Vísir - 11.11.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 11.11.1959, Blaðsíða 4
%#*§*• **«I* Miðvikudagmn 11. nóvember 1958 Þorkell Sigarðsson: Landhelgísmálið í Ijósi sögumtar. Kristján Blfl viBdi veð- * setja Englendingnm island árið 1535 K.'v.-'i': 4. grein Hinrik VIII. giftist Önnu Bol- ein. Aðstaða hans veiktist því út á við, vegna áhrifa frá j páfa og keisara Spánar. Vorið 1538 kvæntist Hinrik VIII. Önnu Bolein, eins og; frægt er orðið, en í september sama ár kemur upp sú hug- mynd í leyndarráði hans, að leita vináttu protestantiskra j fursta í Þýzkalandi og Hansa-; staðanna, til þess að vega á móti þeirri óvild, sem keisari og páfi mögnuðu gegn honum eftir giftinguna. Þetta varð til þess að dr. Lee var aftur gerð- ur út af örkinni til Hamborgar og flutti hann að þessu sinni Hamborgarráði beiðni Eng- landskonungs, þar sem hann mæltist til vináttu við það og fulltingis þess. Þannig hafði erindi Thomas- ar Lee gjörsamlega breytt um innihald frá árinu áður, en þá vissi Hinrik gjörla að hverju rak. Skýrir það til fulls sátt- fýsi hans þá. Að þessu sinni var íslenzka deilan enn á dag- skrá, en undir þeim dagskrár- lið var hvorki rætt um skaða- bætur né refsingar, heldur reglugerð, sem átti að tryggja frið milli Hamborgara og Eng- lendinga við ísland. Um þessar mundir eru stærri sjónarmið farið að opnast Hin- rik VIII. í norðri en verzlun og siglingar við ísland, og þrætur um þá hluti. Friðrik I. Dana- konungur andaðist 3. apríl 1533 og urðu strangir flokka- drættir um ríkiserfðir. Rikis- dagurinn danski frestaði kon- ungkjöri um sumarið, að vilja kaþóiska flokksins, en Lýbíka (Wullenwever) með hluta Hansaborganna sér við hlið, reyndi í nafni hins fangelsaða konungs Kristjáns II. að efla þar til valda stjórn, sem tryggði Hansamönnum forrétt- indi til verzlunar í danska rik- inu og takmarkaði siglingar Hollendinga inn á Eystrasalt. Helzti andstæðingur þeirra á- forma varð brátt Kristján hertogi af Holsetalandi, son- u rFriðriks I. Hann naut styrkt- ar holsteinskra og danskra að- aisins. og um skeið Niðurianda. Greifastríðið 1534—1536, um danskar ríkiserfðir, var löng- um háð af meira kappi af diplo- möbum við hirðir fursta og konunga en á vígvöllum, en þar börðust prótestantiskir borgarar oft með styrk ka-! þólskra fursta, gegn lúterskum! hertoga. Hér skiptir styrjöld þessi ekki máli að öðru leyti en því að Hinrik VIII. mun um skeið hafa gert sér nokkrar vonir um áhrifavald á Norður- löndum ef Lybika hrósaði sigri. Heimildir sýna, að Lýbika fer þess á leit við Hinrik seint á árinu 153, að hann láni fé „to subdue the healm of Den- mark“, en á næsta ári fær full- | trúi borgarinnar að m. k. 20.000 j gyllini að láni („Gelhent emp- fangen und zu der Stod Lúbeck Bestemm aufgewendet.) Sum- | arið 1534 er Kristján hertogi j kjörinn konungur Danmerkur, en völd hafði hann í fyrstu lít- il, utan Jótlands, því dönsku eyjarnar voru að mestu í hönd- um andstæðinga hans. Lýbiku og bandamanna hennar. Krist- ján III. tók brátt upp stjóm- málasamband við Hinrik VIII. og reyndi að teygja hann frá stuðningi við andstæðinga sína. Snemma árs 1535 sendir hann Petur Svaveníus, ritara sinn, til Skotlands og Englands og átti hann meðal annars að kom ast að því hverskonar samband væri á milli Hinriks VIII. og Lýbiku, en við þeirri spurn- ingu fékk hann engin gild svör. Hinrik VIII. lét hinsvegar í það skína, að hann væri fús að miðla málum milli stríðsaðila í Danmörku. Þann 15. marz 1535 leggur Svaveníus fyrir Crom- well greinar að friðarsamningi og sáttmála á milli Danakon- ungs, Lýbikumanna og Eng- lendinga, en þar er gert ráð fyrir að ísland verði veðsett Englandskonungi, fyrir ákveð- inni fjárupphæð. Ekki er vitað hvort Hinriki hafi þótt samn- ingurinn girnilegur. Enda höfðu honum þá borizt rausn- arlegri boð úr annarri átt. Nokkru eftir að Svaveníus hafði gist Lundúni, munu Hin- riki VIII. hafa borizt tíðindi frá sendimönnum sínum í Lýbiku, þeim Robert Candish og Ed- mund Bomer. Þeir segja meðal annars, að Marcus Moyer, heizti flotaforingi Lýbiku í Greifa- stríðinu, sé tilbúinn, að hans há tign konungurinn skuli ekki aðeins fá kostalaun, sem hann þegar hafi, það er Varberg Slot heldur einnig Landskróna, Kaupmannahöfn og Helsingja- eyri. Sendimenn segja síðar í skýrslunni: Það er miklu þægi- legra og sýnir frjálslyndi að vilja láta þetta af hendi, heldur en að láta allt samkomulag fara í strand. Huitfeld fullyrðir í Danmerkur kroniku sinni, að þetta hafi ekki verið eina boðið sem Hinrik VIII barst frá Norð- urlöndum á þessum árum. Hon- um hafi jafnvel verið boðin Danska kórónan árið 1534. Ekki er vitað að Hinrik hafi þekkst þau boð, að öðru leyti en því að hann slítur ekki sam- bandi við Marcus Moyer, á meðan einhver von var til, að hann og Lýbika ynnu sigur í Danmörku. Hinsvegar minkuðu þær líkur mjög sumarið 1535. Kristján III hóf umsátur um Kaupmanna- höfn 24. júlí og hertók 13 ensk skip á leið um dönsku sundin. Þar með hafði hann náð þeirri hernaðaraðstöðu, sem löngum hafði dugað Danakonungum til að neyða enskar ríkisstjórnir til samninga. Haustið 1535 rita þeir Richard Candish Hinriki VIH. skýrslu um dvöl sína hjá Kristjáni III., en þeir eru þá komnir á fund hans til samn- inga um herteknu skipin, og málamiðlun á milli stríðsaðila. Kristján segir þeim meðal ann- Karraka frá 16. öld. leitun Kristjáns um styrk frá Hinriki, svaraði Candish með því að spyrja: Hvers konar tryggingar hann setti fram, ef svo skyldi vera að hans hátign kynni að hafa fé, sem hann sæi sér fært að lána og lauk máli sínu með þvi að krefjast Kaup- mannahafnar og Málmeyjar sem tryggingar fyrir endur- greiðslu. Daginn eftir þessar viðræður við fulltrúa Kristjáns hitti Candish hann sjálfan eins- lega og segir honum, að hann hafi ekki umboð til samninga um annað en friðargerð og her- teknu skipin. Konungur sinnti því engu, en rægði Lýbiku- menn sem bezt hann kunni. Kvað þá gerða út af keisara og i bað um enskt lán gegn veði í íslandi og Færeyjum, „tvö stór , lönd, þar sem annað, það er ís- land er mjög auðugt af brenni- steini.“ Candish taldi lánar-1 beiðnina ekki nægan samnings- grundvöll af því að Hinrik sé þeirra fara honum eitt sinn orð á þessa leið: „Það er ekki nóg að gera sér grein fyrir þvi hverju maður kann að geta náð snöggvast, hann verður líka að gera sér grein fyrir því hvort hann getur haldið því og varið það, þegar hann hefur unnið það og náð því.“ Þótt hersveitir Kristjáns III. væru sigursælar á árinu 1535, þá var hann hvergi nærri kominn í örugga höfn, valda og virðinga í jan. 1536, því að keisari hugsaði honum m. a. þegjandi þörfina. Honum var brýn nauðsyn á bandamönnum, en Hinrik VIII. krafðist mikils verðs fyrir að- stoð sína. Stefna Hinriks VIII. í greifa- stríðinu er iaus við allan ævin- týrablæ. Hann gerist styrktar- maður Wullenweverstjórnar- innar í Lýbiku, og reynir meira að segja að fá Wullenwever leystan út eftir fall hans og fangelsun, en Kristjáni neitar ars, að 10 skip hafi verið látin laus, en þrjú muni hann greiða. Hann tekur dauft í það að fela Hinrik málamiðlun milli sín og Lýbiku, en æskir hinsvegar styrks frá honum, og fullyrðir að andstæðingar sínir ætli að afhenda keisara Kaupmanna- mannahöfn og Kronborg, ef þeir hrósi sigri. Kristjáni var fullkunnugt, að Hinrik VIII. hefur sízt af öllu viljað að keis- ari drottnaði yfir dönsku sund- unum. Ekkert var jafnvel fall- ið til að draga hann frá stuðn- ingu við Lýbiku, og vitneskja um það að forustumenn hennar léku tveimur skjöldum í af- stöðu sinni til keisara. Mála- - 1 ,,Festahringur“ við r '■■«•-■• ■•■-■“7W5®ásendahöfn, járnbolti voru bundin við. ’ “ með lirinn' sem skip áf dýrt að baka sér reiði keisara,. ; með stuðningi við Kristján III.,, ' en nú sé gott samkomulag á j milli Hinriks og keisarans. Þeg- ! ar enski fulltrúinn reyndist svo þéttur fyrir, skundaði Kristján á fund ráðgjafa sinna, en kom ; brátt aftur og lýsti þá yfir því, i að alls ekki gæti komið annað : til greina, sem trygging fyrir ( endurgreiðslu, en hin tvö áður nefndu eylönd. Ekki var Candish ánægður með erindi sín, og bað árang- urslaust um svör við þeim samningsatriðum, sem hann átti einkum að fjalla um en hlaut dýrmæta kveðju sem vinargjöf í samningsstað. Edmund Bonner hafði tekið það fram áður við Petur Svav- eníus. að Hinrik VIII. girntist ekki ísland, sem veð fyrir að- síoð til handa Kristjáni III. Af danska ríkinu lék honum eink- um hugur á yfirráðum yfir dönsku sundunum. Kronborg og Kaupmannahöfn voru þau Gibraltarvifki, sem hann girnt- ist til handa enska sjóveldinu. Um þessar mundir voru báðir þessir staðir í höndum Lýbiku- manna, sem buðu honum þá að veði fýrir aðstoð. í bréfi til Bátalega og núvcr- andi viti á Stafnesi. hann um lán og aðstoð, nema nema gegn yfirráðum yfir Evr- arsundi. Lýbiku gat hann lánað fé án þess að eiga mikið á hættu. í þeim viðskiptum hafði hann Stálgarðinn og réttindi Hansamanna í Englandi, sem tryggingu þess, að landið væri endurgreitt. Öðru máli gegndi hinsvegar um öll skipti við Danakonung. Hann réð yfir mikilvægri siglingarleið, en átti lítilla hagsmuna að gæta í Englandi. Meðan enska flota- veldið var ekki orðið öflugi’a en það var á dögum Hinriks VIII., var ensku ríkisstjórninni bezt að forðast öll þau skipti við Dani, sem gæti orðið ófrið- arefni síðar. Dönsku fallbyss- urnar við Kronborg drógu að vísu ekki yfir fslandsála, en sökum yfirráða Dana við Eyr- arsund, hélst ísland jafnan und- ir dönsku krúnunni. Hamborg- arar fylgdu hlutleysisstefnu í Greifastríðinu og ástunduðu góða sambúð og bandalag við Englendinga. fslenzka deildin virtist smám saman hafa gleymzt og grafist undir skriðu mikilvægari atburða. Að vísu ber erindreki Hinriks konung9 Frh. á bls. 9.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.