Vísir - 27.05.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 27.05.1960, Blaðsíða 4
V í S I R Föstudagin inaí 1960 Auður undirdjúpanna Bandaríkjamenn hugsa sér „að ryksjúga“ hafsbotn- inn til þess að ná þar í ýmsa málma. Vísindamönnum víðsveg- ar er það ljóst að hin miklu hafdjúp eru eins og skran- geymsla verðmætra málma. Menn vita að milljónir liggja þarna og bíða á hafsbotni' en hvernig á að ná þeim upp? Menn hafa mikið feng- ist við þessi vandamál eftir heimsstyrjöldina síðari og ekki síður á , jarðeðlisfræði- árinu. Vesturheimsmenn hafa unnið kerfisbundið að því að kortleggja ýmsa j staði í djúpunum, þar sem fundist hefir mikið magn af málm- og steinklumpum. Nú er leitast við að finna að- ferð til að ná upp þessum verðmætum og flytja þau ; _ upp á yfirborðið. Vesturheims-menn hafa rannsakað 40 milljónir fer- | mílna af hafsbotninum — oft á miklu dýpi — til þess að finna slíkt samsafn af steinum og málmum — og sagt er að ótrúlegt muni | þykja hversu mikið er fyrir hendi. Kögglarnir eru á stærð á 'við hænuegg og upp í fótknött. Sýnishorn sem náðst hafa sýna að svona kögglar innihalda upp og i‘ niður 20 hundraðshluta mangan, 15 h. hl. járn og hálfan hundraðshl. kobolt, nikkel og kopar. Hver fer- míla á hafsbotni ætti því að hafa lausa steina og málm- hluti, sem væri að minnsta kosti 1 milljón króna að verðmæti. Það er augljóst að mikil verðmæti eru þarna falin. Það voru rannsóknar- mennirnir á hafrannsókna- skipunum „Horizon" og „Baird“, frá hafrannsókna- stöð Scripps við La Jolla háskólann í Kaliforníu, sem fyrst gerðu sér ljóst hvílík- ur feikna auður væri duhnn á hafsbotni. í suðurhluta Kyrrahafs fundu rannsókn- armennirnir geypistór svæði, sem þakin voru af þessum málmkögglum. Síðari rann- sóknir hafa sýnt að í öðrum hlutum Kyrrahafsins og í svæði með lausum málm- söfnum. Það sem einkennilegt við þessa málm- og steina- fundi í hafdjúpunum er það að þeir eru ekki lausir við hafsbotninn, heldur hafa myndast þar líkt og laukur. Það er kjarni innst inni og svo lög hvort utan yfir öðru. Þetta hefir verið feykilengi að gerast. Útreikningar sýna að kögglarnir hafi vax- ið um Vi millimetra á hverj- um 2500 árum. Kjarninn getur verið hákarlstönn, leir- köggull eða eitthvað svipað. Utan um þennan kjarna hef- ir svo safnast steinryk úr hafinu, hvert lagið á fætur Tímaritið Eimreiðin 65 ára Ingólfur Kristjánsson hefur tekið við ritstjórn hennar. Hann er nú aðaleigandi ásamt Féíagi ísl. rithöfunda. Á þessu ári er áfanga náð í sögu Eimreiðarinnar. Þetta gagnmerka rit, stofnað af Yal- tý Guðmundssyni í Kaupmanna höfn, er orðið 65 ára. Hún er flokki þriggja elztu og merk- ustu tímarita landsins, sem við lýði eru. Hin eru Skírnir og Andvari. Hún hefur því, eins og sagt er í ávarpi til lesenda í ný- útkomnu hefti, „komið lengur út en nokurt annað sambæri- legt íslenzkt bókmenntarit, er ekki hefur átt að bakhjarli fjár- sterk félagssamtök eða stuðning hins opinbera. Lengi var hún eina fagurfræðilega tmarit landsins...“ Hún hefur komið út óslitið siðan — aidrei fallið niður árgangur. Fyrstu 23 árg. voru gefnir út í Khöfn eða all- an tímann sem dr. Valtý var ritstjóri hennar og útgefandi. Ekki verður saga hennar rak- in hér, enda óþarft þvi að oft hefur verið minnzt hér í blað- inu á þetta gamla og gcða rit. en nú er frá því að segia, að nú hefst nýr þáttur í úteáfu hennar. Ingólfur Kristjánsson hefur gerzt aðaleigandi hennar ásamt Félagi íslenzkra rithöf- unda og jafnframt tekið við rit- «tjórn hennar. Á hann vísa að- stoð margra ritfærra manna og ekki að efa, að honum muni takast. Fysta heftið er prýðis- vel úr garði gert og kemur það glöggt fram, að vel mun verða haldið á virðingu ritsins og á- stundað, að það verði smekk- legt útlits og fjölbreytilegt að efni. Nokkur útlitsbreyting hefur verið gerð á ritinu, tvímæla- laust til bóta, og er hún bæði á kápu og letri. „Er meginhluti lesmálsins á smærra letri en áð- ur, og lesmálsflötur síðanna nokkuð stærri, án þess þó að brotiðí brevtist nokkuð. Kemur þetta fram á minnkuðum spáss- íum. Meðal efnis hins nýútkomna heftis er: Eimreiðin 65 ára, eft- ir ritstj., Valtýr Guðmundsson. Aldarminning eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi, Á vegum Steingríms, eftir Guð- mund G. Haglín, með 4 mynd- um, þeirra á meðal áður ó- prentaðri mynd af þe.im skáld- bræðrunum Steingrími og Matt híasi, en hún var tekin sumar- ið 1906 í garðinum við hús Þórð ar J. Thoroddsen læknir, við Túngötu. Sjötíu ára stúdentsaf- mæli, eftir I. K. o.fl. Vísast til efnisyfirlits heftisins, sem birt er í bæjarfréttadálki. öðru. Það sem vísindamönn- um þykir kynlegast er mang- aninnihaldið. Það er venju- lega í „oxyderuðu“ ástandi. Það hefir komið í ljós að auðvelt er að vinna þessa köggla á rannsóknarstofum og auðvelt er að aðgreina málmana og málmasam- böndin. Það er nefnilega auðgert að mylja þá sundur milli handa sinna. Ýmisleg vandamál eru þó í sambandi við að bjarga þessu úr hafinu. Sé djúpið ekki mikið, t. d. 150 til 1000 rnetrar, er hægt að ná þessu upp með sköfu eða botn- vörpu. En þegar þetta finnst á miklu dýpi, eins og t. d. í nánd við Tahiti, þá verður að nota nútímatækni — sogpumpur og vatnsþrýst- ing. Það verkfæri sem notað j verður er ryltsuga hafsins —' það er tæknilega flókin skafa, sem er í þeim tilgangi gerð að sjúga upp málma og ' stein-köggla úr 300 til 6000 feta dýpi. Þetta er gróft pípnakerfi með sog- og þrýstingsdælum. Tvö sög- höfuð eru á endanum á hreyfanlegum pípuleiðingar- S.S. síáíraiis 131 'ps. fijár. Fulltrúafundur og aðalfund- ur Sláturfélags Suðurlands voru haldnir nýiega. — Á fullírúafundinum voru mættir 63 af 65 íulltrúum úr deildum félagsins. Formaður félagsins, Pétur Ottesen, fyrrv. alþm., var kjör- inn fundarstjóri, en fundarrit- ari var Þorsteinn Sigurðsson, form. Búnaðarfélags íslands Forstjóri félagsins, Jón H. Bergs, fíutti skýrslu um starf- semina og lagði fram ársreikn- inga félagsins fyrir árið 1959. í sláturhúsum S. S. var slátr- að alls 131.000 fjár á árinu 1959 og nautgripa- og svína- slátrun var mikil cins og áður. Mikil framleiðslua 'kning varð á árinu og var heildarvörusala starfsgreina félagsins um 118 milljónir króna, og nemur sölu- j aukningin frá árinu á undan um 22 milljónum króna. Félagsmenn i árslok 1959 voru 2.957 og árið 1959 störf- • uðu hjá félaginu um lengri eða | skemmri tíma um 880 manns,. þar af 230 manns allt árið. Á aðalfundi áttu að þessu sinni að ganga úr stjórn for- • maður félagsins, Pétur Ottesen,. og Siggeir Lárusson, Kirkju- bæjarklaustri, og voru þeir- báðir endurkosnir. Eimreiðar úr söpnni. Sú síðasta afhent fyrir nokkru. Síðasta eimreiðin, sem byggð slíkar vélar. Eftir þrjú ár verða verður fyrir brezku járnbraut- aðeins 7000 í notkun og nokkr deildum, en fjarsýnismynda- vélar fylgjast með verkinu og gefa til kynna uppi á yf- irborðinu hvernig vinnan gengur. Þó að mikill sé kostnaðurinn gera menn ráð fyrir að þetta borgi sig vel. Maudling, brezki verzunar- málaráðherrann er kominn til New York til að opna vörusýningu og fer einnig til Washington til að ræða viðskiptamál Evrópu og af- stöðu Bretlands og Banda- ríkjanna til þeirra. imar var fyrir nokkru afhent með virðulegri athöfn. Eimreiðin heitir „Kvöld- stjarnan" og verður í förum í vesturhluta landsins, og mun þjóta þar eftir brautinni með allt að 135 km. hraða og belgja frá sér kolsvörtum reykjar- mekki. Nú munu eimreiðir ekki smíð aðar fleiri, en aðeins notaðar dieselvélar til að draga lestarn- ar, og eru dagar eimreiðanna taldar síðan 1804 Þegar flestar þeirra voru í notkun, voru um 20.000 eimreiðar á Bretlands- eyjum, og ennþá eru til 14,231 um árum síðar munu þaufinnast. aðeins sem járnarusl á haug- um. Forstöðumaður járnbrautar- félagsins sagði við athöfnina,. að sennilegt væri að ekkert - farartæki hefði nokkru sinni átt eins óskerta aðdáun almenn. ings og eimreiðin, né átt eins stóran hlut í framförum á sviði. iðnaðar og velgengni. Lofaði. hann því, að Kvöldstjarnan. yrði aldrei sett til niðurrifs,. heldur geymd á safni þegar- ferli hennar lyki. Að athöfninni lokinni var- eimreiðin dregin út úr verk-- smiðjunni með dieselvagni. Þann 17. þessa mánaðar átti Friðrik Danakonangur og Ingiríður drottning silfurbrúðkaup- Myndin er tekin af'pví tilefni 07 sýnir þau me'i eiztu dóttur siuni, Margréti rrinsessu, sem á að erfa ríkið einn góðan viðurdag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.