Vísir - 27.05.1960, Blaðsíða 9

Vísir - 27.05.1960, Blaðsíða 9
V f S I R íöstudagj n 27. maí 1960 J r 9 skip rannsaka Islands- Færeyjahrygginn í sumar. Sex þjóðir leggja skip til rannsókna. Um næstu mánaðamót hefj- ast sameiginlegar hafrannsókn- . ir 9 rannsóknaskipa frá 6 þjóð- um á svæðinu á milli íslands og Færeyja. Undirbúningur að þessum leiðangri hefur nú stað ið í rúmlega 3 ár. Áður höfðu verið gerðar merktar rannsókn ir á botnstraumum í norðan- verðu Norður-Atlantshafi. Bentu niðurstöður rannsókna til þess, að slíkir botnsstraumar myndu víða vera allsterkir, einkum á hryggjunum milli ís- lands og Færeyja og íslands og Grænlands. Þessi niðurstaða vakti mikla athygli, og kom mörgum á óvart, því að al- mennt hafði verið álitið, að botnsstraumar væru veikir, sér- staklega á miklu dýpi. Voru menn áeinu máli um, að rennsl- ið yfir áðurnefnda hryggimyndi hafa mikil áhrif á ástand sjáv- ar í djúplögum Atlantshafsins. Einnig þótti sýnt, að sveiflur í rennslinu gætu haft örlaga- rík áhrif á ástand sjávar og gróðurskilyrði á nálægum haf- svæðum, þar sem víða eru ein- hver bestu fiskimið í Norður- Atlantshafi. Rannsóknir Breta og Þjóðverja leiddu að því sterk rök, að miklar djúpbylgjur muni myndast, er hinn kaldi Og eðlisþungi sjór Norðurhafs streymir yfir neðansjávarhrygg ina og steypist niður í Atlants- hafsdjúpið. Slíkar djúpbylgjur geta borist langa vegu um haf- ið. Mæti þær fyrirstöðu, eins og við landgrunnsbrúnir geta þær valdið mikilli lóðréttri blöndun, og séu þær nægilega .öflugar jafnvel náð upp til yfir- borðslaganna og endurnýjað þau af næringarsöltum úr djúp- lögum sjávar. . S. 1. haust var ákveðið, að hinar sameiginlegu rannsóknir skyldu framkvæmdar í júni mánuði n. k. Sjö þjóðir tjáðu sig fúsar til þátítöku, þ. e. Dan- ir með eitt skip, Norðmenn 2. íslendingar 1, Englendingar 2, Skotar 1, Rússar 1 og Þjóðverj- ar 2. ■ Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans hefur leigt varðskip- ið Maríu-Júlíu til rannsókna af íslands hálfu. Hefur skipið verið útbúið til þessa leiðangurs eins vel og aðstæður hafa leyft. Leiðangursstjóri verður Unn- steinn Stefánsson, efnafræðing- ur, en auk hans taka þátt í ieið- angrinum frá Fiskideild þeir Birgir Halldórsson, Heimir Þor- leifsson og Sven Aage Malm- berg. Skipstjóri á Maríu-Júlíu verður Gunnar Ólafsson. Lagt verður upp frá Reykja- vík að kvöldi hins 25. mai og haldið til Vestmannahafnar í, Færeyjum til fundar við hin' rannsóknarskipin. Munu þá leiðangursstjórarnir bera sam-, an róð sín, áður en rannsóknir hefjast. Því næst leggja öll skip in úr höfn, dreifa sér um svæðið norðan Færeyja og hefja sam- tímis athuganir sínar. Leiðarlínur flestra skipanna liggja samsíða í stefnu frá suð- austri til norðvesturs. Þegar komið er norður undir íslenzka landgrunnið, snúa skipin við og halda til baka eftir línum, sem liggja samsíða fyrri leiðar- línunum í 10—15 sjómilna fjar- lægð frá þeim. Á þessari leið verða gerðar athuganir á 8—9 sjómílna millibili. Mælt verður hitastig og sýnishorn til efna- greininga tekin á mismunandi dýpi frá yfirborði til botns. Þétt I astar verða mælingarnar gerð- ar í sjávarlaginu næst botni,1 en þar mun aðalrennslið yfir, hrygginn eiga sér stað. Jafn-' framt verða gerðar almennar veðurathuganir og mælingar á gegnsæi sjávarins. Þegar skip- in hafa lokið þessari fyrstu yfirferð , munu þau hittast aft- ur í Vestmannahöfn og leið- angursmenn bera saman gögn sín. Verður þá tekin ákvörðun um það, hvort ástæða sé til að breyta áætluninni. Að því búnu láta skipin aftur úr höfn og endurtaka fyrri rannsóknir. Því næst fer hvert skip á til- tekinn stað á hryggnum, þar sem það heldur kyrru fyrir í 2 sólarhringa og mælir straum eða endurtekur mæhngar á hita stigi og seltu á klukkutíma fresti. Loks verður svo farin þriðja yfirferðin fram og aftur eftir hryggnum og mælingar því næst endurteknar í annað sinn á hinum föstu stöðvum. Rann- sóknunum lýkur hinn 18. júní. Með þessum umfangsmiklu og þéttu mælingum gera menn sér vonir um að geta með sæmilegri nákvæmni ta.-,. ! víðáttu og mrgn hins ka<da jbotnsjávar, ser streymii ;fir , hry-gginn, straumhraðan a vrrs um stöðum os -veiglur í rennsl- ^inu. Hversu • el tekst til um þennan leið'e** •»* sjálf- sögðu að verulegu leiti undir veðrinu komið. En gangi allt samkvæmt áætlun, er full á- stæða til að gera sér vonir um mikilsverðar niðurstöður. Hér er um að ræða einstæðan og sögulegan rannsóknarleiðangur, því að þess munu engin dæmi, að svo mörg skip vinni samtím- is að rannsóknum á takmörk- uðu svæði. LeíklSstarskólinn úi- útskrífar 10 nemenóur. Síðastaliðinn mánudag var Leiklistarskóla Þjóðleikhússins sagt upp. Prófin hafa staðið yfir undanfarna daga og fóru þau fram að þessu sinn á leiksviði Þjóðleikhússins og er það í fyrsta skipti, sem nemendur hafa fengið að gangast undir próf þar í gerfum, búningiun og með annan tilheyrandi út- búnað. Að þessu sinni gengu 10 íeiknemar undir próf og stóð- ust þeir allir prófið. Hæstu eink unn hlaut Jóhanna Norðfjörð en hinir leiknemarnir voru Brynja Benediksdóttir, Bjami Steingrímsson, Kristján Jóns- son, Eyvindur Erlendsson, Vil- borg Sveinbjarnardóttir, Svan- dís Jónsdóttir, Sigurlín Óskars- dóttir, Helga Löve og Þóra Eyja lín Gísladóttir. Skólastjóri skólans, Guðlaug- ur Rósinkranz Þjóðleikhús- stjóri gat þess í skólaslitaræðu að þetta væri níunda árið, sem skólinn starfaði og hefðu nú útskrifast 40 leiknemar frá Leikhstarskóla Þjóðleikhússins. Skóhnn er miðaður við það að nemendur geti stundað atvinnu sína með náminu og verður skól inn rekinn með sama sniði í framtíðinni. Skólastjóri sagði ennfremur, að þótt allir nem- endur hefðu nú staðist loka- prófið, þá væri annað og meira próf, sem biði þeirra, og reynsl- an ein myndi skera úr því hvort þau stæðust það. Að lokum þakkaði skólastjóri kennurum og nemendum gott samstarf á siðastliðnum 2 árum. Kennarar við skólann eru leikararnir Haraldur Björnsson, Róbert Arnfinnsson, Klemenz Jónsson, Baldvin Halldórsson, j Inga Þórðardóttir, prófessor j Steingrímur J. Þorsteinsson, | dr. Símon Jóhann Ágútsson, Kristinn Hallsson óperusöngv- UJIASÓKNÖM i um sumardvöl á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða Kross íslands í sumar, að Laugarási og Silungapolli, verður veitt móttaka í skrifstofu Rauða Kross íslands, Thorvaldsstræti 6, dag- ana 30 og 31. maí frá 9—12 og 13—18. Tekin verða meðan rúm leyfir, börn sem fædd eru á timabilinu 1/1 1953 til 25/6 1956. Vegna mikillar aðsóknar verða aðrir aldursílokkar ekkl teknir. Stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða Kross íslands. FULLTRUASTAÐA Fulltrúi óskast til starfa í skrifstofu skipulagsstjóra Reykjavikurbæjar. Æskilegt er að umsækjandi hafi stúdentsmenntun og þekkingu og reynslu í tæknilegum störfum. Laun samkvæmt launasamþykkt Reykjavíkurbæjar. Nánari upplýsingar í skrifstofu skipulagsstjóra, Skúia- túni 2. Umsóknir skulu hafa borizt eigi síðar en 5. júní n.k. Skipulagsstjóri Reykjavíkurbæjar. ! AðaifuMeÍMf* Neytendasamtakanna, verður haldinn laugardaginn 28. maí 1960 í V.R., Vonarstræti 4 og hefst kl. 2,30 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. ! Stjórnin. i Alþýðukórinn heldur af- mælissamsöng í kvöld. Söngfélag verkalýðsfélag- anna í Reykja\dk, sem nú hefur fengið nafnið Alþýðukórimi, heldur afmælissöng í kvöld í tilefni af 10 ára afmæli sinu. Stjórnandj kórsins er dr. Hallgrímur Helgason tónskáld, en einsöngvarar að þessu sinni eru Guðrún Tómasdóttir, Einar ari, Erik Bidsted balletmeistará og Haraldur Adolfsson, hár- kollugerðarmaður. Sturluson og Hjálmar Kjart> ansson, en strokhljómsveit Sin» fóníuhljómsveitar ísl. annast undirleik. Á söngskránni er Messa G-dúr eftir Franz Schu- bert ,svo og ýms íslenzk lög. Tónleikarnir verða í Austur« bæjarbíó og hefjast kl. 19.15. Aðgöngumiðar eru seldir £ Bókabúðum KRON og Sigfúsar Eymundssonar, og þar geta styrktarfélagar einnig vitjaði miða sinna. „Sjúkrahös sorganna" Lourdes tekur vi5 200 þús. manns árlega. Bandarískur kardínáli, Cus- Iting, búsettur í Boston, hefur tilkynnt, að hann ætli persónu- lega að gefa 100 þús. dollara til sjúkrahússins í LOURDES í Frakklandi. Samtimis skoraði hann á rómversk-kaþólska menn í Bandaríkjunum að hjálpa sér að safna 50.000 dollurum til viðbótar. í „Sjúkrahúsi sorg- anna“ (Hospital of Sorrows) í Lourdes er tekið á móti 200.000 pílagrímum, sem árlega koma þangað, til þess að leita sér lækninga. Cushing ætlar hínn 8. maí næstkomandi að leggja upp í ferðalag til Lourdes með um 100 börn, líkamlega og andlega veikluð. Hann greiðir allan kostnaðinn og hefur áður farið þangað með slíkan leiðangur. Danir hafa fyrir skemmstu breikkað brúna yfir Limafjörð hjá Friðrikshöfn vegna aukinnar uniferðar. Fjorar bifreiðir g;ta ekið um brúna samhliða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.