Vísir - 11.11.1959, Blaðsíða 12

Vísir - 11.11.1959, Blaðsíða 12
Bkkert blaS er ódýrara í áskrift en Víslr. Litið hann færa yður fréttir og annað lestrarefui beim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, aS íieir sem gcrast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, ta biaðiS ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 11. nóvember 1959 Snæfellskur bóndi gerist vísindamaður. Aðaimálgagn norrænna stærMræðinga birtir eftir hann hávísindalega ritgerð. Það má til nokkurrar ný- efni rúm í blaðinu, en þvi sem lunda teljast að nýlega virtist í höfuðmálgagni norrænna stærð fræðinga hávísindaleg stærð- fræðileg ritgerð eftir roskinn bónda vestan af Snæfellsnesi. Þess er fyrst að geta að tíma- rit það sem ritgerðin birtist í Jieitir Nordisk Matematisk Tid- skrift og er í nýjuhefti 7. bindis þess rits en útgáfustaður er Ösló. Það er gefið út af Norð- Urlöndunum fimm og í rit- stjórn eru aðeins valdir nafn- kunnir stærðfræðingar frá þ'ess Umlöndum, hámenntaðir menn og lærðir. Gefa þeir ekki öðru Deítt Spánar um aðild að Nato. Aðild Spánar að Norður-At- Itnashagsbandalaginu er aftur á dagskrá, vegna komu utan- ríkisráðherra Spánar til Þýzkalands, en talið er, að Bonnstjórnin sé aðildinni mjög hlynt. Yfirlýsing frá utanríkisráð- herra Spánar um, að Spánn hafi ekki óskað eftir aðild, kalla brezk blöð hálfvolga. ■— Eitt þeirra, Westrn Mail, eitt hinna áhrifameiri blaða utan Lund- úna, segk’ að Natoþjóðir ættu ekki að flana að aðild þjóða á þeim grundvelli einum, að þær séu andvígir kommúnista. Rnssar mótlaKnir Laos-för. Dag Hamarskjöld frkv.stj. Sameinuðu bjóðanna er vænt- anlegur til London í dag. Hann er á leið til Laos, held- ur til streitu áformi sínu um að fara þangað þrátt fyrir andmæli sovétstjórnarinnar, sem vill ekki frekari afskipti Sameinuðu þjóðanna af Laos. telst flytja einhverja nýlundu í stærðfræði, eða er á annan hátt hávísindalegt. Það er því einstæður heiður fyrir hinn snæfellska bónda að hafa kom- ist að í ritið með grein sína. Snæfellingurinn heitir Vil- hjálmur Ögmundsson og hefur búið um tugi ára á Narfeyri á Skógarströnd. Fáir vita um stærðfræðiiðkanir hans og vís- indalegu útreikninga, sem -hann sinnir í hjáverkum frá annasamri búsýslu. Þó. munu flestir stærðfræðingar hérlend- is kannast við Vilhjálm a. m. k. að orðspori og hans einstæða hæfileika á sviði stærðfræðinn- ar: Menntaganga Vilhjálms var ekki önnur en sú, að hann gekk á Verslunarskólann í Reykja- vík og lauk prófi þaðan. Fyrst á eftir mun hann hafa gerzt starfsmaður hjá verzlunarfyr- irtæki í Reykjavík, en felldi sig ekki við starfið. Hélt hann þá upp í sveit og gerðist bóndi á Snæfellsnesi. Þar stundar hann þessa þungu og erfiðu fræðigrein í kyrrþey þegar ann ir daglegs strits leyfa, og vita fáir um nema nánustu kunn- ingjar og helztu stærðfræðing- ar landsins. Rétt þykir að nefna titil greinar þeirrar, sem Nordish Matematisk Tidskrift birti eft- ir Vilhjálm, enda þótt sá titill Happdrætti Háskólans: Hæstu vinningar í 11 drætti. I gær voru dregnir í 11. fl. Happdrættis Háskóla íslands 1107 vinningar að upphæð sarn tals 1,405.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 100 þús. krónur kom á nr.. 24938, en það eru , fjórðungsniiðar, seldir í umboði Valdimars .Long í Hafn arfirði. Sá næsthæsti, 50 þúsund, kom á nr. 13646, einnig fjórð- ungsmiðar, 2 seldir á Hvamms- tanga, 1 Akureyri og 1 í Rvík. Tíu þúsund krónur hlutu þessir núfner : 8743 13329 17866 17991 218-35 31192 31703 39930 40447-42525 49545. Þessi húmer fengu 5 þús. kr.: 10947 16831 20343 20583 21260 24482 24937 24939 26527 29341 33835 36896 47172 47212. Semalir vilja frelsi sfrax. Fulltrúi Ítalíu í Verndar- gæzluráði Sameiuuðu þjóðaima hefur lýst yfir, að Italía hafi ckkert við það að athuga þótt Somaliland fengi sjálfstæði fyrir en áður var ákveðið. ítalir fara þar með verndar- gæzlu og hefur verið gert ráð fyrir, að landið fái sjálfstæði í des. 1960, en landsmenn vilja hraða framkvæmd sjálfstæðis- áforma. sé venjulegu fólki hrein he- breska. Hann er: „Multiplicat- ion in n Dimensions.” Eisenhower tekur sér nvira a sjó um miðjan desember. Ifofttr þá takiö Eisenhower bandaríkjaforseti œtlar að hvílast í tvo daga á andaríska orrustuski'pinu Des Moines á Miðjarðarhafi fyrir Parísarfundinn, sem hefst 19. des. Mun Eisenhower stíga á skips De Gaulle heimsækir Banda- ríkin á næsta ári. r /»• Ovíst hvort haiiit fer fyrár eöa eftir komu Krúsévs. Parísarfregnir herma, að talsverðar líkur séu fyrir, að De Gaulle fari í opinbera heim- sókn til Bandaríkjanna snemina á næsta ári. Ekki hefur enn verið ákveð- ið nánara hvenær heimsóknin á.sér stað, en líklegt er, að það verði fyrir fund æðstu manna, sem menn gera nú vart ráð fyr- ir, að verði haldinn fyrr en snemma á næsta vori. Þá segir £ sömu fregnum, að ekkert verði enn um það sagt, hvort hann Asúuferðinni. fjöl, er hann kemur úr ferða- laginu mikla til Grikklands, Tyrklands, Áfghanistan, Irans, Pakistan og Indlands. Hann mun ekki hafa nema 5 klst. við dvöl neinsstaðar, nema í Pakist- an og Indlandi. Hann dvelst 2 daga í Karachi og 4 í Delhi. — Búizt er við að Eisenhower stígi á skipsfjöl Des Moines 15. eða 16. desember. — Forsetinn fer frá Washington 3. desember. Talið er, að forsetinn líti svo á, að eftir ferðalagið til Asíu geti hann notið beztrar hvíld- ar á sjó. fari fyrir eða eftir viðræðu- fund hans og Krúsévs, en hann er væntanlegur til Parísar í febrúar eða marz, þótt nokkrar líkur séu fyrir, að hann telji gagnlegra að ræða við Eisen- hower eftir að hann hefur rætt við Krúsév. Á það er minnst að Eisen- hower hafi boðið De Gaulle til Bandaríkjanna, er hann var í París í ágúst s.l., og lofaði hann þá að veita fullnaðarsvar við fyrstu hentugleika. Lítil hersýning i Kloskvu. Hersýning á Rauða torginu í Moskvu á byltingarafmælinu var hin minnsta frá því bylt- ingarhátíðahöld hófust. Hinsvegar var lögð meiri áherzla en nokkurn tima fyrr á að vekja athygli á tæknileg- ‘ um framförum og afrekum. Eins og getið hefur verið, ætlar Eisenhower forseti í mikið ferðalag til 9 landa í næsta mánuði. Hann mun heimsækja Rómaborg, Ankara, Karachi, Kabúl, Nýju Delhi, Teheran, Aþenu París og Rabat. Kortið sýnir leiðina, sem hann mun fara. Svanur brotnaði I spón á klöppum. Tvö lík eru fundin. Frá frétíaritara Vísis. Sauðarkróki í gærkv. Eins og sagt var frá í Vísi í dag, rak vélháíinn Svan mann- lausan á klappir rétt sunnan við Hofsós í gær, þar sem hann hrotnaði. Nú hefur rekið lík tveggja þeirra manna, sem fór- ust af honum, Hafsteins Frið- rikssonar og Gísla Gíslasonar, en lík Jóns, Ibróður Hafsteins ó- fundið. Er talið líklegt, að bátn um hafi hvolft, er skipverjar freistuðu að ná landi. Bræðumir Hafsteinn og Jón voru synir Friðriks Jónssonar sjómanns á Hofsósi og Guðrún- ar Sigurðardóttur, en Gísli son- ur Gísla forstjóra Vilhjálms- sonar á Akranesi, allir miklir efnismenn. Hafsteinn, sem var formaður á bátnum og þaulvan- ur sjómaður, var 28 ára og lætur eftir sig kónu og eitt barn, en von á öðru. Jón bróðir hans, 30 ára, var ókvæntur, en lætur eftir sig tvö börn. Hann hafði lokið háskólanámi og var skólastjóri á Hofsósi s.l. vetur. Ráðherrafundur Columbo-ríkjanna. Ráðherrafundur ríkjanna, sem standa að Columbo- áætluninni, er hafinn • Dja- karta í Indónesiu. Soekarno forseti setti hann. Á ráðstefnunni verður tekin ákvörðun um hvort samstarfinu verður haldið áfram lengur en þetta ár. Almennt er búist við einróma samþykkt um það, enda viðurkennt að aðildarríkin hafi notið margs góðs af sam- starfinu. Gísli, 32 ára, sem var nýflutt- ur til Hofsóss, lætur eftir sig konu og tvö stjúpbörn. Hér á Sauðárkróki varð tjón minna en ætla mætti og þó ekki vitað um það gjörla enn. En það er sýnilega- mest, að hafrótið sópaði burt 35 metra langri stauragirðingu, sem lá í vestur frá hafnargarðinum. Hinsvegar tókst að verja alla báta nema einn vélarlausan, það var Erla gamla, sem lengi lá í Reykjavíkurhöfn. Hún laskaðist nokkuð. En yfirleitt má segja að við hér höfum sloppið vel hvað snertir skaða af þessu afspyrnuveðri, sem er hið mesta, er hér heir geisað í óralangan tíma. Vegir teppast frá ísafiröi. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði í morgun. Á ísafirði er ennþá dimmviðri en hríðarlaust að kalla. Veður virðist ekki hafa verið iafnvont á Vestfjörðum sem á Norðurlandi, eftir því sern fregn ir hafa hermt og hvergi frétzt um fjárskaða vestanlands. Tals- verðar fannir eru samt komnar og vegir frá ísafirði hafa lokast nema til Hnífsdals og Bolunga- víkur. Leiðin til Álftafjarðar | Jokaðist á kafía en var verið að ‘ ryðja hana á ný.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.