Vísir - 07.06.1960, Side 12

Vísir - 07.06.1960, Side 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en VísLr. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni hcim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að beir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Þriðjudaginn 7. júní 1960 Landakotsspítali fær ný og fullkomin röntgentæki. Þau eru þýzk 09 sænsk 09 kostuðu uiu 2 anlSSj. króna. Landakotsspítalinn í Reykja vík hefur eignast ný röntgen- tæki af allra fullkomnustu gerð. Kostuðu þau 2 millj. Jkróna. Hér er um að ræða tvö rönt- genborð, sem tengd eru einni röntgenvél, og enn fremur stjórnborð. Tækin eru frá Siem ensverksmiðjunum tf Þýzka- landi. Einnig er höfuðborð, sem keypt er í Svíþjóð (Stokk-j hólmi), til sérskoðana á höfði, og er fengin afbragðsgóð reynsla af þessu tæki. Eitt af röntgentækjunum er á hjólumj og má aka því milli sjúkraher- bergja. Er að þessu mikið hag-1 ræði fyrir sjúklinga og starfs-' fólk. Tækin eru sniðin eftir fyllstu nútíðarkröfum og með tilliti til framtíðarinnar. Gerð þeirra og styrkleiki gera kleift að sinna og ráða við fleiri verkefni en áður og stytta til muna þann tíma, sem sjúkling- ar og starfsfólk e.r í röntgen- geislum. j Röntgendeild Landakots- spítala hefur starfað í aldar-j fjórðung og þar hafa verið skoðaðir 38.000 sjúklingar. Eins og kunnugt er hefur verið reist mikil viðbótarbygg- ing við Landakotsspítala (nýja spítalann), en gamli spítalinn stendur enn og verður í notk- un, þar til viðbótarbyggingin Nýir héraös- læknar. Heilbrigðisráðuneytið hefur ný- lega sett tvo lækna í embætti héraðslækna. Þann 20. maí var Kristján Sigurðsson læknir settur til að vera héraðslæknir í Patreks- fjarðarhéraði frá 1. þessa mán- aðar að telja, og þ. 24. maí var Bogi Melsteð, cand med & chir., settur héraðslæknir í Hólma- víkur-héraði frá 1. maí að telja og þar til öðru vísi yrði ákveðið. er fullgerð og hægt að taka hana í notkun. Þegar svo er komið stendur til að leggia nið- ur gamla spítalann, sem á þá fyrir sér að hverfa. Ekki er hægt. að segja eins og sakir standa hvenær viðbótarbygg- ingin verður fullgerð. Walter Funk iátinn. Nýlátinn er í Dusseldorf, Vestur-Þýzkalandi, Walther Funk, af völdum hjartabilunar, 69 ára að aldri. Hann var efnahagsmálaráð- herra Hitlers, einn hinna helztu, sem stimplaðir voru og dæmd- ir, sem stríðsglæpamenn. Hann var dæmdur í ævilangt fengelsi í Nurnberg, en látinn laus úr Spandau-fangelsi 1957 vegna vanheilsu. — Þegar honum var sleppt voru aðeins þrír nazista- forsprakkar eftir í Spandau- fangelsi: Hess, Albert Speer og Baldur von Schirach. Órá5, að Eisenhower fari til Japan. Seinustu fregnir frá Wash- ington herma, að leiðtogai demokrata telji ráðlegast, að Eisenhower hætti við ferðina til Japan. Það sé óráð, að hann fari, eins og ástatt sé nú. Öldungadeildai þingmennirnir Fulbright og Mansfield hafa báðir lýst yfir þeirri skoðun, að viðhorf sé breytt frá því, er heimsóknin var fyrst rædd og ákveðin, og sé hyggilegast að fresta henni. James Hagerty, einkaritari Eisenhowers, kom til Manilla á Filipseyjum um helgina, til undirbúnings komu Eisenhow- ers þangað að réttri viku lið- inni, og fór þaðan til Formósu til undirbúnings komunni þangað. Samstarf um sntíli eidfSau§a. Samkomulag Breia oj* Uanda- ríkjamaiiiia. Landvarnarráðherra Bret-| lands og Bandaríkjanna hafa' birt sameiginlega yfirlýsingu í Washington að loknum viðræð- um þar. Hafa þeir náð samkomulagi um, að Bretland og Bandaríkin starfi saman að framleiðslu SKYBOLT-eldflauga. Af því leiðir, að brezkir sér- fræðingar á sviði eldflauga taka upp náið samstarf við bandaríska stéttarbræður, en afórm Breta u® Bluestreak- Fundu lík á Mont Everest Kínverskir kommúnistar birta fregnir um það, að Mt. Everestleiðangur þeiri’a hafi fnndið lík af rnanni í 5.990 metra hæð, er þtir þreytíu fjall- gönguna hinn 27. marz s.l. Líkið var óþekkjanlegt, en leifar klæðnaðar gátu bent til, að maðurinn hefði vei'ið enskur fjallgöngumaður, einn af mörg- um, sem farist hafa við tilraun til að klífa tindinn að norðaxi- verðu. Vegna kuldans hafði lík- ið ekki gegnrotnað. í fregninni var sagt, að þótt fjallgöngu- [mennii’nir hefðu verið nær að- Sveinn Jónsson var koiniixn „frír inn fyrir“, en mistókst og framkomnir af þreytu og þrátt skaut beint á markvörðinn Boljar, seni varði. (Ljósm. Bj. Bj.) fyrir mikinn kulda hefðu þeir grafið gröf í snjóinn og byrgt líkið í henni. Menn ætla, að> hér hafi e. t. v. verið um annað hvort Mallary eða Irvine að ræða, en þeir fórust 1924. Szabo og Larsen keppa hér e.t.v. á Giffermótinu. Alþjoðaaiiót I Khöfn vegna 25. ártsðar Nimzowitsch. eldflaugar verði lögð á hilluna Hefur þetta vei'ið deilumál á Bretlandi. — Skybolt-eldflaug- arnar eru enn aðeins til á teikn- borðunum. Framleiðsla þeirra getur ekki hafist fyrr en eftir 15 mánuði, að undangenginni tilraunaframleiðslu. Höfuðorsök þess, að Bretar hafa tekið þessa stefnu er sú, að framleiðsla Bluestreak- eldflauga upp á eigin spýtur mundi hafa orðið of kostnaðai'- söm. Líkur benda til þess, að í haust verði boðið hingað tveim erlendum stórmeisturum í skák, Zabo frá Ungverjalandi og Bent Larsen frá Danmörk, til að keppa á „Gilfermótinu“ í september. Reyndar hefur ekki enn ver- ið gengið formlega frá boðinu, þar eð beðið er eftir aðalfundi í Taflfélagi Reykjavikur, Senni lega verður steypt saman í eitt tveim mótum, ,,Gilfersmótinu“, sem ætlað var til æfinga undir Olympíumótið, er fram á að fara í október, og afmælismót vegna 60 ára afmælis Taflfé- lags Reykjavíkur í haust. Skák sambandið hefur helzt í hyggju að bjóða Zabo, enda hafa áform um það verið fyrr á döfinni, og Taflfélagið bræðir helzt með sér að bjóða Bent Lai’sen, en ekki verður það ákveðið fyrr en eftir aðalfund, af þeirri stjórn, sem þar verður kosin. Þetta mun verða viðburður fyrir íslenzka skákmenn, svo sem jafnan er slíka gesti hefur borið að garði. Larsen hefur komið hingað áður, en áður hafa komið m. a. Tal (núver- andi heimsmeistari, Tamanoff, dr. Euwe, Lombardi og Pilnik. Minningarmót í Danmörk. Þá verður haldið meiriháttar alþjóðlegt skákmót í Kaup- mannahöfn í ágúst í minningu þess, að 25 ár eru liðin frá því að andláti Aron Nimzowitsch í Kaupmannahöfn, en hann hafði verið búsettur þar í 13 ár. Vera þessa rússneska meist- ara þar hafði ómetanlega þýð- ingu fyrir danskt skáklíf. Hann hafði tekið þátt í 50 alþjóðleg- um skákmótum, og 17 sinnum verið í fyrsta sæti. Mesta sigur sinn mun hann hafa unnið á al- þjóðaskákmótinu í Kai'lsbad 1929, þar sem 22 af mestu skák mönnum heims leiddu saman hesta sína (þó var Aljechin ekki þar). En Nimzowitsch bar sigurorð af Capablanca, Spiel-' mann, Rubinstein, Becker,. dr. Euwe, próf. Wiedmer og Bog- oljubow. Þetta minningarmót um Nim- zowitsch .stendur yfir 5.—19. ágúst, og' vei'ður boðið þangað til þátttöku 6 sterkum útlend- ingum: 2 Rússum, 2 Austur- Þjóðverjum og 2 Hollending- um. En danskir þátttakendur verða átta. Loftbelg skotið upp. Bandaríkjamenn skutu í lofí upp fyrir helgina loftbelg rnikl- um, sem er á hæð við 50 hæða hús. Hann komst í 36.000 metra hæð. Rannsóknatæki sem hann flytur með sér vega 2 Vz srnál. . Tilgangurinn er einkum rann- sókn á geimgeislum. Vísinda- ! menn í 30 löndum rannsaka ár- ! angurinn. — Ef allt fer eftir á- ætlun kemur loftbelgurinn nið- ur í Texas í dag. Ssmsteypustjóm, er Belgiska Kongo fær sjáifstæði. Kasavulm forseti og Lumuiiiba forsætisrádlierra? Mestar líkur eru nú taldar fyr ; (vinstrifl., Afríkuanski eining ir, að Joseph Kasavubu verði fyrsti foi'seti Belgíska Kongó, er það fær sjálfstæði 1. júlí, en Patrice Lunxumba verði fyrsti forsætisi'áðherra þess. í kosningunum til þjóðþings hins nýja ríkis er kosið um 137 sæti. Kunn úrslit voru, er síðast fréttist: Flokkur Lumumba (Kongo þjóðernisflokkurinn), 28, — flokkur Antoine Gizenga arflokkurinn — Partie solidaix-e (Africain) 13, — flokkur Kasavubu —, Afríkuflokkurinn 12, og Cereaflokkurinn 10, og loks þjóðernisflokkur, sem er í andstöðu við flokk Lumumba, við forustu Alberts Kalonjd, 8 þingsæti. Auðsætt virðist, að mynda jverði samsteypustjórn, en um | þátttöku í henni er alger óvissa 1 sem stendur. Hafði ntök við dóttur sína. Mál í rannsókn hjá sakadómara. Það mun hafa skeið hér í bænum fyrir nokkru, að nxargra barna faðir hóf óleyfileg mök- við dóttur sína 9 ára ganxla. Vísir hefur reynt að fá nánai'i upplýsingar um mál þetta hjá rannsóknarlögreglunni, en þar verjast menn allra frétta, utan þess að staðfesting hefur fengizt á því að frumrannsókn á slíku máli hefur átt sér stað, og hef- ur Þórðu3| Bjömsson fulltrúi málsskjöl með höndum til frek- í'i aðgei-ða. Hann neitaði í morg , uxx að gefa nokkrar upplýsing- |ar um málið. Fréttamaður Vís- is var að því spui'ður í samtali við ski'ifstofu sakadómra, hvort blaðið hygðist taka upp kyn- óraskrif, og má e. t. v. nokkuð 1 marka eðli þessa máls á því. Um nafn þessa ólánssama manns veit Vísir ekki eða nú- verandi atvinnu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.