Vísir - 10.02.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 10.02.1960, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 10. febrúar 1960 M VlSÍB Frysting togarafisks. Þegar hraðfrysting fisks hófst hér á landi var aðeins um eina tegund hráefnis að ræða: línu- fisk. Slíkur fiskur hefur verið talinn eitt bezta- hráefni, sem hægt er að fá til nokkurrar fisk- vinnslu. Meðan línufiskurinn var eina hráefnið, sem notað var til hraðfrystingar, var ekki um neina sérstaka erfiðleika að ræða í sambandi við hráefni frystihúsanna. Það á að minnsta kosti að vera auðvelt að framleiða fyrsta flokks hrað- frystan fisk úr línufiski, enda er fiskurinn yfirleitt ferskur og nýr, oftast frystur daginn eftir að hann er veiddur. Hjálpar að sjálfsögðu mikið til, að veður er oftast kalt hér á Tslandi og hefur landfræðileg afstaða landsins vafalaust bjarg- að mörgum, íslenzkum fiskfarm- inum, því lítið hefur farið fyrir skilningi manna á nauðsyn ís- unar aflans. Á síðustu árum hefur gæðum hráefnis til hraðfrystingar mjög hrakað hér á landi. Kemur þar tvennt til. í fyrsta lagi er nú talsverður hluti bátaaflans veiddur i net, og eru gæði hans langtum lakari en línufisks og hafa ástæðurnar fyrir þessu verið gerðar að umræðuefni hér í þáttunum og þarf ekki að fjöl- yrða um það atriði. Hitt atriðið er togarafiskur- inn, sem nú er unninn í frysti- húsunum. Á fyrstu árum hrað- frystingar á íslandi datt engum heilvita manni í hug að frysta togarafisk, eins og nú almennt tiðkast. Frysting togarafisks hófst ekki að neinu marki á ís- landi, fyrr en löndunarbannið var sett á íslenzka togara í Bretlandi, en fram til þess tíma hafði rekstur þessara fiskiskipa byggzt á því, að þau sigldu með eigin afla og seldu á erlendum markaði. Þegar sú leið lokaðist, var horfið að því ráði að nýta afla togaranna hér heima, og er auðvitað ekkert nema gott að segja um þann hugsunarhátt. Hitt er sýnu verra, að einskis hófs var gætt í þessum efnum fremur en flestu öðru hér á landi. Togarafiskur var frystur upp til hópa og þarf engum get- um að því að leiða, að gæði hans almennt voru langt fyrir neðan gæði annars fisks, sem tekinn er til frystingar hér á landi. '** Nú er svo komið, að fjöldi stórra og afkastamikilla frysti- húsa hefur verið byggður með það eitt fyrir augum að frysta togarafisk. Er eitt slíkt hér í Reykjavik, eitt á ísafirði, eitt á Siglufirði og eitt á Akureyri, en auk þessara eru enn fleiri frystihús, sem fá verulegan hluta hráefnis síns af togurum. Margir vísindamenn hafa rannsakað geymsluþol fisks í togurum og þótt dálitlar breyt- ingar eigi sér stað milli ein- stakra fisktegunda, má samt 1 segja með sanni, að ekki er hægt að geyma fisk i ís í meira en 7 daga, ef hann á að teljast fyrsta flokks að gæðum. Sumar! fisktegundir hafa meira geymsluþol, sérstaklega karfi, J en ekki mun þó muna nema 1—2 sólarhringum. Þessar [ niðurstöður eru byggðar á rannsóknum, þar sem öll með- ferð fisksins var eins góð og hún getur bezt orðið. Hitt er miklu oftar, að meðferðin á fiski í togurum (og öðrum fiski- skipum) hér getur hvergi riærri talizt góð, heldur er hún yfir- leitt svo slæm, að fiskurinn er líklegur til að geymast enn verr en hér er sagt. Má í því sambandi bæði minnts á ísun og þvott, sem hvorttveggja er mjög ábótavant f togurunum í dag. Á það hefur verið bent, að fiskur skemmdist 2svar til 3svar sinnum hraðar, ef hann er geymdur við sex gráðu hita, en ef hann er geymdur við gráðu hita. Það er því afar þýð- ingarmilcið, að ísun aflans sé nægileg, en á þessu hefur ein- mitt viljað vera mikill mis- brestur. Hafa sumir togararnir jafnvel verið svo bíræfnir að taka miklu minni ís og koma ' með miklu meiri afla, en þegar j þeir ætla að sigla með aflann. Hefur heyrzt um tilfelli, þar sem togarar hafa ekki notað nema sem svarar helming íss, þegar þeir hafa lagt upp hér, miðað við það sem þeir nota þegar þeir ætla að sigla. Stafar þetta auðvitað af því, að hér geta þeir selt allan fisk á sama verði og þykir auðvitað argasta fjarstæða að taka með sér mik- ið af ís og minnka þannig ' geymslupláss skipanna fyrir fisk. Allir hljóta að sjá, hversu óheilbrigður hugsunarháttur I þetta er, en hann er þvi miður | alltof almennur. j Til þess að koma einhverju lagi á það hráefni, sem frysti- húsin taka til frystingar af tog- urum, verður að setja reglur urn það, t. d. að taka ekki til frystingar eldri fisk en 7 daga gamlan og um leið að skylda togarana að fara sérstaklega ( vel með þennan hluta aflans. Má alls ekki spara isun hans og vanda verður allan frágang hans í lestunum. Væri liklega rétt að taka hér upp þær reglur, sem brezk frystihús hafa í þess- um efnum, en þau taka aldrei eldri fisk en 7 daga gamlan og er það eingöngu sá fiskur, sem lagður hefur verið efst í hillur og ísaður sérstaklega vel. Einn aðal keppinautur okkar, á Evrópumarkaðnum ei' skand- inavískt fyrirtæki . sem heitir Findus. Þetta fyrirtæki á frysti- hús í bænum Hammerfest í Norður-Noregi. Þaðan eru gerð- ir út togarar og er alls ekki leyft , að taka . fisk til frystingar af þeim, sé hann eldri en 3ja daga gamall. Er engin furða, þótt okkur finnist samkeppnin við þetta fyrirtæki nokkuð stíf, en til þess að ná jafn góðri aðstöðu á þessum mörkuðum og geta unnið markaðina af Findus, verðum við að gera okkur ljóst, að útilokað er að vinna togara- fisk hér jafnvel upp í tíu daga gamlan, en til þess eru dæmi og þau ekki fá. Til að tryggja gæði togara- fisks sem til frystingar fer verður að sjá um eftirfarandi: 1. Fyllsta hreinlætis verð- ur að gæta í lestuni togar- anna. Verður að gæta þess, að fiskurinn skemmist ekki af snertingu við úldin lestar- borð eða óhrein. 2. Alls ekki má taka fisk til frystingar, sé hann eldri en það, að hann verði meira! en 7 daga gamall, þegar hann er unninn. Þetta er auðvitað miðað við það, að öll meðferð fisksins sé eins góð og frekast er kostur á. Ef þessi atriði verða fram- kvæmd, verður að breyta tals- vert fyrirkomulagi togaraút- gerðar hér á landi, enda verður ekki hægt, og hefur raunar aldrei verið hægt,frá sjónarmiði vöruvöndunar, að láfa skipin vera eins lengi úti og þau eru í dag. Líklega væri * hæfilegt að láta togara aðeins vera úti svo sem 10 daga í senn. Þetta verð- ur erfitt í framkvæmd, en það er nauðsynlegt, að togarar geri þetta, ef einhver framtíð á að vera í frystingu togarafisks. Þann hluta aflans, sem ekki er nothæfur til hraðfrystingar, verður annað hvort að salta eða verka í skreið. Virðast þetta ekki vera neinir afarkostir fyrir útgerðina, því að verð á þessum útflutningsvörum okkar er sagt mjög hátt nú. Hins verður einnig að gæta, að ef ekki verð- ur brotið blað í þessum efnum, þá verður tapið ekki mælt í krónum og aurum, heldur getur verið að veði framtíð íslenzkrar freðfisksframleiðslu. Áttræð í dag: Frú Raghildur Pétursdóttir, 1 ........................... síður næmar fyrir skemmdum, en hinar seinni. Þar við bætist, að alltof fáir foreldrar sinna því sem skyldi, að láta tannlækni fylgjast með þeim frá 2—3 ára aldri reglulega og gera við þær sem skemmast. Það er því al- geng sjón, sem mætir tannlækn inum, þegar barnið kemur tiL hans í fyrsta sinn, að margar tennur eru skemmdar og sum- ar svo, að þeim verður ekki bjargað. Tapist barnatönn, hafa þær sem standa beggja vegna j við skarðið, tilhneigingu til j þess að færast í skarðið og skekkjast. Við eðlileg tannskipti vaxa : fullorðinstennur upp á rætur j barnatannanna, sem eyðast eftir því sem fullorðinstönnin lyftist upp í kjálkanum, þar tit rót barnatannarinnar er að mestu eydd, tönnin losnar og fellur, en fullorðinstonnin skýtur upp krónunni í hennar stað. Hafi nú barnatönn tapast of snemma eins og áður var á minnzt, vex fullorðinstönnin fyrr upp en henni er eiginlegt, ef engin mótstaða er. Hafi barnatennurnar afur á mótí skekkzt getur svo farið, að fullorðinstönnin eyði aðeins utan úr rót barnatannarinnar. ^Hún fellur þá ekki þegar hin vex upp, en skekkir hana og Háteigi. í dag á áttræðisafmæli Iands- kunn merkiskona, frú Ragn- hildur Pétursdóttir ■' Háteigi. Hún er fædd í Engey, dóttir hjónanna Ragnhildar Ólafs- dóttur frá Lundum í Stafholts- | tungum og Péturs Kristinsson-! ar -útvegsbónda þar og skipa-, smiðs. Var æskuheimili hennar eitt mesta myndar- og rausn- arheimili landsins. Húsmæðra- fræðsla var hennar áhugamál frá því hún ung stúlka sótt.i húsmæðraskóla í Noregi. Eftir heimkomuna hélt hún víða um Suðurland námskeið í mat- ( reiðslu fyrir húsmæður og ^ kenndi i Kvennaskólanum. — Mikil forvígiskona hefur hún ávallt verið á sviði heimilis- iðnaðar, húsmæðrafræðslu og kvenréttinda. Hún var gift Halldóri Kr. Þorsteinssyni skipst.jóra og útgerðarmanni. Bjuggu þau í Háteigi og rak Ragnhildur þar búskap, er maður hennar stundaði sjó. Hefur heimili þeirra verið með rausnarbrag öllum er einkenndi æskuheimilið. Ragnhildur beitti sér fyrir stofnun Húsmæðra- skóla Reykjavíkur, veiúð for- maður skólanefndar og átt sæti í nefndinni frá upphafi. — Frú Ragnhildur hefur alla tíð not* mesta álits allra hinna mörgu, fyrir baráttukjark sinn og dugnað og ríka hjálparlund. Hvernig má Eaga tannskekkju? IBvenær á aá liek'jast lian<laV Hér skal aðeins drepið á nokkrar helztu orsakir tann- skekkju, en hún á, sem kunn- ugt er, mjög mikian þátt í auknum tannskemmdum, af- lögun á kjálkum og miður æskilegum útlitsbreytingum á andliti. í heilbrigðum munni eru all- ar tennur til staðar og þær mynda óslitinn og reglulegan boga. Tennurnar veita hver annarri stuðning, liggja þétt saman og síður er hætta á að matarleifar festist milli þeirra og valdi skemmdum og tann- holdssjúkdómum. En ekki eru allir svo gæfusamir að hafa þessa æskilegu tannstöðu. Stærð tanna er mjög mis- munandi og fer að miklu leyti eftir öðru útliti einstaklingsins. Sama er að segja um stærð kjálka að öðru jöfnu. Frá þessu verða þó allmikil frávik og al- gengt er að stærð tanna og kjálka sé ekki í samræmi inn- byrðis. Getur einstaklingurinn þannig haft að upplagi stórar tennur og smágerða kjálka, svo að tennur rúmist þar ekki svo sem æskilegt er, en verði í þess stað skakkar og óreglulegar. Sjúkdómar, sem kom i veg fyrir eðlilega beinmyndun eða j truflun á kirtlastarfsemi líkam- ans í sambandi við beinmynd- un, geta einnig átt þátt í því að hindra eðlilegan vöxt kjálk- anna, og af því getur aftur leitt. að tennur hafi ekki pláss til að standa réttar. Flestir munu kannast við munnsvip barna, sem stöðugt sjúga fingur eða snuð. Efri gómurinn verður þröngur og miðframtennur í efri gómi framstandandi. Sviþaða aflögun getur munnöndun haft í för !með sér, en hún orsakast oftast af þrengslum í nefi eða koki: eitlar eða langvarandi kvef. Báðar þessar orsakir má í mörgum tilfellum fjarlægja. í Barnatennur eru oftast réttar í kjálkunum. En þær eru ekki j liggur oftast lengi skemmd að . fullörðinstönninni, sem þá skemmist líka. Um sex ára aldur koma fyrstu fullorðinsjaxlarnir upp, einn 1 hverjum fjórðungi munnsins, næst fyj'ir aftan öftustu barna- tennurnar. Þessir jaxlar vaxa upp þar til hinir tveir í neðiú góm mæta þeim efri. Þeir hafa stórar rætur og eru sterkustu tennur munnsins, enda er þeinx ætlað það hlutverk að viðhalda réttri bithæð og afstöðu milii efri og neðri k.iálka meðan tannskiptin fara fram. Þessir jaxlar, eins og aðrar tennur fyrir aftan augntönn, hafa til- hneigingu til þess að hreyfast fram á við í kjálkanum þar til þeir mæta mótstöðu, en það er til þess að tannröðin megi verða þétt. Hafi nú barnajaxl tapast of snemma, svo að skarð verð- ur, sem ekki fyllist í bráð af fullorðinstönn, færist þessi jaxl því fram á við og skekkist. Þegar aðrar fullorðinstennur koma síðan upp fyrir framan jaxl, er ekki lengur pláss fyrir þær réttar, svo þær skekkjast líka. Sé skemmd aftan í aftaui barnajaxli, sem sexárajaxlinn leggst upp að, skemmist hann einnig. Þar við bætist svo aS oft er lítt hugsað um tennur barna á þessum aldri og þessum jaxli er hættara við skemmdum en öðrum tönnum. Ef hann tap- ast eða skekkist til muna, helzt ekki lengur hin rétta afstaða milli kjálkanna og þeír ganga saman við tannskiptin, svo að hakan styttist og munnsvipur- inn breytist. Af þvi, sem að framan hefir verið sagt má sjá, að æskileg- ast er, að tennurnar myndi 6- slitinn boga og hafi stuðning hver af annarri. Erfðir, sjúk- dómar og óvanar geta raskað þessu. En algengastan þátt eiga hér tannskemmdirnar og hið hóflausa sætmetisát, sem orsak- ar þær. Því er nauðsyn að gæta vel barnatannanna og hálda Frh. á 11. s.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.