Vísir - 27.05.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 27.05.1960, Blaðsíða 7
Föstudaginn 27. maí 1960 V f S I R 7 F.ins og skýrt hefur verið frá, mun Landsbankinn senn opna litibú á Laugavegi 15. Hér sést aðsetrið, en ekki hefur verið dregið frá gluggum ennþá, því að opnað verður fyrst á morgun. Mesti fjöidamorðingi sög- unnar í haldi í ísrael. Me5ábyrgur höfubleiðtogum nazista um fjöldamorð 6-8 milljóna Gyðinga. Það vakti heimsathygli í s.l. * viku, er kunnugt varð að Adolf Eichmann, sem sakaður er um að hafa skipulagt útrýmingu Gyðinga í Þýzkalandi á stríðs- tímanum, 6—8 inilljóna manna, hefði verið handtekinn og væri i haldi í Israel og yrði Ieiddur þar fyrir rétt. Gyðingar hafa litið á þennan fyrrverandi ofursta í Gestapo, leynilögreglu nazista, sem erki- óvin sinn, „þjóðarfjanda nr. 1“. Kunnugt er, að Gyðingar hafa leitað hans allt frá stríðslokum — í 15 ár — og þeir verið að staðaldri á hælum hans, er hann flýði land úr landi undan þeim. Loks náðu þeir honum og fluttu til Israel, en með hverj- um hætti hefur ekki verið látið uppskátt. En nú er hann í isra- elsku fangelsi og öflugur vörð- ur hafður um hann. Seinustu fregnir herma, að hann hafi sagt, að vel sé með sig farið, og hann muni segja allt af létta — og er ætlun manna, að við vænt- anleg réttarhöld, sem kunna að dragast til hausts, muni margt í ljós koma, sem áður var myrkri hulið. Það var David Ben Gurion forsætisráðherra Israels, sem tilkynnti handtöku Eichmanns á aukafundi á þingi, og gullu við fagnaðaróp þingheims að lok- inni yfirlýsingu hans: „Mér ber að tilkynna þing- inu. að starfsmenn israelsku öryggisþjónustunnar fundu fyrir nekkru einn af helztu glæpamönnum nazistastyrj- aldarinnar, Adalf Eiclimann, senr ásarnt höfuðleiðtogum nazista bera ábyrgð á því, sem þeir kölluðu „lokalausn Gyðingamálsins“, nefnilega útrýmingu 6 milljón Gyðinga í Evrópu — og er hann nú í haldi í Israel og verður bráð- Iega leiddur fyrir rétt á grundvelli Iaga um réttar- höld yfir nazistum og starfs- liði þeirra“. i ihlöss af sápu, te, kaffi og feiti, [og meðan .þær samningaumleit- anir fóru fram hélt Eichmann áfram að senda Gyðingá í gas- klefana. Bandamenn höfnuðu að lokum boðinu. Aldraður þingmaður í Israel hneig í ómegin af geðshræringu eftir að yfirlýsingu Ben Gur- i ions. Kona hans og börn höfðu látið lífið í gasklefunum. j Eichmann fær tvo lögfræð- inga, sem verjendur, annan irsraelskan hinn þýzkan. j Verði hann sekur fundinn biður hans líflátsdómur, sem í! Israel ber að fullnægja með hengingu. Til þessa hefur eng- um slíkum dómi verið fullnægt þar í landi. Enginn hefur fengist til að taka að sér böðulsstarfið. j Seinustu fregnir herma, að Argentínustjórn hafi fyrirskip- að rannsókn út af fregnum um, að Eichmann hafi verið hand- tekinn þar í landi. Israelsstjórn hefur sem fyrr var getið ekkert látið uppskátt um það. Hún segir, að Banda- ríkjamenn hafi handtekið Eich- mann 1945 og hafi hann sloppið úr fangabúðum eftir 18 mánuði, en getað leynt hver hann var. 1950 hafi hann flúið frá Þýzka- landi, en Isralelsstjórn segir ekkert um, hvert hann hafi far- ið. — Alkunna er að margir fyrrverandi Getsapomenn og nazistar leituðu til Argentinu þar sem þeir áttu sér hælis von undir verndarvæng Perons ein- ræðisherra. Póiverjar — Frh. ai 1. síðu. Bandaríkin og Eisenhower for- seta, en Cabot Lodge svaraði með því m. a. að ræða njósnir og njósnaaðferðir Rússa, til þess að sýna ófyrirleitni þeirra í þessum eínum, lagði hann á borðið fyrir framan sig stórt, útskorið líkan af bandaríska gamminum, og var gripurinn gjöf frá Rússum, ætlaður til þess að hanga yfir borði banda- riska ambassadorsins í Moskvu, — en innan í gripnum hafði verið komið fyrir míkrófón. Umræðum verður haldið á- fram í dag. Adolf Eicmann, múgmorð- inginn alræmdi, sem Israels- stjórn hefur nú tekizt að hand- sama. Hann verður sennilega ekki leiddur fyrir rétt fyrr en i september. Eichmann er 54 ára. Hann var aðalráðunautur Hitlers um Gyðingamál. Það er sagt, að hann hafi stungið upp á því við Hitler, að tortíma Gyðingum í gasklefunum. Hann hefur verið kallaður mesti fjöldamorðingi sögunnar. í flestum söguritum Gyðinga er hann kallaður hinn blóðþyrstasti allra nazistaleið- toga. Hann var varam. Himmlers og yfirmaður „Gyðinga-tor- tímingadeildar Gestapo“. Og hann bar því ábyrgð á þeim glæp, sem Sir William Chur- cliill kallaði „ef til vill mesta og hroðalegasta glæp í allri sögu heimsins“. Árið 1944 átti Eichmann í samningum við Joel Brand, Gyðingaleiðtoga, .sem starfaði með leynd i Budapest, um að afhenda bandamönnum 1 mill- jón Gyðinga, gégn því að banda- menn létu af hendi 10.000 bíl- IMóhammeð við stjórn. Móhammeð konungur V. í Marokko hefur tekið stjórn landsins í sínar hendur og skip- að ríkisarfann varaforsæíisráð- herra. Um aðra ráðherra er enn ekki kunnugt. Stjórnin baðst lausnar nú í vikunni. I Ákveðið hefur verið að stofna til nýrra kosninga. Meðal mála sem efst eru á baugi eru burt- flutningur alls erlends herliðs úr landinu. Samið hefur verið við Bandaríkjámenn, en Frakk- ar og Spánverjar tregir til sam- komulags. Ilaft er eftir sovézkum miðstjórnarmanni, sem ný- lega var í París: „Við verj- um árlega milljónum til efnahagsaðstoðar án þess að fá neitt í staðinn. Lítið á Egyptaland, Irak, Guineu.“ Eyþór leikur spænska dansa, en þær Anna María Jóhannsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir og Sigurbjörg Svcinsdóttir dansa ikil aðsókn að laufinu. Hin vinsæla revía „Eitt lauf“, hefur nú verið sýnd fyrir fullu húsi 22 sinnum, 05f ekkert er farið að bera á því að aðsókn sé í rénum. í kvöld verður 22. sýning, og er ekki ao efa að þeir, sem ekki hafa lagt leið sina í Sjáifstæð- ishúsið ennþá, fari að hugsa sér til hreyfings áður en hætta verður á að starfsfólk revíunn- ar fari að tínast í sumarfrí. Svo sem stendur í leikskránni' er þetta í tveim geimum eftir ýmsa,“ en leikstjóri er „gunnar: h. eyjólfsson“. — Leikstjóm Gunnars þarf vart að kynna Reykvíkingum, en þess utan, spilar hann töluverða rullu á sviðinu og tekst að vonum. Þarna gefst músíkölsku fólkí fyrirtaks tækifæri til að hlýða á einn mesta viýturwo r,»ckar okkar íslendinga leika á guitarl — Eyþór Þorláksson, sem leik- ur spænska dansa. Karlmannafötin frá AL. I. FL. EFNI. NÝJUSTU SNIÐ. Sparið yður tíma og ómak. Lcitið strax til okkar. Andersen & Lauth h.f. Vesturgðtu 17, Laugaveg 39. Sími 10510.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.