Vísir - 11.11.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 11.11.1959, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 11. nóvember 1959 VlSiB 11 Fá reykvískir iæknar bygginga- leyfi í afmælisgjöf? Helzta áhugamál þairra á 50 ára afmæli L. R. er að hefja byggingu „Oomus medica". Læknafélag Reykjavíkur er hálfrar aldar gamalt um þess- ar numdir, og átti stjórn þess og fleiri læknar skemmtilegan fund með blaðamönnum á laugardíigskvöld, cn orð fyrir þeiin hafði formaður félagsins, Arinbjöm Kolbeinssou. Þann 18. okt. 1909 komu saman á Hótel fsland 8 læknar, og stofnuðu þeir Læknafélag Reykjavíkur, fyrsta félag ís- lenzkra lækna. Fyrsti formaður þess var próf. Guðmundur Magnússon. Aðrir stofnendur voru: Guðmundur Björnsson, Matthías Einarsson, Guðm. Hannesson, Jón Rósinkranz, Sigurður Magnússon, Sæmund- ur Bjarnhéðinsson, Júlíus Hall- dórsson og Þórður Thoroddsen. Guðmundar Björnssonar og Guðmundar Hannessonar. Brýn nauðsyn var að stofna þennan félagsskap til þess að setja ákveðnar reglur um samskipti lækna í starfi, gera þeim kleift að hafa sameigin- leg áhrif á gang almennra heil- brigðismála, efla gagnkvæma fræðslu og koma fram sem samningsaðili fyrir þeirra hönd. Það var sérstaklega þetta síðasta atriði, sem hratt félags- stofnuninni af stað. Sjúkra- samlag Reykjavíkur hafði ver- ið stofnað 12. sept. 1909, og var það fyrsta almenna sjúkra- samlagið hér á landi. Þannig var fyrsta verkefni félagsins að annast samninga við sjúkrasamlagið. Annar meginþáttur í starfi félagsins var að halda uppi fræðslu með- al lækna um læknisfræðileg efni og hverskonar heilbrigðis- mál. Fræðslufundir hófust í fé- laginu árið 1911 og flutti Guð- mundur Hannesson fyrsta er- indið, sem hann nefndi: „Lengd barna í barnaskólum“. Eftir þetta fór að komast föst skipan á fundahöld í félaginu, þar sem erindi voru flutt til fróð- leiks fyrir lækna og leiðbein- ingar í starfi. Læknablaðið hóf göngu sína árið 1915. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Maggi Júl. Magnús og var í fyrstu rit- stjóri þess ásamt Guðmundi Hannessyni og Matthíasi Ein- arssyni. Blaðið þessu var ætl- að að vera málgagn ísl. lækna, miðla þeim erlendum fróðleik og varðveita íslenzka lækna- renslu. Læknablaðið kemur út 10 sinnum á ári. Frá næstu áramótum mun það koma út ársfjórðungslega og flytja mun meira lesefni en það gerir nú. Aðalritstjóri blaðs ins er Ólafur Bjarnason og með- ritstjóri ar Júlíus Sigurjónsson og Ólafur Geirsson. Önnur lækr.afélög. Starfsemi Læknafélags Rvk. um málefni héraffslækna, Þessi . skipan hélzt til 1952, en þá var gerð gagnger breyting á félags- málum lækna i landinu. — Læknafélag fslands var gert að sambandi læknafélaga, en svæðafélög stofnuð víðsvegar jum landið. L. R. er að sjálf- sögðu langstærsta svæðisfélag- ið og myndar aðalkjarnann í L. í. eða % hluta þess. Lækna- félag íslands kemur fram sem fulltrúi læknastéttarinnar í heild gagnvart erlendum aðil- um og heilbrgðisstjórn. í Heilbrigðismál. 1 Læknafélag Reykjavíkur hef- ir oft háft skipti af almennum heilbrigðismálum t. d. átt hlut- deild í framkvæmd berklavarna tekið þátt í skipulögðum að- gerðiun sem miðuðu að útrým- ingu holdsveiki, taugaveiki, sullaveiki, barnaveiki og berkla veiki, enda eru þessir sjúkdóm- ar, sem áður voru mjög út- breiddir og býsna skæðir, að mestu úr sögunni hér á landi. j Miklar breytingar hafa orð- ið á allri læknaþjónustu á þess- um 50 árum frá því að L. R. var stofnað. Áður voru sjúk- dómarannsóknir tiltölulega fá- breyttar. Aðaláherzla var lögð á almenna læknisskoððun og sjúkraskoðun. Slíka athugun jvar oftast hægt að gera utan sjúkrahúss. Á síðustu tímum hafa stöðugt bætzt við fleiri og fleiri umfangsmiklar rann- sóknaraðferðir, sem krefjast sérmenntunar, og margar þeirra eru vart framkvæmanlegar utan sjúkrahúss. Sjúkdóma- greiningar byggjast því miklu meira en áður á kerfisbundn- um sjúkdómarannsóknum. Af- •leiðing af þessari þróun er sú, jað læknisþjónusta nú krefst í jhverju tilfelli meiri vinnu en áður var og um leið miklu betri vinnuskilyrða, rannsóknar- tækja og sjúkrahúsa. Það er mjög aðkallandi að ráða hið allra fyrsta bót á þessu, annars eigum við á hættu að dragast aftur úr í læknisfræði, meix-a en þegar er orðið. Dotnus medica. Til þess að koma þessum málum í gott horf hefir Lækna-! íélag' Reykjavíkur lengi haft’ áhuga á að x-eisa læknahús —j ■ domus medica —. Hefir bygg- , inganefnd félagsins stai-fað að^ þessu máli, en formaður henn-j ; ar er Bjarni Bjarnason. j Margir læknar í Reykjavík búa við lélegan húsakost fyrir lækningastofui- sínar. Biðstofur sumra lækna eru svo þröngar, j að það sairu-ýmist hvergi heil- brigðiskröfum nútímans. Um þetta er ekki að sakast við læknana, þeir eiga ekki annars völ. Víða verður því ekki við komið, að hafa nauðsynlega aðstoð vegna plássleysis og vinnuskilyrði öll svo léleg, að þjónustan við sjúklinginn verður seinlegri og erfiðari en annars þyrfti að vera. j j Það tíðkast nú víða erlendis og þó sérstaklega í Ameríku — að hópar lækna taki sig saman og stofni læknamiðstöð (Medi- cal center), þar sem náin sam- vinna er meðal læknanna og j sérfræðingar í sem flestum! greinum læknisfræðinnar eru starfandi. Allt er miðað við það, að sjúklingai’nir fái sem bezta og fullkomnasta þjónustu og rannsókn á sem skemmstum, tíma. Þannig lækningamiðstöð | hefir m. a. verið fyrirhuguð i Domus Medica, og mun hún verða sniðin eftir þeim fyi’ir- myndum erlendum, er bezt þykja gefast. 2 Röntgendild, rannsóknarstof- ur og öll tæki, sem tilheyra nýtízku lækningastofnunum. Fólk, sem leitar lækna í Reykjavík, er iðulega sent út og suður um allan bæinn til rannsókna hjá ýmsum sér- fræðingum og í rannsóknar stofnunum. Hjá því verður ekki komizt, að þetta verður æði tímafrekt, þreytandi og allt að því óþolandi fyrir þá, sem eru lasburða eða eru bundnir við fasta vinnu. — Ei’u dæmi þess, að sjúklingar hverfa bui't áður en unnizt hefir tími til að rannsaka þá að fullu. Á sjúkrahúsunum er jafnan hvert rúm skipað, svo að þang- að verður ekki flúið fyrirvara- laust. Er því ætlunin að hafa sjúkradeild í sambandi við lækningamiðstöðina, svo að fólk gæti dvalizt þar á meðan það er til rannsóknar. Þjóðin öll hefir löngu skilið hið mikla menningar- og menntagildi, sem félagsheimil- in hafa, enda rísa þau með ævintýra hraða um allar byggð- ir landsins. Alþingi og ríkis- stjórn hafa líka átt lofsamleg- an þátt í að koma þeim upp með ríflegum fjárstyrkjum og leyfum til fjárfestingar. Þegar á allt þetta er litið — auk margs annars, sem gert er fólk- inu í landinu til hagsbóta, hefðu læknasamtökin átt að geta verið bjartsýn á fyrirgreiðslu sinna byggingarmála. Að vísu gegnir það nokkurri furðu, að ekki hefir fengizt fjárfesting- arleyfi enn, þó beiðni um það hafi verið ítrekuð þrásinnis í undanfai’in 4 ár, og hefir því ekki verið hægt að hefja fram- kvæmdir eins og ætlunin var. En við væntum þess að úr þessu rætist nú á hinum merku tímamótum L. R. Hópur lækna óskar að koma starfsemi sinni í fullkomið nýtízku horf til þess að geta veitt fjölda sjúklinga víðsvegar af landinu fljóta fyrirgreiðslu og fullkomna rannsókn. Engum getur bland- ast hugur um, að allt stefnir þetta til aukinnar menningar og bættrar þjónustu. Fyrir tveim árum opnaði fé- lagið skrifstofu; er hún rekin í samvinnu við ski’ifstofu Verk- fræðingafélags íslands í Braut- arholti 20. Skrifstofan nanast daglega afgreiðslu, upplýsingar og bréfaviðskipti félagsins. Þar heldur stjórn og meðstjórn fundi, þar sem félags- og hagsmunamál eru rædd og af- greidd. Stjórn félagsins skipa: Arinbjörn Kolbeinsson formað- Ur, Snorri Páll Snorrason ritari og Hannes Þórarinsson gjald- keri. mm ; I ViSjið þér lipra þjóaustu? mál. Fyrir forgöngu L. R. var Læknafélag íslands stofnað 1918 og var það einkum skipað læknum utan Reykjavíkur og hefir aðallega haft með hönd- ( PRENTVERKQ Klapparstíg 40. Sími 19443. GAMIA BIO: Stúlkan með gítarinn. Gamla Bíó sýnir nú rússneska kvikmynd. — Nefnist hún „Stúlkan með gítarinn“ og ger- ist að mestu í hljóðfæraverzl- un, en þetta er söngva- og gamanmynd. Þegar um slikar myndir er að ræða, gera menn ekki miklar kröfur til efnis, og gildir hið sama um þessa. — Óneitanlega er nýstárlegt, að sjá og heyra hvernig Rússar gera mynd af þessu tagi, því að margar eru þær orðnar banda- rísku myndirnar af þessu tagi, sem hér hafa verið sýndar. f fáum orðum má margt gott um þessa mynd segja. Ljúdmíla Grússjenko er falleg og syngur dægurlög skemmtilega og bæðí í leik hennar og ýmissa annara eru tilþrif, sumum smáhlut- verkum enda skilað með ágæt- um, og „týpurnar“ vel valdar. Mörg atriði eru skemmtileg og áhorfendur hlæja oft dátt —■ stundum kannske af því sumt verður broslegt í okkar augum, sem ekki á að vera það. — Ekki kemur manni óvart, að snemma hyllir undir alþjóða æskulýðs- mót með tilheyrandi friðarsókn, er fráleitt verkar á aðra en fá- eina sanntrúaða, en einmitt vegna æskulýðsmótsins er efnt til stórskemmtunar og komið með hvert skemmtiatriðið öðru betra í lokin, og þar kemur bezt fram snilli Rússönna, en hvorttveggja ber að viður- kenna, tæknilega snilli þeirra í kvikmyndagerð, og að þeir eiga ágæta leikara, og er þetta kunnugt af ýmsum veigameiri myndum þeirra. — Eitt af því fcroslega i myndinni er, þegar ýmissa þjóða hópar. koma á skemmtunina miklu — það er 'em sé ósköp lítill æskulýðs- bragur á þessum hópum flest- um. — Kvikmyndin er með ísl. skýringartexta. — Kvikmynda- hússgestir hér munu nú fá a'ð sjá talsvert af rússneskum myndum. Eg fyrir mitt leyti hlakka til að sjá þær beztu — og skemmti mér vel, við að sjá og heyra þessa. Eg held, að eg hafi tekið rétt eftir, að kvik- myndin hafi verið „framleidd til útflutnings“, en ekki held eg að hér þurfi neinn að hafa á- fcyggjur af henni sem áróðurs- mynd. — 1. 'ft, SKIPAU1CCRÐ RIKISINS M.s. Hekla mmhi Þcssi mynd er af hinura heirasfræga söngkvartett „Deep River Boys“, eena sagt var frá i Vísi í gær. Þelr koma hingað í næstu ÖSKJUGERÐ - PRENTST0FA Hverfisgötu 78. Sími 16230. austur um land í. hringferð hinn 17.. þ.m. — Tekið á móti flutningi á morgun og árdegis á föstudag til ,Fá- skrúðsfjarðar, Reyðarfjai ð- ar, Eskiíjarðar, Norðfjarð- ar, Mjóafjarðar, Seyðis- fjarðar, Þórshafnar, Rauf- arhafnar, Kópaskers og Húsavíkur. — Farseðlar seldir á mánudaginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.