Vísir - 23.10.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 23.10.1959, Blaðsíða 1
12 síður V 12 síður 49. ár. Föstudaginn 23. október 1959 232. tbl. Veik ríkisstjórn býiiur öngþveitinu heim. Þess vegna er nú lífsskil- yrði fyrir þjóðina að fá sterka ríkisstjórn, sem getur komið atvinnu og fjármálum á fastan og heilbrigðan grundvöll. Flóðbylgju dýrtíðarinnar er haldiði skefjum um stund arsakir. Varnargarðurinn er veikbyggður og stendur til bráðabirgða. Hið minnsta víxlspor getur opnað flóð- gáttirnar og fært í kaf allt atvinnu- og fjárhagskerfi landsins. Þjóðin á ekki margra kosta völ. Annað hvort er nú að stöðva verðbólguna eins og allar aðrar þjóðir Evrópu hafa nú gert, eða láta allt fara úr böndunum — sem þýðir aímennt öngþveiti, skort og neyð. VEIK RÍKISSTJÓRN BÝÐUR ÖNGÞVEITINU HEIM. SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKURIN N ER EINI FLOKKURINN, SEM HEF- IR MÖGULEIKA TIL AÐ FA MEIRIHLUTA í KOSN- INGUNUM OG STOFNA STERKA RÍKISSTJÓRN. Með því að veita Sjálf- stæðisflokknum öfhigt fylgt getur þjóðin byggt öryggan varnargarð gegn verðbólgu og upplausn — og tryggt sér góð og lífvænleg kjör. Vantar 10 km. á Vestfjariaveg. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í gœr. Bílddælinga vantar 10 kíló- metra vegarspotta til þess' að komast á nýja Vestfjarðaveginn og ná sambandi við norðurhluta Vestfjarða. Er þeim mikið á- [hugamál að koma þessu í fram- kvæmd sem fyrst. .Myndarleg- ast hefði verið að vegarkafli þessi hefði verið gerður i haust. Þar sem það varð ekki, vænta Bilddælingar að hann verði gerður strax á næsta. vorj. — Arn. Lagt að Frökkum að íaílast á fund æðstu manna. Vilræíur í Psls. — Eisenltower viíl skjólan fund vesfyænna ieiótoga. Ottazt er, að vb. IViaí hafi hvolft. Lína bátsíns hefír fundizt auk stampa og svefnpoka. Menn hallast að þeirri skoð- «#, að vb. Maí frá Húsavík hafi hvoift í fyrradag, en hó eru mnn ekki úrkula vonar um, að mennirnir tveir af honum kxmni að vera á gúmmí björg- unarbáti, sem þeir höfðu með- ferðis. Átta bátar leituðu að Maí í gær, auk flugvélar af Kefla- víkurflugvelli, og fundu þeir lóðastampa og svefnpoka á þeim slóðum, þar sem báturinn hafði lagt línu sína. Þeir fundu einnig línuna, 20 stokka, en þegar síðast var haft samband við bátinn, áttu þeir félagar á honum eftir ódregna 24 stokka. Virðist því óhappið hafa komið fyrir skömmu síðar, en veðurhæð var um þessar mundir 7 vindstig. Ef mennirnir hafa komizt í gúmbátinn, hefir þá rekið til hafs, því að vindur var suðlæg- ur. Til vonar og vara hefir ver- ið gengið á fjörur, en það hefir enga árangur borið. Henry Fálfdánsson sagði í morgun, að búið væri að leita um allt svæðið þar sem líkur væru til að eitthvað fyndist af bátnum eða úr honum. Flug- vélin leitaði við beztu skilyrði í gær. Var gott skyggni og stilltur sjór. Talið er, að bátn- um muni hafa hvolft og að mennirnir hafi ekki haft tíma til að losa hylkið með gúm- bátnum, sem líklega hafi verið geymt á þaki stýrishússins. Heita vatnið að brjótast upp í morgun var farið að rjúka úr djúpu borholunni við Nóa- tún og er það fyrsti vottur um árangur af hinni miklu borun, 2,20 metrar, Upp komu 3 lítrar á sekúntu af sjóðndi vatni, sagði Gunnar Böðvarsson verkfræðingur, en þetta á eftir að aukast. Það er búið að hreinsa sandinn úr botninum, en það er enn mylsna j í holunni og fæst ekki almenni- leg svörun fyrr en hún hefir hreinsast burtu. Svona djúpar holur eru lengi að svara, sagði Gunnar, og vonir standa til, að vatnsmagnið aukist að mun eftir nokkurn tíma. Hylkin með gúmbátum fljóta og hefði það átt að finnast, ef! það hefði verið losað frá bátn-j um. Stampar og annað sem fannst úr bátnum, var slcammt frá þeim stað, sem talið er að hann hafi sokkið. Aðrir hlutir,1 svo sem gúmbáturinn, hefðu þá | átt að vera á svipuðum slóðum,! því veðrið lægði svo til rétt ! eftir að báturinn mun hafa far-! i izt- j Eftir seinustu fregnum frá París að dæma virðist afstaða Frakka til fundahalda æðstu manna enn nœsta óljós, þrátt fyrir að De Gaulle hafi lagt til, að fundinum verði frestað. til nœsta vors. Sagt er, að ambassador Sov- étríkjanna hafi haldið áfram viðræðum við stjórnina — hann gekk fyrir nokkru á fund De Gaulle og hefur nú rætt við utanríkisráðherrann — og er sagt, að hann hafi ítrekað, að sovétstjórnin telji fund æðstu manna æskilegan hið fyrsta. — Einnig kunna viðræðurnar að vera tengdar því, að sagt er, að De Gaulle hafi boðið Krúsév til Frakklands. Eisenhower vill fund 'vestrœnna leiðtoga. Eisenhower gerði grein fyrir afstöðu sinni í gær á fundi með fréttamönnum. Hann kvaðst ekki hafa lagt fram neinar til- lögur um fund æðstu manna, en hann hefði gert öðrum vest- rænum leiðtogum kunnugt, að hann teldi fund þeirra til undir- búnings fundi með Krúsév for- sætisráðherra Sovétríkjanna, æskilegan, og að hann yrði hald- inn á þessu ári. Eftir ag vita ■—• Hann hefur þannig raunvéru- lega tekið afstöðu með Macmill- an, forsætisráðherra Bretlands, sem hefur markvisst unnið að fundi æðstu manná síðan hann fór til Moskvu, og er nú eftir að vita hver verður endanleg af- staða De Gaulle, sem alkunm ugt er um, að hann fer, ef ' því er að skipta, sínar eigin götur, hvað sem hver seg'ir. En svo er nú komið, að lítill vafi er á, að leiðtogar allra hinna Fjór^ veldanna eru á öndverðum meið við hann að því er varðar fund æðstu manna. Eftir talsmanni frönsku stjórnarinnar og þar með hans er sagt, að í rauninni ráði sá ferðinni, sem hægast fari. Á Engiandi var 9 barna móðir nýlega dæmd í þriggja niánaða fangelsi fyrir að svíkja út opinber- an styrk. Fénu varði hún í þágu barna sinna sem eru á aldrinum 10 mánaða til 15 ára. ViSl Tíiiiifiisi B'aniiMÍkn á itörfnm skattstj óran§? Tíminn hefur að undanförnu verið að heimta rannsókn á nið- urjöfnunarnefnd. Nú vita það kannske ekki allir, að megnið af störfum varðandi niðurjöfn- un útsvara í Reykjavík er ekki unnið af niðurjöfnunarnefnd, sem aðeins er opinber nefnd, er starfar lítinn hluta áári og held- :ur þá aðeins takmarkaðan fjölda funda. Hins vegar er það skatt- stofan í Reykjavík og hið geysi- f jölmenna starfslið hennar, sem öll undirbúningsverkin vinnur, yf irreilínar, endurskoðar og breytir framtölum, ef hún sér á-' stæðu íii, og leggur framtölin þannig undirbúin fyrir niður- jöfnunarnefndina. Það er því að langmexíu leyti komið undir stöiíum skattstofunnar, hvort framtölum manna cr breytt og útsvöi verða önnur, hærri eða lægri, en menn væntu. Það er kannske heldur engin tilviljun að Eystéihn Jónsson hefur gætt þess vendileg'a að ráða einungis Framsóknarmenn á skattstof- una og var m. a. síðasta emb- æítisvetík ha'hs að skipá Ragnarí Ólafsson — þann er sótti um útsvarslækkunina fyrir hann sjálfan — varaskattstjóra. Ef ætti að rannsaka störf nið- urjöfnunarnefndar, hlyti sú rannsókn að beinast fyrst og fremst að störfum skattstofunn- ar og yfirmanns hennar, skátt- stjórans, sem sjálfur sýnist ekki njóta neitt lakari útsvarskjara en aðrir, sem opinberlega hafa verið tiltíndir, en tekjuskattur hans er kr. 28.317, — en útsvar kr' 22.400,—. Siðasti kjósenda- fundurinn í kvöld. Síðasti kjósendafundur Sjálfstæðisfélaganna fyrir þess- ar kosningar verður haldinn í kvöld í Gamla Bíó. Fundurinn hefst kl. hálfníu, en þá leikur Lúðrasveit Reykjavíkur nokkur lög í upphafi fundar. Tíu efstu menn á lista Sjálfstæðisflokksins flytja ræður á fundinum, þau Bjarni Benediktsson, Auður Auðuns, Jóhann Hafstein, Gunnar Thoroddsen, Ragnhildur Helga- dóttir, Ólafur Björnsson, Pétur Sigurðsson, Birgir Kjaran, Davíð Ólafsson og Geir Hallgrímsson. Fundarstjóri verður Björn Ólafsson. Það mun óþarft að hvetja menn til að sækja fund þenn- an. Réttara er að ráðleggja fólki að koma snemma til að ná í sæti, !því vafalaust er að færri komast inn en vilja, — og ekki missir sá, er fyrstur fær. Frá fulltrúaráði Sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík ALLT SJÁLFSTÆÐISFÓLK er hvatt til starfa fyrir Sjálf-« stæðisflokkinn á kjördegi. SKRÁSETNING á sjálfboðaliðum fer fram i skrifsthfu flokks- ins í Sjálfstæðishúsinu dagléga kl. 9—12:00 1—9. Fólk er ámtnht atl láta skrá sig til stárfa sém fýrst. í :

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.