Vísir - 10.02.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 10.02.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað iestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. WÍSXiC. Munið, að þeir sem gerast áskrifeudur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá hlaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 10. febrúar 1960 ’ SSHÍ •'•■/•'/"sV.'v .• w H * t’i.. • •. ■■•/•'•'/'.•■' •••'•^-'/'•■/•■</./^'/1 -Ail• >5 fri ' jff" : MWM \ wm * ■■ í' ■ S :■'■// • ' . .■•'.■• '/-./ .■•/• : - ' w ■; ■./ - ; ?/%'•-• /•• .'••• .•■■/- ./,•',•- .-*.•.. .,.'.-.•• í lok sl. viku lauk Barbara Moore, 56 ára kvenlæknir í Bretlandi, 1600 km. göngu frá nyrzta odda Skotlands til Lands- enda á Cornwall-skaga, syðsta bletts í Englandi. Hún gekk jþetta á rösklega þrem vikum og gerði það til að sanna ágæti grænmetis til manneldis. Hún ér að hugsa um að ganga þvert yfir Bandaríkin — 5000 km. Flugfreyjur eftirsóttar. Flugfélag íslands auglýsti fyrir nokkru eftir flugfreyjum til starfa hjá félaginu, og var umsóknarfrestur útrunninn 27. jan. s.I. Óvenjumikið barst félaginu af umsóknum, og sóttu 60 stúlkur um starfið. Er það meira en verið hefur undan- farin ár. Ráðnar verða 10—12 stúlkur, og mun senn líða að því að ákvörðun verður tekin um hverjar hljóti hncssið.— Stúlkurnar eiga að vera á aldr- inum 19—28 ára, og kunna eitthvað í tungumálum, en þeg- ar þær verða ráðnar, verður haldið námskeið fyrir þær, og þeim kenndir ýmsir gagnlegir og þægilegir hlutir. Astæðan fyrir því að svo margar stúlkur verða ráðnar nú, er sú, að flugfreyjur ,,ganga svo ört út“ að til vandræða horfir, og hafa t.d. þrjár þeirra látið ánetjast á undanförnum mánuðum, og gengið í heilagt hjónaband. Járnbrautaverkfall í Tanganyika. Tíu þúsund járnbrautaverka- menn í Tanganyka liafa gert verkfall. Þeir gera kröfur um hærra kaup og bætt vinnuskilyrði. svo og að teknir verði aftur í vinnu járnbrautamenn, sem sagt hefur verið upp. Hafnar- verkamenn í tveimur stærstu hafnarbæjum landsins hóta að hefja samúðarverkfall verði kröfum járnbrautarmanna ekki sinnt. Allt getur farið i bál á Kýpur á nýjan leik. Makarios og Kutchuk ó- ánægðir yfir afstöðu Breta. Gremja ríkir á Kýpur og ótt- ast, menn, að ókyrrð kunni að blossa þar upp þá og þegar. Það er yfirlýsing, sem birt var í London í gær þess efnis, að ekki yrði unnt að hraða af- greiðslu mála svo, að Kýpur gæti fengið sjálfstæði sitt 19. marz er gremjunni veldur. Það vekur athygli að bæði Makaríos erkibiskup og dr. Kutchuk hafa lýst yfir óánægju sinni yfir þessari afstöðu. Kutchuk sakaði Breta um hvatvísi, en Makarios kvað samkomulag ekki hafa náðst vegna þess, að Bretar hefðu gert víðtækari kröfur en gert var ráð fyrir í Lundúna- samningunum. — Brezk blöð •telja Makarios eiga sök á, að rekki hefur náðst samkomulag. Það eru kröfur Breta um við- bótarland við herstöðvar til þjálfunar, sem mest er um deilt, en ef kröfum þeirra yrði fram- gengt yrði að hrekja allmarga bændur frá jörðum þeirra. Brezk-austurrískar vi&ræður í London. Dr. Bruno Kreisky utanrikis- ráðherra Austurríkis er í Lon- don. Hann hóf viði’æður í fyrradag við Selwyn Lloyd utanríkisráð- herra og heldur þeim áfram í dag og í dag ræðir hann einnig við Heathcoate Amory fjár- málaráðherra. Hér er önnur mynd, sem tekin var í gær — sem þar liggur í kös. á einni bryggjunni í Eyjum, og það er rígaþorskur, (Ljósm. Sn. Sn.) Hann kom með eld- inn i slökkvistöðina. Fann reykjarlykt í bíl sínum og gerði viðeigandi ráðstafanir. í fyrradag frá svo undarlega við, að í stað þess að kveðja Slökkvilið Reykjavíkur út til slökkvistarfa var komið með eldinn niður á Slökkvistöðina til að gera slökkviliðsmönnum hægara um vik og ónáða þá ekki að óþörfu. Þessu var þannig háttað, að bíleigandi nokkur þóttist verða þess var, að kviknað væri í þílnum sínum. Fann hann reykjarlykt leggja að vitum sér og þóttist verða reyks var í aftursæti bifreiðarinnar. Gerði hann sér þá lítið fyrir, ók bíln- um að Slökkvistöðinni og bað um að eldurinn yrði kæfður. Mun neisti hafa fallið niður í sætið og eldurinn kviknað á þann hátt. Sama dag kviknaði í vél- bátnum Sæborgu GK-59 er stóð á þurru í bátanausti við Graf- arvog og var þar til viðgerðar. Eldurinn kviknaði í einhverju drasli í fötu sem stóð í káetu Þekkirðu landið þitt? Munið, að í dag er síðasti dagurinn til að skila lausnum að myndagetraun Vísis. — Margar ráðningar hafa þegar borizt og verður dreg- ið um* verðlaunin og nöfn vinnenda birt einhvern næstu daga. bátsins og af þessum eldi varð töluvert tjón á bátnum. Slökkviliðið var tvívegis kvatt út í gær. í fyrra skiptið að Hverfisgötu 16 A. Þar fannst stybba í kjallara og var óttast um eld. Það mun þó hafa verið ímyndun ein, en reykjarþef lagði frá rafhellu. Á 4. tímanum í gær var slökkviliðið kvatt að Flókagötu 19. Þar brann mótor yfir í þvottavél, en eldsvoði var eng- inn. Skar sig upp sjálfur. Nils Alm, sem er eini læknir- inn í Longyearbænum á Sval- barða varð fyrir því óhappi, að taug í öðrum fæti hans slitnaðd. Hann sá sjálfur að ékki varð hjá því komizt, að gera upp- skurð á fætinum. Þar sem ekki var í annað hús að venda til læknis tók hann það til bragðs, að framkvæma skurðaðgerðina sjálfur. Hann lauk aðgerðinni á fjórum klukkustundum með að- stoð systur sinnar. Deilan um Bizerta, flota- höfnina í Tunis, er enn óleyst. Frakkar sinntu ekki kröfu Bourgiba um að hverfa á brott þaðan fyrir 8. þ.m. Hafði hann hótað aðgerðum, ef þeir yrðu ekki við kröfunni, en hefur nú orðið að strika yfir stóru orðin, og tilkynna í útvarpi að reynt sé að leysa deiluna með sam- komulagsumleitunum. Nokkur innbrot að unrianförnu. Nokkuð hefur borið á inn- brotum síðustu næturnar, en án þess að miklum verðmætum hafi verið stolið. í fyrrinótt var brotizt inn í verkstæði Gamla kompanísins að Síðumúla við Grensásveg en ekki varð vart að neinu hafi verið stolið. Tilraun til innbrots var gerð sömu nótt í Brauðborg við Frakkastíg. Þar hafði áður ver- ið brotizt inn í vetur og þá stol- ið allmiklu fé. En síðan höfðu öflugar járngrindur verið settar fyrir gluggana — og þegar þjófurinft varð þeirra var .— eftir að hafa brotið rúðu, sneri hann frá án þess að hafast frek- ar að. í fyrrinótt var brotizt inn í afgreiðslu Akraborgar í Tryggvagötu 10 en ekki séð að að neinu hafi verið stolið. Þá var og tilkynnt innbrot í olíustöðina Klöpp í nótt. Loks var lögreglunni tilkynnt um grunsamlegan mann við Sund- höllina í nótt. Maðurinn var handtekinn og fannst í fórum hans eitthvert dót sem hann vildi ekki gera grein fyrir fyrst í stað og var hann hafður í vörzlu lögreglunnar. Franska stjóniin sendi Túnis- stjórn orðsendingu, en ekki hefur verið sagt nánara frá henni. Athygli vakti, að Bourgiba hefur endurtekið, að hann voni, að stefna De Gaulle sigri í Alsír. Gæti það stuðlað nokkuð að því, að Serkir í Alsír aðhyllist. tillögurnar. Deilan um Bizerta enn óieyst. Bourgiba ítrekai*. ad liann sýrðji Alsirsteíiiu Oe kaulie.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.