Vísir - 25.11.1959, Page 10

Vísir - 25.11.1959, Page 10
10 VlSIft Miðvikudaginn 25. nóvember 1959 .11 Hún var orðin svo reið að hendur hennar titruðu. — Komdu bara með öll falsvitnin þín! Eg skal berjast.... — Nei, heyrðu nú, Sonia. Þetta er of sóðalegt mál til þess að láta almenning smjatta á þvi, sagði hann. Það er bara leiðin- j legt að þú skulir vera svona veik á svellinu gagnvart stráklingum Manstu laglega fiðluleikarann í Sviss forðum? Heldurðu að það væri ekki réttara að við létum málin falla niður, bæði? Viö skulum tala saman eins og skynsamt fólk. Eitt er að eyðileggja nafn og mannorð Cariu, — en hitt er annaö að það endar með því að þú hefur hvorki nafn né mannorð sjálf. Hún réð sér ekki fyrir reiði. Alla sína æfi hafði hún óttast meira en nokkuð annað að verða til athlægis. Og hún vissi mæta vel, að hann hafði á réttu að standa. Hún þekkti klíkuna sína — henni fannst hún heyra hláturinn. Það væri óstjórnlega hlægi- legt — Sonia falla fyrir dökkum augum og rjómatenór! Ekki einu sinni frægum manni — aðeins venjulegum stráklingi, sem hafði orðið statisti i kvikmynd og síðar viölagasöngvari hjá danshljómsveit. Hún vissi vel að hún hafði hagað sér eins og bjálfi — en henni hafði leiðst, og Garry hafði óneitanlega verið skramba snoturt karldýr. Heyrðu nú, Sonia, sagði Basil, — Við skiljum hvort annað mæta vel. Við viljum bæði verða frjáls. Þú getur gjarnan fengið skilnað. Eg skal taka sökina á mig. En þú gerir svo vel að bendla Cariu ekki við þetta mál — og yfirleitt minnist þú ekki einu orði á hana! Ef þú gerir það, skaltu ganga að því vísu að hún franska Marie þín leysi frá skjóðunni líka, — og það iðrastu eftir. Hvað segir þú um það? Hún horfði á hann, grænu augun í henni voru dimm af hatri. En hún vissi að hún hafði beðið ósigur. — Þá það, sagði hún. — Þú vannst. En eg fullvissa þig um, að þú skalt ekki hafa neina ánægju af því. Hún giftist Ross Carlton — þá færð hana aldrei aftur. I Það vissi hann áður, og af því að leóparðinn getur aldrei losnað við hringina sína þó hann gerfibúist um stund, þá var það satt að það sem kvaldi hann mest var að Caria hafði aldrei verið hans. Samt fannst honum hann hafa endui’heimt eitthvað af stæri- lætinu, sem Barrington hafði flett svo miskunnarlaust af honum fyrr um daginn. I Morguninn eftir að Basil Freyne hafði átt hið einkennilega samtal við konu sína, tók Mary stóra körfu með blómum og ávöxtum, sem höfðu komið með sérboða frá London, og fór með þetta inn í herbergi Cariu. ! — Þú manst að það er afmælið hans föður þíns í dag, sagði hún. — En það er svo að sjá, að þú fáir gjafirnar. | — Ó! Augu Cariu urðu stór af örvæntingu. — Hvers vegna hefur enginn minnt mig á daginn? Elsku bezti pabbi minn! Þetta er i fyrsta skipti sem eg hef gleymt.... i — Hann kemur hingað út eftir seinna. Og eg þú ætlar þér að halda áfram að vera svona raunaleg, skaltu eiga okkur öll á fæti. Caria var ekki orðin nógu hraust til þess að geta verið virki- lega raunamædd. Hún vissi að faðir hennar mundi skilja allt. — En hver hefur sent þessa? spurði hún og benti á körfuna. — Frayne majór, sagði Mary rólega. — Bíddu hæg, væna mín. Það er bréf frá honum hérna lika. Eg skal opna það, en eg hugsa að þú viljir helzt lesa það sjálf. Caria tók bréfið og las það, sem Basil hafði skrifað: „Kœra Caria mín: — Mig langar til að láta þúj vita, að málið, sem hefur valdið þér erfiðleikum, er nú útkljáð. Við Sonia œtlum að skilja, en það verða ekki nefndir neinir „samsekir“ á hvoruga hliðina. En, góða Caria. hvers vegna komst þá ekki til min, í sambandi við þetta? Þó að eg eigi skilið að þú hugsir Ijótt um mig, hlaust þú að vita að eg mundi vilja verja þig. Þú þarft engu að kviða, hvorki nú eða í framtíðinní. Eg óska þér af heilum hug til hamingju —og flýttu þér nú að verða frisk. — Basil.“ En hvernig hafði hann komist að þessu? Ekki gat Ross hafa sagt honum það. Nei, þá var líklegra að Sonia hefði komið upp um sig sjálf, í ógáti. Hún lagöi aftur augun og hallaði sér aftur á koddann, svo föl að Mary tók handleggnum undir höfuð henni og hélt vatns- glasinu upp að munninum á henni. — Drekktu svolítið, Caria-------- — Þetta er.... allt í lagi, sagði Caria og röddin varð allt í einu styrkari. — Nú verð eg bráðum albata — í einu vetfangi, skal eg segja þér. — Hvað hefur komið fyrir? spurði Mary Roger þegar hann kom skömmu síðar. — Já, nú veit eg ekki! sagði hann. En eg hitti Frayne og veitti mér þá ánægju að segja honum álit mitt á honum og hans ágætu frú. Ef satt skal segja varð hann fjúkandi vondur, — það er áreiðanlegt að hann vissi ekkert um hvað var í bígerð. Svo símaði hann til mín siðar og sagði aö allt væri í lagi, og að við mundum ekki hafa nein óþægindi af Soniu framar. — Það mun vera eitthvað í líka átt sem hann skrifaði Cariu, býst eg við, sagði Mary. — Hefur hann skrifað henni? Hún kinkaði kolli. — Eg held að þú ættir að fara upp til henn- ar strax — hún var svo sár út af því að hún hafði gleyrnt af- mælinu þínu. . i .apajáð yður Jilaup á ndlji icargra verzlana! . » . WWJOðL ÁÖM HOÖM!: ($1$) -Ausuurstrssr.i AÐALFUNDUR NORRÆNA FÉLAGSINS veröur haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum föstudaginn 27. nóv. n.k. og hefst kl. 20,30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Að aðalfundi loknum verður efnt til kvöld\’öku. Skemmtiatriði: Skemmtiþáttur, sem leikararnir Vaiur Gíslason og Klemens Jónsson flytja. Dans. Félagar fjölmennið. Stjórnin. mW&ð&ð&Jr. wmm E. R. Burroughs - TARZAIM - 3144 "CALL IT tXTGj' SOOTW9P’ TA!?ZAN. "HES OSSESSICN AN!7 HEK QL'EST WAS TOTAkS THE PKESETKVEKS VOUTH P __S Greftrun systur Bill Fost- ers var framkvæmd eins fljótt og auðið var. „Það voru örlögin, sem voru að verki,“ sagði Tarzan hugg- andi. „Það var hennar mark- mið og áhugamál að taka inn yngingartöflurnar.“ — „Já,“ mælti Bill, „hún hefði tekið "yES,'1'SAIÍ7 SILL. *SHE WOULP HAVE TAK.EN THEJV\ EVEN THOUSH SHE KNEW WHAT TH£ OUTCOiVtE WOUU? SSl ^ þær inn, jafnvel þótt hún hefði vitað um afleíðing- KVÖLDVÖKUNNI Það var æfing í leikhúsi í New York og leiðbeinandinn bað leikkonu, sem lék þar, að kveikja um leið og hún kæmi inn. Hún sagðist skyldi gera það — en gerði það ekki. Aftur bað leikstjórinn hana að kveikja um leið og hún kæmi inn, en hún gerði það ekki. Hann reyndi í þriðja sinn, en án ár- angurs — þá ætlaði leikstjór- inn að springa í loft upp. Leik- konan varð alveg rugluð og sagði: „Eg hélt þér meintuð ljósið innanfrá!“ ★ Maðurinn hafði verið að leika golf og hélt yfir bílastæðið. Þá hitti hann þar unga stúlku í stuttbuxum. Hún bað hann að gera sér greiða. Það væri svo herfileg dauð padda í bílnum hennar og hún væri ægilega hræddi við pöddur og bað hann að ná henni út. Maðurin gerði það. Þetta var dauð engispretta. Unga stúlkan var mjög vin- gjarnleg og hann rabbaði við hana um stund, en minntist þess þá, að hann átti að hitta konu sína og kvaddi. Skömmu síðar leit hann við. Sá hann þá, að hin hrædda unga stúlka beygði sig niður, tók upp engisprettuna og fleygði henni inn í bílinn sinn! ★ Arthur Hopkins leikstjóri sat á öftustu röð og var að horfa á nýtt leikrit, sem hann stjórnaði og var leikið í fyrsta sinn. Það leit út fyrir að leik- ritið myndi „falla í gegn“. Hann bölvaði í hálfum hljóðum. Kona, sem sat í næsta sæti fyrir framan hann snéri sér við og sagði-örg: „Ef yður geðjast ekki að leikritinu, hvers vegna farið þér þá ekki fram í aðgöngu- miðasöluna og heimtið pening- ana yðar aftur?“ Hopkins hugsaði til sextíu þúsundanna, sem hann hafði eytt í leikritið og sagði: „Eg vildi að guð gæfi að eg gæti það, frú!“ ★ Nýr sjúklingur var kominn á geðveikraspítalann. Flestir sem þangað koma eru mjög öf- ugsnúnir í fyrstu, en þessi var sí-brosandi. í rauninni skelli- hló hann. „Nánustu ættmenni yðar?“ spurði rannsóknarlæknirinn. „Tvíbura-bróðir,“ svaraði hinn. „Við vorum afskaplega líkir tvíburar. Það var ekki hægt að þekkja okkur að. í skólanum henti hann bréfkúl- um í kennarann, en kennarinn kenndi mér um það. Einu sinni var hann tekinn fastur fyrir of hraðan akstur, en dómarinn dæmdi mig' fyrit hann. Eg átti stúlku. Hann stökk í burtu með hana.“ „En hvers vegna hlægið þér svona mikið?“ „í síðastliðinni viku jafnaði eg um gúlana á honum.“ „Hvað kom fyrir?“ „Hvað kom fyrir? Nú eg dó, en þeir grófu hann.“ Bezt a5 auglýsa í Vísi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.