Vísir - 27.05.1960, Blaðsíða 3

Vísir - 27.05.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 27. maí 1960 t VÍSÍR .3 Kona í forustustöðu: Iðiiferkíræðingnrmn dr. Lilliait Gilbretli. Tóli bíss'nsi wn-ööir lœtur aö sér kreöu. Ameríski kveniðnverkfræðingurinn dr. Lillian Gilbreth er þekkt víða um heim fyrir rannsóknir sínar á tíma og hreyf- ingum, svo og tilraunir til að létta störf manna og auka jafn- framt afköst þeirra bæði á heimilum og utan þeirra. Hún er 12 barna móðir, og þótt hún sé orðin 81 árs, ferðast hún enn mikið um Bandaríkin og önnur lönd og heldur fyririestra og miðlar öðrum af þekkingu sinni. Þótt því sé yfirleitt haldið fram , að konur verði að velja velja mili heimilis og ævistarfs utan þess, gildir það ekki um dr. Lillian Gilbreth, iðnvek- fræðing og leiðtoga í vísinda- legri verkstjórn, en hún varð 81 árs í maí s.l. Hún er víð- þekktur brautryðjandi í rann- sóknum á tíma og hreyfingum, rithöfundur, háskólaprófessor, kaupsýslukona og af verkfræð- ingum hefir hún verið kölluð „mesti kvenverkfræðingur í heimi.“ Og síðast en ekki sízt er hún 12 barna móðir, eins og frægt er orðið af skáldsög- unni „Cheaper by the Dozen,“ sem skrifuð er af tveimur börn- um hennar. Saga þessi varð metsölubók í Bandaríkjunum á sínum tíma, og síðar var gerð kvikmynd eftir henni. Hjónin störfuðu saman. Lillian Evelyn Moller Gil- breth fæddist árið 1878 í Oak- iand í Kaliforniufylki, og var hún ein af níu börnum. Þegar hún hafði lokið háskólanámi í heimabæ sínum, sneri hún baki við dásemdum Oaklandsborgar og fluttist til austurstrandar Bandaríkjanna. Þar var hún kennari um hríð, en 1906 gift- ist hún Frank Gilbreth og settist að í Boston. Maður henn- ar hafði lagt stund á múrsteins- lagningu, og hann var ekki nema 36 ára, þegar hann var orðinn eftirsóttasti verktaki í Bandaríkjunum. Henni segist svo frá að á- huga fyrir vísindalegri verk- stjórn hafi þau hjónin fengið einn morguninn, þegar Gil breth var að raka sig. Þá datt- ’nonum allt í einu í hug, að hann gæti sparað tíma með því að nota tvo rakbursta og löðra sápunni á báða vanga í einu. Þetta atriði náði svo tökum á huga hinna ungu hióna, að þau hófust strax handa um frekari rannsóknir á slíkii ..verkstjórn“ og gerðu tilraunir með hana á heimilinu, enda kom það í góðar þarfir, því að börnin urðu alls tólf. Siðar þeg- ar börnin stækkuðu og þau höfðu fengið meiri revnslu á þessu sviði, stofnuðu Gilbreth- hiónin nýtt iðnfyrirtæki, og var tilgangur þeirra að finna ..einu og beztu aðferðina við að leysa af hendi verk.“ Þau settu unn sitt eigið kerfi, sem reyndist svo vel, að nú er svo komið, að alls staðar þar sem vísinda- leg verkstjórn er viðhöfð, er kerfi þeirra notað. Skipulagning í eldhúsinu. Hið nána samstarf Gilbreth- hjónanna hélzt óslitið, þar til hann lézt árið 1942. Þá tók hún sér ferð á hendur til Evrópu, og æ siðan hefur hún haldið áfram starfinu og aukið það. Eitt af því, sem hún hefur látið sig mestu skipta, eru heimilisstörf- in og þá- fyrst og fremst í eld- húsinu. Eitt sinn hafði hún og samstarfsmenn hennar t.d. tal af þrjú þúsund húsmæðrum, með það fyrir augum að finna hentugustu hæð fyrir eldhús- vaska. og eldvélar. Hún varð fyrst manna til að beita starfs- greiningu og iðnskipulagningu í eldhúsinu. Um þetta hefur hún skrifað bók, „Kitchen Practical,“ sem notuð var til fyrirmyndar á heimilissýningu árið 1929. Ein af nýjungunum, sem hún kemur þar með, felst í því að skrefunum, sem hús- móðir þarf að taka við bakstur kaffibrauðs, er fækkuð um 1/6, án þess að það hafi nokk- ur áhrif á baksturinn. Margar fleiri nýjungar og' aukfc þæg- indi í eldhúsinnréttingum í Bandaríkjunum eru árangur af rannsóknarstarfi hennar, eins og t.d. geymslupláss í ísskáps- hurðum, en of langt mál yrði allt það upp að telja. Hún er sífellt á ferðalögum. Hún þeytist enn landshorn- anna á milli í Bandaríkjunum og ferðast mikiðtil annara landa og heldur fyrirlestra um iðn- verkfræði og kemur nýjum hug myndum í framkvæmd. Hún hefur enn áhuga á að létta störf húsmæðranna í eldhús- inu með lagfæringum á eldhús- innréttingum, og nú er hún líka farin að gera ráðstafanir vegna aukinnar hjálpar karlmanna í , eldhúsinu. En þrátt fyrir nyt- I semi þessa kvartar hún um, að því sé of lítill gaumur gef- inn, framleiðendur og almenn- ingur geri sér ekki fulla gréin i fyrir þýðingu vísindalegrar j verkstjórnar. | Eitt mesta vandamál nútím- ans kveður hún vera það að konur vinni utan heirrilins jafnframt heimilisstörfunum. I „Ef konan verður að vinna úti. hjálpast allar skynsamar fjöl- skyldur að við heimilsstörfin. Tíminn hjá þessu fólki er alltaf naumur. Á mínu heimili reyncl- um við hið sama og við reynd- | um síðar í verksmiðjunum — • við skiplögðum starfið og gerð- um áætlanir. Vitanlega geta engin tvö heimili notað sömu Lillian Gilbreth. aðferð — maður verður að þreifa sig áfram. Ég kenni í brjósti um konur, sem leiðist heima hjá börnunum og finnst þær þurfa að komast út af heirn ilinu til að þroska persónuleika sinn. Merkilegustu og mest þroskandi viðfangefnin eru á þeirra eigin heimilum. Öll störf — jafnvel heimilisstörf, sem ætti að kenna í háskólum — eru tilvalin rannsóknarefni.“ Hin innri þörf er nauðsynleg. Undirstöðu allrar verkstjórn- ar telur dr. Gilbreth vera þá að finna með sjálfum sér þörf- ina fyrir hana. „Maður verður að hafa löngun til þess að verða góður stjórnandi, hvort sem það nú er heima eða á skrifstof- unni, og hið eina rétta er að byrja á sjálfum sér. Eitt mesta kerfinu. Má í fyrsta lagi nefna, vand.mál okkar, þótt við gerum okkur ekki grein fyrir því, er sjálfstjórn. Við skulum taka t.d. framkvæmdastjóra fyrirtækis. Við. tölum um þá eiginleika, sem þurfa að prýða fram- kvæmdastjóra — staðfesta eða samvir.nuhæíni — en við spyrj- um sjaldan, hvernig stjórn hann hafi á siálfum sér. Við þekkjum öll fólk í valdastöð- um, sem getur st.jórnað öllu nema sjálfum sér. Góður stjórn andi er sá, sem getur beint orku sinni á réttar brautir og haft taumliald á henni. Ég lít á góðan stjórnanda — og góðan framkvæmdastjóra — sem kennara. Hann kennir þeim, sem hann stjórnar, en Iærir jafnframt af þeim.“ Dr. Gilbreth og maður henn- ar voru nemendur Frederick Tavlors, fræðimannsins, serp fyrstur lagði stund á tímarann- sóknir. En sá er munurinn á þeiin, að Gilbrethhjónin lögðu áherzlu á velferð vinnandi karla og kvenna og samskipti manna. Auðlindir mannsins. f Ég lít þannig á* „ségir dr. Gilbreth, „að það sé hlutverk okkar að nýta auðlindir manns- ins sjálfs og náttúrunnar í þágu mannkynsins. í iðnaði er sjálfvirknin í rauninni ekki neitt nýtt. Hún er ekki annað en stórir áfangar á þeirri braut, sem við höfum alltaf farið. Og vegna hennar þurfum við betri stjórnendur. Sjálfvirkni á ekk- ert erindi verksmiðjur, fyrr en hægt verður að að setja annað í stað þess, sem verður að víkja. Auðsætt er, að eftir því sem árin líða láta menn sig meir og meir varða samskipti manna, hvað kemur fyrir aðra menn. Við ættum ávalt að stunda þessa umhyggju fyrir meðbræðrum okkar, að við ættum að veita mannkyninu hlutdeild í því sem við kunnum í sjálfvirkni. Þannig ættum við að að út- ! breiða notkun vísindalegrar verkstjórnar -—- beita nákvæm- um mælingum og rannsóknum — og okkur hefur þegar orðið mikið ágengt í því efni .... Markmið okkar er i raun og veru að finna hámarksafköst mannsins. Þetta er tilgangur- inn með vísinda legri verk- stjórn, og þótt. svo megi segja, að við kunnum ekki svör við öllu eða vitum ekki alltaf, hvert við erum að fara, þá get- um við ekki farið villur vegar, ef við gætum þess að hafa þetta hugfast.“ (Grein þessi er stytt og og lauslega þýdd úr banda- ríska mánaðarritinu Think, sem gcfið er út af fyrirtæk- inu International Business Machines. Greinarhöfundur heitir Arthur Herzog.) Vélskólaslít. Vélskólanum í Reykjavík var sagt upp sl. laugardag i hátíðasal Sjómannaskólans. Við skólann störfuðu í vetur 18 kennarar auk skólastjóra. — Nemendur skólans voru í haust 131. Vélstjórar og vélstjóraefni voru 123 en rafvirkjar 8. í 1. bekk voru 40. í 2. bekk 42. í rafmagnsdeild vélstjóra 41 (2 bekkir) og 8 í eldri deild raf- virkja. Yngri deild rafvirkja starfaði ekki vegna ónógrar að- sóknar í haust. Undir próf gengu alls 88 nem- endur og stóðust það 34 vél- stjórar í rafmagnsdeild, 39 vél- stjórar og 8 rafvirkjar. Ágætis- einkunn hlutu Óskar Pétursson, vélstj. rafmagnsdeild, 7.07, raf- virkjarnir Haukur Arinbjarnar* son 7.36 og Ingimar Karlsson 7.31. Átta vélstjórar hlutu á- gætiseinkunn, þeir Guðlaugur Ketilsson 7.54, Svavar Sveins- son 7.44, Jón Sigurðsson 7.32, Jón Vilhelmsson 7.13, Krist- mann Gunnarsson 7.13, Brynj- ólfur Guðmundsson 7.10, Sveinn Sigurðsson 7.04 og Gunnar Guttormsson 7.00. Hæstu einkunn í eimvéla- fræði hlaut Svavar Sveinsson 38% (af 40 mögulegum), en hæstu einkunn í mótorfræði Guðlaugur Ketilsson 39% (a£ 40 mögulegum). Beztan ár- angur úr vélfræðifögunum sam- ' anlagt hlaut Guðlaugur Ketils- 1 son 100 stig af (104 möguleg- ' um). Krúsév talar mikið um friðarvilja sinn, en hófar samt sífellt að tortíma öllum, sem vilji ekki „makka rétt“, Það heitir „frið- arást“ á máli kommúnista.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.