Vísir - 24.11.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 24.11.1959, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 24. nóvember 1959 «I6KA S — til þess að geta orðið fokreiður út af nokkrum hlut, en síð. ustu tvo tímana hafði hann espast og reiðst svo mjög, að það spáði ekki góðu, og þessi reiði var þvi hættulegri, sem í hlut átti maður, sem var kaldrifjaður. Þerna Soniu opnaði er hann hringdi. — Gott kvöld, Danvers, sagði hann. — Er frú Frayne heíma? — Já, herra.... — Þér þurfið ekki að kynna mig. Segið mér aðeins hvar eg á að finna hana. Eg er ókunnugur hérna i húsinu, eins og þér vitið. Stúlkan skríkti. Henni hafði alltaf fallið vel við majorinn. Hún saknaði hans á heimilinu, og oft var hún að velta fyrir sér hve lengi hann mundi sætta sig við dutlungana i frúnni. Vinnu- fólkið í hinni íbúðinni, sem Frayne og konan hans höfðu búið saman áður höfðu sagt, að fyrirrennari hennar hefði hætt hjá henni meðan þær voru í Ameríkú, því að hún hefði ekki þolað við hjá henni lengur. — Hún er þarna inni, herra, sagði Danvers og benti á einar dyrnar. Á næsta augnabliki hafði Basil opnað dyrnar og fór inn. Það var kalt úm kvöldið, og Sonia sat reykjandi við rafmagns- ofnimi. Hún kippti vindlingnum úr munninum er hún sá hver ko minn, og rétti úr sér. — Halló, Sonia, eg vona að eg trufli þig ekki, sagði hann kuldalega. —• Hvaða erindi átt þú eiginlega hingað? Röddin var beinlínis fjandsamleg. Hann var sá maður sem hún sízt af öllu bjóst við eða langaði til að sjá. Og það var mjög bagalegt, að honum skyldi skjóta úpp einmitt núna. Hún hafði átt langt samtal við málaflutningsmann sinn í dag. Og hann hafði brýnt fyrir henni, að hún mætti ekki undir neinum kringumstæðum vera ein með manninum sínum oftar. Hún píraði augunum og hnyklaði brúnimar. Þegar Basil sá að ólund var i henni varð kuldaglensið í honum yfirsterkara reiðinni og hann afréð að hæðast að henni. — Eg leit inn til þess að tala við þig um alvarlegt mál, sagði hann. — Við verðum aö ganga frá því fljótlega. Eg fer til Ameríku í næstu viku. Það verð eg að segja málaflutningsmanninum mínum undir eins, hugsaði Sonia með sér. — Hvert til Ameríku? spurði hún. — Kaliforníu.... Nei, eg ætla ekki að leigja mr. Goldwyn töfrana mína, til að sýna hvernig afkomendur ensku höfðingja- stéttarinnar lifa ekki. Eg ætla til James frænda. Þú manst víst eftir honum? Það var hann sem giftist laglegu stúlkunni í Pasadena — ferskjur í morgunverð og einfalt líf er einmitt það, sem læknirinn hefur ráðlagt mér. Má eg tylla mér? — Vitanlega. Viltu ekki vindling? Hann þáði hann, þó hann gerði sér Ijóst hve óvelkominn hann var, og fór svo að hugleiða hverjum hún mundi vera að reyna að gera bölvun þessa stundina. — Úr því að eg minntist á lækni, sagði hann — vissir þú að Caria Barrington hefur verið alvarlega veik — og er enn? — Já, eg hef heyrt eitthvað í þá átt. — Það er út af Cariu, sem eg er kominn hingað. Sonia afréð að nú væri tíminn kominn til þess að leggja spiiin á borðið. — Já, það er einmitt út af Cariu, sem eg óska ekki að tala við þig, sagði hún. — Það er eins gott að þú fáir að vita, Basil, að eg ætla mér að fá skilnað við þig, ög að eg ætla að tilnefna Cariu Barrington sem ástæðu til skilnaðarins. Kannske hún hafi sagt þér.... — Góða Sonia, hún hefur verið veikari en svo, að hún hafi getað sagt nokkrum manni nokkrum hlut, sagði hann. — Eg frétti þetta hjá föður hennar, sem eg rakst á í kvöld. Eg held að hann hafi reynt að ná í þig, en þú varst ekki heima. Eg sagði honum að hann skyldi engar áhyggjur hafa, því að eg mundi ná í þig og gera út um málið sjálfur. — Hvað áttu við með því — gera út um málið? spurði hún. Hann lét sem hann heyrði ekki spurninguna. — Eg fullvissa þig um, að þetta voru mjög óþægilegir samfundir. Eg hef mína galla, en afsegi að bera ábyrgð á þínum. En hvað sem þvi líður þá ■ gaf eg Barrington drengskaparheit um, að bundinn yrði endir á þetta. Hún hleypti brúnum. — Það var léttúðarloforð, finnst mér, Basil. Eg var einmitt í dag að segja málaflutningsmanninum mínum að senda skilnaðarumsóknina til dómstólanna. — Þá ætla eg að ráða þér til að biðja hann samstundis um að afturkalla erindið.... Það var komin hvessa i rödd Bassils. — Þetta dettur mér ekki í hug, svaraði hún. — Eg hef bæði sannanir og vitni.... — Ekki sem duga, Sonia. Þú ert ekki svo heimsk að þú skiljir það ekki. Hlustaðu nú á mig.... Hann stóð upp og horfði niður, á hana. — Þú gerir þetta eingöngu til að eyðileggja Cariu.... Þú veist ofur vel að þú getur ekki sannað, að nokkur alvarleg mök hafi verið okkar á milli. Þú veist að við aldrei.... — Eg veit.... — Eg veit að þú stöðvar þetta sóðamál. — Nei, það geri eg ekki, hvað sem væri í boði. — Ágætt! Þá sendi eg gagnstefnu.... — Ertu ekki með öilum mjalla. Hún starði á hann og svo fór hún að hlægja. — Góði Basil, hvern ætlar þú að tilgrei-na sem samsekan mér, má eg spyrja? Eða kannske þú ætlir að saka mig um sálargrimmd? — Þú sýnir fyrst og fremst sjálfri þér grimmd, Sonia, sagði Basil. — Hefurðu kannske gleymt Earl Grandison og vafalaust skmmtilegri helgi á Sainte Juste-gistihúsinú, sem er á stað, sem heitir Lysander Falls? Krampadrættir komu í andlitið á henni og hún varð náföl — hún varð eins og dauð gríma, vegna farðans á andlitinu. Hún starði á hann sem snöggvast. Svo sagði hún: — Eg hef aldrei heyrt þann stað nefndan. En rödd hennar var ísköld af hræðslu. — Ekki það? Það var ekki hyggilegt af þér að verða ósátt viö þernuna þína Sonia. Nú brosti hann. — Þernurnar vita alltaf svo margt — óþægilegt. Miss — eða mademoiselle — Marie var sannkallaður Sherlock Holmes. Hún hefur útvegað mér allar sannanir sem eg þarf — annars mundi það verða kostnaðarsamt að borga undir mörg vitni þarna að vestan. En eg fullvissa þig um að eg svífist einskis — oð set kostnaðinn ekki fyrir mig heldur. Og hugsaðu þér hvað það verður skemmtilegt mál! Geturðu ekki heyrt hláturinn ■—ef ekki í réttinum þá áreiðanlega fyrir utan hann! Sonia Frayne — og laglegi vísnasöngvarinn sem er tíu árum yngri en hún.... — Það er lygi! Sonia var staðin upp. — Eg rak Marie vegna þess að hún ætlaði að þvinga út úr mér peninga. Eg get sannað það.... — En þú ert nú talsvert einkennileg, væna mín. Þjónustu- fólkið í gistihúsinu þekkir þig vafalaust aftur. Og auk þess — var Marie lika ein af vinstúlkum Earl Grandisons. Það er mjög skemmtilegt atriði. Geturðu ekki heyrt kunningja okkar: hugsið ykkur að hafa hálfan friðil á móti þernunni sinnL $pariö yöur hlaup á milli uaaxgra verzlana- ;iw -jfWtuTstrseti Hjálparbei&ni. Fyrirvinnulítil fjölskyldas hefur orðið fyrir því óláni f sumar, að tvö systkini stúlka. seytján ára og drengur fjórtán ára hafa slasazt alvarlega. < Stúlkan varð fyrir bíl og drengurinn fékk skot úr teygju. byssu í annað augað. Hún handleggsbrotnaði og fékk heilahristning og hefur ekki enn náð og nær kannske aldrei fullum starfskröftum. Augað var tekið með upp" skurði úr drengnum í fyrra* dag. Móðirin stendur ein uppi' með tvö ung börn. Systkinin hafa ekki fengið neitt greitt frá tryggingum, og er sjúkrakostnaður orðinn mjög tilfinnanlegur, en lög heimila drengnum enga trygg- ingu, þar eð ekki hefur sann- azt hver skaut í auga hans. Gæti nú ekki einhverjir hlaupið undir bagga og hjálp- að þessum slösuðu systkinum yfir þennan erfiða áfanga? Vísir mun taka á móti gjöf- um handa þeim. Arelíus Níelsson. 3 ★ Kolera gaus upp í októbeit í Austur Pakistan, í héruð- uniím í grennd við Dccca, höfuðborg A.P. Um 300 lét- ust úr veikinni. i AÐALFUNDUR Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur verður haldinn í félagsheim- ilinu við Kaplaskjólsveg mánudaginn 7. des. kl. 8.30 síðdegis. Fundarefni: Venju- leg aðalfundarstörf. Laga- breytingar. Stjórn K.R.(1069 ________________(1063 FLOKKAGLÍMA Reykja- víkur fer fram 8. desember í íþróttahúsinu á Háloga- landi. Glímufélagið Ármann sérummótið. (1075 TIL SÖLU skatthol 800 kr. Stofuskápur 1400 kr. Sími 12773. — (1095 SÓFASETT, í góðu standi, til sölu fyrir aðeins 2500 kr. Simi 17216,(1098 PELS. Nýr, grábrúnn skinnpels, % sídd, meðal- stærð, til sölu ódýrt á Báru- götu 20. Sími 12089, (1101 TAKZAM ANP BILL POSTER ENTEKEP’ TWE HUT ANP STOOT IN SPEECHLESS HOEEOE.- E. R. Burroughs Tarzan og Bill fóru Inn i [ kofann, í dyrunum stað- - TARZAIM - 3146 næmdust þeir skelfingu lostnjr, Fyrir augum - þeirra lágu leifar af Francis Fost-H er. Henni hafði hefnast fyrir^ lífsvökva Endumýjarans. euspi 3oM Citteso FOR. THEEE EEFCI2E THEÍA LAV THE WITHEKEÞ EEMAINS OF FEANCES FOSTEK- 60WLV PUNISHEP’ FOR STEALIN&THE P6ESEZVEftS EUXJS oFL/fíe/ g.í7 60,0 : DRENGJASKYRTUR, — hvítar, með gylltum erma- lmöppum, til sölu. Einnig skemmtileg barnanáttföt með skóm á 1 árs, mjög ódýrt og fallegt. Upph í síma 35316. BORÐSTOFUBORÐ og Z stólar til sölu á Bergsstaða- stræti 60, kjallara. (1103 BORÐSTOFUBORÐ og 4 stólar til sölu. Uppl. eftir kl. 8 í síma 10383.(1091 RAFMAGNSOFN, nýrs mjög ódýr og fallegur útUís, selst -afar ódýrt. Kápusalan, Laugíivégi 11, efstií haeð. — Sími 15982. (1092

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.