustaði hún. á hermennina
meðan þeir voru að bylta til
húsgögnum og stinga byssu-
stingjunum í dýnur og yfir-
sængur. Þegar þeir komu inn í
svefnherbergi Grace, var tekið
að birta af degi.
Hermennirnir kröfðust. þess,
að hún færl á fætur, svo þeir
hefðarfrúnni ónæði, og eftir
yfirborðslega leit hurfu þeir á
brott.
Hann fyrirleit
Markgreifann.
Nú varð henni ljóst, að hún
gat ekkert fleira gert fyrir
Chastenets og að hún myndi
neyðast til að leita hjálpar her-
togans. Hann om seinna um
morguninn eftir beiðni hennar,
fokreiður yfir því, að hún
skyldi hafa blandað sér í þess-
ar sakir. Og þar að auki fyrir
þennan fyrirlitlega ræfil!
Chastenet hafði verið fremst-
ur í flokki þeirra, er snerust
móti hinum byltingarsinnaða
hertoga af Orleans, aðeins til
þess að koma sér í mjúkinn hjá
konunginum.
Hinn óttaslegni flóttamaður
kom nú fyrir hertogann og
reyndi að gefa skýringu á fyrri
framkomu sinni, sneypulegur
og óttasleginn. „Engar skýr-
ingar, herra minn,“ sagði her-
toginn kuldalega. „Við skulum
ekki ræða um hið liðna, né
neitt annað en það ástand, sem
skapast hefir við það að þessi
hjartagóða kona er að reyna
að frelsa líf yðar með því að
leggja .sitt eigið í hættu. Eg vil
reyna að vera yður hjálplegur
fyrir hennar sök, og eg verð
ekki í rónni fyrr en eg veit
yður burt úr húsi hennar.“
Hann vildi
hvergi fara.
Hann stóð við orð sín. Út-
göngubanninu úr borginni var
aflétt og Grace komst með
Chastenets til sveitarbústaðar
síns. Nokkru siðar færði þjónn
hertogans henni þau skilabað,
að húsbóndi hans hefði gengið
frá því, að ökumaður póst-
vagnsins, er stanzaði í St.
Denis, æki Chastenets til Bou-
logne; þar biði hans far til
Englands fyrir fimmtíu Louis
greifann stígá upp í vagninn
morgunn éinn klukkan 3 og
horfði á vagninn hverfa út í
myrkrið, fannst henni seni
steini væri létt af hjarta sínu.
Margt átti eftir að gerast,
áður en henni barst fregn uni
það, að Chastenets væri kom-
inn til London heilu og höldnu..
Hún hefði líka getað leitað
öryggis í Englandi, en hún gat
ekki skilið sig frá hertoganurrx
núna, þótt henni féllu ekki
skoðanir hans. Hann hafði hætt
lífi sínu til að bjarga aðals-
manni, sem hann fyrirleit.
Hertoginn var
hálshöggvinn.
Hún átti eftir að minnast
þessa nokkrum mánuðum
seinna, þegar hertoginn, ör-
væntingarfullur og ruglaður,
greiddi atkvæði með lífláti
konungsins. Og þegar hann leið"
vítiskvalir samvizkubitsins,
vitandi það, að enginn maður
í Frakklandi var hataður meira
en hann, var Grace Dalrympla
Elilot hans eini vinur.
Þetta ár var hertoginn af
Orleans sjálfur handtekinn og
hálshöggvinn og Grace var.
kastað í fangelsi eftir mála-
myndar rannsókn, vegna sam-
bands hennar við hei'togann.
Dómari hennar var verkamað-
ur, sem hvorki kunni að lesá
né skrifa, og aðal sönnunar-
gagnið gegn henni var bréf á
ensku ski’ifað af hertoganum.
Það fjallaði um veðmál á
hesta, sem hann hafði gert £
Englandi.
Grace var sett í hið illræmdat
Carmes-fangelsi. Það fangelsi
var í París og var gei't ráð fyrir,
að þaðan kæmu daglegá
fimmtíu fórnarlömb fyrir
höggstokkinn. En einhverrt
veginn komst hún hjá högg-
stokknum ,eins og önnur hefð-
arkona, er varð ágæti vinkoná
hennar — Josefína Beauhar-
nais, síðar drottning Napó--
leons. Grace slapp úr fangels-
inu og lifði það að komast aft-
ur til Englands, en þar dó húrt
1823, sextíu og fimm ára göm--
ul. — 1
ÍSÍ gengur í Aiþj.-
körluknattbiksani.
' íþróttasamband Islands, hef-
ur nú gengið í Alþjóða körfu-
knattleikssambandið (F.I.B.A.y
og hefur látið þýða körfuknatt-
leiksreglur þessa al’þjóðasam-
bands úr ensku á íslenzku og;
hefur Bogi Þorsteinsson form.
íþróttafélags Keflavíkurflug-
vallar, unnið það verk.
Körfuknattleiksreglur þessai'
hafa síðan vei'ið samþykktar af
framkvæmdastjórn I.S.I. og:
gefnar út af bókaútgáfunefnd
Í.S.Í. Reglurnar eru 48 blaðsíð-
ur og kosta kr. 15,00 eint.
Þann 28. febr. s.l. hófst nám--
skeið fyrir dómara í körfu-
knattleik þar sem þessar nýju!
í'eglur eru kenndar. — Þátt-
takendur í námskeiðinu eru 42.
og standa nú yfir próf. Kenn-
arar á námskeiðinu eru þessir:
Ásgeir Guðmundsson, Ingi Þói'
Stefánsson og Ingi Gunnarsson.
gætu leitað í rúmi hennar. EnD’Or. Þegar Grace sá mark-
Bretastjórn ætlar að veitá
Kenya 800,000 punda styrk
á þessu ári og er það loka-
styrkur í sambandi við bar-
áttuna gegn Mau Matf-
mönnum.