Vísir - 15.12.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 15.12.1959, Blaðsíða 6
VISIR Þriðjudaginn 15. desembeí 1959 VISIR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjójmarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Vitmaður og ritsniíiingur taiar. Maaaii]*aiiiiir eftir l'álma Ifaaaaa- essoaaai* afbragðslaók. Hefnifir kommiínista. Kommúnistar eru menn heift- ræknir og það er líka stað- reynd, að þeir eru næsta lengi að gleyma mótgerðum. Þetta kom fram um helgina, , þegar Þjóðviljinn gerði það að aðalfrétt sinni, að komið , væri upp „nýtt fjársvikamál , innan Framsóknarflokksins". Virðist blaðið vita næsta vel um það„ sem gerist innan herbúða Framsóknarflokks- ins og í innsta hring hans, og það fór heldur ekki leynt, að það hlakkaði í kommúnist- um yfir að geta komið þess- ari skemmtilegu fragn á framfæri við lesendur sína. Þarna hafa kommúnistar vafa- laust verið að hefna fyrir það, þegar Hannes Pálsson bar skjalaþjófnað á einn helzta trúnaðarmann komm- únistaflokksins, Sigurð Sig- , mundsson, enda er nafni Hannesar komið á framfæri í fregninni. Hann er raunar eini maðurinn, sem nefndur er, og frá því skýrt, að hon- um hafi verið falið að rann- saka fjársvikin sem eru með- ] al annars fólgin í því, að horfin eiga að vera fylgi- skjöl úr bókhaldi í sambandi við fé það, sem safnað var í kosningasjóð Framsóknar- flokksins á sl. sumri. Oll er þessi fregn Þjóðvijans skrifuð á hinn lævísasta hátt til að sannfæra lesendur um, hvílíkir fantar Framsóknar- menn eru — það er talað um „ný fjársvik“ og með því gefið í skyn, að um mörg ,,gömul“ svikmál sé að ræða, og svo einn maður nafn- greindur, sem á að leita að týndu fylgiskjölunum. Ber víst að skilja það svo, sem skipun hans í embættið sé í samræmi við enska máltæk- ið: „Set a thief to catch a thief“, og ber að líta á það sem meðmæli með nokkuð sérstökum hætti. í sambandi við þetta verða menn að hafa hugfast, að Framsóknarmenn og komm- únistar eru sem einn maður í baráttu sinni gegn stjórn- inni. Ætli hið fornkveðna eigi ekki við í því sambandi: „Sækjast sér um líkir!“ Ef eg ætti að kjósa mér ein- liverja eina bók til lesturs og eignar af þeim 200 bókum, eða rúmlega það, sem á markaðiml hafa komið í haust, myndi eg velja bók Pálma Hannessonar: Mannraunir, og ekki þurfa til þess langan umhugsunarfrest. Mannraunum skipa eg á bekk með því bezta sem skrifað hefur j verið á íslenzku síðustu áratug- ina og gefið hefur verið út. j Mannraunir er lokabindi rit-; safns Pálma rektors, sem Bóka-^ útgáfa Menningarsjóðs gefur út,' en alls eru bindin þrjú og er^ þar birt allt meginefni, sem frá hendi Pálma hefur komið. —j Þetta er einstætt ritsafn, sem ! erindi á inn á hvert einasta heimili þar sem bækur eru lesn- ar og bókmenntir í heiðri hafð- ar. í bókinni Mannraunum nær ritsnilld Pálma og frásagnar- máti hámarki. Bókinni er skipt í tvo megin- þætti, frásagnir af ýmsum svað- ilförum og mannraunum svd, og skólaræður, sem Pálmi hélt, fyrir nemendum sínum í Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta efni er um 'margt ólíkt, en í hvorutveggju nýtur rit- snild Pálma sín með ágætum. Enginn maður, sem eg hefi kynnzt kunni betur að segja sögu heldur en Pálmi Hannes- son. Þar bar margt til. í fyrsta lagi var hann einlægur aðdá-j andi karlmennsku og hetju- I lundar, í öðru lagi var íslenzka! Pálma meitlaðri heldur en hjá flestum samtímamönnum öðr-! Sigurför Eisenhowers. Ferðalag Eisenhowers Banda- ríkjaforseta hefir snúizt upp í sannkallaða sigurför, og mun engan hafa órað fyrir því, að honum yrði svo vel , tekið sem raun hefir á orðið. Kommúnistar hafa oft haft lag á að efna til óeirða í sam- ! bandi við ferðir andstæðinga sinna, sbr. för Nixons um Suður-Ameríku, en í þetta skipti bar ekkert á þeim. Almenningur í löndum þeim, sem Eisenhower hefir heim- sótt, hefir fært sönnur á vinfengi sitt við hann sem tákn Bandaríkjaþjóðarinnar. Mest urðu fagnaðarlætin í ' Indlandi, og er ástæðan vafa- * laust meðal annars sú, að Indverjar óttast yfirgang Kinverja — og ekki að á- stæðulausu — og vilja láta vita um hug sinn til þeirra og hinna, sem eru á öndverð- um meið við þá. Indverjar eru stærsta lýðræðis- þjóð heimsins, enda þótt lýð- ræðið standi þar ekki á gömlum merg, en þeir hafa fengið að kynnast nýlendu- stjórn, svo að þá langar ekki til að komast undir svipað stjórnarfar aftur. Og sízt munu þeir óska þess, að land þeirra kæmist undir hinn rauða imperíalisma, sem Nehru er nú farinn að tala um. Móttökurnar við Eisen- hower undirstrika þetta greinilega. um, og í þriðja lagi hnitmiðaði Pálmi frásögu pína og byggði eftir listrænum lögmálum. Engu atviki varð ofaukið, ekk- ert vansagt. Hann meitlaði efni- viðinn unz listaverk var skapað. Pálmi var ekki mikilvirkur höfundur — því miður — en þeim mun velvirkari, og það gerði gæfumuninn. í skólaræðum sínum kom Pálmi ekki við þeirri einstæðu frásagnargleði sem honum var gefin í vöggugjöf og gaf frá- sögum hans meiri svip og þunga en hjá flestum öðrum sögu- mönnum sem skráð hafa örlög og hetjudáðir íslenzkra manna. En þar kom annað til. Og það ar alhliða þekking hans og vit, og þó fyrst og fremst eldlegur áhugi hans að gefa æsku lands- ins og verðandi menntamönnum og þjóðarleiðtogum vegarnesi sem verða mætti þeim að haldi og giftu um alla 'framtíð. Þess vegna eru skólaræður Pálma hvorki stað- né tímabundnar, heldur alhliða hvatning og leið- beining til allrar æsku á öllum tímum. Þeim sem les þessar ræður Pálma dylst ekki að þetta eru orð viturs manns, sem gott er að hugleiða og gefa börnum og vinum í vegarnesti áður en haldið er út í alvöru lífsins. Fyrir margt framtak á Menn- ingarsjóður þakkir skildar. Út- gáfustarfsemi hans hefur stór- batnað á skömmum tíma, en fyrir enga bók er eg jafn þakk- látur, sem rit Pálma Hannes- sonar. Þ. J. Varist eldiitn in jó!in. Húseigandaféfagið aðvarar bæjarbúa. Yftrgangur Kínverja. Annars má segja það um yfir- gang Kínverja, að hann hefir gert mikið gagn, því að hann hefir opnað augu milljóna í Asíu fyrir því, sem leynist . raunverulega bak við bros og fleðulæti kommúnista. Fög- . ur orð eru einungis ætluð til að blekkja þá, sem ætlunin er að kúga og undiroka, þeg- ar tími verður til þess kom- inn. Menn gera ráð fyrir, að fundur æðstu manna verði haldinn snemma á næsta ári, og þar er vitanlega ætlunin að reyna að finna einhverja leið til að draga úr spennu á alþjóða- málum. Krúsév hinn gerzki hefir verið manna áfjáðastur í að koma þessum fundi á, því að hann vill vera sérstak- ur friðarpostuli. Hætt er hinsvegar við, að aðstaða hans verði erfiðari en hinna, þegar á fundinn verður kom- ið, því að í hans herbúðum er sá aðilinn, sem virðist eng- Það er . alkunna, hve . eld- hætta eykst, er líður á skamni- degið, og notkun hitunar- og ljósatækja verður meiri og al- mennari. Hátíð ljósanna, — jól- in — eru einmitt á svartasta skammdegistímanuin, en þá keppast bæði böm og fullorðn- ir við að hlýja og lýsa upp hí- býli sín, og því meiri sem jóla- gleðin er, því meira ljós, og gleði. i Þess vegna er það að jólin eru hættulegasta tímabil árs- ins, hvað eldhættu áhrærir, og hefur reynslan sýnt og sannað það áþreifanlega. Húseigendafélag Reykjavík- ur hefur tekið að sér það hlut- verk fyrir Reykjavíkurbæ, að aðvara og benda á ýmsar hætt- ur í sambandi við meðferð elds og ljósa, og hefur í þeim til- gangi birt mikið af aðvörunum og ábendingum undanfarna mánuði, haft opna skrifstofu til : an áhuga hafa á vinsamlegri sambúð við grannþjóðir sín- ( ar. Kínverjar virðast stað-! ráðnir í að gera orð Krúsévs um nauðsyn friðsamlegrar sambúðar að engu, og þeir hafa sannfært marga um, að þeir hafa engan áhuga fyrir slagorðum manna i Kreml.- leiðbeininga, og unnið ýmislegt til undirbúnings frekari aðgerð um. Núna fyrir jólin sendir fé- lagið út lítinn bækling í tilefni jólanna, ög er þar bent á ýmsar hættur, og hvað fólk þarf helzt að varast yfir hátíðarnar. Bækl ing þessum verður dreift svo víða um bæinn, sem hægt er, og verður útbýtt í ýmsum verzlunum til viðskiptavina. í undirbúningi er annar leið- beiningabæklingur um olíu- kyndingartæki og meðferð þeirra, sem verður vonandi til- búinn upp úr nýári, og verður þá dreift til þeirra, er olíu- kynditæki nota. í Húseigendafélaginu eru nú um eða yfir 2000 meðlimir, og er starfsemi félagsins all fjöl- þætt, og húseigendum veitt margs konar þjónusta. Formað- ur og framkvæmdastjóri félags ins er Páll S. Pálsson hæsta- réttarlögmaður. Skrifstofur þess eru að Aust- urstræti 14, III. hæð, og opnar alla virka daga kl. 1—4 og 5— 7, og geta menn fengið þar all- ar upplýsingar varðandi stai'f- semi þess, svo og ráðleggingar í ýmsum vandamálum. Bezt a5 augiýsa í Vísi. Viggó Oddsson, form. Reykja- víkurdéildar Bindindisfélags öku- manna, hefur ski’ifað eftirfar- andi til birtingar i Bergmáli: Götuvitar ogf stefnunierki. Bindindisfélag ökumanna hef- ur nokkrum sinnum vakið at- hygli almennings og yfirvalda á nauðsyn þess að sett verði upp rétt gönguljós á götu-ljósvitana, fyrir gangandi fólk, því grænt ljós fyrir akandi og gangandi kviknar jafnsnemma fyrir báða og veldur því að gangandi fólk verður oft að stelast yfir götu á rauðú ljósi ef það á ekki að daga uppi á götuhorninu. Þetta ástand er sérlega bagalegt á horni Bankastrætis og Lækjargötu, því þar eru bílarnir úr Banka- stræti oftast búnir að loka göngubrautinni áður en nokkur hefur tíma til að komast yfir götuna. Þarna hefur oft munað litlu að slys verði. Kétt notkun stefnuljósa. B.F.Ö. hefur notað hvert tæki- færi, sl. 10 mánuði, til að vekja athygli á mikilvægi réttrar stefnu Ijósanotkunar til að auka á um- ferðar-öryggi og til að gera um- ferðina liprari og greiðari fyrir jafnt akandi og gangandi. Loks er svo komið að lögreglan segist hafa tekið upp eftirlit með stefnu Ijósanotkuninni og hótar þeim afarkostum, sem eru gleymnir á gildandi umferðarreglur. Gleðifréttir. Þetta eru miklar gleðifréttir og verður umferðaryfirvöldun- um seint þak-kað ef þessi áhugi endist lengur en til jóla. Síðan í marz 1959 hefur notkun stefnu- Ijósa aukizt úr ca. 14% í 24% í júní, í október byrjun 54% en í lok okt. 43%. Um þessa helgi, 11. —13. des.er notkun stefnumerkja nálægt 65% af umferðinni. Til- litssemi og kurteisi bílstjóra hef- ur því aukizt úr 14% í marz, í ca. 65% i des. Er vissulega leit að meiri og almennari framför- um í umferðarmenningu. Esperantéafmæii. La 100-jara dat reveno Zamenhof. Esperantistar halda um þess- ar mundir upp á hundrað ára afmæli dr. Zamenhofs, höfund- ar alþjóðamáisins esperanto. í júlíumánuði árið 1887, þeg- ar dr. Zamcnhof var aðeins tæp- lega 28 ára að aldri, gaf hann út fyrstu kennslubók sina í esperanto. Síðan eru nú liðin rúmlega 72 ár, og allan þann tíma hefir alþjóðamálið esper- anto verið notað meira og minna á öllum sviðum talaðs og ritaðs máls. Bókmenntir þess hafa blómgast og dafnað vel á þessu tímabili, og áratugum saman hafa komið út mörg myndarleg rt á málinu, ekki hvað sízt nú á síðustu árum. Afmælisins er minnzt víða um lönd, m. a. héldu esperant- istar í Reykjavík upp á það sl. sunnudag með sérstökum fundi, þar sem Baldur Ragnarsson flutti erindi um Zamenof, og í kvöld (15. des.) flytur Árni Böðvarsson cand. mag„ formað- ur esperantistafélagsins Aur- oro í Reykjavík, útvarpserindi um hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.