Vísir - 30.10.1959, Page 10

Vísir - 30.10.1959, Page 10
ío v ls i s Miðvikudaginn 28. október 1&5S- 31 «m, en það var samningur milli okkar, að hann mætti aldrei íletta ofan af mér. — Við Basil vorum kunningjar, sagði Caria rólega. — Það er ekki mér að kenna þó fólk hafi ímyndað sér eitthvað annað. Því að það var ekkert annað okkar á milli, og hvað sem öðru iíður þá er þetta gamalt og gleymt. Eg skil ekki, hvers vegna þér gerið yður ferð hingað og gerið uppsteyt út af því, að hanzkarnir mínir voru í bílnum. Hlustið þér nú á, sagði Sonia byrst. Hún hafði rétt úr sér og nú var ekkert bros um munninn lengur, en hann var eins og mjó, eldrauð lína. — Þér voruð í bílnum og þér ætluðuð með Basil í hús stjúpsystur hans. Það álpaðist upp úr Ölmu sjálfri að slysið hefði orðið skammt frá húsinu hennar, en það væri óhugsandi að Basil væri á leiðinni þangað, því að hún hefði verið í Skotlandi um þær mundir. Það var um það leyti sem eg fór að grennslast um málið, eftir að hanzkarnir höfðu fundist. Eg náði í konuna sem hugsaði um húsið, og fékk að vita að hún hefði undirbúið allt undir komu Fraynes og vinkonu hans. Og einhver hlaut að hafa verið þar, því að þar hafði verið kveikt á arni.num og hitað vatn. Én hún átti heima spölkorn frá húsinu og varð ekki vör við bílslysið, og þó hún hefði gert það mundi hún ekki hafa sett það í samband við majori'nn. Þér voruð i bílnumy Caria, og auk Basils var einn maður sem vissi um þetta, og það var Ross Carlton. — Eruð þér brjáluð! hrópaði Caria. — Auðvitað vissi Ross ekk- ert um þetta, og þér hafið engin gögn í hendi til að sanna þessa lygasögu yðar. — Eg hef það kannske ekki — ennþá, sagði Sonia. — En hugs- um okkur að við værum í réttinum, hjónaskilnaðarréttinum til tíæmis.... — Það er þá þess vegna sem yður cr svo umhugsaö um að . sanna að eg hafi verið með Basil, — af því að yður hefur allt i einu hugkvæmst að skilja við hann? Caria starði gröm á hana. — Takið þér nú sönsum, Sonia. Eg var ekki með honum — og þó eg hefði verið með honum væri það engin skilnaðarsök. — Nei, líklega ekki. En viku áður en eg kom heim frá New York voruð þið saman hjá Adersley, og herbergin ykkar voru hlið við hlið. Betty Owen var í herbergi hinu megin í ganginum, og hún sá að Basil kom út úr herberginu yðar klukkan þrjú um nóttina, — og hún er fús til að votta það! — Betty Owen er fús til að votta allar lygasögur í heimi, ef hún getur haft nokkurt gagn af því! sagði Caria æst. — Það verður þá að skera úr hvort mín orð eru talin meira virði en hennar. Auk þess munu allir geta vottað að hjá Adersley ganga hvaða gestir sem vera skal út og inn hjá öð'rum. — Það verður hæpið að verja það'. Skilnaðarrétturinn tekur ekki allt trúanlegt sem þér segið. Sonia stóð upp. — Eg held að þér verðið að gera yöur eitt alveg ljóst, Caria. Hvort sem eg vinn málið eða held áfram að vera bundin Basil, þá verður rótað í öllu þessu í réttinum, og það er mjög vaíasamt hvort Ross geti haldið áfram að neita því að hann hafi vitað að þér voruð með Basil um nóttina. Það verður hróflað við mörgu ljótu, og — já, læknar'mega blátt áfram ekki lenda í þesskohar óþverra. Skiljið þér mig nú.... ? Caria hafði staðið upp. Hún starði á fjandmann sinn. — En — en hvers vegna óskið þér að flækja Ross í þetta? Eg hélt að hann væri — vinur yðar? — Hann var vinur minn, sagði Sonia, — Þangað til þér kom- ust upp á milli okkar. — En.... — Bíðið þér við! Við skulum hafa allt á því hreina, Caria. Grænu augun voru köld eins og klaki. Eg er blátt áfram mædd yfir því, að þér skuluð- bregða fæti fyrir mig. Fyrst hafið þér gert alla forvitna um hvort yður tækist að ná manninum mín- um frá mér. Og eftir að þér gerðuð það sem þér gátuð til þess að Basil biði hana, komust þér að raun um að þér ættuð heldur 'að sölsa Ross. — Hvert eruð þér eiginlega að fara? spurði Caria. — Þér gerið þetta svo átakanlegt. Og eingöngu vegna þess að eg gleymdi hönzkunum mínum í bíl Basils.... — Mig gildir einu hvort þér kallið það hátíðlegt, svaraði Sonia. — En eg er blátt áfram að segja yður, að ef þér eru'ð staðráðin í að giftast Ross Carton, þá ætla eg að sækja um skilnaö við Basil á þeim grundvelli að hann hafi haldið við yður! Caria varð þurr í munninum, en hún var ekki dóttir Rogers Barrington fyrir ekki neitt. — Jæja, gerið svo vel, sagði hún. Gerið þér það. Ef þér haldið að það breyti nokkur milli okkar Ross, þá.... — Það breytir miklu fyrir hann, tók Sonia fram í. Eg ætla ekki eingöngu að gera kunnugt að þér hafið heimsótt sveita- heimili, þar sem umgengnissiðirnir voru alræmdir. Eg ætla líka að segja að maðurinn minn hafi gengið út og inn um svefnher- bergið yðar, og að hann hafi sést koma út frá yður klukkan þrjú að morgni. Eg ætla líka að segja að þið hefðuð ákveðið að vera ein saman um helgi í húsi úti í sveit þegar bílslysið varð. Og eg ætla að segja að þér hafið verið nærstödd þegar Carlton læknir kom, en að hann — annaðhvort af göfugmennsku eða vé'gna þess að hann var ástfanginn af yður, þagði yfir þessu þegar hann sagði lögreglunni frá slysinu. Það verður tæplega til þess að efla hróðurimi, sem af honum fer.... — Nefnið þér ekki svona fjarstæðu, sagði Caria með fyrir- litningu. — Jafmæl þó eg hefði verið í bílnum, er engin sönnun til fyrir því að Carlton læknir hafi vitað af því. Eg hefði vel getað hafa falið mig áður en hann kom. — En hver hafði verið í húsi Ölmu, hitað vatn á katli og gleymt stubb af sárabindi og kvenvasaklút, því fyrra á dúknum við arininn og því síðara í hægindastólnum? Eg verð að segja þa'ð, Caria, að þér eruð óvarkárasta manneskja sem eg þekki. Frú Dove hennar Ölmu getur vottað að fólk var í húsinu þessa nótt. Hún segir að meðalalykt hafi verið í stofunni. „alveg eins og í sjúkrahúsi, þó mér dytti ekki í hug, að þarna hefði verið um neitt slys að ræða! Eg hafði ekki hugmyn'd um, að veslings majórinn hafði slasast! — Eg fullvissa yður um að frú Dove verður mjög mikilsvert vitni! Þaö var sigurbros á andliti Soniu. — Þetta verður stór- kostlegt mál. Hneykslismál sem vert er .um að tala! Ög' þó eg sé sannfærð um, aö þér séuð frábær lygalaupur, held eg ekki að yður takist að sigra samt. Og auk þess á eg: bágt með að trúa að Ross vilji gerast meinsærismaður. Hvernig sem fer verður þetta mjög óþægilegt hneykslismál, sem tvímælalaust. skaðar hann. Því skal eg loía yður! Vitanlega, bætti hún kuldalega við — er það hugsanlegt að eg hafi ekki nægar sannanir til að fá skilnað, en eg hugsa að þér — þegar öllu þessu er lokið — verðiö Rofin þögn í Moskvu um tillögur De GðuHe. Útvarpið í Sovétríkjununn hefur rofið þögnina um tillögur, De Gaulles varðandi Alsír. Var beðið 3 daga einhverra' orsaka vegna með að skýra frá, þeim. Samband uppgjafahermannal í Alsír hefur snúist gegn til- lögunum — segir ekkert nemai algera innlimun í franska ríkiffl koma til greina. Formenn 40|- félaga í sambandinu samþykktui ályktun um þetta á fundi, eni hann sátu ekki fulltrúar serkn.-t eskra manna í landinu. ---•---- Saumavélaverzlim- in Pfaff 30 ára. Fyrsta sérverzlun meíP sauma- og prjónavélar, Pfaff á Skólavörðustíg er 30 ára í dag. i Stofnandi hennar og eigandi til þessá dags er Magnús Þor- leifsson. Hún var fyrst til hús& að Bergstaðastræti 7, en fluttist' í janúar 1939 i Pfaffhúsið að Skólavörðustíg 1. Til þess a3 viðskiptavinuni notaðist seni bezt að vélunum, hefur verzl- unin haldið upp reglubundinni kennslu fyrir húsmæður á sauma- og-prónavélar. Farah Diba, brúðarefni íranskeisara, skoðaði kjóla í Dior-tízkuliúsinu í gær. Það er veriðað sauma handa henni brúðarkjólinn þar, en ekki réð hún sjálf neinu unt gerð hans. — Hún ræddi við blaðamemi í gær, en eir þeir spurðu hana um trú- lofunina og keisarann, sagði liún, að það væri „bannað viðræðucfni“. KULDASKOR Alllr elga erindl í Fell E. R. Burroughs - TARZAIM - 3125 UCW TWEy PAU5EC?V STAK.ING IN ASTON- ISH/AENT AS AN APPARENT /AAP/AAM KAN TOWARP TWEAA,. SCREA/AINGV%BACK- COBAr.k'l" NærfatnaÖm karlmanna •g drengja fyrirliggjandi L.H.MULLER mmm Flugvélin lenti og leitar- mennirnir tveir stigu út og höfðu ekki hugmynd urn \ hættuna sera beið þeirra. - BUTTOO LATEV FOP SPOTTEC? FURY SUPP’ENLY STPUCK— ANP BILL FOSTEK'S DiVtr. by’ UniUd'Teitur. SyndicmtV Int GEIAA PROPMECy CA/AE TRUE! Þeir hikuðu og virtu forviða fyrir sér mann sem kom hlaupandi og veifandi hönd- um í áttina til þeirra og virtist vera vitskertur. Hann hrópaði til þeirra að snúa við. Það var samt of seint því hinir lrræðilegu hlébarð- ar stukku á mennina að þeim óvörum og þeir komu ekki neinni vörn við. Um- mæli Bill Fosters urðu að veruleika á svipstundu. Annsst albr mynda- tökur innanhiís og utan Skólapassamyndir Ljósmyndastofa Pétur Thomsen kgl. hirðljósmyndari. Ingólfsstræti 4. Sími 10297.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.