Vísir - 15.12.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 15.12.1959, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Þriðjudáglnn 15. desember 1959 Wiuian dornei STIINAR mtlu • •••oooooo • ••••• • ••••••••• N N N S A K A M r A L A S A G A 12 „Jæja,“ sagði Bompard, þegar hann stóð í anddyrinu og leit á Miguel. „Oh,“ sagði Olga. „Þetta er don Miguel d'Aramba, vinur minn. Hann kom hingað með sér af betlaradansleiknum.“ Bompard kinkaði kolli og hneigði sig fyrir Miguel. Hann var dökk hærður , stuttur og klunnalegur maður, hann var munn- ljótur en munnur hans bar þolinmæði vitni. En Olga var að horfa á Coyningham, sem hár og vaxinn eins og riddaraliðs- foringi, hann var snotur í andliti og grannholda, augun blá og kuldaleg eins og á Atlantshafsbúa frá Normandí og föt hans voru skorin af sniðugum skraddara í París. „Hvað kom fyrir?“ spurði Bompard Miguel, hann áleit hann vera allsgáðari en hana. Miguel sagði frá nákvæmlega og Bompard muldraði eitthvað til samþykkis.“ „Við skulum fara upp á loft og skoða herbergið.... Jæja frú, segið mér nákvæmlega hvað kom fyrir þegar þér komuð inn.“ „Eg opnaði bara peningaskápinn og allar perlurnar og gim- steinarnir voru horfnir." „Og hvar voruð þér á því augnabliki, nákvæmlega, þegar frúin opnaði peningaskápinn?“ „XJndir rúminu." „Undir rúminu?“ sagði Coyningham og fór hjá sér því að Bompard ýgldi sig. Þá sýndi Miguel hvernig peningaskápurinn væri opnaður, alveg frá að rofasambandiö var kveikt undir rúminu og hvernig stál- hnúðinum var snúið og Bompard endurtók hverja hreyfingu eftir honum þegjandi. Loks sneri hann sér að Olgu. „Hver annar kann að opna pen- ingaskápinn?" „Morgan, kjallarameistarinn minn. Enginn annars.“ „Nema vitanlega senor d‘Aramba.“ „Ef þér værið ekki að vinna að skyldustörfum," sagði Miguel mjúklega, „myndi.eg fleygja yður út um gluggan.“ Bompard leit upp á hann rólegum augum. „Hvers vegna voruð þér hér uppi?“ „Eg bað hann að gefa mér að drekka,“ sagði Olga og svo reiddist hún. „Hvern fjandann kemur það málinu við hvers vegna hann var hér?“ ppariö y*ur Maup á miUi inargræ verzlaíia! | MJÖÖL ÍÍB M! 1: . (fi-) -A-uafcurstrðeci RugguSiesturinn vinsæli Þetta skemmtilega leik- fang er nú aftur fáanlegt hjá okkur. Stór og sterkur rugguhestur í ýmsum fall- egum litum er uppáhalds- gjöf barnsins. — Fæst að- eins í verzlunum okkar. Píanóharmonikur og hnappaharmonikur með 10 nótum og 2 bössum, 5 gerðir. Verð frá 66 kr. — Lúðrar, margar gerðir, verð frá kl. 21 kr. Margar stærðir af spila- dósum, verð frá 13 kr. — Trommusett, með öllu til- heyrandi á 198 kr. Hljómlistin evkur heimilisánægjuna. E. R. Burroughs - TARZAN - 3157 Þýzkir gólflampar 3ja arma, 8 gerðir. Verð kr. 573,00 og 679,00. Sérlega vandaðir og sterkir — pólerað messing. Skermar eftir eigin vali. ★ Fjölbreytt úrval af þýzkum vegglömpum. ★ Hollenzkir vegglampar, allskonar lugtir og týrur. Mikið úrval. ★ Amerískir myndalampar sem vekja mikla eftirtekt í bænum. Sérkennilegir og skemmtilegir. Verð frá kr. 299,00. Gólflampar og stærri munir sendir heim. Lítið í gluggana. * Verzlunin Rlfel Njálsgötu 23, sími 17692. Laugavegi 64, sími 12770. Prófessor Sutton varð J fyrstur til að rjúfa þögnina. j Þetta er ótrúlegt, sagði hann, en þessi dýr eru afl tegundinni sauropoda og i þau eru talin útdauð fyrirl þúsundum ára. Við skulum halda áfram. Hugsið ykkur hvað við eigum eftir að sjá. ’LET'S go on|// me ex- CLAI/AEP PEVEE.ISMLV, ''TMINK OF OTMEK WOM- 7EES WE MAY SEE — TMIN< WMAT TMIS WILL /AEAN TO SCIENCE!" Já, hugsið ykkur hvað þetta hefur að segja fyrir vísindin. 4 KVÖLDVÖKUNNI Þekktur kvikmyndaframleið- andi Otto Premiger var nýlega sakaður um grimmd við konu sína og fékk hún skilnað frá honum og hann verður að greiða henni stórfé í þokkabót! Frú- in sannfærði réttinn með lýs- ingum sínum á afskaplegu skapi hans, sem lýsir sér meðal ann- ars í því að hann stökk um kring í stofunum og fleygði sér því næst á gólfið og barði höfð- inu í ósvikið persneskt gólf- teppi. Þegar Alfred Hitchcock, sem er víðfrægur kvikmyndafram- leiðandi heyrði þetta sagði hann: „Eg vona að konan mín lesi ekki þessa frásögn, hún gæti fengið ýmsar hugmyndir við þetta. Þetta er eðlileg hegð- un af kvikmyndamanni. Eg ber líka höfðinu í gólfábreiðurnar þegar eg stend gagnvart vanda- máli.“ -¥■ HaESgrímskirkju. Til er með þessu nafni dá- lítið stórfyrirtæki hér í bæ. Litið af því, að það lætur lítið yfir sér, er raunar svo févana, að úr því er þörf að bæta sem bezt og sem fyrst. En stórt er þetta fyrirtæki vegna þess, sem því er ætlað að styðja og hlynna að. Líkn og hjálp við sjúka og bágstadda er ein hin stærsta kristin hugsjón, en hinsvegar allt af lítill þáttur í starfi kirkju vorrar. Líknarsjóður Hallgrímskirkju á sér það markmið eitt að gera þennan þátt eitthvað meiri. Til þess var hann stofnaður fyrir rúm- um áratug, með framlagi ó- nefndra konu. En nú loksins hefur hann vaxið s\o, að senn billir undir meiri framkvæmd af hans hálfu. En sjóðnum til eílingar hafa nú verið gefin út smekkleg jólakort, sem eftir- taldir aðilar hafa til sölu: Kirkjuvörður Hallgrímskirkju, Þorsteinsbúð við Snorrabraut, Verzlun Ámunda Árnasonar, Hverfisgötu 37. Húsvörður K.F.U.M. og' K., Amtmannsstíg. Kristniboðshúsið Betania, Laufásvegi 13. Verzl. Rangá, Skipasundi 56. Frú Anna Bjarnadóttir. Kjart- ansgötu 5. Óhætt er að mæla með kort- unum, þau eru falleg. Með því að kaupa þau og nota, styrkið þið starf, sem mælir með sér sjálft og hefur blessun í för með sér. Það er stærsta pöntun ársins. Shaw SavilI-skipafélagiS hrezka hefur gært pöntun á stóru farhegaskipi í Belfast. Skip þetta verður um 22,001 lestir að stærð og verður reyk- háfurinn aftast á því. Þai kostar 6 millj. punda, og hefur dýrara skip ekki verið pantað hjá brezkri skipasmíðastöð á þessu ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.