Vísir - 23.10.1959, Blaðsíða 3

Vísir - 23.10.1959, Blaðsíða 3
Föstudaginn 23. október 1959 VlSIR Kaupfélögiii hirða ekki 11111 aitnara liag Þau lána ekkert til almenningsþarfa. fnnlánsdeHdirnar eru eínvör5ungu til fiár- festingar fyrir þau sjálf. Vísi barst fyrir nokkru bréf það, sem hér fer á eftir, frá mætum manni úti á landi. Kemur þar greinilega fram, hvernig kaupfélögin nota aðstöðu sína til að krækja sér í fé bænda til i'járfestingar fyrir sig — en hirða ekkert um alhliða framfarir í sveitunum. Bréfið hljóðar svo: „Hér er sparisjóður, eins og víðar og voru sparisjóðsinn- stæður þar um síðustu áramót rúml. kr. 10 milljónir. Innláns- deild kaupfélags héraðsins var á sama tíma um níu milljónir. Sparisjóðurinn notar sitt fé til ýmislegrar lánastarfsemi innan héraðs, sem yfirleitt vantar fé til og kemst ekki áfram nema með hjálp sparisjóðsins. Má þar nefna sjúkrahús, togbáta og smærri báta til atvinnuaukning- ar í kaupstaðnum, húsabygging- ar, landbúnaðarvélar bænda og rafvæðingu í sýslunni. Fleira kemur til, sem ég man ekki í svipinn, en sparisjóðinn skort- ir mjög fé sérstaklega til hús- bygginga í kaupstaðnum. Spari- sjóðurinn greiðir sömu innláns- vexti og Landsbankinn og get- ur ekki greitt hærri vexti með- al annars af því að útlánsvext- irnir eru líka sniðnir eftir Landsbankanum. Svo hefur sparisjóðurinn nærri öll tékka- viðskipti héraðsins og fylgir þeim mikil vinna. Kaupfélagið notar sína inn- lánsdeild. eingöngu fyrir sig til fjárfestingar og vöru- kaupa, en lánar ekkert út úr innlánsdeildinni. Til þess að ná sem mestu fé inn, borg- ar kaupfélagið %% hœrri innlánsvexti en sparisjóður- inn og auglýsir þetta ákaft. Samkvœmt Hagtíðindumfyr- ir júní sl. voru sparisjóðir ■ landsins í árslok 1957 420,6 millj.,en innlánsdeildir kaup- félaganna 164,8 milljónir. Hvort er meiri nauðsyn að setja fé í kaupfélögin með lægri vöxtum en önnur fyrirtæki fá, svo að þau geti með þeim hlunn- indum auk annara brotið niður einkaframtakiðð, eða í spari- sjóðina, sem stuðla að alhliða framförum í sínu héraði? Að minnsta kosti ætti að banna kaupfélögunum að borga hærri innlánsvexti en sparisjóðir gera í sama héraði. Þó mun það ekki alls staðar, sem kaupfélögin borga hærri vexti en sparisjóð- irnir. (Líklega af þvi að þar má kúga menn til að lána kaup- félögum fé án hærri vaxta.) Ég talaði nýlega við greindan Framsóknarmann, sem er ná- kunnugur kaupfélagsstarfsem- inni. Hann sagði þetta, en vildi ekki láta hafa það eftir sér: Kaupfélögin halda innlánsdeild- unum aðeins gegnum pólitík. Það er ekkert réttlæti í því, að þessi auðfélög hafi innláns- deildir og þar með auðfengnara ódýrt lánsfé en aðrir atvinnu- rekendur. Innlánsdeildarnar ættu ekki að vera til.“ Hér þarf í rauninni engu við að bæta, og skal það þó gert til skýringar fyrir þá, sem þekkja ekki eins og skyldi innsta eðli Framsóknarmanna. Með notkun sinni á fjármuu- um innlánsdeilda kaupfélag- anna, segja ráðamenn kaupfé laganna og fyrst og fremst þeir, sem sitja hér í Reykjavík og segja smærri spámönnunum fyr- ir verkum: Hvað varðar okkur um hag sveitanna í heild, e/ við getum komið því svo fyrir, að okkar fyrirtæki beri sig og blómgist! Framsóknarmenn segja nákvæmlega eins og Þór- oddur Guðmundsson, kommún- istinn alræmdi frá Siglufirði, er hikaði ekki við að láta uppi innstu skoðanir kommúnista: „Hvað varðar okkur um þjóð- arhag!“ Það er til dœmis íhugunarefni fyrir al- þýðu manna, hversu miklum hlut af fé inn- lánsdeilda kaupfélag- anna hefur til dœmis verið varið til að kosta róg og níðskrif um menn, sem lxafa ekki fallið fram og tilbeðið þá, er stjórna svika- braskinu á Keflavíkur- flugvelli — og fyrst ei og fremst Sjálfstœðis- menn. Enginn þarf að ætla, að all- ir, sem eiga fé í innlánsdeild- unum, hafi lagt það inn af fúsum vilja. Þrátt fyrir hærri vexti, hafa margir gert það nauðugir, af því að þeir ótt- ast vald kaupfélaganna og þeirra miskunnarlausu fanta, sem stjórna þeim víða. Sú saga er sögð úr afskekktri sveit austur á landi, þar sem menn geta aðeins verzlað við kaupfélag, er hefur líf þeirra svo að segja í hendi sér, að hœglœtis bóndi hafi sagt við kunningja sinn, þegar hann lieyrði um bylting una í Ungverjalandi: „Hver heldur þú nú að yrði fyrst gerður höfð- inu styttri hér,ef menn gerðu blóðuga bylt- ingu?“ Hinn svaraði hiklaust: „Ætli nokk- nur gœti keppt við hann------kaupfélags- stjóra í vinsœldunum!“ Því hefur oft verið haldið fram, að kaupfélögin væru arf- takar dönsku einokunarinnar. Þegar slíkar sögur berast af „vinsældum“ þeirra öðlings- manna, sem kaupfélögunum stjórna, verður það skiljan- lega, hvers vegna kaupfélaga- valdið er í þessu áliti. Menn ættu að brjóta af sér helsið á sunnudaginn og reka Framsóknarflokkinn út í yztu myrkur, þar sem hann á heima. Þjóðleikhúsið: Blóðbrullaup eftír Federico García Lorca. Þýðandi: Hannes Sigfúss. Leikstjóri: Gísli Halldórss. Þjóðleikhúsmu ber að þakka 1 þann myndarskap, að ráðast í1 að sýna nú eitt liið mesta snilld- ar leikrit, sem heimurinn hefur eignazt á þessarri öld, „Blóð- brullaup“ eftir Frederico Gar- eía Lorca og það enda þótt deila megi um meðferð Þjóð- leikhússins, og tæplega við því að búast, að Ieikkraftar okkar valdi því að svo stöddu, að koma öllu til skila af leikriti þessu svo margt sem þeir hafa þó vel gert. Höfundurinn er fyrst og fremst Spánverji, nánar tiltekið sveitapiltur frá Andalúsíu, fæddur í Granada, verk hans bera þjóðerninu vitni, rætur hans stóðu þar alla hans of stuttu ævi. Heimurinn hefur um aldarfjórðungsskeið kynnzt list hans, og þó einkum leikrit- unum, enda þótt hann hlyti sína fyrstu frægð fyrir kvæðin. Harmleikirnir hans þrír, „Blóð- brullaup", „Yerma“ og „Hús Bernhörðu Alba“rísa um ókomn ar aldir sem tindar í sögu leik- bókmennta heimsins frá önd- verðu, enda þótt sú sé raunin, að í föðurlandi skáldsins hafi nú vaxið upp kynslóð, sem ekki þekkir þessa gimsteina spænskra bókmennta nema í hæsta lagi af afspurn. Er sú saga til þess, að þegar Lorca hafði rétt lokið við hið síðast- nefnda af ofantöldum leikritum gaus upp innanlandsstríð í land inu. Lorca haíði ekki gefið sig að stjórnmálum, en samt gerð- ist það, að fasistar þeir, sem brutust til valda, falangistarnir, tóku hann höndum, myrtu hann með svívirðilegum hætti, brenndu rit hans, og hafa síðan þeir hrifsuðu völdin bannað spænsku þjóðinni aðgang að verkum snjallasta og ástsælasta skáld Spánar á seinni öldum. Það er raunaleg staðreynd, hve fátt bókmennta hefur verið þýtt úr rómönskum málum á íslenzku. Þetta hefur komið þannig út m. a., að ýmsir hér úti hafa talið það einskonar hótfyndni, að fólki eins og Gabriela Mistral og Juan Ram- ón Jimenez skyldu veitt bók- menntaverðlaun Nóbels, „nú, ég hef aldrei séð neitt éftir þess ar manneskjur,“ sagði margur, úr því að ekkert var til á ís- lenzku af skáldskap þeirra. Og það er ekki vansalaust, að við skulum ekki eiga í íslenzkri þýð ingu skáldsögu þá, sem samin var af Spanverjanum Cervan- tes, „Don Quixote“, er m.a. hef ur verið talinn mesta skáldsaga í heimsbókmenntunum. En svo var Magnúsi Asgeirs- syni fyrir að þakka, að hann kynnti okkur fyrir mörpum ár- um brot af skáldskapLorca hina frægu vögguþulu úr „Blóð- brullaupi", dulmagnan skáld- skapur í unaðslegri þýðingu. Og nú sjáum við í fyrsta sinn spænskt leikbókmenntaverk á íslenzku leiksviði. „Blóðbrullaupið“ er ýmist einfalt sem þjóðsaga eða marg- slungið listaverk mikils og fjöl- hæfs skálds og leikhúsmanns, bæði samið í lausu máli og bundnu, ólgandi kveðskapur og sindrandi orðlist, myndrænn og ljóðrænn harmleikur, innblásin skáldsýn. Maður og kona og jörð, funheitar ástríður, tilhuga- líf, brúðkaup, ást í meinum, hefndir, dauði. Lorca er sagður hafa sótt efnið í leikritið í frétt í dagblaði, en geymt það í salti hjá sér árum saman, látið það og víðara gildi, vaxa og verða að þeim mikla harmleik, sem við nú þekkjum. Eins og áður segir, varð Lorca j frægur sem ljóðskáld, en hann hneigðist einnig að öðrum list- um, tónlist og myndlist, og bróðir hans, Fransisco García Lorca, er til frásagnar um það, að snemma hreifst hann af leik- húsum og leiklist. Hann segir svo frá í minningum frá bernsku þeirra bræðrá: „Eg minnist þess, að fyrsta leikfang- ið, sem Federico keypti fyrir peningana úr sparibauknum sínum, var dálítil líking af leik- húsi. Það fékkst í búð við Ka- þólsku Kóngagötu í Granada. Ekkert fylgdi þessu litla leik- húsi, svo að Federico bjó sér til sjálfur það sem með þurfti. Við vorum heldur ekki háir í loft- inu, þegar foreldrar okkar fóru að fara með okkur í leikhús, og það varð brátt eftirlætisskemmt un 'okkar, einu sinni stungum við hreinlega af frá þeim sem áttu að gæta okkar og flýttum okkur skemmstu leið í leikhús- ið. Auk brúðuleiks hafði Federi- co sérlega gaman að því að fá vimiustúlkurnar heima til að klæða sig í kjólá af mömmu og Isabellu frænku, og ekki var | hann síður hrifinn af allskyns dulargervum og grímum. Hann j drakk í sig allt, sem laut að leikhúsi, svo að það var engin I furða, þó að eitthvað myndi eftir hann liggja á því sviði.“ Það var sem sé ekki aðeins, svo sem sumir vilja halda, að Lorca veldi sér leiksviðið ein- ungis til að koma skáldskap sín- j um á framfæri. Hann bæði orti , fyrir það og með því, og liggur við að ætla, að hann hafi haft ekki lítil áhrif á ýmsa hina fræg ustu leikhús og kvikmyndam., þjóðlegur og hámenntaður í j leikhúslist sinni. Um það ber j „Blóðbrullaup“ vitni, þótt ekki lægi annað eftir hann. | Það lætur að líkum, að þeir sem gefa sig-við því að færa (leikrit hans á svið, þurfa að vera kunnugir menningu og sið- um á Spáni, geta sett sig inn i „andrúmsloftið" þar til þess að gefa trúverðuga túlkun á leik- ritum hans. Það er ein hliðin. En vitaskuld þarf meira tih „gáfur sem eru gull“, innsæi, nærna sál, logandi geð. Nú er spurningin: Hefur Þjóð (leikhúsinu tekizt að gefa þessu rnikla listaverki þann búning og túlkun, sem hæfir? Því er I fljótsvarað, að nokkuð skortir ^ á, að svo sé, og þó ekki verra en ógert. Það er ekki spánskt I „andrúmsloft“ á sviðinu. Um ^ leikstjóra og leikara virðist helzt mega ætla, að hjá þeim gæti einhvers misskilnings á leikritinu. Snilldarþýðing Magn ^ úsar Asgeirssonar á vögguþul- unnj og þýðing Hanncsar Sig- : fússonar, sem í höfuðatriðum er sígild íslénzka og góður skáld skapur, fer talsvert mikið for- . görðum hjá leikhúsgestum [vegna óskýrrar framsagnar, og er það mikill skaði, sem segir sig sjálft og er ankannalegt, þar sem talsverður hluti leik- ritsins er í bundnu máli, en von Framh. á bls. 10. Arndís Björnsdóttir og Valur Gústavsson í hlutverkum mæðginanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.