Vísir - 16.10.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 16.10.1959, Blaðsíða 4
1 TlSIR Föstudagipn 16. október 1959! Friðrik ööruggastur allra, en vinsælastur erl. keppenda - sem „Hetjan frá Portoroz“. F ^Zagreb, 7. oTcíóber.J Þegar þétta er ritaS, er fyrir, nokkru lokið þeim helmingi Á-j skorendamótsins, sem fram fór í Bled. Við samanburð fyrstu tveggja fjórðunga mótsins kemur í ljós, að árangur einstakra keppenda í öðrum fjórðungi hefur lítið breyzt frá hinum fyrra. Óviða munar meiru en hálfum vinn- ingi, og röð keppenda hefur lít- ið raskazt. Fyrsti fjórðungur. V. J. T. 1.—3. Keres '4 1 2 4VZ 1—3. Tal 4 12 41/2 1.—3. Petrosjan 3 3 1 4 V2 4. Gligoric 2 3 2 3% 5.-7. Smýsloff 14 2 3 5.—7. Fischer 2 2 3 3 5.-7. Benkö 14 2 3 8. Friðrik 12 4 2 Annar fjórðungur. V. J. T. | 1. Keres 4 3 0 5% l 2. Tal 4 2 15 3. Gligoric 2 5 0 4% 4. Petrösjan 2 4 14 5. Smýsloff 14 2 3 6. Fischer 2 4 1 2% 7. Benkö 2 0 5 2 8. Friðik 1 1 5 IV2 Keres og Tal hafa aftur unn- ið meira en helming tefldrá skáka, en tapað færri, og virð- ast því ætla að einoka efstu sætin. Gligoric hefur, ásamt Keres, sloppið taplaus, hafa þeir báðir sótt sig um vinning, og Gligoric hækkað um sæti. Petrosjan hefur fallið, Smýs- loff sýnt sama „lítillætið“ og áður, Fischer dalað, og Benkö og Friðrik eru að heltast úr lestinni. Fyrri helmingur. V. J. T. 1. Keres 8 4 2 10 2. Tal 8 3 3 9% 3. Petrosjan 5 7 2 8% 4. Gligoric 4 8 2 8 5. Smýsloff 2 8 4 6 6. Fischer 4 3 7 5V2 7. Benkö 3 4 7 5 8. Friðrik 2 3 9 3V2 Keres tefldi að flestra dómi bezt allra í Bled. Góður undir- búningur, sterkur sigurvilji, og hönd hins þrautreynda meist- ara, áttu hér hlut að verki. — Skákmenn um allan heim gleðj- ast yfir þessum árangri Keres- ar og óska honum góðs gengis í Zagreb og Belgrad. Tal tefldi manna glæsilegast. Frábært hugmyndaflug, hraði og dirfska einkenndu tafl- mennsku hans og minntu á Mórphý og Aljekin. Þegar Tal hefur náð sínum fulla þroska í skákinni, á hann á hættu að finna hvergi verðugan andstæð- jng. Petrosjan tefldi manna var- legast. Árangurinn varð þó ekki eins góður og oft áður. Var hann bæði yfirunninn af Frið- riki og óheppinn á móti Gli- goric. Tvö töp á einum degi er áfall, sem Petrosjan á erfitt með að rísa undir. Er hann ó- .vanur að tapa skák. Gligoric var heppnastur allra, ef það telst heppni að bjarga sér úr töpuðum skákum og vinna sumar þeirra. Ef til vill ætti heldur að segja, að hann hafi verið seigastur allra. Þessi heppni eða seigla kom bezt fram í skákunum við Smýsloff. Smýsloff var aðeins sem skuggi af sjálfum sér, en slíkt eykur einmitt á gildi móta, þeg- ar frægasti kappinn er lakur miðlungur. Smýsloff hefur út- hald manna bezt, og finni hann sjálfan sig, getur hann ennþá náð þriðja sæti. Fischer er óreyndastur kepp- enda, og mun það stundum hafa orðið honum að fótakefli, en vissar stöður teflir hann af mik- illi snilld. Fischer tók fjrrstu töpin nokkuð nærri sér, en mun nú kominn yfir slíkt. Af bjart- sýni æskunnar ákvað hann við brottför frá Bled, að reyna að ná sex vinningum úr sjö skák- um í Zagreb og efsta sætinu í Belgrad. Benkö sýndi svipminnstan skákstíl og naut því minni vin- sælda en aðrir í Bled, Hann er þó vaxandi skákmaður, sem verður harður í horn að taka, þegar hann nær meiri hraða og tímasparnaði. Friðrik var óöruggastur allra, eins og vænta mátti, eftir það, sem hann hafði áður sýnt á ár- inu. Oft náði hann góðum stöð- um, en vannst ekki tími til að vinna úr þeim. „Hetjan frá Port- orós“ virðist þó njóta mestra vinsældra allra erlendu kepp- endanna hér, ef dæma má áf fjölda aðdáendabréfa og öðr- um merkjum. Þegar bréf þetta er póstlagt, hafa þegar verið tefldar fyrstu umferðirnar í Zagreb, og hafa enn gerzt þau tíðindi, að Tal hefur hlaupizt á undan keppi- nautunum með stærsta hlutinn, og Petrosjan misst móðinn, eft- ir nýjan ósigur gegn íslendingn- um. Hér kemur svo skák, sem tefld var í fyrstu umferðinni í Zagreb. Er það kappinn Keres, sem enn lýtur í lægra haldi fyrir undrabarninu, og missir þar með forustuna í mótinu að hálu í hendur Tals, sem á sama tíma bjargar sér úr tapstöðu á rnóti Smýsloff. Hafi ósigur Ker- esar fjTir Bobbý í fyrstu um- ferð í Bled kemið á óvart, þá varð undrunin enn meiri að þessu sinni, því Keres hafði veitt drengnum rækilega hegn- ingu í áttundu umferðinni í Bled. Til þessa eru þó úrslit skáka þeirra í mótinu alveg rök- rétt, ef viðhöfð er kennisetn- ingin: Hvítur leikur — og tap- ar! Hvítt: Keres. Svart: Fischer. 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bf4. Þessi leikur, ásamt leiknum c3 síðarmeir, hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá Keres. 3- — Bg7 4. c5 5. c3 cxd4 6. cxd4 d5 Venjulega er hér leikið 6. •— d6 6. — 0-0. Leikur Fischers, sem býður upp á peðsfórn, er ef til vill hinn bezti í stöðunni. 7. Bxb8 Það er naumast gott að taka peðið. Hvítur tapar of miklum tíma, en eftir 7. e3 Rc6, stæði Rc6 betur heldur en Rd2. 7. — Hxb8 8. Da4t — Bd7 9. Dxa7 Re4 Svartur stefnir að því að opna taflið áður en hvítur fær tök á að hróka. 10. e3 Rxd2 11. Rxd2 e5! 12. Rb3 0-0 13. Dc5 Eftir 13. Be2 væri 13. — Dg5 mjög sterkt. 13. — Hc8! Enn einn svartur maður skerst í leikinn. Hvítur getur ekki leikið 14. Dxd5 vegna 14. — De7, með mjög sterkri sókn. 14. Db4 He8 15. Be2 exd4. Eftir þennan leik virðist hvítur geta varizt. Hættulegra fyrir hann var 14. — Dh4. 16. Rxd4 Dh4 17. Dxb7 Hvítur hirðir ,,allt“, og ætti hon um ekki að verða meint af, svarta sóknin nær ekki í gegn. 17. — Bxd4 18. Dxd7 Bxb 2 19. Hdl Bc3 20. Kfl d4 21.-exd4 De4 22. Dg4 Ekki 22. Bd3, sök- um 22. — Delt og mátar. 22. — Dc2 23. g3 24. Bd5? MjÖg ljótur afleikur, sem kost- ar heilan mann. Rétt var 24. Bf3, og ætti hvítur þá að halda jöfnu. 24. — Dd5 25. Bxe8 Dxhlt 26. Ke2 Hxe8t 27. Kd3 Bel — og Keres gafst upp. Freysteinn. Lýðveldistoi’gið í Zagreb. Hún kom Peter T ownsend til h jálpar ... á erfiðuaTB tsana á ævi hasis. nýrri fjölskyldu. Hann var sann arlega örvæntandi, en hann kom hingað mjög oft, og faðir minn og móðir mín, og allir á heimilinu sýndu honum ein- lægni og vinsemd, og hann virt- Fyrir nokkrum dögum var sagt frá því, að Pétur Townsend . og belgíská stúlkan Marie-Luce Jamagne hefðu opinberað trú- lofun sína. Nú hefur Marie-Luce „sagt söguna“ um kynni þeirra. Brezkur fréttaritari símar blaði sínu frá Antwerpen: Marie-Luce Jamagne, tvítug stúlka, sagði mér og öðrum fréttamönnum frá því í kvöld, hvernig fjölskylda hennar kom Pétri Townsend til hjálpar, er hann var mjög bugaður eftir að útséð var um það að lokum, að þau fengju að éigast, hann og Margrét prinsessa: „Við kynnt- umst, er við vorum úti að ríða nálægt Antwerpen. Eg var þá 14 ára og smátt og smátt urðum við vinir. Er nokkur tími var liðinn bauð ég Pétri heim til þess að kynnást fjölskyldu minni — það var fyrir fjórum árum. Hér komst hann í nýtt umhverfi —kynntist nýju fólki, ist þegar kunna að vel að meta þá vinsemd og hlýju, sem hannl mætti hér. Ást okkar þróaðistá og fyrir þremur mánuðum ái kváðum við að giftast.“ Þegar Marie-Luce, dóttir belgísks vindlaframleiðanda, sagði þetta, var hún stödd á grasflöt í garðinum við hús föð- ur síns, og Pétur Townsend höfuðsmaður, 44 ára, stóð við hlið hennar. Húsið heitir Clair Bois og er í Brasschaat nálægt Antwerpen. Marie-Luce bar trú- lofunarhring með stórum dem- anti á hægri hönd. Pétur þrýsti oft hönd hennar meðan hún tal- aði og leit hana ástaraugum. Þau voru nýkomin í Jagúar- bifreið hans frá Antwerpen, með Marie-Luce við stýrið, eftir að hafa farið í bíó og séð Mari- lyn Monroe í „Some like it het.,s Brúðkaupsdagur. „Brúðkaupsdagurinn hefur ekki verið ákveðinn,“ sagði Pét- ur Townsend, „en hann gæti vel orðið eftir þrjá mánuði.“ „Og hvar?“ „Það er „viðkvæmt atriði“ •—• ég held, að við segjum ekkert um það. Eðlilega viljum við, að allt fari fram í kyrrþei.11 „Nokkrir erfiðleikar trúar- legs eðlis?“ „Það er ekkert því til fyrir- stöðu, að ég sæki messu og biðj- ist fyrir í kaþólskri kirkju, eins og ég hefi gert í kirkjum ensku kirkjunnar og Hindúa- og Budd- hamusterum á Indlandi. Það er einn Guð fyrir okkur öll.“ Og Pétur Townsend bætti við: „Ef við getum ekki fengið samþykki kaþólsku kirkjunnar mundi það ekki hindra okkur í að giftast. Vitanlega ekki. Það yrði þá að vera borgaraleg vígsla.“ (Townsend og kona hans skildu á sínum tíma og því gæti svo farið, að kaþólska kirkjan neitaði um kirkjulega vfgslu). „Og framtíðarfyrirætlanir?“ „Við gerum okkur vonir unt mikla hamingju. Við eigum margt sameiginlegt, líkan smekk, áhugamál.“ 1 Hnattferð — 1 ferðafélagi. Marie Luce var með honurní á hnattferðalagi hans og hjálp* aði honum við kvikmynd hans. Hann kveðst nú hafa byrjað undirbúningsstarf að landkönn- unar- og ferðamyndum. Meðal þeirra verða myndir um flökku fólk og Aztec-minjar í Suður- Ameríku. Það mun verða rniss- eris eða 8 mánaða starf við undirbúninginn, sagðist Town- send verða önnum kafinn við hann og myndu þau búa nálægt París a. m. k. þennan tíma. Hið liðna. En Townsend vildi engu: svara um atburði liðins tíma, en hann sagði þó: Meðan ég átti heima á Eng- landi fannst mér að ég væri ,,í litlum heimi“, en þó ekki að þrengt hefði verið að mér eða ég hrakinn út í horn, — fannst þó, að ég yrði að komast burt, „nú fyrir girðinguna.“ Þetta er ekki óalgengt fyrir Englend- inga, af því að þeir eiga heima. á eylandi. Annar maður. „Eg held, að ég sé allt annar Framh. á bls. 10. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.