Vísir - 10.02.1960, Blaðsíða 11

Vísir - 10.02.1960, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 10. febriiar 1960 VÍSIK 11 Var frímerkjunum stolið eða ekki? Vitnisburður Egils Sandholt leysir þá Einar og Fétur úr 14 daga varðlialdi. Krúsév vill vingast við Soekarno og Indonesa. Vill fá affur áhrifaaðstöðu, sem hann lét IViao eftir. Fyrir dyruni stendur Indó- nesíuferð Nikita Krúsévs for- sætisráðherra Sovétríkjanna. í fregnum frá Hong Kong, sem birtar eru í brezkum blöð- um, segir að hann muni gera Indónesíu gylliboð mikil um efnahagsaðstoð, lán, verk- smiðjuvélar, tækniaðstoð o. fl. Hann er sagður hafa hinn mesta áhuga á að koma á traustu samstarfi við Soekarno forseta, sem hann telur, að muni verða áhrifamesti leið- toginn í samfylkingu Asíu- og Afríkuríkjanna, nú þegar and- úð er vakin víða um þessi lönd vegna ofþeldisverka kínverskra kommúnista, en menn óttast á- form þeirra einkum í öllum hin- um hlutlausu Asíulöndum. Það er einnig ætlun manna, að Krúsév vilji koma Komm- únistaflokki Indónesíu alger- lega undir Moskvuvaldið, en þau yfirráð létu Rússar af hendi við Mao Tsetung með mikilli tregðu 1957. Hafi Krúsév tekið ákvarð- anir í þessu efni án samkomu- lags við Mao Tse-tung, gæti Indónesíuferð Krúsévs markað tímamót — þ. e. að til klofnings kæmi út af hinni kommún- ísku forustu í Asíu. Kemur það heim við athug- anir bandarísku leyniþjónust- unnar, að næst áhyggjum Krús- évs út af deilum Kína og Ind- lands, séu áhyggjur út af af- leiðingum versnandi sambúðar Kína og Indónesíu — þær á- hyggjur séu svo miklar, að Krúsév telji nauðsynlegt, að Rússar taki við af Kína-komm- únistum sem yfirráðendur kommúnista í Indónesíu. f fyrra fór Kukhitdinov sem sérlegur sendimaður Krúsévs til Indónesíu, Delhi á Indlandi og Rangoon í Burma. Hann kvað hafa hvatt Krúsév ein- dregið tii þess að gera persónu- Tannréttingar — (Frh. af bls. 7) þeim við, vera síðan á verði með an tannskiptin standa yfir og fara að ráðum tannlæknisins. Sé þessa gætt má í flestum til fellum koma í veg fyrir alvar- lega tannskekkju, sem getur tekið mikið fé, tíma og fyrir- höfn að ráða bót á. (Rrá Tanulæknafélagi íslands). lega tilraun til þess að bjarga því við, sem bjargað verður, eftir tjón það sem kínverskir kommúnistar hafa unnið komm únismanum með ofbeldi sinu. Rússar hafa aukið mjög út- varp til Indónesíu, úr 15 í 17% klst. á viku, en Pekingútvarpið hefur orðið að draga úr 17% klst. útvarpi þangað í 14 klst. Krúsév er sagður mjög gram- ur yfir, að ekki hefur verið staðið við skuldbindingar um að lána Indónesíu ýmislegt sem lofað var, en auk þess hafa orðið mjög alvarleg mistök — vélar í sykurverksmiðjur voru ekki af þeirri gerð sem til var ætlast, og 4000 sovézkir jeppar biluðu, en af 10 sovézkum flutningaskipum, sem Indónes.a fékk, varð þegar að setja 4 í við- gerð. Árshátíð Orators Þriðjudaginn 16. febrúar er hinn árlegi hátíðisdagur ORATORs, félags laganema. Eins og kunnugt er, ber daginn upp á afmælisdag Hæstaréttar, sem nú er 40 ára. Hátíðin hefst með því, að um morguninn heimsækja laganem ar Hæstarétt, hljóta fræðslu um sögu hans og skoða húsakynni Eftir hádegi verður settur rétt ur í bæjarþingi Orators í I kennslustofu Háskólans kl. 14 Verður þá tekið fyrir bæjar- þingsmál nr. 1 1960. Eins og áður er öllum heimill aðgangur, jafnt laganemum sem öðrum. Um kvöldið verður haldið hóf í Leikhúskjallaranum og hefst það kl. 19. Verður þar Grágás heiðruð og nýútskrifuðum kandídötum afhent skrautrituð skjöl til minningar um veru í deildinni. Að lokum verður stig- inn dans. Þeir, sem vilja tryggja sér miða í tíma, eru beðnir um að hafa samband við einhvern úr stjórn félagsins hið fyrsta, en hana skipa: Magnús Þórðarson, formaður, pími 1-40-27, Guðrún Erlendsdóttir, ritari, sími 1-32-50, Stefán Hirst, gjaldkeri, sími 3-54-50, Skúli Pálsson, varaform. og ritstjóri Úlfljóts, sími 1-27-02, Þórður Guðjolin- sen, meðritstjóri, sími 1-33-82. Þetta er íréblásarakvint- ettinn nýi, sem leikur í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld á tónleikum hins nýja tónlistarfélags — Musica nova. Tónleikar þessir eru með nýju sniði., eiginlega klassísk tónlist yfir kaffi- borðum. Þó eru gestir vin- samlega beðnir að drekka kaffið aðeins á undan tón- Ieikum eða í hléi, svo að eng- in truflun hljótist af. Að- standendur þessa nýja félags gera sér vonir um, að með þessu nýja sniði komist nán- ara samband (intimt) milli hljóðfæraleikara 05 gesta, enda tíðkast það víða er- lendis. Margir bíða spenntir eftir að kynnast starfi þcssa nýja félags. A myndinni er.u, taldir frá vinstri: Peter Ramm (flauta), Karel Lang (óbó), Olaf Klamand (horn), Sigurður Markússon (fagott) og Gunnar Egilson (klar- inet). Við síðustu yfirheyrzlur í frímerkjamálinu kemur það í ljós, að vafi geti leikið á því að gömlu frímerkjuuum, sem sakn að var við birgðatalningu hjá póstinum, hafi verið stolið. Eg- ill Sandholt, skrifstofustjóri póstmáladeildar bar það fyrir rétti að mestur hluti af því sem eftir var af upplagi Balbó merkjanna hafi verið seldur al- menningi í frímerkjasölu póst- hússins á árunum 1935. Sagði Egill að þetta hefði ver ið gert í samráði við Póst- og símamálastjóra Guðmund Hlíð- dal og ætti sala þessara fri- merkja að sjást í bókum póst- stofunnar. Sagði hann að sala hinna frímerkjanna, sem sakn- að er rnyndi hafa farið fram með sama hætti. Guðmundur Hlíðdal, sem þá var nýtekinn við embætti póst- málastjóra sagðist ekki hafa skipt sér mikið af daglegum rekstri póstþjónustunnar og sagðist ei muna umrætt sam- tal, en taldi það ekki ólíklegt að það hefði átt sér stað. Að fengnum þessum upplýs- ingum voru þeir Einar Pálsson og Pétur Eggerz Pétursson, látn ir lausir úr gæzluvarðhaldi. Nokkuð af frímerkjunum elr komið í leitirnar. Hafa þau flest komið frá New York, sagði Þórður Björnsson fulltrúi sakadómara er hann skýrði fréttamönnum frá þesum lið rannsóknanna í gær. Enn reynt að afstýra verkfalli brezkra járnbrautamanna. Fulltriaarstíómarinnar sitja fundi í dag. Ný tilraun verður gerð í dag til að reyna að afstýra því, að verkfall á járnbrautum Bret- lands hefjist á miðnætti aðfara- nótt mánudags n. k. Blöðin ræða þetta mál mikið í morgun. Öll viðurkenna þau réttmæti þess, að járnbrauta- menn fái kjör sín bætt, og hvetja íhaldsblöðin leiðtoga járnbrautamanna og stjórn Verkalýðssambandsins til að fallast á samkomulag, en Daily Herald, blað jafnaðarmanna, og Daily Mirror, róttækt, eggja stjórnina lögeggjan til að láta hendur standa fram úr ermum Irö siys í gœr. í gær urðu tvö slys af völd- um mnferðar í Reykjavík. Um hádegisleytið lenti bif- reið af einhverjum ástæðum út af akbraut sinni móts við Laugaveg 114. Við það lenti telpa, sem sat í framsæti bif- reiaðrinnar á rúðu og slasaðist á höíði. Hitt slysið varð um níuleyt- ið í gærkvöldi i Borgartúni. Maður að nafni Páll Hahnesson, HöfíSaborg 99, varð fyrir bif- reið og mun við það hafa fót- brotnað, auk þess sem hann meiddist á höfði. og koma á sáttum. Sakir standa þannig, að járnbrautamenn hafa hafnað bráðabirgðasam- komulagi eftir að skýrsla um athugun á kröfum þeirra kem- ur fram í fyrstu viku marz, og krefjast samninga þegar. Fulltrúar brezku stjórnar- innar sitja fundi með aðilum í dag. Ánægðir að fá söluskattshluta. Frá fréttaritara Vísis. Siglufirði 5. febr. Á fundi bæjarstjórnar Siglu. fjarðar 4. febrúar s.l. var svo hljóðandi tilliaga samþykkt með 5 atkvæðum gegn 3: „Bæjarstjórn Siglufjarðar samþykkir að lýsa ánægju sinni yfir þeirri ákvörðun rík- isstjórnarinnar, að hluti af söluskatti renni sem tekjustofn til sveitarfélaganna, eins og nú hefur verið boðað.“ Enn fremur var svohljóðandi viðaukatillaga samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum: „Enda verði þá þæjarfélögunum ekki íþyngt frekar af hálfu alþingis os' ríkisstjórnar með nýjum lögþoðnum álögum íþágu þess opinbera." — RÞJ. Útsvör Siglfirðinga 6 millj. kr. Frá fréttaritara Vísis. —» Siglufirði 5. febrúar. Fjárhagsáætlun Siglufjarðar- kaupstaðar hefur veríð lögð fram og var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Siglufjarðar í gæ r. Samkvæmt henni eru tekjur áætlaðar 7.505.625 krónur, þar af útsvör að upphæð 5.945.625 krónur. Helztu gjaldaliðir eru al* manna tryggingar 1470 þús. kr„ til menntamála 735 þús. kr., vegamála 600 þús. kr., löggæzlu 458 þús., stjórn kaupstaðarins 495 þús., til afborgunar lána 401 þús., til framfærslumála 345 þús. og til heilþrigðismála 225 þúsund krónur. Hvít bók um efnahagsmálin. Ríkisstjórnin liefur gefið út hvíta bók um efnahagsmálin, þar sem gerð er grein fyrir fyrir þróun þeirra mála uiid- anfarin ár og þeim tillögum, sem stjórnin hefur lagt fyrir Alþingi eða hyggst flytja á næstunni til viðreisnar atvinnu- og cfnahagslífi þjóðarinnar. Þessi hvíta bók er gefin út til þess að þjóðin eigi sem hæg- ast með að kynna sér allar hliðar þessara mála. Verða næstu daga gcrðar ráðstafanir til að dveifa bókinni um land allt. u Svalt og bjart. í morgun var norðaustanátt hér á landi, 2—6 vindstig. Á Norðausturlandi gckk á mcð éljum. Mest frost . Grímsstöð- um 10 stig. í Reykjavík var austanátt, 3 vindstig og 2 stiga frost. — Léttskýjað. Úrkomulaust s.I. nótt. Hæð er yfir Grænlandi og: suðaustur yfir Island. Kaldur loftstraumur er yfir öllu íshafinu — vesturjaðar hans snertir ísland — og nær til Noregs og allt til Noýður- sjávar. —. Hvassviðri er. viíS Noregsstrendur og ekki síjdar- veður í dag.. Hér á landj! má húast við liægviðri næstaj: sól- arhing, norðlægri átt og frosti, 2—5 stigum á s.tröndum, en. allt að 10 stigum í innsvciúm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.