Vísir - 28.08.1959, Síða 1
12
síður
y
12
síður
49. ár.
Föstudaginn 28. ágúst 1959
187. tbl.
Eisenhower í London:
Beztu mottökur sem nokkur
gestur hefur fengið þar.
500.000 manns fögnuðu forsetanum við
komuna — hann ræddi við drottningu
í morgun.
Eisenhower forseti kom til
Lundúna í gærkvöldi, flugleiðis
-frá Bonns eftir viðræður sínar
við Dr. Adenauer. MacMillan
forsœtisráðherra tók á móti
lionum á flugvellinum, en á leið
sinni inn i borgina hlaut Eisen-
hower þœr beztu móttökur, sem
nokkur erlendur valdamaður
hefur hlotið í Bretlandi, fyrr
cg síðar.
MacMillan hélt stutta ræðu,
cr forsetinn steig úr farkosti
sínum. Sagði hann m.a. að Bret-
ar bæru nú sama traust til Eis-
enhowers, sem forystumanns
einnar af stærstu þjóðum heims
<og þeir hefðu gert á stríðsár-
uum, er þeir hefðu trúað hon-
um fyrir yfirherstjórn hluta
hinna brezku herja.
Forsetinn svarað,i og sagði
m. a., að það væri óþarfi fyrir
sig að taka það sérstaklega
fram, að Bandaríkjamenn stæðu
.og myndu alltaf standa fast með
'Bretum í baráttunni fyrir friði
og frelsi.
Eisehower dvaldist í nótt í
bústað bandaríska sendiherrans,
og á leið sinni inn í borgina
í gær, — en hún er um 15
mílna löng, — ók hann fram
hjá að minnsta kosti hálfri
milljón manna, er safnazt hafði
saman til þess að fagna honum.
Segja fréttamenn, að sjaldan
eða aldrei hafi þeir verið vitni
að einlægari og falslausari mót-
tökum, og séu þær þær beztu,
sem nokkur erlendur gestur hafi
fengið í Bretlandi.
í morgun lagði Eisenhower
af stað í Comet-flugvél, frá
Lundúna-flugvelli, áleiðis til
fundar \ ið Elizabetu drottn-
ingu. Mun flugvélin bíða for-
setans á flugvelli skammt frá
Aberdeen, meðan hann fer í
heimsókn til Balmoral-kastala,
sveitarseturs drottningar, sem
er um 50 mílur frá flugvellin-
um.
í dag heldur hann svo áftur
til Lundúna, og hefjast þá við-
ræður þeirra MacMillans. Hef-
ur brezki forsætisráðherrann
lýst því yfir, að hann telji hin-
ar væntanlegu viðræður mjög
mikilvægar. Verður hluta þeirra
viðræðna sjónvarpað um Bret-
landseyjar.
Fréttin um viðtökur þær, sem
Eisenhower fékk í gær í Lond-
on, hefur vakið athygli og fögn-
|uð manna vestan hafs.
Laas:
Loftbrú verður opnuð frá
Filippseyjum og Japan.
Hammarskjöld segist enga beiðni hafa fengió
um að senda eftirlitsmann til Laos.
Það hefur nú opinberlega
verið tilkynnt, í framhaldi af
filkynningu Bandaríkjamanna
um að þeir muni senda aðstoð
til Laos, að opnuð verði loftbrú
þangað með létt vopn og vistir.
Þessi ákvörðun bandarísku
-■stjórnarinnar var kunngerð
.síðla í gær. Munu verða send
matvæli, vopn, viðleguútbún-
aður hermanna og annað er að
hernaði lýtur, til Vientine. —
Undanfarna daga hafa bardag-
-ar geisað í næsta nágrenni
norður af borginni.
Ákveðið hefur verið, að fyrst
um sinn fari flutningarnir fram
:með bandarískum flutninga-
rflugvélum, sem hafa bæki-
rstöðvar á Filippseyjum. Síðar
meir er sennilegt að einnig
verði send vopn og vistir frá
Japan.
I Hammarskjöld, framkvæmd-
| arstjóri SÞ. hefur sagt í viðtali
1 að engin beiðni hafi borizt frá
j stjórn Laos, þess efnis að SÞ.
' sendi eftirlitsmann til landsins.
Sjálfur kvaðst Hammarskjöld
ekki geta sent eftirlitsmann til
' landsins upp á sitt eindæmi,
til þess þyrfti ákvörðun ör-
yggisráðs SÞ.
Litlar fregnir hafa borizt um
bardaga undanfarinn sólar-
hring, en fullvíst mun þó talið,
að skæruherhaður sé enn hafð-
ur í frammi víða í héruðunum
norðan Vientine.
Sólskin og blíða á
síldarmiðum eystra
Voru byrjaðir að kasta í morgun.
— Flugvélin sá vaðandi síld.
j Tvö umslög
I á sekúndu.
Frá fréttaritara Vísis.
Raufarhöfn í morgun.
Það er sannarlega ekki heim-
ferðarhugur í skipstjórwnum,
sem enn eru eftir fyrir austan.
Þar hefur verið indœlasta sum-
arblíða dag eftir dag og táls-
verð veiði. Flugvélin var að fara
upp kl. 8, og sá hún þá strax
vaðandi síld út af Glettingi.
Þeir voru að byrja að kasta
í morgun, en gekk illa að eiga
Portugaíar auka
fiskikaup.
Frá fréttaritara Vísis. —
Osló í ágúst.
Norðmenn líta björtum aug-
um á framtíðarhorfur með út-
flutning á saltfiski til Portú-
gals.
Portúgalar kaupa meiri fisk
af þeim í ár vegna þess að
þeirra eigin fiskframleiðsla er
minni en í fyrra.
Nú er búið að flytja út til
Portúgals 3413 lestir af salt-
fiski en það er helmingi meira
magn en selt var þangað í
fyrra.
Grindadráp i Færeyjum:
1500 hvalir á hálfu
árí.
Frá fréttaritara Vísis.
Þórshöfn í Færeyjum.
Nálega 1500 grindahvalir
hafa verið drepnir hér á fjörð-
um og sundum við eyjarnar á
fyrra helmingi þessa árs.
Það var í byggðinni Miðvági
í Vági, sem bezt veiddist, en
þar var nýverið ráðið niðurlög-
um 108 hvala eftir margra
klukkustunda æðislegan eltiiig-
arleik inn um hinn strautn-
þúnga Skoþenfjörð og harða
viðureign. nfövxr .
við síldina. Hún vildi ekki tolla
uppi, en þarna er síld. Það var
sæmileg veiði hjá þeim í gær-
kveldi. Víðir II. fékk 650 mál,
Guðbjörg frá Sandgerði 750,
Heiðrún fékk gott kast, Hrafn!
Sveinbjarnarson fékk 400 mál,
Guðmundur Þórðarson RE 150,
Gylfi II. 200, Rafnkell fékk í
fyrrakvöld og í gær 550 mál,1
og daginn áður hafði hann feng-'
ið 600 mál. (Síldin fer ekki1
fram hjá Rafnkelsstaðabóndan-
um).
Svanur RE fékk 300 mál í
þremur köstum í gærmorgun
og fékk svo stórt kast í gær-
kveldi, og fyllti sig.
Það er nokkuð erfitt að fylgj-
ast nákvæmlega með öllum
skipunum, því að mörg þeirra
fá síld án þess að tilkynna það.
Austfjarðabátarnir leita til
heimahafna, þótt þeir þurfi að
bíða þar eftir löndun, í stað
þess að koma hingað norður
og það er ekki alltaf, að þeir
tilkynni komu sína í talstöð-
inni.
Það eru allir á þeirri skoðun,
að veiðihorfur séu góðar fyrir
Austfjörðum, svo framarlega
sem veðrið haldist stillt, eins
og það hefur verið undanfarið.
Þessi mynd var tekin rétt
fyrir sjö í Lækjargötu, þeg-
ar biðröðin út fyrir af-
greiðslu Flugfélags íslands
náði næstum alla leið norð-
ur í Austurstræti, eins og
myndin ber með sér. Menn
ætluðu að kaupa umslög
Flugmálafélagsins vegna 40
ára afmælis flugsins hér á
landi á fimmtudaginn. Kapp-
ið var svo milcið í mönnum,
að nær helmingur upplags-
ins, sem er 15.000, seldist á
klukkustund — eða tvö um-
slög á sekúndu hverri. Það
litla, sem eftir er af umslög-
um, verður selt á sama stað
í kvöld kl. 7—9
Nælan er með 400
demöntum.
Alexandra prinsessa, dóttir
hertogafrúarinnar af Kent, er
um þessar mundir í Astralíu.
Er hún þar sem fulltrúi fjöl-
skyldu drottningarinnar, send
til að sýna sig landslýð
þar syðra. Þegar hún kom til
Canberra, höfuðborgar Ástra-
líu, var henni gefin næla með
400 demöntum auk fleiri
steina, svo sem rbnía.
Glæpum fjölgar mjög í London.
Hafa aukizt um fjórðung frá 1954.
Afbrotum hefur farið fjölg-
andi í London í fjögur ár í röð,
að því er segir í skýrslu lögregl-
unnar.
Á síðasta ári var lögreglunni
tilkynnt um næstum 152 þús-
und alvarleg afbrot, og eru þau
25 þús. fleiri en árið áður, og
næstum tvöfalt meira en á ár-
inu 1954, en þá var lægð á þessu
sviði, 'eftir að glæpum hafði
fjölgað mjög í lok stríðsins, þeg-
, ar hermenn voru látir lausir úr
herþjónustu og undu lítt kyrr-
setunum í upphafi.
Lundúnalögreglan kvartar
mjög undan því, að hún hafi of
lítið fé til að geta starfað al-
mennilega. Nú koma um 258
mál á hvern leynilögreglumann
hjá Scotlad Yard á ári, en voru
aðeins 205 fyrir nokkrum árum.
Afbrotaaukningin er. mest hjá
ungum mönnum, 14—20 ára,
því að hún hefur verið um 25 %
síðustu árin. -