Vísir


Vísir - 08.01.1960, Qupperneq 10

Vísir - 08.01.1960, Qupperneq 10
t Föstudaginn 8. janúar 1960 10 VÍ SIR V J 23 sögðuð mér frá því að eg vissi allt um Sheba-perlurnar og allt um Olgu." Hún leit nú beint á hann. „Við komum hingað til þess að gera eitthvað hérna á ströndinni og við vissum að Sheba- perlurnar voru þess virði. Þér komuð þessi máli ekkert við. En svo — jæja, þér rákust á okkur og eg sá að við gátum fengið allar upplýsingar um skrauthýsið hjá yður. Svo —“ „Og það gekk allt eins og í draumi!“ sagði hr. Pharaoh og reyndi að vera hæðinn í reiði sinni og kvöl. „Alveg eins og í kvikmynd, sagði Dante, þegar hann komst að því að eg hafði látið yður hafa Sheba-perlurnar.“ „Svo að það var tilgangur ykkar að stela Sheba-perlunum?“ „Það var upphaflega, hugmyndin.“ „Hr. Pharaoh stóð upp og gekk fram og aftur um herbergið, síðan settist hann niður. „Og hvers vegna gerðuð þið það ekki?“ „Af því áð eg sá, að þér áttuð ekkert annað í heiminum. Að þér sitjið gjaldþrota á hrúgu af gulli. Eg gat ekki stolið því eina, sem þér áttuð.“ Hún þagnaði andartak. „Allt það sem þér hafið misst er samstæðu perlubandið og við tókum ágóöann frá 01gu.“ Hún tók upp Sheba-perlubandið. „Og allt það, sem þér hafið og tilheyrir yður er perluband.“ Hún lagði perlubandið aftur á borðið. Hr. Pharaoh var nú orðinn rólegur. „Og nú vil eg heyra sögu yðar, Francine." „Sögu minni er lokið. Og nú ætla eg að fara aö sofa.“ Hr. Pharaoh lagði hönd sína á arm hennar er hún gekk til dyra. „Ef þér opnið þessar dyr kalla eg á lögregluna." „Hvers vegna?“ „Til þess að ná í sögu yðar ef eg fæ hana ekki öðru vísi.“ „Hvað vilji þér vita um mig?“ „Eg vil fá að vita hvernig þér — hafið komist inn í svona ástæður." „Eg veit það ekki. Eg held það hafi verið reiði, sem hafi hrundið mér út í það.“ Hún horfði á hann alla stund meðan hún talaði. „Það sem eg sagði yður var satt — á vissan hátt. Eg vann fyrir Ameríkumann, og eg fann Dante, þar sem hann var að opna járnskápinn. Eg var alveg eins og hver önnur stúlka í Parísar- borg. Eg var aðeins 19 ára þegar eg fór að vinna sem einkaritari fyrir þenna Ameríkana. Hann var alveg eins og þér — eintómur ys og þys í kringum hann, peningar, æði og veldi. Hann greiddi mér góð laun, en hann lét mig líka vinna mikið — tók þó ekki eftir mér.“ Hún þagnaði andartak. „Þá kom það fyrir eitt kvöldið þegar við unnum seint, að hann missti símann úr hendi sér, eg ieit upp og eg sá að hann grét og titraði allur. Þá sagði hann mér frá því — að hann ætti sænska konu, hún var stór og ólagleg og hún skildi hann alls ekki og hann bjó með henni eins og pipar- sveinn í Avenue Foch. Eg held að eg hafi vaknað og orðið kona þegar þessi sterki maður féll allt í einu saman og tók að gráta í örmum mér. Eg huggaði hann og gerð'i hann aftur heilbrigðan.“ Augu hennar voru kuldaleg þegar hún leit á hr. Pharaoh. „Og þegar hann var búin.n að ná sér og var sterkur aftur varð hann töfraður af „smástirni” i kvikmyndaheiminum, sem ekkert hafði þó unnið sér til ágætis annað en að sýna sig í Bikini baðfötum yfir að Eden Rock. „Svo kom hann eitt kvöld inn með pakka frá Cartier, hann opnað'i hann og eg sá demantsarmband og 4 demantsbrjóstnálar. Hann læsti þetta inn í járnskápnum, síðan hringdi hann til „stjörnunnar" og bauð henni i hádegisverð' degi síðar.“ Hún andvarpað'i. „Eg ákvað þá að hætta þarna og koma ekki aftur daginn eftir.“ Hún var þreytuleg að sjá og gramdist gamlar sorgir. „Svo brann þetta í mér allt kvöldið og eg ákvað að taka gim- steinana.“ Hún brosti. „Þér trúið því ekki, en eg ætlaði bara að henda þeim út í Seine. Eg hafði alla lykla að skrifstofunni. Eg fór upp á loft í lyftunni og opnaði dyrnai* — og fann Dante við járnskápinn. Hann var eins hræddur og eg var og hann stóð upp og talaði við mig kurteislega. Hann sagði aðeins: „Kærið mig ekki, og eg skal gefa yður drengskaparheit mitt, upp á það að eg skal ekki koma hingað aftur.“ „Hann kom ofan með mér í lyftunni. Við fórum inn i kaffihús og hann bað um svart kaffi handa okkur báðum. Eg spurði hann hvernig hann hefði komist inn i þenna leik. Hann elskaði kapp- akstursvagna út aí lífinu og þegar hann var átján ára varð hann aðstoðar-ökumaður og vélamaður hjá ítölskum manni sem var „ás“, í sínu landi. Það var ekkert, sem gat komið í veg fyrir frama hans, nema kona ítalska „ássins“. Út úr þessu varð rifrildi og Dante flúði til Parísar með henni. Hann var átján og hún var 35 ára og hún var fyrsta konan sem hann kynntist. — Þetta var engu betra en barnarán, þau urðu peningalaus og hún yfir- gaf hann fyrir fínan glæpamann — gangster — og þegar hún yfirgaf hann fór Dante til hans og þeir hengu saman eins og vængbrotnar æöur — báðir sviknir af sama kvenmanninum. Þeir störfuðu að smygli, en Dante varð leiður á því. Og eg greip hann þegar hann í fyrsta sinni var einn að verki. Eg kvaddi Dante og því næst sneri eg aftur og tók skart- gripina. Eg fleygði þeim í Seine-fljótið og Amerikaninn fór með þeim. Eg fór með lyklana til hans degi síðar og sá hann eins og hann var — hann var barn, sem var vaxið yfir sig. Eg fékk annað starf og eg var þreytt á hverju kveldi, en hatrið gat eg ekki máð úr huga mínum. Og svo rakst eg aftur á Dante, hann var á göngu í Champ Elyséées í sumar-, hann vissi að eg vaf reið með sjálfri mér, við fengum okkur kaffi og hann sagði mér að hann væri í „snilldar smygli“ með markgreifa, er væri í Alsír og spurði hvort eg vildi ekki taka þátt í þvi í París. Hann sagði að við skyldum varpa hlutkesti um það og það gerðum við og „já“ kom upp. Svo tók eg þá við gullstöngum í París og varín mér svo mikið á klukkustund að eg gat lifað á því i heilt ár. Þetta snart mig ekki. Svo stakk Dante upp á því að við gætum alveg eins hnuplað einhverju í sósuskálinni við Bláströndina, og þá sagði eg já, og við vörpuðum engu hlutkesti um það. Og hingað erum við komin og tökum þátt í leiknum. Eg geri ráð fyrir að það sé af því að Dante getur ekki hætt á neitt þegar hann ekurog af því að mig langaði til að sigrast á hatrinu. Yður þykir þetta allt vafalaust óþokkalegt. En mér geðjast að Dante.“ Hún andvarpaði. „Og nú getur verið að hann geti losað sig við þetta allt saman og komist aftur út á vegina i kappakstursbíl.“ Hún leit á hann rólega. „Svo að eg hefi enga aisökun fram að bera, hr. Pharaoh og þér fáið enga afsökun hjá mér.“ Hr. Pharaoh kveikti í vindlingi og brosti. „Eg hefi ekki beðið um hana.“ Hann leit á Francine og brosti seinlega. „Já, þér eruð einkennilegur þjófur, Francine — þér hendið spartgripum í Seine- fljótið og færið' mér aftur Sheba-perlurnar! Og hvað græðið þér svo á þessu ef Dante eyðir peningunum í kappakstursbíla og iðkar kappakstur?“ „Dante svíkur mig ekki. Eg er viss um að fá minn hlut.“ Hún stóð' upp. „En mér er nú orðið sama um það. Eg hefi séð það á yður hvað auðurinn getur keypt.“ Hr. Pharaoh varð þögull um hríð. „Þér sögðuð mér að þér væruð giftar?“ „Það var lýgi. Eg sagði yður samskonar lýgi í mínum tilgangi, eins og aðrar konur hafa sagt yðui af sínum orsökum. Þær eru ekki mjög áríðandi." Hún var þreytuleg á svip núna. „Mér þykir I fyrir því að eg skyldi kynnast yður á þenna veg.“ R. Burroughs — TARZAW — 3166 1 Árás eðlu.nnar var svo tima til að verjast. Skarpar Tarzans. Eðlan gaf frá sér barði vængjunum og þaut snögg að þeir höfðu ekki klærnar læstust í líkama skrækt hljóð um leið og hún með Tarzan í klónum upp í 41 loftið. — Mamma, þú ert víst ekki nærri eins falleg og barnfóstr- an. Mamma hló og lét þetta gott heita. — Eg skal segja þér, mamma, hélt sú stutta áfram, — nú erum við búnar að ganga hér í skemmtigarðinum í heila klukkustund og ekki einn ein- asti lögregluþjónn hefur kysst þig. ★ Ben Javits vissi margt og spurði mig hvort eg vissi, að það væri aðeins einn Gyðingur eftir í Aberdeen. Eg leit á hann spyrjandi. — Já, sagðd hann til skýr- ingar, — vesalingsgarmurinn getur hvergi „slegið“ sér aura til að komast burt. ★ Ung skozk stúlka var boðin í veizlu hjá fínustu fjölskyld- unni í nágrenninu. Foreldrar hennar vissu hvað hún var gíf- urlega matlystug og vöruðu hana hvað eftir annað við að borða of mikið, sérstaklega vör- uðu þau hana við að fá sér aftur af nokkrum rétti. Þau báðu hana líka um að tala nú vel, „tala ensku“ — þau áttu við það að hún ætti að forðast sér- staklega skozkar málvenjur. Frúin var elskuleg og spurði Nellie: — Má eg ekki gefa yður ofurlítið meira af kjöti? Nellie mundi eftir áminning- unum um að borða ekki of mik- ið, en gleymdi að vanda mál- sitt. Hún svaraði strax: — Nei, þakka yður fyrir, eg er úttroðin upp í háls.“ Kamerun sjálfstætt á nýársdag. Kamerun varð sjálfstætt ríki á nýársdag. Frakkar hafa farið þar með umboðsstjórn. Dregnir voru niður fánar Fi'akklands og Sameinuðu þjóðanna og hinn nýi fáni Kamerus dreginn að hún. Skugga bar á hátíðahöldin vegna bardaga milli ættkvísla í landinu, en í þeim höfðu yfir 40 menn fallið er síðast fréttist. Bandaríkin og Sovétríkin urðu fyrst ríkja til þess að við- urkenna sjálfstæði Kameruns. ^ Adlai Stevenson fer innan tíðar í heimsókn til Mið- og Suður-Ameríkuríkja. Hann gleymdi að endumýja! ’HappdræW HASKOLANS

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.