Vísir - 27.05.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 27.05.1960, Blaðsíða 10
1L VfSIR Föstudaginn 27. maí 1960 SUZAN MARSH: FJÁRHALDSMAÐURINN v......... Símon var í vandræðum. Eitt var að hafa umsjá með stúlku í heimavistarskóla, en annað verra var að tjónka við stelpu- þrákálf, sem maður hafði á sínu eigin heimili. — Líst þér vel á þessa ungu pilta? Þau voru komin út á svalirnar og Judy hnipraði sig í einum stóra stólnum, eins go kettlingur. — Ljómandi vel, sagði hún hreinskilnislega — Yfirleitt finnst mér að allar stúlkur ættu að eiga svo sem eina tylft af strák- um fyrir kunningja. Annars er henni ómögulegt að vita hvort hún elskar manninn sem hún giftist. Kannske er það ástin jsjálf sem hún er ástfangin af. Maður verður að hafa saman- burð. Sírnon gat ekki stillt sig um að horfa á hana. Dökku augun voru svo full af ákefð og hreinskilni æskunnar. — Mér er nær að halda að það sé eitthvað til í því sem þú ert að segja, sagði hann. — Má ég spyrja þig mjög persónulegrar spurningar? sagði hún. Símon var í þann veginn að kveikja sér í vindlingi en hætti við það. — Gerðu svo vel, sagði hann en það var lítilsháttar styttingur í röddinni. Judy horfði fast á hann: — Ertu að liugsa um að giftast ungfrú Denning? Judy hafði löngum haft lag á að spyrja furðulega, en í þetta skifti yfirgekk hún sjálfa sig. Simon leit snöggt á hana, svo kveikti hann sér í vindlingi til þess að fá svolítinn umhugsunarfrest. Það var líkast og að orð hennar bergmáluðu í kyrrðinni þarna á svölunum. — Ertu að hugsa um að giftast ungfrú Denning? Þetta var í rauninni spurning, sem hann hafði forðast að spyrja sjálfan sig að, og hann reyndi að forðast það núna líka, en jafnframt langaði hann til að svara í fullri hreinskilni. — Ég get ekki svarað þessu, Judy. Ég hef aldrei minnst á hjónaband viö ungfrú Denning. — Ég átti ekki viö það, svaraði hún kuldalega. Simon hafði staðið upp og gekk fram og aftur um svalirnar. Svo nam hann staðar fyrir framan hana og horfði í skær og blá augu ungu stúlkunnar. . —Er þér nóg að ég segi þér afdráttarlaust, að hvað svo sem ske kynni í því efni, þá breytir það engu um stöðu þína hér á heimilinu. Judy brosti til hans. — Það verður að vera mér nóg. Ég hef, hvað sem öðru líður, fengið gott uppeldi og veit að mér eru takmörk sett. . Hann settist allt í einu á stólinn við hliðina á henni og beygði Sig fram. Svipurinn á honum var hýr og ærlegur. — Hlustaou á mig, Judy. Mig lang'ar til að þú vitir að þér sé óhætt hérna. Mig langar til að þér finnist þú vera í tengslum við Cragmere, eins og þú . . . . Hann leitaði að orðunum og hún lauk setningunni fyrir hann: — eins og ég væri dóttir þín? Hann horfði niður fyrir sig um stund, svo mættust augu þeirra aftur. — Jæja, ef þú villt orða það þannig. Annars er ég nú tæplegn i þeim aldursflokki, sagði hann léttilega. Judy datt margt í hug. Svona gat Símon verið notalegur. mannlegur og skilningsgóður! Kannske var það hún sjálf, sem hafði verið erfið og slæm .... — Ég skil, Símon, sagði hún. — Ég skil hvað þú átt við. Hann fann að ísinn milli þeirra var brotinn, og reyndi aö betur gegn um hindranirnar. — Það er ekki nóg að við séum undir sama þaki .... Mig lang- ar til að þú sért hamingjusöm hérna. Gætir verið glöð og lifað eins og þig langar til að lifa. Ég skil ofur vel live tómlegt þaö hlýtur að vera fyrir þig að eiga ekki foreldra á lífi. Ég get ekki gert mér von um að verða nema lélegur staðgengill þeirra . . . en ég vil ekki að við umgöngumst hvort annað eins og ókunnugt fólk. Við verðum að vera vinir, svo að ég og þetta heimili geti orðið þér skjól og skjöldur. Hvað sem gerist, Judy, vil ég reyna að skilja þig, ef þú aðeins vilt lofa mér það. Hann tók málhvíld og til þess að virðast ekki of bljúgur bætti hann við, í þurrlegri tón: — Og svo ert þú að reyna að leika púðurkerlingu, sem springur þá og þegar framan í mig. Judy fannst hún allt í einu vera orðin léttari en loftið. Hún var alls ekki þannig að hún vildi láta sólina ganga undir yfir reiði sinni. Hún var léttlyndari en svo. Nú hrópaði hún frá sér numin af íögnuði: — Ó, Símon, nú finnst mér allt vera orðið miklu auðveldara! Mig langar ekkert til að leggja fæð á þig eða rífast við þig. Þetta er alveg dagsatt! — Ertu alveg viss um það? spurði hann og leit út undan sér til hennar. Hún rétti fram höndina og tók í höndina á honum: — Hárviss! — Ég óska að þú verðir mjög gæfusöm, barn, sagði hann. Ann- ars verð ég fyrir miklum vonbrigðum. Tom kom fram i dyrnar og heyrði siðustu orðin. A.fbrýðin blossaði upp í honum. Svo að Símon hefur þá tekið á sig spari- gerfið! hugsaði hann með sér. — Afsakið að ég skemmi fyrsta þáttinn í þessum fallega leik, sagði hann kaldranalega. Símon stóð upp og færði sig á sinn eigin stól. Hann virtist ergilegur. — Hérna er tómatsafi handa skjólstæðingi bróður míns, sagði Tom rólega. Judy tók ekki eftir frekjuhreimnum í röddinni og ekki eftir því, að þarna var einhver ólga i loftinu. Henni fannst krafta- verk hafa gerst á sér, hún var allt í einu orðin sæl. Hún þurfti aldrei að rifast við Símon framar, hún gat „afvopnast“ og hvílst — látið eins og hún væri heima hjá sér .... Hún var þakklát, því að hún hafði kviðið svo mikið fyrir þessum degi, ekki aðeins síðustu vikuna, heldur allt síðasta ár. Og nú . . . . Hún renndi augunum yfir græna flötina og blómabeðin, og varð gagntekin af fegurð vorgróðursins. Og hún fann til þess | með ánægjukennd að framtíðin bar margt í skauti sínu. ' — Mig langar til þess að þú verðir gæfusöm, barn! hafði hann i sagt. Hún þóttist sœl af því .... Alveg eins og Nannie sagði að hún ætti að verða. Hún var fús til þess að afsala sér upp- reisnarhugnum í sér, en þó fannst lienni það ekki varða mestu þessa stundina . . . . Nú var hún að hugsa til Max og Graham — Það var von á þeim til Cambridge og hún hafði ætlað sér að dansa þangað til stjörnurnar fölnuðu á himninum! Allt í einu tók hún eftir að stjörnurnar voru farnar að fölna á himninum! Og hún tók líka eftir að Simon horfði á hana, og hún starði beint í augun á honum, brosandi. Tom tók líka eftir þessu og leist ekki á blikuna. Ætlaði Símon að giftast Judy, vegna peninganna hennar? Ætlaði hann að neyta reynslunnar og taka á honum stóra sínum og krækja í hana? Lola Denning var tuttugu og sjö ára. Hún vann fyrir sér sjálf og rak listiðnaðarverzlun í Cambridge. Hún var mjög lagleg stúlka, og vinir hennar furðuðu sig á því að hún skyldi vera ógift ennþá. Judy gaf henni nánar gætur og beitti allri sinni gagnrýni. Hún varð að játa að Lola væri falleg — hörundið var dökkt, and- litsdrættirnir reglulegir og augun stór og brún. Hárið fallega greitt og gljáandi og sett i hnút í hnakkagrófinni. Judy hafði hugsað sér hana allt öðruvísi. Hún var há vexti, kannske full- há, og mjög smekklega klædd. Judy virtist ótrúlega lítil við hliðina á henni. — Við hefðum sannarlega átt að kynnast fyrr, sagði Lola létt. — En þú hefur alltaf verið í skólanum þegar ég hef verið heima. Eða þá að ég hef verið í ferðalagi þegar þú hefur kom- R. Burroughs Marie var trylt af bræði og' ruddi sér eið ti Tarzans með hnífinn á ofti, en á augnabikinu sem hún hugð- ist reka Tavzan í gegn, féll hún fyrir riffiiskoti og i sömu andrá kom Reynards foringi með liðsauka. A KVÖLDVÖKHNNI Það hafði verið tekin mynd af Sandy og meðan hann var að skoða myndina með ánægju kom Ian. MacPherson til hans. „Hvað ertu með þarna?“ spurði hann. „Mynd af mér,“ sagði Sandy og sýndi myndina stoltur. „Hvernig lízt þér á hana?“ „Hún er fín maður!“ sagði Ian með mikilli aðdáun. „Hún er líka lík þér. Og hvað kosta svona myndir?“ „Eg veit það ekki,“ sagði Sandy. „Eg er ekki farinn að borga hana ennþá.“ „Ha maður?“ sagði Ian enn- þá ákveðnari en áður. „Það er afskaplega líkt þér.“ Fyrsti leikstjóri: „Gerir hún þér nokkrar skráveifur stúlkan, sem leikur ungu stúlkurnar hjá þér núna?“ Annar leikstjóri: „Nei. Ef hún sýnir af sér nokkra hrekki hefi eg hótað henni að eg skuli birta myndirnar af tveim sonum hennar, sem eru lautinantar í hernum.“ ★ 1 Það var vott úti og Bill og kærastan hans ákváðu að fara í kvikmyndahús. Á leiðinni var hún ergileg við unnusta sinn og sagði reiðilega við hann: „Eg vildi að þú vildir hætta að sjúga í þér tennurnar; það er svo ókurteist þegar fólk er nálægt.“ „Vertu ekki að þessari vit> leysu,“ sagði hann móðgaður. „Það eru gúmmíhælarnir mínir, sem heyrist svona í.“ ★ I Höfðingi (kemur aftur í skól-- ann): Forfeður mínir komu hingað með Vilhjálmi sigurveg- ara. Stúlkan: Það er ekkert. Hann faðir minn kom á sama skipi og Mary Pickford. Frá aðalstöðvum hersins í Heidelberg varð eg að fara í kaupsýsluferð til Parísarborg- ar. En eg átti engan bíl og vin- ur minn bauð mér að lána mér sinn bíl, ef eg vildi í staðinn aka konu hans, sem var mjög' lagleg, til Parísar til að heim- sækja ættingja. Við áttum að vera viku í túrnum. Við þýzk-frönsku landamærin í Kaiserlautern fórum við í gegnum eftirlit hjá þýzkum lögregluþjóni og svo var okkur leiðbeint að bragga, þar sem franskir lögregluþjónar skoð- uðu líka skjöl okkar. Franski lög regluþjónninn spurði: „Eigið þér bílinn?“ Því svaraði eg': „Nei, vinur minn lánaði mér bílinn til vikudvalar í París.“ Svo fór hann að skoða vegabréf okkar og sagði: „Er þetta kon- an yðar?“ Því svaraði eg: „Nei, þetta er kona vinar míns.“ Hann’ skilaði okkur skjölun- um með glettni. í.. augunum. „Þarna hljótið þér að eiga und- ursamlegan vin, hei'ra„“ sagði hann. (Readers Digest.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.