Vísir - 30.11.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 30.11.1959, Blaðsíða 4
 Mánudaginn 30. nóvember 1959 Indverskir vísindamenn sagðir vera að levsa offjölgunarvandann. Ófrjósemipillaii ódýrari í framíeiÓslu en aspirin. Þegar komið var fram á árið 1957 var mönnum almennt orðið ljóst, að víkja varð frá Eiægagangsstefnunni í þessum snálum. Amrit Kaur prinsessa lét af störfum og við embætti heilbrigðismálaráðherra tók D. P. Karmakar, maður, sem vissi, að hér dugðu engin vettlinga- tök, kjarkmikill og einbeittur, Og aðrir enn róttækari, komu við sögu. Áhugasamur herlæknir, Bis- Eien Lar Raina var settur yfir „fjölskyldu-skipulagsmálin", og fékk hann fjárhæð, sem svar- aði til 10 milljóna dollara til framkvæmdai innan vébandp. annarar fimm ára áætlunarinn- ar til þess að vinna að þessum málum, og heitið meira fé, ef þörf krefði. Hann endurskipulagði nú heilsustöðvarnar, gerði þær að iniðstöðvum fjölskyldu-skipu- lagsmálanna. Þær skyldi reka á heilbrigðislegum grundvelli. Ráð gefin aðeins hjónum, sem af eigin hvötum komu — en virtar skoðanir þeirra, sem andvígir voru skipulagning- unni eða fækkun barnsfæðinga. Hann endurtók hvað eftir ann- að, að höfuðmarkið væri að ala upp börn við sem ákjósan- legust heilbrigðis- og félagsleg skilyrði. Hann setti sér að marki, að hafa 20.000 manna sérþjálfað lið og 2500 stöðvar víðsvegar um landið 1961. Þeg- ar þetta er ritað er búið að sér- þjálfa til leiðbeininga 2370 kennara og koma upp 825 nýj- um heilsustöðvum. „Innan árs,“ sagði hann nýlega, „getum við náð til 40 milljóna fjölskyldna árlega.“ f sumum heilsustöðvunum starfa ýmsir færustu læknar Indlands og ágætlega menntað- ar hjúkrunarkonur og félags- málasérfræðingar. Yfirstjórn hverrar stöðvar er í höndum eins eða tveggja lækna. Hvað geta mannlegar verur gert? Til dæmis um fyrstu erfið- leika er eftirfarandi frá Singur í Vestur-Bengal Sett var á stofn heilsustöð. Forustumenn hennar kvöddu leiðtoga byggð- arlagsins á sinn fund til þess að skýra allt fyrir þeim. „En af hverju eruð þið að þessu?“, spurðu þeir. „Guð einn ræður þessu. Hvað geta mannlegar verur gert?“ Með gát var útskýrt, að það væri býsna margt, sem „mann- legar verur“ gætu gert í þess- um efnum. Og þeir leiddu at- hygli að því, að með sama á- framhaldi og verið hefði yrði margfalt fleiri að seðja, — en þegar væri svo komið, að mat- arskortur væri mikill — að staðaldri. Og nú var stofnað til fræðslunámskeiða og voru sér- stök námskeið fyrir feður — önnur fyrir mæður. Þegar í byrjun voru konurnar miklu betri viðfangs. Þær virtust skilja þetta betur. Mæður fóru jafnvel að taka ógiftar dætur sínar með. En eiginmenn kunnu því illa, ef ókvæntir synir þeirra komu og frændur —; jafnvel ráku þá út. Á þessum námskeiðum var fólkinu sagt hvaða aðferðir væru væru til þess að tak- marka barneignir — og velja þá aðferð, sem þeim væri helzt að skapi. Brátt fór fólk að koma lengra að til þess að fá fræðslu — og árangurinn er þegar að byrja að koma í ljós. AðalatriSið er, að fólkið veit nú, að það þarf ekki að eignast fleiri börn en það getur sóma- samlega séð fyrir. . Róttækari aðferðir — Hátt settir indverskur emb- ættismaður og vel metinn stærð fræðingur, R. A. Gopelaswami, maðurinn, sem leiddi skýrast í ljós að manntalið 1951 boðaði hreinan þjóðarvoða, hóf bar- áttu fyrir róttækari aðferðum. Hann hvatti til þess, að allir foreldrar, sem eiga 3 börn eða fleiri væru gerðir ófrjóir með skurðaðgerðum. Það væri eina ráðið til þess að halda fjölgun- inni í skefjum. „Og það skiptir engu“, sagði hann, hvort for- eldrarnir eru efnaðir eða ekki. Indland hefur ekki ráð á því, að fleiri börn en 3 fæðist í hverri fjölskyldu, og eitt verð- ur yfir alla að ganga.“ Þegar hann fyrir 3 árum tók við embætti í Madras komst hann að raun um, að einstakir læknar voru farnir að framkv. þær aðgerðir, sem hann hafði boðað, þ. e. áhættulitlar skurð- aðgerðir, sem ekki taka nema stundarfjórðung. Gopalaswami fór að kynna sér skoðanir fólks, sem þessar skurðaðgerðir höfðu verið gerðar á. Það varð til þess, að hann fór út á nýjar brautir, þ. e. farið var að hvetja menn til þess að undirgangast slíkar aðgerðir af frjálsum vilja — og veita fólki nokkur hlunnindi og fjárstyrk, þ. e. nokkurra daga frí frá störfum eftir skurðaðgerðir og nokk- urra dollara styrk. Slíkar aðgerðir eru nú gerð- ar á þúsundum manna árlega í þessum landshluta. En í öðr- um, svo sem í Kashmirdalnum, hafa læknar farið út á þessa braut, án þess að vita um það, sem var að gerast í Madras. Þar hafa verið framkvæmdar 10.000 slíkar skurðaðgerðir á 5 árum. Ófrjósemipillumar. Líkur benda þó til, að með uppgötvun, sem indverskur læknir hefur gert, verði Ind- landi bjargað á heppilegastan hátt frá þjóðarvoða af völdum off jölgunar. Læknir þessi nefn- ist dr. Sudhir Nath Sanyal, sem starfaði að athugunum sínum í litilli rannsóknarstofu í Kal- kútta. Hann byrjaði rannsókn- ir sínar á indverskri akurbaun, Pisum sativiun, sem indversk- ar konur mala í deig. eða nota í súpur.Úr henni vann hann svo nefnda „ófrjósemi-olíu“, bland- aði öðrum efnum, og bjó til pillur, sem hann gerði tilraunir með á rottum af báðum kynj- um. Þegar þær fengu þær með annarri fæðu gátu þær' ekki eignast afkvæmi, en höfðu eng- in skaðleg áhrif á almennt heilsufar þeirra. Verkanirnar Framh. á bls. 9. fyrir SOGSVIRKJUNARBRÉF 1959 RAFMAGNSVÍSITÖLUBRÉF sem verða til sölu hjá bönkum, flestum sparisjéðum og nokkrum verðbréfasölum frá og með 1. desember n.k. t T B O Ð 30 milljóna króna Sogsvirkjunarlán 1959 vegna virkjunar Efra-Falls, sem tekið er samkvæmt lögum nr. 35 23. maí 1959, um viðauka við lög nr. 28 23. apríl 1946, um virkjun Sogsins. 1. gr. — Höfuðstóll lánsins er kr. 30 000 000,00. Útgefin eru skuldabréf fyrir samtals kr. 36 075 000,00, og er mismunurinn vextir, sem allir eru greiddir fyrir fram til eigenda bréfanna þannig, að þeir eru dregnir frá nafnverði hvers bréfs við sölu. 2. gr. — Lánið er í fimm flolckum, sem skiptast þannig: Litra A að nafnverði kr. 4 220 000,00, þar af höfuðstóll kr. 4 000 000,00 með 5%% ársvoxtum, gjalddagi 1. nóv. 1960. Kaupverð 5 000 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 4.761,07 — 1 000 — — ---------------952,21 Litra B að nafnverði kr. 7 828 000,00, þar af höfuðstóll kr. 7 000 000,00 með 5%% ársvöxtum, gjalddagi 1. nóv. 1961. Kaupverð 5 000 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 4.492,47 — 1 000 —• — — — —---------- 898,49 Litra C að nafnverði kr. 9 528 000,00 þar af höfuðstóll kr. 8 000 000,00 með 6% ársvöxtum, gjalddagi 1. nóv. 1962. Kaupverð 5 000 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 4.219,09 — 1 000 — — — — —---------- 843,82 Litra D að nafnverði kr. 10 292 000,00, þar af höfuðstóll kr. 8 000 000,00 með 6E4% ársvöxtum, gjalddagi 1. nóv. 1963. Kaupverð 5 000 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 3.907,65 — 1 000 — — — — —---------- 781,53 Litra E að nafnverði kr. 4 207 000, þar af höfuðstóll kr. 3 000 000,00 með 7% ársvöxtum, gjalddagi 1. nóv. 1964. Kaupverð 5 000 kr. bréfs hinn 1/12 1959 er kr. 3.585,70 — l 000 — — ___-----------717,14 3. gr. — Öll skuldabréfin eru útgefin tii handhafa. Þau eru í töluröð eins og segir í aðalskuldabréfi. Bréfin eru útgefin að nafnverði kr. 5 000,00 og kr. 1 000,00. 4. gr. — Við innlausn hvers skuldabréfs skal greiða verðlagsuppbót á nafnverð þess í hlutfalli við hækkun rafmagnsverðs í Reykjavík frá því, sem var í október—nóvember 1959 til gjalddaga þess, 1. nóvember hvert áranna 1960—1964. Skal hér miða við það rafmagnsverð sem greitt er fyrir rafmagnsnotkun 1. nóvember ár hvert 1960—1964. Lækki rafmagnsverð í Reykjavík frá því, sem var í október—nóvember 1959 til gjalddaga bréfanna, verða skuldabréfin innleyst á nafnverði. Rísi ágreiningur um framkvæmd verðtryggingar þessarar, skal mál- inu vísað til nefndar þriggja manna. Hagstofustjóri er oddamaður, en hinir tilnefndir af stjórn Sogsvirkjunarinnar og Seðlabankanum. 5. gr. — Innlausn bréfanna fer fram í Landsbanka íslands, Seðlabankanum. Eftir gjalddaga greiðast ekki vextir af gjaldföllnum skuldabréfum, og eng- in verðlagsuppbót er greidd á nafnverð skuldabréfa vegna hækkunar á rafmagnstöxtum, sem kann að eiga sér stað eftir gjalddaga bréfanna. 6. gr. — Skuldabréf fyrnist, ef því er ekki framvisað innan 10 ára frá þeim degi, sem það féll í gjalddaga. 7. gr. — Lánið er tryggt með sjálfsskuldarábyrgð ríkissjóðs og bæjai-sjóðs Reykj avíkur. Aðalskuldabréf lánsins með áritaðri ábyrgðaryfirlýsingu fjármála- ráðuneytisins er geymt hjá Landsbanka íslands, Seðlabankanum, Reykja- vík. Hver sá, er sannar, að hann sé löglegur eigandi sérskuldabréfs sam- kvæmt aðalskuldabréfinu, getur fengið eftirmynd af því hjá bankanum gegn hæfilegri þóknun. Nóvember 1959. LANDSBANKI ÍSLANDS, SEÐLABANKINN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.