Vísir - 23.10.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 23.10.1959, Blaðsíða 4
risiB Föstudaglnn 23. október fB5ð Iþróftir úr öllum áttum Jolanda Balas var aðeins 22 ára, þegar hún gerðist fyrsta konan til að stökkva yfir 6 fet. — Frábær íþróttakona: Jolanda Balas hefur sett 7 heimsmet í hástökki undanfarin tvö ár. Sí5ast stökk h Ein af þeim konxun sem mesta athygli hafa vakið á sviði frjálsra íþrótta undanfarið, er rúmenska stúlkan Jolanda Bal- as. Hún hefur hvað eftir annað hætt heimsmetið í hástökki, og nú fyrir nokkru síðan bætti hún það í 7. sinn, er hún stökk hæð sína, 1.84 m. Olympíuárið var Ballas þegar orðin þekkt íþróttakona, og var það ár nr. 2 á heimsafreka- skránni með 1.75 m. Sú sem var henni hlutskarpari það árið, var bandaríska blökkustúlkan Mild- red Mc Daniel, sem stökk þá 1.76 m. (Hafði að vísu farið 1.67 m. í aukastökki), enda varð hún Ol-meistari. Árið 1957 stökk Ballas einum sm. hærra en hún haffði gert áður, 1.76 m. en þó varð hún enn að láta sér úii 1.84 m. — í nægja 2. sætið á afrekaskránni. Kínverska stúlkan Cheng Yeng- Fung hafði tryggt sér fyrsta sætið með 1.77 m. En árið 1958 varð ár Jolöndu Balas, svo sem reyndar árið í ár. Þá stökk hún hæst 1.83 m. og var í efsta sæti. Hún var svo algerlega í sérflokki það ár, að hún átti 11 stökk hærri en það sem sú er næst henni kom á afrekaskránni átti. Þar af stökk hún fimm sinnum 1.80 m. eða hærra. Sú sem næst komst henni stökk 6% sm. lægra eða 1.765 m. Það var stúlka að nafni Taisia Chenchik frá Rússlandi. Sama sagan virðist ætla að endurtaka sig í ár. Hún hefur sett sín 7 heimsmet á tveim ár- um, og virðist engin endir vera á frægðarferli hennar. Vart er fyrstfl tilraun. hægt að gera sér í hugarlund að nein kona geti ógnað henni í Róm að ári. Má m.a. benda á í því sambandi, að er hún setti metið nú í haust á Balkönsku leikjunum, byrjaði hún með því að stökkva 1.61 m., þá 1.66, 1.70 1.77, 1.81, og 1.84 m. Hún fór yfir í öll skiptin í fyrstu tilraun. Jolanda Balas er nú 23 ára gömul, og eins og áður segir 1.84 m. á hæð. Eflaust kemur það henni til hjálpar, en vitað er þó, að hún æfir mjög vel og reglulega, og mun m.a. eitthvað fást við lyftingar með léttum áhöldum. — Þess skal getið til gamans, að á balkönsku leikj- unum voru sett 26 landsmet, 19 Balkamet, en aðeins 1 heims- met, og það setti Balas. Ameríkuför Harys hefur algerlega misheppnast. Hann hefur ekki einu sinni þiáifara. Eins og siuna rekur ef til vill minni til, var hinum kmma þýzka spretthlaupara, Armin Hary, hoðið til Bandaríkjanna nú síðari hluta sumars. Var það í fyrstu trú manna, aS hann myndi dveJ.ja við San Jose skól- ann í Kaliforniu, og njóta þar handleiðslu þjálfarans Bud Winters, þess hins sama sem þjálfað liefur Kay Norton. — Því miður hefur nú annað kom- ið á daginn, og eru nú jafnvel | allar líkur fyrir því, að Amer- íkuför Harys verði honum frek- ar til ills en góðs. Ástæðan til þess, að Hary ekki dvelur við hinn áður- nefnda menntaskóla, er ekki fyllilega Ijós. Hinsvegar mun það vera staðreynd, að sá skóli veitir styrki frjálsíþróttamönn- um, a. m. k. ekki að sama marki og t. d. knattspyrnumönnum. Þetta mun Hary ekki hafa ver- ið kunnugt er hann þáði boð skólans, og sama er að segja um hollenska langstökkvarann Visser. Þeir munu báðir hafa ætlað að vera við San Jose skól- ann í vetur, en eru nú komnir Hary er eini maðurinn í heim- inum sem hefur hlaupið 100 m. á 10.0 sek. (Brautinni liallaðí of mikið, sem nam 1 sm.) til staðar sem heitir Bakers- field, og er 200 km. fyrir norð- an Los Angeles. Það kom sem sé Ijós, að þeir hefðu þurft að greiða háar upphæðir sjálfir ef þeir hefðu dvalið áfram við hinn skólann. Frh. á 9. 8. LAIUDSKEPPNI ÞJÓDVERJA OG PÓLVERJA ÁRAIUGURSRÍKASTA MÓT í ÞÝZKAL. í ÁR. Þar keppti m.a. Lauer í 400 m. grindarhlaupi. Germar slítur marksnúruna og vinur þar með Marian Foik frá , Póllandi (til hægri). Pólverjar hafa verið mjög sterkir í frjálsum íþróttum und- anfarin ár, og enn eru þeir í stöðugri framför. Eins og áður hefir verið minnzt á, háðu þeir landskeppni við Þjóðverja í síðasta mánuði, og töpuðu þar eins og reyndar hafði nú verið búizt við. En stigamunurinn varð aðeins 10 (111:101) og það gefur í sjálfu sér nokkra Pólverjar eru. Mjög góður árangur náðist á þessu móti, og hans áður ver- ið getið að nokkru (Evrópumet í 400 m. hlaupi o.fl.). Þar leiddu m.a. saman hesta sína í 200 m. hlaupi Manfred Germar og Marion Foik, einn skæðasti spretthlaupari sem um getur í A-Evrópulöndum. Hann er Martin Lauer kemur óþreyttur að síðustu grindinni. Janz er til hæsrri. fæddur árið 1933, og náði m.a. í fyrra 10.3 sek. og varð þá 7. maður á afrekaskránni. í ár hef- ur.hann náð 21.0 sek. í 200 m. og verður því að teljast í hópi hinna bestu. — í umræddu hlaupi í Köln (á 500 m. braut) náði Foik þegar forystu í hlaup inu og hélt henni lengi vel. Þeg- ar um 50 m. voru til marks, var hann ennþá rúman meter á undan Germar, sem þá byrj- aði hinn fræga endsprett sinn og vann þar með upp forskot Foiks bætti einum metra við. Tímarnir urðu 20.9 sek. og 21.0 sek. Síðan þetta gerðist hefur Ger- mar enn keppt í 200 m. og nú fyrir nokkrum dögum (um miðj an október) hljóp hann í mót- vindi og náði samt hinum frá- bæra tíma 20.8 sek. Hefur hann þar með enn þá sýnt, að hann stendur engum að baki í Evr- ópu í ár frekar en 1957 og 1958, er hann var talinn bezti 200 m^ hlaupari í heimi. Eins og menn sjá sennilega á myndinni hér að ofan virðist Germar enn hafa fullkomið vald yfir hlaupastíln- um þótt kominn sé að marki Aftur á móti er ekki hægt að segja sama um Foik. En það var fleira athyglis- vert sem gerðist á þessu ágæta móti, sem af mörgum .er talið eittt árangursríkasta mót í Þýzkalandi í sumar. — Þar keppti Martin Lauer í þeirri grein sem margir hafa beðið eftir að fá að sjá hann í, 400 m. grindahlaupinu. Þar keppti hann með landa sínum Helmut Janz, og reyndust þeir í sér- flokki, komu í mark rúmri sek- úndu á undan Pólvei’janum. Sjálfur vildi Lauer frekar frekar keppa í 200 m. hlaupi en 400 m. gr. hl„ en fékk þó engu um ráðið. Lauer tók þeg- Frh. á bls. 9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.