Vísir - 10.02.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 10.02.1960, Blaðsíða 1
12 £] siður i\ I y H. árg. Miðvikuclaginn 10. febrúar 1960 33. tbl. Réðu sér bana saman. Fregn frá Genf, Svisslandi, Iiermir, að þar hafi elskendur tveir framið sjálfsmorð með því að henda sér út af brú, er eiginkona mannsins kom til þess að biðja hann að koma heim með sér og snúa baki við hjákonunni. Eiginmaðurinn hét F.enato Massandi og var söulmaður, 34 ára að aldri, en ástmær hans, Miranda Reda 21 árs. Atburð- urinn átti sér stað s'nemma morguns, skömmu eftir komu konunnar. Virtist henni ætla að verða vel ágengt með erindi sitt, eii þá æpti Miranda: „Farðu ekki frá mér, Renato. Þá er betra að við deyjum sam- an“. Æddi hún út og hann á eftir henni. — Lögðu þau leið sína út á brú nokkra og hentu sér af henni og var það um 40 metra fall. Hart tekið á smygiurum. Osló í gær. Norsk útgerðarfyrirtæki hafa sent dreifibréf á verzlunarflot- ann þar sem lögð er rík áherzla á að skipshafnir taki ekki þátt í smygli. Bent er á þann kafla siglingalaganna er mæla svo fyrir, að þátttaka í smygli sé brottrekstrarsök af skipi. Auk þess sem sjómenn eiga það á hættu að verða vísað úr skiprúmi, eiga. þeir á hættu stórar sektir og fangelsi, ef um mikið smygl er að ræða. Svo virðist sem smygl hafi færzt í vöxt og eru mörg dæmi þess, að norskir sjómenn hafi verið látnir víkja úr skiprúmi vegna smygls. Úlfar soltnir á Balkan. Mesta hríðarveður um þriggja ára bil var í lok s.l. viku á Balkanskaga og í Litlu-Asíu. Öll umferð stöðvaðist í Istan- bul og flugvöllurinn lokaðist. Nálægt Ismir urðu tveir bændur úti. — Það var um sama leyti sem fregnir bárust um fannfergi og frosthörkur á sléttum Póllands og Ungverja- lands og víðar. í Póllandi voru úlfar á vakki við þorpin að leita sér ætis. Mesta vetrarflóð í Héraðs- vötnum í mannaminnum. Menn ur5u a5 fara á bátum til a5 bjarga krossum, sem umflotin voru. Fádæma fiskileysi hjá Akranesbátum. Eru byrjaðir á netum. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi í morgun. — Afli Akranesbáta er afar lítill um þessar mundir. í gær komu 15 bátar með samtals 80 lestir. Aflahæsti báturinn var með 7 lestir, en minnstur afli á bát var 2,5 I. . Yfirleitt er ekki róið norður á Jökultungur, heldur út í kantinn. Enginn fiskur hefur gengið enn og svo virðist sem þessi fiskur, sem fyrir var, hafi verið skrapaður upp. Farsæll er eini báturinn sem byrjaður er á netum. Hefur hann lagt tvisvar. Fékk hann 5 lestir í fyrstu lögn og í gær kom hann með 4,7 lestir úr þremur tross- um. Mikið er um skipakomur hér. Fjallfoss og Lagafoss voru hér í gær og í dag er verið að skipa út síld í erlent skip og Vatna- jökull er að taka frosinn fisk. Skagafirði í morgun. Foráttuvöxtur hljóp »' Hér- aðsvötnin í leysingunum um helgina, þannig að allt lóg- lendi var eins og hafsjór yfir að líta og muna Skagfirðingar ekki annað eins vetrarflóð. Sumir bæir eins og Vellir og Vallarnes í Hólminum voru umflotnir vatni og munaði litlu að flæddi inn í hús. Yfirleitt var allur Út-Hólmurinn undir vatni og víða stóðu hross ýmist ein eða í hópum á hávöðum og ruðningum og sumstaðar í vatni, á meðan flóðið stóð sem hæst. Var óttast um afdrif þeirra og voru menn, ýmist á bátum eða riðandi, að baska við að bjarga þeim. Síðustu hópunum varð þó ekki bjargað fyrr en í gær. Ekki hefur frétzí um að hross hafi farist. Vallabraut og fleiri vegir skemmdust -meira og minna vegna þess að flóðið gekk yfir þá og reif úr þeim möl. Vegur- inn var slarkfær orðinn í morg- un, en stóð þó enn sumstaðar undir vatni. Árið ,1925 kom eitt mesta vetrarflóð sem gamlir raenn mundu þá í Héraðsvötnin, en nú telja menn að þetta flóð hafi verið enn meira. Sem dæmi um víðáttu þess má geta að það náði alveg heirri að túnum í Akratorfunni. Skagfirðingum þykir flóðið þeim mun undar- legra, sem sáralítill snjór var í byggð, en þeir telja að gífur- leg leysing hafi hlotið að hafa orðið til heiða, enda eru fjöll nú snjólaus að heita má. í dag er blíðviðri nyrðra, norðan gola, hreinviðri og nokkui’t frost. „Fast þeir sóttu sjóinn “ má segja um fleiri en Suðurnesjamenn, því að garpar eru víðar á landinu. Þessa mynd tók Snorri Snorrason í gær, þegar bót- ar ösluðu til Vestmannaeyja með aflann. Ekki verður séð af myndinni, hver fyrri bát- urinn er, en hinn er Ófeigur II. úr Eyjum, eitt mesta happaskipið þar. í baksýn sést Hafursey. Soekamo heim- sækir Tito. Tilkynnt er í Belgrad, að Soekarno Indónesíuforseti sé væntanlegur til Júgóslavíu í opinbera heiinsókn, Tekið er fram, að hann verði gestur Titos forseta meðan hann dvelst í landinu. Heim- sóknin verður á vori komanda. Krúsév á leið til Asíu. Hefur tveggja daga viðdvöl í Dehli hjá Nehru. Nikita Krúsév forsætisráð- herra Sovétríkjanna er Iagður af stað í Asíuförina. Með honum er sonur hans og dóttir og fleira skyldulið, Gro- miko og Mikhailov menningar- málaráðherra. Krúsév fer til Indónesíu, með viðktHiiu í Afghanistan, Ind- landi og Burma. og ræðir við Nehru. í blöðum er mikið rætt um togstreitu milli valdhafa Kína og Sovét- ríkjanna um áhrifaaðstöðu í Asíulöndum, og segja, að Pek- ingleiðtoga lítt hrifna af því, að Krúsév oti sínum tota með fag- urmælgi og fríðindum í Asiu, og þykir nóg um hve blíðmáll hann sé stundum við andstæð- í Dehli dvelst hann tvo daga inga kommúnista í Evrópu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.