Vísir - 15.12.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 15.12.1959, Blaðsíða 4
VÍSIR Þriðjudaginn 15. desember 1959. Bækur * á * jólamarkaðnum *í*ár Svona er mann \ Magnús Bjömsson á SySra-' Hóli: Hrakningar og höfuð- • ból. Prentverk Odds Bjöms r sonar. Akureyri 1959. „Mig óar að segja „Ðrottinnl sé með yður“, þessum óguðlega j söfnuði. „Lengi hefur mér þótt vænt um þessi hreinskilnu orð prestsins. Mér hefur fundist að. ef eg hefði verið í hans sporum, mundi efalítið hafa verið eins ástatt um mig. Til allrar ham- ingju varð ég ekki prestur. En upp að vissu marki höfðum við allir sömu skyldur og prestur- inn. Sem nafnkristnum manni hlýtur mér að vera skylt að hiðja guð að hjálpa hverjum og einum meðbræðra minna, en núna þegar ég lít yfir uppsker- una að bókaútgáfu þessa árs, skelfing á eg þá bágt að biðja þessarar bænar fyrir þeim for- leggjurum, sem gefið hafa út mestmegnis rusl. Mér er svo líkt háttað og prestinum, sem ekki treysti sér lengur að biðja fyrir ríkisstjórninni þegar Framsókn var orðin þar öllu ráðandi, enda þótt hann vissi að (eftir hans skilningi) var þeirri stjórn mest þörf á guðs miskunn. Það er sæmilega ör- ugt að aldrei höfum við á einu ári fengið svo margar góðar bækur sem nú. Margir forleggj- arar hafa.gert ágætavel, þó að bezt muni Menningarsjóður hafa gert, enda var honum það vorkunnarlaust og raunar skylt. Og þegar þorrinn gerir vel, þá er þeim vorkunn sem lélega hafa valið, og betri menn og sannkristnari en ég ( munu eflaust minnast þeirra í hænum sínum. Meðal þeirra, er sannarlega hafa gert vel, er Bókaforlag Odds Björnssonar, þó að ekki ætli ég að gera neitt allsherjar framtal á bókum þaðan. Nokk- urt nýjabrum er á bók Sigurð- ar A. Magnússonar, Nýju fötin keisarans, engu síður fyrir það þótt mikill hluti hennar hafi áður verið prentaður á víð og dreif, og með engri sanngirni og engu viti verður sú bók köll- uð ómerkileg. Það var greini- legt þegar hann fór að skrifa um bækur, að þá var þar kom- inn til sögunnar nýr maður í þeirri grein, maður, sem kunni til sinnar iðnar og skrifaði, að ég hygg, alltaf af- heiðarleik. En um langt skeið hafði heiðar- leik í íslenzkum ritdómum verið mjög áfátt og lesendur voru nokkuð almennt hættir að taka mark á þeim. Hinir, sem enn tóku þá fyrir góða vöru, þóttust oft illa sviknir. Svo var um landa okkar vestan hafs, en þar kom ginninpin niður á þeim, er sízt mátti leiða í villu. Þetta um heiðarieik og kunnáttu Si«urðar b°r nv’” jafnt að sepia fvrir bví. að þrásækilega hof óv v-rig 'vj’-vc umsögnum dóma; sjónarmiSi*» ''-f- gerólík, enda löng leið á milli minnar kynslóðar og hans. Þá er ég illa svikinn ef bók Sigurðar verður ekki mikið lesin, jafnvel ákaflega mikið, en ekki var það hún, sem ég ætlaði að skrifa um þegar ég settist niður, heldur sú bók Magnúar Björnssonar, er að of- an getur. Það fer varla hjá því, að hún verði almennt talin til merkustu bóka þessa árs. Fyrir tveim árum kom út eftir hann önnur bók samskonar, af svip- aðri stærð og á allan hátt sam- stæð þessari: Mannaferðir og fornar slóðir, og hlaut verðugt hrós, en ekki mun þessi þykja síðri. Þetta eru sagnaþættir, að miklu leyti bundnir við Húna- vatnsþing og gerast mestmegn- is á átjándu, nítjándu og allt niður á tuttugustu öld. Þó er hér einn sem gerist á fjórtándu öld, og varla hefur Magnús sýnt það annarstaðar betur hvílíkur sögumaður hann er; þar er vel smíðað úr knöppum efniviði,1 án þess að nokkurs staðar sé teygður lopinn með skáldskap eða tilbúningi. En á þeirri að- ferð hefur dálítið borið hér núna síðustu árin og um hana á ég a. m. k. engin lofsyrði. Ef hrósa á henni þá verður að hrósa henni sem skáldskap, en en ekki sagnfræði. Fróðleikur Magnúsar Björns- sonar er með undrum þegar tekið er tillit til aðstöðu hans, ’ | sveitabónda, ekki auðugs, sem ævilangt hefur orðið að strita 1 fyrir sér og sínum, og þessi. fróðleikur er svo frábærlega J traustur og nákvæmur. Þá er, og frásagnarmátinn svo sem bezt má verða, alltaf einfaldur og látlaus og alltaf lifandi. hversu dauft og fábreytt sem efnið kann að vera í sjálfu sér. Ekki svo að skilja að allt orki jafn-hrífandi á huga lesarans. Slíkt er vitaskuld óhugsandi. í þessari bók mun mörgum þykja daufastur þátturinn um Björn á Brandsstöðum. En hver mundi þó vilja útskúfa þeim þætti úr bókinni? Og svo er Magnús skygn á einstaklings- eðlið og kjarna mannlífsins að María Kristrúnardóttir, þjón- usta hans í æsku, föðurlausa barnið, alið upp við hræðilegt harðrétti á útigangi lífsins, stúlkan sem aldrei kemst hærra í metorðastiganum en að verða umkomulaust hjú, hún verður honum efni merkilegrar frá- sagnar. Svona fer þeim höf- undum, sem gott hafa höfuð og hjartað á réttum stað. Allir rit- höfundar lýsa sjálfum sér í verkum sínum; hjá því geta þeir ekki komizt. En fjarska eru þættirnir hver öðrum ólíkir. Það má vera meiri stillingarmaðurinn, semj les þátt Jósafats Sighvatsson- ar frá upphafi til enda án þess að brosa nokkru sinni — eða j .iafnvel hlæia — og er þó langt: frá »ð bar sé allt broslegt. Og J ekVi jptla é<» að sá steinn sé til: að h=i" víVni ekki fvrir hetju- Holtastaða-Jóhanns? Merkileg er hún og mikið hefur verið í manninn spunnið og góður hef- ur kjaminn verið innst inni, hversu breyskur sem maðurinn var fyrra hluta ævi sinnar. Af einum sona hans, Pétri bóksala á Seyðisfirði, hafði ég um mörg ár allnáin kynni, og þar var sannarlega góður drengur. Lár- us munu margir Reykvíkingar ennþá muna. Og ekki var þar kveifarmenni. Hérna sjáum við mannlífið elns og það var á þrautatím- um — og eins og það er alla tíð innst inni. Við eigum enn í dag þeirri háðung áð venjast að meira og minna merk rit í sagnfræði eru gefin út án svo mikils sem ein- faldar nafnaskrár, að ekki sé minnzt á eiginlegt registur. Því skal þess getið hér, að þessar bækur Magnúsar eru með góð- um skrám yfir mannanöfn. Það er góðra gjalda vert, en ekki fullnægjandi. Örnefni þarf að taka með, einkum bæjanöfn, og helzt líka þá bókatitla sem fyrir koma. Það er játning kristinna manna að svo bregðist krosstré sem önnur tré, Nú eru að vísu illir tímar; en getur það verið að jafnvel Magnús Björnsson hafi í því moldviðri málleys- unnar, sem nú gengur yfir land- ið, villst inn í hjörð þeirra tví- fættu sauðkinda, sem líklega vilja jarma á íslenzku en geta ekki lært það? Hann sem skrif- ar svo fallega íslenzku? Er það hugsanlegt að hann hafi fengið í sig þágufallspestina nýju og að frá honum sjálfum séu kom- in inn í þessa bók slík þáguföll sem Jósafati og Jónatani? Eg vil helzt ekki þurfa að trúa því, enda þekki ég allt of vel af reynslunni hvernig fér þeg- ar setjararnir fara að lagfæra mál okkar. En nóg höfum við þegar fengið af slíkum fénaði sem Alfreði Tennýsyni. Geiri Zoegi (hvernig á að bera það nafn fi’am?), Thorarenseni, Daníeli Thorlaociusi, Thori Thorsi, Haralzi, Bergsi, Ey- landsi, og öðrum slíkum skraut- blómum þágufallsins nýja þó að ekki fari Magnús Björnsson að fjölga þeim. Þeir eiga gott sem gert geta sér vonir um að sjá næstu bók þessa merkilega og fjölvitra höfundar. — Sn. J. „Eiít veit eg“, ritgerða- safn Einars H. Kvarans. Mörgum mun finnast nóg um, hversu margar bókaútgáfurnar eru orðnar á landi hér. Þó mun mönnum ekki hafa þótt seinna vænna, að þeir, sem sálarrannsóknum unna, hleyptu af stokkunum útgáfu fyrir sig, útgáfu, sem leitaðist við að gefa út þær bækur, sem veita fróð- | leik um þessi mál, skýra frá ! því, sem er efst á baugi hverju j sinni og kynna jafnframt kenn- I ingar þeirra, sem mest og bezt hafa barizt fyrir framgangi og skilningi á spíritisma. Bókaútgáfa Sálarrannsókna- ■ : félag íslands hefir nú byrjað göngu sína á því að gefa út bók- ina „Eitt veit eg“, sem er safn ritgerða eftir Einar H. Kvaran, rithöfund og hinn ótrauða frumherja spiritismans hér á landi. Það er vel við eigandi, að hafizt sé handa á 100 ára af- mæli hans, og leikur ekki á tveim tungum, að þessari út- gáfu verður vel tekið og bókin mikið lesin. Það er ekki fjarri því að segja, að hér sé ferðinni eins- konar kennslubók í spíritisma, greinar, sem gera mönnum grein fyrir helztu atriðum og undirstöðum, er gott er að kunna skil á, þegar menn vilja fræðiast um þær kenningar, er spiritisminn byggist á. Eru greinar og erindi í bókinni frá ýmsum tímum og mun elzti þátturinn frá 1905, þegar Einar mun hafa verið að byrja að kynna landsmönnum þessa stefnu. Hér er því miður ekki kostur á að rita svo um bók þessa, sem vert væri. Því miður leyfir tíminn það ekki og svo má. einnig gera ráð fyrir, að þrengsli í blöðum nú fyrir jól- in muni orsaka, að betra sé að rita stutt og fá það birt sem fyrst, en langt mál, er sæi ekki dagsins ljós fyrri en síðar. Að- altilgangurinn er að vekja at- hygli á safni góðra greina, sem allir hafa gott af að lesa. Logi. FEHÐ AIM EIMDA. Afbragðsbók eftir Freuchen. „Ferð án enda“ er heiti bók- ar eftir Peter Freuchen, land- könnuðinn og rithöfundinn heimsfræga, sem kom út í haust í þýðingu Jóns Helgasonar og á vegum Skuggsjár. Frásagnarvettvangur bókar- innar er Grænland, það land sem Freuchen unni heitast allra landa, enda heimkynni hans að meira eða minna leyti frá æsku til felli. í gegnurn þessa bók kynnist lesandinn íbúum þessa stór- brotna en hrjúfa og hrjóstruga lands — eskimóunum, — fær nýja innsýn í hugarheim og sálarlíf þeirra, fylgist með dag- legu lífi þeirra, veiðiaðferðum, ferðalögum, sambýli við út- lendinginn, ástum þeirra og þjóðtrú. Þetta er heimur, sem er annar en sá, sem við lifum í, nýstárlegur í augum okkar og að honum mikill fróðleiksauki. En þetta er þó ekki kjarni bókarinnar, heldur er það frá- sagnarmáti Frauchen sjálfs. Hann er einstæður í sinni röð. Allt glæðist lífi, sem hann tekur - sér fyrir hendur að lýsa, hvort heldur það er mannfólk, eða. steindautt landslag. Það er eins; og allt verði að stórbrotnum atburðum og heillandi ævin- týrum, sem á vegi hans verður. Þess vegna er bók hans annað: og meira en fróðleikur, hún verður að spennandi frásögn eins og þær gerast áhrifamestar- í reyfurum. Það er ekki sízt fyrir þessar sakir, að Freuchen. hefur orðið einn allra vinsæl- asti höfundur sem nokkru sinni. hefur skrifað um Grænland og Grænlendinga. Þýðingin virðist vandvii’kn- islega af hendi leyst og málið gott. Það er menningarauki að gefa slíkar bækur út og á Skuggsjárútgáfan þakkir skild- ar. Þ. J. Ævintýrið í himingeimnum. Bcssgdóttur. En <sú í»erð'st í febrúarveðr- inu mikla' 1925, veðrinu, sem vart mun gleymast nokkrum þeim, er þá var kominn til vits og ára. Og hverjum mun ekki forvitni að lesa þarna ævisögu Á s.l. ári gaf Almenna bóka- félagið út skáldsögu, sem var með nýju og óþekktu sniði hér á landi. Þetta er skáldsaga af því tagi, sem kornizt hefur í tízku er- lendis og kallast á ensku „sci- ence fiction“, sem þýðist á iélegt mál „vísindaskáldskap- ur“, en er í ætt við framtíðar- og furðusögur Jules Vernes og H.G. Wells. Höfundur skáld- sögu þessarar kallaðist Ingi Vítalin, en síðar kom á daginn, að þar var enginn nýliði á ferð, því að höfundur var eng- inn annar en Kristmann Guð- mundsson. Nú er út komin önnur skáld- saga af sama tagi frá Krist- manni, og heitir hún -„Ævin- týri í himingeimnum.“ Efni hennar skal ekki rakið hér, en í formála segir Ingi Vítalín meðal annars þetta um tilorðn- ingu sögunnar; „Mér gekk held- ur illa að koma saman min:— ingum mínum um geimferðina miklu.. Tók ég þvi það ráð að fara til kunningja rníns, Krist- manns Guðmundssonar, og fá hann til að betrumbæta verk- ið. Gerði hann það með því skilyrði, að bókin kæmi út undir mínu nafni. Síðar varð það að samkomulagi, að hann tæki á sig alla ábyrgð á bók- inni, sem væri hún skáldskap- ur hans. Kristmann vill heldur ekki. láta bókina frá sér fara, án þess að láta nokkur orð fljóta með, og segir þar; „Ég hefi reynt að vinna samvizkusam- lega úr dagbókarblöðum Inga Vítalíns þá frásögn, sem hér fer á eftir. Ekkert skal fullyrt um sannleiksgildi hennar, því slíkt myndi þýðingarlítið. En. áður en langt um líður mun kan ske koma í ljós, að lífið á jarð- stjörnum geimsins allt í kring- um okkur er engu óraunhæf- ari veruleiki en brambolt okk- ar hér á jörð.“ Þessi formálabrot hljóta að gera bókina talsvert forvitni- lega. Útgefandi er Prentsmiðj- an Rún, sem hefur vandað frá- gang bókarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.