Vísir - 25.03.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 25.03.1959, Blaðsíða 6
6 V f S IK Miðvikudaginn 25. marz 195£f WSIR DAGBLst) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAJSI VlSlR H.11. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist. 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og óbyrgðarmaður: Hersteinn Fáisson Skrifstufur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnárskriistofur blaðsins eru opnar frá kl. 8.00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. * Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00 Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 i áskrift á mánuði. kr. 2.00 eintakið i lausasölu, Félagsprentsmiðiar. h.f Eitt í dag, anna5 á ntorgun. Engum kemur á óvart, þótt mikið sé rætt um kjördæma- skipun og kosningafyrir- lag um þessar mundir. ís- lendingar eru enn einu sinni komnir að vegamótum í þessu máli, þróunin veldur því, að einhverja breytingu verður að gera, og það er nú rætt, hvað sé heppilegast að gera til þess að allra réttur sé tryggður eftir því sem kostur er á. Flokkarnir hafa — sumir að minnsta kosti — markað afstöðu sína í þessu máli, svo að baráttan. um fylgi almennings er hafin fyrir alvöru og henni mun ekki ljúka fyrr en að loknum tvennum kosningum. Framsóknarflokkurinn hefir tilkynnt alþjóð, að hann telji rétt að stíga skref aftur á bak í þessu mikla réttinda- máli allra kosningabærra manna. Hann segir, að ekk- ert annað eigi að giida viða á landinu nema einmenn- ingskjördæmi, og það fyrir- komulag er sjálfsagt, þar sem framsóknarmenn hafa möguleika til að sigra. En „það er ekki sambærilegt“, þegar um þá staði er að ræða, þar sem framsóknar- menn hljóta að verða undir, ef þetta fyrirtaks fyrir- komulag er haft þar einnig. Þess vegna má notast við eins lélegt kosningafyrir- komulag og hlufallskosn- ingar á slíkum stöðum. En framsóknarmenn hafa ekki alltaf verið á þessari skoð- un. Þeir hafa ekki alltaf verið á móti stærri kjör- dæmum, enda þótt áróð- ur þeirra snúist nú fyrst og fremst um það, að „íhald- ið“ ætli sér að leggja niður öll „hin sögulega þróuðu kjördæmi“ utan Reykjavik- ur. Margir af foringjum þeirra hafa einmitt verið meðmæltir stærri kjördæm- um með hlutfallskosningum, af því að þeir hafa gert sér fulla grein fyrir ranglætinu, sem fólgið hefir verið í ein- menningskjördæmunum og talið — þrátt fyrir sitt þekkta framsóknarsiðgæði — að ekki væri hægt að svipta þúsundir mannrétt- indum. Undanfarið hefir hvað eftir annað verið minnt á það í blöðum, sem ýmsir foringjar framsóknarmanna hafa látið sér um munn fara í þessu sambandi. Það er ekki svo langt síðan margir þeirra tóku til máls og tilkynntu, að þeir treystu sér ekki til að berjast fyrir ranglætinu — og þeir litu svo á, að hlut- fallskosningar í stærri kjör- dæmum væri réttlátastar. En þeir gerðu það, áður en þeir gerðu sér grein fyrir því, hversu mikilli réttlæt- isást höfuðpaurar Fram- sóknarflokksins eru gæddir. Þess vegna stangast nú þessi fyrri orð þeirra við það, sem foringjarnir segja nú og neyða þá sjálfa til að berg- mála. Flestum verður einhvern tíma á að segja eitt í dag og annað á morgun. Það kemur mönn- um í koll, ef þeir eru ekki sjálfum sér samkvæmir, og verst er þetta, þegar um réttlætismál er að ræða. Þess vegna ættu Framsóknarfor- ingjarnir að átta sig, áður en þeir hafa gengið of langt, og getur raunar vel verið, að þeir sé þegar búnir að kynna svo innræti sitt úti um land, að það komi þeim ekki einu j sinni að haldi, þótt þeir sjái ( nú að sér og lofi bót og betr- un. Langt orEof. Um bænadagana og páskana fá margir lengra orlof en nokkru sinni ella á árinu, nema þegar um sjálft sum- arleyfið er að ræða. Sumir þurfa ekki að vinna í fulla fimm daga, og það er víst orðinn býsna stór hópur, sem nýtur þ.eirra forréttinda hér á landi að. geta verið næstum heila viku frá vinnu. Það er vitanlega ekki nema gott eitt um það að segja, að menn geti tekið sér nokkra hvíld frá vinnu, enda þótt ; þeir muni vera margir, scrn hafa varla efni á því, þa sem þeir fá ekki frídagan greidda. En það er næst broslegt, að þjóð, sem e ekki kristnari cn raun be vitni um íslendinga, skif halda svona ósköp heilag um þetta leyti árs. Og hú: hlýtur líka að komast vel a: þegar hún getur leyft sé eins tíð og mikil frí og hé þykja sjálfsögð. En eitt er þó eftir — húsmæð urnar fá ekki að njóta hins sama og allur hávaði manna. ^ Ættu þær það þó ekki síður skilið en ýmsir. klRKJA OG TRGMAL: DymbiMka, Dymbilvika, efsta vika langa- föstu, er ólík öllum öðrum tím- um ársins. Hún hefur blæ af þeim minningum, sem mann- kyn á alvörumestar. Tveir dag- ar þessarar viku eru helgir haldnir, auk drottinsdagsins að upphafi hennar. Hið mikla drama kirkjuársins hnígur að þeim þáttaskilum, sem marka hvörf í atburðarásinni. Alvara þeirrar sögu, sem rakin er frá einum áfanga ársins til annars, nær sinni fyllstu dýpt á föstu- daginn langa, eins og fögnuður- | inn kemst í hæsta hæð á páska- dagsmorgunn. Hvernig sem afstöðu manna kann að vera háttað til þeirra stóru hluta, sem kristin trú sér að baki þeirra viðburða, sem rifjaðir eru upp þessa daga, þá fer varla hjá því, að hverjum eðlilega gerðum og mótuðum manni sé sjálfgert að nálgast minningar dymbilviku í kyrr- látri lotningu. Þótt menn standi sjálfir álengdar og finn- ist þeir ekki eiga að neinu marki persónulega, innri hlut- deild í þvi, sem kirkjan hug- leiðir og boðar þessa daga, get- ur þeim ekki gleymzt eða sézt yfir það, að hér er um helgi- dóm að ræða í hugum milljóna, fyrr og síðar, sem hefur hin dýpstu, viðkvæmustu og helg- ustu tök á kenndum þeirra og sálarlífi. Slíkt virðir hver maður, sem kann nokkra kurteisi gagnvart mannlegri sál. Minning þessara daga hefur höfðað til lotningar. Lotning krefst kyrrðar, skapar hljóð- leik, slær á ýfða röst vitundar- lífsins, stillir bina mörgu og marghljóma strengi hugans, svo að þar ómar allt í mjúku, djúpu samræmi og einn tónn hefur yfirhönd, skír, sterkur, upprunalegur og sannur. Þetta heitir andakt — útlent orð, en öllum íslendingum skiljanlegra en hver tilraun til þýðingar. Og þó þeim einum skiljanlegt, sem hafa einhverja reynslu fyr- ir þessum sérstæða hugblæ. Þeir, sem hafa aldrei lifað and- akt, hafa farið mikils á mis. Vikan fyrir páska hefur hlot- ið nafnið „kyrra vika“ vegna þess að mönnum bjó lotning í huga í óvenju ríkum mæli, andakt. Það mótaði mannlífið allt þessa daga. Enn er nokkuð eftir af þessu. Sumum mönnum virðist þykja of mikið eftir af því. Það hafa komið fram kvartanir undan því, livað bænadagarnir séu kyrrlátir, allt of þungir á svip- inn, of lítið um skemmtanir. Hið venjubundna, erilsama, glaummikla mannlíf þykir fær- ast langt um of úr þeim hami, sem það má blessunarlega ó- átalið hafa yfir sér í öllum sín- um gangi og ógangi aðrar vik- ur og daga ársins. Eru þessar kvartanir á rök- um reistar? Er tjón að þcssari tilbreytingu, þessari einu til- breytni til öfugrar áttar við hio venjulega, þessari tilraun til þess að slá kyrrleik á ólgu- mikið og hvítfyssandi mannlíf nútímans? Tók nokkur eftir því, sem einn kunnasti sálfræðingur og uppeldisfræðingur landsins, dr. Broddi Jóhannesson sagði í samtalsþætti í útvarpinu í vet- ur? Honum fórust orð á þessa leið: „Engin frumþörf manns- ins er eins vanrækt nú á tím- um og þörfin fyrir lotningu og helgi.“ Sú friðun helgra daga, sem kirkjan hefur stefnt að, hefur verið líkamleg og andleg heilsu- gjöf. Þörfin fyrir lotningu og' helgi er vissulega ein djúp- rættasta frumþörf mannsins. Nútímamaðurinn bælir þessa þörf og vanrækir hana, og tek- ur það út á sjálfum sér í eyrð- arleysi, taugaveiklun. Gerum helga daga dymbil- viku hljóða, kyrrláta, stillta hátíðisdaga. Gerum þá bæna- daga. Það væri meiri greiði við okkur sjálfa en okkur er e. t. v.. fullljóst. □RFA KVEÐJUDRÐ: Ludvig Arne Einarsson, watáiarani eistari- F. 29.5 1B92. — D. ZD.3. 1959. Mér brá mikið, er ég frétti lát þitt um morguninn þ. 20. marz s.l. Kvöldið áður varstu hress og glaður, um morguninn lástu liðdð lík á heimili þínu. ■ Þú varst horfinn á braut. I Þú varst dálítið einmana síð- ‘ ustu árin, einkum eftir lát I þinnar kæru systur, er áður hélt heimili fyrir þig. Þú ert sá síðasti úr systkinahópnum, sem hverfur héðan, og átt því vinum að fagna hinumegin. En þú átt líka kærleiksríkan huga fjölda fólks hérna megin, sem fylgir þér út yfir gröf og dauða, sonar þíns ágæts og konu hans, sonarbarna þinna og annara Listsýp.inij á Bsafir&i, Frá fréttaritara Vísis. Isafirði í gær. Listamaðurinn Guðmundur Einarsson frá Miðdal opnar sýn ingu á. málverkum og Iistmun- um í Skátaheimilinu á Isafirði n. k. miðvikudag. Sýningin verður opin til ann- ars dags páska. ísfirðingum er það mikill á- nægjuauki að fá með sýningu þessari tækifæri til að kynnast list Guðmundar. Aaisl iirbœjarliíó: Ungfrú Pigalle. Austurbæjarbíó byrjar á ann- an í páskum Sýningar á frönsku kvikmyndinni „Ungfrú Pigalle“ (Mademoiselle Pigalle), en þetta er kvikmynd í litum, sem þokkadísin BRIGITTE BAR- OT fer með aðalhlutverkið í. Myndin er frá VADIM. — Létt- leiki, fjör og fyndni einkennir þessar kvikmyndir sem fransk- ar kvikmyndir af þessu tagi. Um leikkonuna þarf ekki að fjölyrða, hún er kvikmynda- vinum- svo kunn orðin, hér sem annars staðar. — Þess skal ao- eins getið, að hér leikur hún brellna stúlku, sem að lokum fær þann, sem hún elskar. Johan Rönning h.í. Raflagnir og viðgerðir < öllum heimilistækjum. — Fljót og vönduð vinna. Sími 14320. Johan RÖnning h.f. ættingja, fjölskyldu minnar og. mín, og fjölda annara, sem minnast þín með gleði og þakk- læti vegna þess, að þú vildir gleðja þá og vera þeim góður. Þú varst enginn aukvisi, Ludvig vinur, gott að eiga vel- vild þína, vont að hafa þykkju þína — stórbrotinn, heill, sann- ur vinur vina þinna, atorku- samur, unnandi fagurra lista, sem heimili þitt ber gleggstan vottinn, sjálfur listamaður. Öll- um, sem líkir þér eru, hlýtur að vera borgið með sálu sína. Það verður tómlegt að sjá aldrei framar bílinn þinn stanza fyrir utan húsdyr okkar, heyra ekki framar fótatak þitt upp stigaganginn. Þín er mikið saknað, góði vinur. Kærast kvaddur af okkur öllum. Asbjörn Stefánsson. Strætisvagnaferðrr um páskana. Strætisvagnar Reykjavíkur aka um páskahátíðina sem hér segir: Á skírdag verður ekið frá kl. 9 til kl. 24. Föstudaginn langa- frá kl. 14 til kl. 24. Laugardag fyrir páska verð- ur hinsvegar ekið frá kl. 7— 17,30 á öllum leiðum. Eftir kl. 17,30 verður aðeins ekið á eftirtöldum leiðum til kl. 24; Leið 1 Njálsg.—Gunnars- braut á heilum og hálfum tma. Leið 1 Sólvellir 15 mín. fyrir og yfir heilan tíma. Leið 2 Seltjarnarnes 2 mín. yfir hvern hálfan tíma. Leið 5 Skerjafjörður á heila tímanum. Leið 6 Rafstöð á heila tíman- um með viðkomu í Blesugróf í bakleið. Leið 9 Háteigsv.—Hlíðar- hverfi, óbreyttur tími. Leið 13 Hraðferð — Kleppur,. óbreyttur tími. Leið 15 Hraðferð — Vogar, óþreyttur tími. Lcið 17 Hraðferð — Aust,— Vest., óbreyttur tími. Leið 18 Hraðferð — E.ústaða- hverfi, óbreyttur tími. Leið 12 — Lækjarbotnar, síðasta ferð kl. 21,15. á páska- dag hefst austur kl. 14 og lýk- ur kl. 1 eftir miðnætti. Annan páskadag hefst akstur kl. 9 og; lýkur kl. 24.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.