Vísir - 10.02.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 10.02.1960, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 10. febrúar 1960 Rosa Lund Brett: -kÆsiim -k sigrar - durtinn. 26 þá hann Edward. Hvað hefðir þú gert í hans sporum?“ Það varð svo löng bið á því að hann svaraði að hún hélt að hann mundi ekki vilja fara út í þá súlma, en loksins sagði hann: „Edward fór öfugt að frá upphafi. Hann hefði átt að skipa Margot að fara með sér til Singapore — og úr því að hann gerði þaö ekki hefði hann átt aö forðast annað kvenfóik.“ „En úr því hann gerði það ekki lieldur, hvað þá?“ „Eg get ekki svarað fyrir Edward — eg veit aðeins — að eg hefði fremur kosið skilnað en að þurfa að lifa svona, eins og hann gerir. Eg mundi ekki vilja ganga á tánum kringum kon- una mína allan daginn og síðan bjóða henni góða nótt í svefn- herbergisdyrunum hennar.“ „Ænei....“ sagði Sherlie dauflega og hvorugt þeirra sagði orð frekar — hún óskaði að hún hefði ekki spurt hann. Þau stóðu og horfðu á sjóinn þeygjandi, og hún leit snöggvast á Paul — var hann óánægður með kvöldiö? Hann hafði líklega litla ánægju af samverunni með henni og Tennantshjónunum — það var oröið áliðið og hann átti að aka til Mullabeh og------ „Hvenær ætlar þú að fara frá Bali?“ spurði hann allt í einu. „Það er óákveðið ennþá. Ef nýr forstjóri verður ráðinn að gistihúsinu verð eg að fara eftir þrjá mánuði.“ „Heim til Englands?” „Já — en eg vil ekki eiga heima lijá honum bróður mínum áftur —“ sagði hún og fékk sting fyrir hjartað — það var eins Og Paul gilti alveg einu þó hún ætti að hverfa honum sjónum um aldur og æfi. „Þú ert ekki nógu gömui til að búa ein — eg játa að þú ert greind og ráðdeildarsöm, en þér nnindi ekki líða vel að vera ein þíns iiðs. Þá er skárra að vera hérna á Bali.“ „Jafnvel í þessu hræðilega gjálífis-gistihúsi?“ „Jafnvel það,“ sagði hann óbilgjarn. „Þú ert skapsterkari en ' eg hélt — en það er drottnunargirni stjúpu þinar, sem þú verður aí vara þig á. Hún gerir þig harðlundaða — ef hún getur.“ „Ékki hefur Melissa orðið harðlunduð." Hann brosti. „Melissa er augasteinn móður sinnar. Manni verð- úr að falla vel við hana — hún er svo gagnsæ, svo gerólík þér. Hún gæti ekki varist að láta tilfinningar sínar í ljós ef karlmaður kyssti hana, en þú — ef eg man rétt — lætur sem þú takir alls ! ekki eftir að þú hafir verið kysst.“ „Þú manst það rétt —■ en eftir að hafa hitt sumt af því fólki, sem hefur sest að hér eystra, hef eg kcmist að raun um, að það áé engin flónska að vera dálítið harðlunduð.“ ^leira gafst þeim ekki tími til að segja, því að nú kom Edward með fat með smurðu fcrauöi, en Margot kom á eftir með stóran bakka, sem Paul tók við af henni. „Við hituðum kaffi,“ sagði hún, „en þú getur íengið viský ef '' þú^villt, Paul.“ R. BurrougH^ *I H«/E TESTEP THESE WALLS ANP THEV AEE SOFT/ SAU? TAKZAN. *WE COULP PIG A TUNNEL- „Þökk fyrir — kaffi handa mér. Ssetu og láttu mig hella í boll- ana.“ Hún settist hjá Sherlie. „Þú ferð að verða þreytt, væna mín — hvenær byrjar þú á morgnana í þessari ófétis skrifstofu?“ „Hálf níu — þetta er ekki erfið vinna.“ „Það er ótækt að þú getur ekki verið meira úti á daginn. En vel á minnst — þessi misklíð við frú Wingate í kvöld. Heldurðu að þú verðir fyrir óþægindum af því að þú komst með okkur?" „Ekki hugsa eg það,“ sagði Sherlie, „hún er einstaklega alúð- leg við mig.“ Paul sneri sér aö henni. „Eg vil ekki hafa orðið til þess að koma þér í vanda, svo að það er bezt að eg tali við hana.“ „Æ-nei — gerðu það ekki.... það verður engin misklíð úr þessu,“ sagði hún biðjandi. Paul helti í bollana og Margot át brauðsneið. „Við erum ein- kenn'legt samkvæmi, þessu fjögur,“ sagði hún. „Þarna er Paul með öll skordýrin sín og áformin um skipasiníðastöð á Bali — og svo þú, Sherlie — fjam þínu daglega umhverfi og dugleg starfs- stúlka í hinu sögufræga gistihúsi — og svo Edward og eg — sem erigum eru að gagni — eg býst við að íólk líti á okkur sem sníkjudýr.“ „Þú vilt ekki nota vitið þitt, það hefur þú ekki gert í mörg ár og þér hefur sést yfir gömlu sannindin um, að maður uppsker það i lífinu, sem maður sjálfur vill,“ sagði Paul talsvert hvasst. „Við rekum þó plantekrurnar,“ sagði Edward rólega. „Og þær gefa arð, en það sýnir að þú rekur þær vel,“ sagði Paul, „livers vegna setjist þið ekki að á einni ekrunni og byggið ykkur hús þar?“ „Við erum að reyna að forðast leiðindin,“ sagði Margot og hallaði undir flatt. „Það er svo mikil tilbreyting í að vera í gisti- húsum og við erum orðin svo vön því að við mundum verða að aumingjum í okkar eigin húsi.“ „Þið hafið aldrei reynt það — þið getið fengið húsið mitt léð í nokkrar vikur, ef þið viljið.“ „Æ-nei....“ flýtti hún sér að svara, „okkur líkar svo vel hérna í Santa Lucia — það er svo íburðarmikið og „banalt“.“ Sherlie heyrði að Paul varp öndinni og að Edward andaði djúpt, — nú var dagurinn eyðilagður fyrir Edward. Hún stóð upp og sagði: „Jæja, nú er klukkan orðin tólf og aímælisdagurinn liðinn.“ j „Já-á....“ sagði Margot þakklát fyrir hjálpina. „Þetta var skemmtilegt kvöld, fannst ykkur ekki? Við verðum að endurtaka [ þetta seinna.* Þau óku þegjandi til gistihússins. „Eg fer gegnum garðinn inn i herbergið mitt — hjartans þakkir fyrir kvöldið,“ sagði Sherlie 1 og skildi við þau. Hún nam staðar undir einu ljóskerinu til að finna lykilinn sinn og Paul kom á eftir henni. „Eg hef verið að hugsa um frú Wingate," sagði hann. „Þegar eg talaði við hana í kvöld lét eg hana hafa það óþvegið. Eg ætlaði að sýna þér að þú mættir ekki láta troða þig um tær, en nú skil eg að þetta hefur kannske alveg gágnstæð áhrif. Ertu viss um að hún muni ekki gera þér helvítið heitt?“ Gat maður nokkurntíma verið viss um nokkurn hlut þegar Dolores var annars vegar, hugsaöi Sherlie með sér og yppti öxlum. „Eins og stendur getur hún ekki án mín veriö í skrifstofunni, svo að líklega verður ekkert uppistand út af þessu.“ „Eg held enn að eg ætti að tala við hana — og útskýra fyrir henni aö þú ert lifandi mannsekja en engin vél.“ „Það mundi ekki koma mér að neinu haldi.“ „Ef til vill ekki — hún veit hvað hún vill — og þú ert meira eða minna háð henni." Hann studdi hendinni varlega á öxlina á henni. „Viltu lofa mér því að láta mig vita, ef hún verður þér erfið? Það verður hægt að fá einhvern til að koma boðum til mín.“ „Hún verður varla svo erfið. En annars gætir þú gert mér KVÖLQVÖKUNNI Svefnherbergisþjónninn var nýbúinn að vekja mig og eg sat framan á sænginni órakaður og eins og flókatryppi um höfuðið. Mæðgur tvær gengu fram hjá mér á leið til matarvagnsins. Eg sté fram úr sænginni og rölti í áttina á eftir þeim að snyrti- klefa karla. „Þetta gerir ekkert til,“ sagði móðirin við dóttur sína eins og til að hughreysta hana. „Þeir líta allir svona út á morgnana.“ Lltiíl drengur tók að öskra óg- urlega í leikfangabúð. „Mamma vill ekki kaupa Handa mér pístólu,“ gargaði hann. „Jæja, jæja,“ sagði búðareig- andinn. „Kaupir hún mamma þín alltaf handa þér hvað sem þú vilt þegar þú lætur svona.“ „Nei,“ sagði drengurinn.. „Stundum gerir hún það — og stundum ekki. En það er engin fyrirhöfn að öskra.“ Nýr þingmaður ávarpaði Benjamín Disraeli og spurði hann um það, hvort hann áliti að hann ætti að taka til máls um málefni, sem til umræðu var á þingi Breta. „Eg held það væri betra fyrir yður að deildin undraðist það hvers vegna þér tókuð ekki til máls, heidur en að hún furðaði sig á því„ hvers vegna þér gerðuð það,“ svaraði Disraeli. ar^am gullfiskagarn, marella, golfgarn, fidella, grillon 3S»3 Bl|^/ Eg er búinn að reyna .„veggina, þeir eru mjúkir. Ef til vill getum við grafið okk- ITMI&HT WOKVCy EXCLAIAAEP’ rAUL PINCH "iP WE COULP KEACH THE JUN&LE WITHOUT BEING P’ISCOVEKEP’—" ur út, sagði Tarzan. Það ætti að heppast, sagði Paul Finch, ef við gætum komist óséðir í skóginn. Svo byrjuðu mennirnir á verkinu og grófu i ákafa í von um frelsi. Hin aiþjó&ega vorkaup- stefna í IFrankfurt An Mafn verður haldin 6.—10. marz. Allar upplýsingar gefur FERÐ ASKRIFSTOF A RÍKISINS Lækjargötu 3. Sírni 1-15-40.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.