Vísir - 25.03.1959, Blaðsíða 12

Vísir - 25.03.1959, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án íyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-GO. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 25. marz 1959 Macmillait segir samkomulagi náð um stefnuna í meginatriðunum. Segfr menn vllja frið feæBi s austri og vestri - og *~tr;“ feeri sigurs heilbrigðrar skynsenii. De Gaulle vill harðari afstöðu. Þessi mynd var tekin fyrir skemmstu í Austur-Þýzkájandi, þegar Krúsév kom bangað. og heimsótti há meðal annars Berlín, en myndin er frá flugvelli skammt frá borginni. Með honum á rhyndinni er Waiter Ulbricht (fyrir miðju) og Otto Grotewohl. OrðsentSing út af sæsúRaspjöHim afbent í Moskvu í dag. Talið, að Novorossisk hafi valdið skemmdunum. Bandaríkjastjórn hefur í dag r sént Sovétstjórninni orðsend- ingu og lýsir í henni yfir því, að hún vænti þess, að liún sjái um það framvegis, að sovézkir togarar á djúpmiðum valdi ekki . spjöllum á sæsímum.' Enn fremur segir 1 orðsend- ingunni, sem var afhent í dag í Moskvu, að Bandaríkjastjórn muni framvegis sem hingað til inna af hendi alþijóðlegar skuld- bindingar fyrir sitt leyti sam- kvæmt samningum um vernd- un sæsíma. Eins og fyrir nokkru var get- ið í fregnum, er bilanir urðu á sæsímum á Norður-Atlantshafi í febrúar, kom í Ijós að rússn- eski togarinn Novorossisk hafði verið að veiðum á þeim slóðum, og var sendur flokkur sjóliða frá bandarísku gæzluskipi um borð í togarana til rannsóknar málsins I orðsendingunni segir, að gildar ástæður séu til að ætla, að togarinn hafi valdið skemmd um á sæsímunum. í orðsending- unni er hafnað mótmælum út af því, að flokkur sjóliða var sendur um borð í togarann. I orðsendingunni er látin í ljós furða yfir því, að Sovét- stjórnin hélt því fram í orðsend- ingu, að flokkurinn hefði verið sendur um borð í togarann í „ögrunar skyni“. í orðsendingu Bandaríkja- stjórnar er rakinn ýtarlega all- ur gangur málsins. Hún áskilur sér rétt til að gera kröfur til réttmætra skaða bóta. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. Mikil veiði hefur verið í Mývatni í net og á dorg frá því er þær hófust í vatninu í vetur. ! Hafa Mývetningar selt sil- ung víðsvegar út úr sveitinni, mest til Akureyrar og Húsa- víkur. Mývatn er enn að verulegu leyti ísi lagt. Urri miðja s.l. viku bauð Ungmennafélagið í Mývatns- sveit ungmennafélögunum í Köldukinn og Bárðardal í skemmtun og veizlu í félags- heimilinu Skjólbrekku hjá Skútustöðum. Þangað komu rúmlega 100 utansveitarmenn og var skemmt með ýmsum skemmtiatriðum svo og ræðu- höldum og söng og loks stiginn dans framundir morgun. Brezku ráðherrarnir, Harold Macmillan forsætisráðherra, og Selwyn Lloyd utanríkisráð- herra, eru komnir heim úr vest- urförinni, til Kanada og Banda ríkjanna. Macmillan sagði við frétta- menn í flugstöðinni í London, að samkomulag væri í megin- atriðum um stefnu Breta og bandamanna þeirra til lausnar heimsvandamálum, en eftir væri að ganga til fullnustu ffá orðsendingum varðandi fyrir- hugaðar ráðstefnur, um stað og stundu o. s. frv. Macmillan sagði við frétta- mennina, að koma yrði fram af sanngirni og skilningi, og allir yrðu að vera þess minnugir, að þjóðirnar í austri og vestri þráðu frið, og ekki bæri að reyna að knýja fram sigur eins II Húntar hægt ai kvöSdi" frem- sýnt eftir páska. AristSí* Elj»i‘iiMÍ«íiié;r á 40 ára leikaraafmœli. Santaniagt 32 mána&a fangelsi. Fyrir líkamsárás, íkveikju og innbrot. Ðómur var í gær kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur í svo- kölluðu Svartagilsmáli, sem mjög var umtalað á sínum tíma. Höfðu tveir bræður, búsettir í Reykjavík, Reynir og Svein- björn Hjaltasynir, farið austur að Svartagili að kvöldi 24. okt. 1952, ráðist að Markúsi bónda Jónssyni og veitt honum á- verka nokkura og síðan kveikt í bænum, ásamt fjósi og hlöðu svo það brann, sem brunnið gat. Komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að það hafi verið Reynir, sem kveikti í, en Svein Gilfer tefllr við ís- firðinga á páskum. Eggert Gilfer teflir fjöltefli við ísfirðinga í páskavikunni og verða þá einnig háðar kapp* skákir milli Bolvíkinga og ís* iirðinga. Tólf þátttakendur verða frá hvorum. björn var sýknaður af þeirri á- kæru. Jafnframt þessu var Svein- björn ákærður og dæmdur fyr- ir innbrot í Reykjavík á s.l. sumri, en hann hefur áður ver- ið dæmdur fjórum sinnum fyr- ir þjófnað. í dómi þeim, sem Þórður Björnsson fulltrúi sakadómara kvað upp í gær var Reynir dæmdur til 2ja ára fangelsis- vistar og Sveinbjörn bróðir hans í 8 mánaða fangelsi. Frá þessu dregst gæzluvarðhalds- vist þeirra bræðra meðan á rannsókn málsins stóð. Þá voru þeir bræður dæmdir til að greiða málflutningslaun til verjenda sinna, samtals 8000 krónur, svo og annan kostnað sakarinnar þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækj- anda 5000 krónur. Báðir voru bræðurnir sviptir kosningarétti og kjörgengi. Næsta frumsýning í Þjóðleik húsinu verður eftir páska, og verður þá sýnt liið fræga leikrit eftir Eugene O’Neill „A long day’s journey into night“. Þýð- inguna gerði séra Sveinn Vík- ingur, og nefnir hann leikritið „Húmar hægt að kveldi“. Leik- stjóri er Einar Pálsson. Með aðalhlutverkin fara Arn- dís Björnsdóttir, Valúr Gísla- son, Róbert Arnfinnsson, Er- lingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld. Þess má geta, að Arndís Björnsdóttir á 40 ára leikara- afmæli um þessar mundir. Þetta leikrit hins mikla banda ríska leikskálds var frumsýnt í Dramaten í Stokkhólmi að höf- undi látnum, en hann hafði lagt svo fyrir, að svo skyldi gert. í rauninni er leikritið hluti af þriggja leikrita bálki, en hin eru „A touch of a poet“ og langur einþáttungur, sem Sækja suður á Breíiafjöri. Frá fréttaritara Vísis. - - ísafirði í gcer. Vélbátarnir Guðbjörg og Gunnhildur byrjuðu í dag veið- ar í þorskanet og hyggjast sækja alla leið suður á Breiðafjörð, reynist afli ekki nærtœkari. Fleiri Vestfjarðabátar munu fara á þorskanet strax upp úr páskum, því afli hefur verið rýr og misjafn síðustu daga. nefnist „Hughie“. Efni þeirra er tekið úr lífi skáldsins sjálfs og fjölskyldu hans, að miklu leyti raunverulegur fjölskyldu- harmleikur. Þetta leikrit, sem nú verður sýnt í Þjóðleikhúsinu, hefur þegar verið sýnt víða um heim j og vakið geysilega athygli og i aðdáun, enda verið leikið af af- j burða leikurum beggja megin j Atlantshafsins. Æfingar hér hafa staðið lengi yfir. .3 miíljónir ®g 230 þús. kr. I gær var söfmmin vegna sjó- slysanna orðin 3 milljónir 230 þúsund krónur. Unnið er að því að safna gögnum nauðsynlegum vegna úthlutunarinnar og eftir páska mun nefndin tilkynna hvenær söfnuninni skuli lokið. Hussein fagnað í Washington. Hussein Jordaníukonungur kom í dag til Washington í fimm daga óopinbera heimsókn. Nixon varaforseti tók á móti honum. Kallaði Nixon hann „hugrakkan leiðtoga hugrakkr- ar þjóðar.“ Skotið var 21 fall- byssuskoti Hussein til heiðurs.: eða neins, heldur sigur allra, sigur heilbrigðrar skynsemi. De Gaulle vill harðari afstöðu j De Gaulle Frakklandsforseti ' er sagður hafa látið í Ijós þá skoðun við Bandarík.íastjórn, að taka beri harðari afstöðu gagn- vart Sovétríkjunum í Berlinar- og Þýzkalandsmálinu en Mac- millan vilji, stefna hans sé ekki' þróttmikil og ákveðin. Er jafn- vel sagt, að De Gaulle hafi sent Eisenhower einkaboðskap um þetta meðan Macmillan dvald- ist vestra. Var þá búið að senda til Parísar og Bonn uppkast að svari Vesturveldanna til sovét- stjórnarinnar og þótti De Gaulle ekki koma fram nægileg harka í því. De Murville utanríkisráð- herra mun gera nánari grein fyrir afstöðu Frakka á Washing- tonfundi utanríkisráðherra Vest urveldanna' 31 þ. m, Fundur æðstu manna. Brezkur fréttaritari símar, að De Gaulle geri það að skil- yrði fyrir fundi æðstu manna, að samkomulag náist fyrst í grundvallaratriðum um Þýzka- land. Álit mrgra er, að ef slíkt skilyrði væri sett væru öll á- form um fund æðstu manna úr sögunni í bili. Hún er sögð vera mjög hik- andi í stuðningi við tillögur Macmillans um að frysta her- styrk og vopnabúnað í álfunni, og jafnvel talið nú, að hún muni lýsa sig andvíga tillögum Mac- millans í þessu efni. Straumurinn og stíflan. í brezkum blöðum í morgun var lítið sagt (í ritstjórnar- greinum) um vesturför Mac- millans, nema að Daily Express líkti starfi hans, er lokið væri fundum hans í Moskvu, París, Bonn, Ottawa og Washington, við lygnan straum í fljóti, sem komist leiðar sinnar, þótt hann byltist ekki áfram hvítfyssandi — og muni losa viðarstífluna, sem myndast hafi, en vandamál unum líkir blaðið við trjáboli, sem hrúgast hafi upp svo að til vandræða horfi, — en straum- urinn, þótt hægfara sé, muni losa um hana um það er ljúki. VÍSIR Blaðið kemur nú ekki út í fimm daga vegna bænadaganna og páskanna, en ekki er unni? í prentsmiðjum á laugardaginn fyrir páska. Vísir kemur því. næst út á hriðjudaginn, 31. marz.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.