Vísir - 23.10.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 23.10.1959, Blaðsíða 10
10 Vf SIR 25 — Já, það er svo að sjá, en þó eg hefði eytt miklu meiri tima í þetta mundi eg aldrei hafa óskað heitar að giftast Caria en eg geri nú. Hún hefði vitanlega átt að kjósa sér einhvem, sem er henni samboðnari að yðar áliti, en ef þér þorið að trúa mér fyrir henni þá sver eg að eg skal gera hana hamingjusama. Roger horfði rannsakandi og vandræðalega á dóttur sína. — Er þetta alvara þí», Caria Hún kinkaði kolli. — Bláköld alvara, pabbi. — En.... þið þekkist ekki vitund! Roger þurfti tíma til að átta sig á þessu. Hann hafði alltaf vitað að sú stund mundi koma að hann yrði að sjá af dóttur sinni og gefa öðrum manni það dýrmætasta sem hann átti. Og ef hann hefði verið við þessu búinn núna, mundi hann hafa sýnt hve þakklátur hann var íyrir að Caria lenti ekki hjá einhverjum af „þessum delum“, sem hann var vanur að kalla. En þetta kom svo flatt upp á hann. Caria sagði rólega: — Pabbi, það eru margar vikur síðan eg varð ástfanginn af honum. Manstu daginn sem eg ætlaði til hans á læknastofuna, og kom heim aftur og sagði þér að hann gæti ekki þolað mig? Þig grunar ekki, pabbi, að strax þá var eg orðin ástfanginn.... Svo horfðust þau í augð. Hún færði sig til hans og tók höndunum um hálsinn á honum: — Láttu þér þykja vænt um þetta, pabbi. Eg er ekki nærri nógu góð handa honúm. En eg er svo hamingjusöm.... — Það er hún sem er alltof góð handa mér, sagði Ross. — Þér megið ekki halda að eg viti það ekki. Þeir horfðu lengi hvor á annair yfir höfuðið á stúlkunni sem þeir elskuðu báðir. Svo rétti Róger fram höndina. — Eg átta mig ekki á þessu ennþá, sagði hann. — En mér þykir vænt um að hún hefur valið yður. Eg held að hún hafi valið vel.... Þó ræðan væri ekki lengri en þetta fann Ross að hann hafði fongið lofsamleg ummæli. Svo sagði Caria að þeir yrðu að skála upp á þetta. Næsta klukkutímann leit hún oft á manninn, sem hún átti að eiga, og sendi honum ástarhót meö augunum.... En hún hélt sig nærri föður sínum, því að hún fann að nú hafði þriðji maður rofið þau innilegu tengsl, sem höfðu verið milli þeirra árum saman. Svo stóð Roger upp. — Eg þarf að skrifa nokkur bréf, sagði hann. — Ætlið þér að borða með okkur, Ross? — Þökk fyrir, það vil eg gjarnan. En fyrst verð eg að fara í Harley Street, og eg er hræddur um að eg verði að fara í sjúkra- vitjun eftir miðdegisverð, svaraði Ross. Róger leit glettnislega til dóttur sinnar. — Þú færð engan einkarétt á honum, skilurðu. — Eg veit það. Eg'sætti mig við það frá byrjun. En hann skal ekki fá að drepa sig á of mikilli vinnu, sagði hún. Faðir hennar hló. — Nei, þú hefur nokkurn rétt til að afstýra því, væna mín. En þú veist að þegar þú giftist lækni, þá tilheyrir aðeins brot af honum þér, ef hann er eins og' læknar eiga að vera. Mundu það! — Eg skal reyna.... Hún horfði á Ross. Þetta var loforð, sem hún gaf sjálfri sér og honum, og hún vissi að hún mundi alltaf finna, að starf hans mundi verða að sitja i fyrirrúmi fyrir henni. Ross hélt aftur heirn í Harley Street og nú hafði hann fundið frið og nýja hlýju um hjartaræturnar. En hann hafði ekki ennþá áttað sig fyllilega á því, sem gerst hafði, og var í einskonar vímu. Hann vissi hvað ýmsir vinir og kunningjar Cariu mundu segja. En skipti það eiginlega nokkru máli? Að Caria væri dóttir Barr- ingtons var í rauninni dálítð óhepplegt. En hann varð að sætta sig við það. Hann hafði ávallt grunað að eitthvað þessu líkt mundi koma fyrir einn góðan veðurdag. Hann hafði alltaf verið önnum kaf- inn við störf og ekki liirt um aö upplifa þau venjulegu æfintýri, sem margir ungir menn þykjast þurfa að lifa áður en þeir „hlaupa af sér horninn". Hann hafði búist við þessu eina raun- verulega æfintýri, og var svo mikill hugsjónamaður að honum þótti vænt um að eiga svona fátt til að gleyma. Hann var kominn í Harley Street og stakk lykiinum í úti- dyrnar. Aðstoðarstúlkan var farin heim, og hann mætti engum þegar hann fór um anddyrið og að lyftunni. Hann fór upp á hæðina, sem lækningarstofa hans var í. Og á næstu hæð fyrir ofan var íbúðin hans. Hann vonaði að ekki lægi nein áríðandi skilaboð til sín. Þegar hann opnaði dyrnar að lækningastofunni varð hann forviða, en síður en svo glaðúr. Því að Sonia Frayne stóð upp af einurn stólnum. —Halló! sagði hann. — Hvað í ósköpunum....? — Góði, vertu ekki svona ósköp alúðlegur, sagði hún. ;— Það gæti gengíð fram af mér! Svo sagði hún: — Mér þótti leitt að ryðjast hérna inn á þessum tíma, en mér var sagt að þú kæmir aftur fyrir klukkan sjö svo að eg var svo frek að segja að eg ætlaði að bíða eftir þér. — Hefurðu beðið lengi? sagði hann og hnyklaði brúnirnar. — Það gat eins vel hugsast að eg kæmi alls ekki í dag. — Það hefði óneitnalega verið þungt áfall fyrir mig.... Hún rétti fram höndina. — Þú ert vonandi ekki gramur, Ross? Hann tók stutt í hvíta, mjúka höndina. — Ekki ef það er eitt- hvað, sem eg get gert fyrir þig. Eg vona að það sé ekkert alvar- legt að manninum þínum? — Ekki nema þetta venjulega.... Hún yppti öxlum. — Basil er uppi 1 sveit, skilurðu. Hann fór úr sjúkrahúsinu á mánudaginn, og eg gát ekki betur séð en honum færi fram með hverjum deg- inum. Það lifír lengst, sem hjúum er leiðast, veistu..,. Að minnsta kosti fannst mér orðið alveg nógu langt að leika fyrir- myndar eiginkonuna meðan hann lá í sjúkrhúsinu. — Eg held að þú hafir verið — mjög umhyggjusöm. Ross fór inn fyrir skrifborðið og leit á sjúkralistann og sima- skilaboðin. Þar lág aðeins eitt bréf. — Afsakaðu mig augnablik, sagði hann, og þegar hún kinkaði kolli og settist aftur opnaði hann bréfið. Sonia horfði á hann. Einkennilegt að hún skyldi ekki hafa orðið þess vör áður, hve mikið aðdráttarafl hann hafði. Og eg þori að veðja um að eg er ekki sú eina! hugsaði hún með sér, og því kaldari sem hann er því erfiðara er að standast hann. — Jæja, Sonia, þú hefur varla veitt þér þá ánægju að bíða eftir mér allan þennan tíma án þess að hafa einhverja ástæðu til þess? Hún hikaði um stund. Svo sagði hún: — Sannleikurinn er sá að mér líður afleitlega. Eg veit ekki hvort það eru eftirhreytur eftir botnlangaskurðinn.... — Botnlanginn tilheyrir fortíðinni, sagði hann. — Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af honum. En hvað gengur að þér núna — hefurðu verki? — Ekki eiginlega verki. Kannske er þetta aðeins af því að eg er ekki hamingjusöm, «sagði hún lágt. — Það liggur svo hræðilega illa á mér. — Eg er hræddur um að eg kunni engin ráð við þvi, sagði Föstudaginn 23. október 1&5?' 4 KVðLDVÖKUNNI Sil-^ .ijparið yður hiaup á milli maxgra verzlana1- oó'nuoóL a«! (Sf'sí -Auafcuristrseti E. R. Burronghs TARZAISi - 3SI9 'BUT THEIE CHEAWCAL MAkE-UP CAUSEP ASTAETLINGLV PIPFEPENT REACTION FKOIATHAT OF THE MEN—" bi»tr. by Unitod Fe«tur« Syndic*te, Inc. 4twentv-foue houks AFTEK SWALLOWINGTHE ELIXIE, ALLTHE WOMEN HAP GKOWN OLR WITHEPEf ANP PI£P\" Þessi för kostaði manninn ] lífíð og nú sit eg hér fang- ] inn og vegna systur minnar eru þið nú fangar hér líka. Finnst ykkur það ekki kald- hæðni örlaganna að leit 'hennar eftir æsku skyldi verða leiðangrinum til ó- gæfu. Þeir fóru nú að tala saman. ■— Sagði konungur Kyníta ykkur ekki hvernig konur kynþáttarins hefðu dáið? Fjögra ára gamall drengur hafði borðað allt, sem var til miðdegisverðar nema brauð,. sem var smurt handa honum, Móðir hans ætlaði að ginnaí hann til þess að eta það, með því að láta ávaxtahlaup á brauðið. Þegar hann svaraði að! sér geðjaðist ekki að smurða brauði rninnti móðir hans hanni á að hann borðaði það alltaf svona hjá ömmu sinni. Hann svaraði með áherzluí „Stundum geðjast mér að þv£ svona hjá henni ömmu, en 'stundum geðjast mér ekki aðl því. Og stundum geðjast mér að því svona hérna heima, eni 'stundum geðjast mér ekki að því svona hérna heima, og í þessari viku geðjast mér ekki að því.“ Blóðbrullaup — Framh. af 3. síðu. andi verður þessi annmarki íag- aður á næstu sýningum. Hitt verðúr líklega erfiðara við- fangs, að leikarana skortir ljóð- kennd, skapólgu og sveigjan- leik. Ekki er þó um að kenna slapp leika í leikstjórn, og ekki er lé- legur leikur, heldur að fólkið hefur ekki alveg getað tileink- að sér sál verksins. E. t. v. hef- ur hér átt einhverja sök sá fjandi, sem ríður alltof mikið húsúm hjá þessarri ágætu stofn- un, en það er tímaþröng. Svo> mikið er víst, að leikurinn rís allur sem vera bei undir lokin, og bendir til þess, að mann- skapurinn hafi flýtt sér of mik- | ið af stað og ekki náð sér upp úr því með fyrri þættina. Arndís Björnsdóttir leikur móðurina, stærsta hlutverkið og sýnir víða tilþrif, en fyrst r lokin rís leikur hennar og verð- ur sannur og áhrifamikilL Yngstu leikararnir, sem fara með aðalhlutverk, Guðrún Ás- mundsdóttir (brúðurin) og Val- ur Gústavsson (brúðguminn) ollu ekki fyllilega hlutverkum sínum, en þau gerðu margt vel og lofa góðu. Heillegastan leik sýna þau Helga Valtýsdóttir, Lárus Pálsson og Baldvin Hall- dórsson. Einkum ber að lofa framsögn Baldvins, sem var með glæsibrag. Og ekki má skiljast svo við þetta skrif, að ekki sé getið leiktjalda Lárusar Ingólfssonar. Þau falla prýði- lega að leiknum, eru ekta spænsk, benda til, að Lárus sé að sækja í sig veðrið á ný sem leiktjaldamálari. Hundur, sem heitir Rin-tin- tin liefir komið fram í sjónvarpsleikritum í Banda- ríkjunum 174 sinnum. — Hann er vátyggðu fyrir hálfa milljón dollara. Enn munu sumir muna eftir „hinum upprunaloga Hol- lywood Rin-tin-tin“, senr kom íil sögunnar fyrir 1920 á dögum þöglu kvikmynd- anna. Hann er langa- langa-lang-afi þess Rin- tin-tins, sem hér um ræðir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.