Vísir - 11.11.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 11.11.1959, Blaðsíða 1
12 síður q i\ I 12 síður «1. ár. Miðvikudaginn 11. nóvember 1959 249. tbl. Akranesshátar á sjó í dag. Engir bátar hafa farið á sjó frá Akranesi undanfarna ill- veðursdaga, en líklega munu um 10 bátar fara út í dag með reknet. Er verið að undirbúa þá til veiða og munstra menn á bát- ana.: Trillur hafa skotizt út þeg- ar gefið hefur á sjó, og fengið ágætan afla. Dettifoss er á Akranesi í dag að iesta hval- kjöt og skreið, sem mun eiga að fara á brezkan. markað. Frétzt i hefur að Fákur frá Hafnarfirði . hafi fengið 100 turmur síldar, sem mun vera það.bezta nú um skeið. Fanney Ihefur og lóðað síld norðvestur af Eldey. Allir bátar frá Hafnarfirði eru úti, og munu hafa fengið dágóðan afla, flestir við Eldey. Guðbjörg er á leið til .Grinda- víkur með um 75 tunnur. Þetta mun vera langbezti daguriim hér sunnanlands í ár. Fé fennir í Borgarfirði. Holtavörðuheiði var opnuð x gær, og fóru yfir hana tvær Ibílalestir, sín í hvora áttina, og gekk það vel. Ekki var eins mikill snjór á veginum og óttast hafði verið, en hann hafði lagst í skafla á nokkrum stöðum. Hríðin var svo svört, að ekki hafði tekizt að rannsaka snjóþyngslin til hlítar. Umferð hefur engin verið um helgina síðan, enda skaf- renningur mikill og strekkings vindur, og mun fjúka í skafla. Frost er um 10 stig að Forna- hvammi. Fé hefur fennt víða um sveit- ina, og var það grafið úr fönn á nokkrum stöðum í gær, og er áformað að leita beturr í dag. Hitnar enn í S.-Afríku. Ný uppþot í Paarl. Enn kom til óeirða í Paarl skammt frá Höfðaborg í nótt sem leið. Er það aðra nóttina í röð, sem bifreiðum er velt um, lögregla grýtt og reynt að kveikja í húsum. Uppþotin urðu vegna að- gerða ríkisstjórnarinnar að skipa frú Elisabeth Mafekeng burt. frá Paarl og taka sér bú- festu annars staðar, en hún er verkalýðsleiðtogi og 11 bama móðir. í fyrstu fregnum var hún tal in á förum, er uppþotih brutust Fólk á Akureyri flýr hús sín vegna knlda. Engar horfur á rafmagni í dag. Það er venja við olíuvinnslu, að menn reyni að ná einhverju upp xir jörðinni, en á Langasandi í Kaliforníu (þar sem blóma- rósirnar ,,merjast“) reyna menn að troða saltvatni ofan í jörð- ina. Þannig er nefnilega mál með vexti, að menn fóru að veita því athygli, að borgin var farin að síga ískyggilega, svo að hafnarmannyirki voru að fara í kaf. Þetta stafaði af því, að menn töldu, að landið hafði svo að segja flotið á olíu, og er hún var unnin úr jörðu, seig jarðlsgið yfir oIíu-„geymunum“. Nú er súrefnissnauðu saltvatni dælt í jörðu niður, og það hefur borið þann árangur, að jörð er víða hætt að síga eða sígur hægar en áður. Efri inyndin sýnir bólvirki á Langasandi, en sú neðri dælurnar fyrir saltvatnið. Biíið að veiða nærri 9 þiís. tn. af siid í Eyjum. Engin veiði um helgina. Frá fréttaritara Vísis. Vestin.eyjum í morgun. Nú hefur orðið hlé á síldreið- unum í bili. Ekkert hefur veiðst síðan á föstudag en þá var all- góð veiði í ljósaskiptunum á flóðinu. Nú er búið að veiða í Vest- mannaeyjahöfn um 9 þúsund tunnur af síld og er það algert einsdæmi að svo mikil síld gangi inn í höfnina. Líkja menn þessu við Hvalfjarðarsíldina, þar sem þetta er nokkurs konar hval- reki. Enda þótt ekkert hafi veiðzt á laugardag og f gær er ekki loku fyrir skotið að áfram- hald kunni að verða á síldveið- inril, þar sem enn er mikið af síld úti fyrir og að hún haldi; uppteknum hætti að koma inn á flóðinu. út í fyrrinótt, en nú herma fregnir, að hún hafi horfið fyr- ir nokkrum dögum. Getgátur eru um að hún hafi flúið land.' Það hefur verið mikil síld við Eyjar í allt sumar. Eins og menn muna veiddi m.b. Bergur, talsvert magn um það leyti sem ; síldveiðin var að hefjast fyrir norðan, en síðan hefur alltaf verið síld öðru hverju við Eyj- arnar. Þorbjörn, bóndi í Kirkjubæ, sagði fréttaritaranum að af og til í allt sumar og haust hefði hann séð síld vaða uppi í land- steinum undan Kirkjubæ, sem er austast á Heimaey. Alþingi kvall saman. Forseti íslands hefur, að til- lögu forsætisráðherra, kvatt reglulegt Alþingi 1959 til fund- ar föstudaginn 20. nóvember og fer þingsetning fram að lokinni guðsþjónustu, er hefst í Dóm- kirkjunni kl. 13.30. | Forsætisráðuneytið Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. — Helkuldi og myrkur ríkir enn á Akureyri og þeir sem eingöngu eru háðir rafmagni eru ilía komnir. Engar líkur eru til þess að rafmagnið kom- izt í lag í dag. Nú er svo komið að mörg hús standa orðið auð og yfir- gefin á Akureyri. Fólk hélzt ekki við í þeim fyrir kulda og flutti til granna og kunningja- fóiks, sem hafði kolakyndingu. Var í sumum tilfellum leitað til lögreglunnar um aðstoð í þess- um efnum. Annarsstaðar fer gamallt fólk ekki úr rúmum, nema þá rétt á meðan það mat- ast. Margar verzlanir og ýmsar Flestir vegir færir. Vegir í nágrenni Reykjavík- ur, eru nú flestir færir öllum bílum. Hellisheiði verður fær seinni- partinn í dag, að óbreyttu veðri. Krýsuvík er fær öllum bí'lum, Keflavík og flestir nágranna- kaupstaðir, nema ef til vill að Garði og Sandgerði. Hvalfjarð- arvegur mun vera fær stærri bílum. Þingvallavegur er einn- ig fær öllum bílum. Norðanlands eru nú flestir vegir færir, eða verið að hreinsa þá. Snjóþyngsli voru ekki eins mikil á vegum og búizt var við, hafði mest fokið í skafla. Mest virðast snjóþyngslin vera 1 Skagafirði. Allir vegir munu verða færir í Eyjafirði í dag, nema e. t. v. Dalvíkurvegur. — Holtavörðuheiði hefur senni- lega lokast aftur vegna skaf- rennings, en menn voru að at- huga það í morgun. 1 skrifstofu eru lokaðar af þess- I Um sökum. ! , Aðsókn í steinolíu var svo mikil, að í fyrradag seldi i verzlun KEA ein nokkuð á 3ja i þúsund litra af olíu. Bæði í gær ;cg á mánudaginn var fólk í i löngum biðröðum fyrir utan i búðina með flöskur og smá- jbrúsa í hendi. j Snjóþiljur eru víðsvegar um Jbæinn og erfitt um allar sam- göngur. í gærdag og alla nótt ( Unnu ýtur að því að moka snjó j af götunum og m.a. að ryðja i j koiabílum leið á ýmsum af- jskekktari götum þar sem hita- i gjafa vantaði. Sem dæmi um snjókyngina á götunum má geta þess til gamans að framan við skrifstofur Flugfélagsins,, sem eru í hjarta bæjarins var 3ja metra hár skafl. Allar mótsr-rafstöðvar, sem til eru frá gamalli tíð á Akur- i eyri eru nú í fullum gangi og rn.a. framleiðir gamla Glerár- stöðin rafmagn fyrir sjúkra- húsið. Frost var 7 stig á Akur- eyri í morgun. Framh. a 7. síðu. Ungfrú Hol- land sigraði. Sigurvegari • Alþjóðafegurð- ' arkeppninni x London varð j ungfrú Holland, Corinne Rott- schafter, en hún er 21 árs. Stúlka frá Perú hlaut önnur verðlaun, en stúlka frá Israel þriðju. Stúlkurnar frá Bret- landi og Danmörku komust j einnig í úrslit. Sigurvegari hlaut 500 stpd. ' cg heiðursmerki — og titilinn Miss World“. Fara Rússar brátt úr Ung- verjalandi? Tilkynning um brofttflutning þelrra söyð vænftanleg. Fregnir frá Vínarborg herma, að Kadar, ungverski kommún- istaleiðtoginn, kunni að boða bráðlega, að Rússar flvtji allt sitt herlið frá Ungverialandi, nema fámennt „sýndar-lið“. Fulltrúaþing kommúnista- flokksins ungverska verður haldið í þessum mánuði og er bnð halda manna, að þá boði Kadar þetta. — Raunar hafa Rússar fækkað talsvert í liði ; sínu í Ungverjalandi á undan- I gengnum 3 misserum. f apríl 1958 var talið, að Rússar hefðu þar 12 herfylki. en nú munu þar ekki yfir 50.000 rússneskir hermenn, að flugliði meðtöldu. Af burtflutningi Rússa frá Ungverjalandi mundi ieiða nýtt skipulag að því er varðar her- sveitir Rússa staðsettar i Balk- anlöndum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.