Vísir - 02.08.1960, Síða 7

Vísir - 02.08.1960, Síða 7
Þriðjudaginn 2. ágúst 1960 TlSIB Ræða forseta íslands, er hann fiutti þjóðinni við embættistöku sína í gær. Eins og skýrt er frá hér ann- ars staðar í blaðinu, tók forseti íslands við embœtti á nýjan leik í gœr. Við það tœkifœri flutti hann þjóðinni ræðu, og fer hún hér á eftir, óstytt að mestu: Góðir íslendingar! Ég hef nú undirritað eiðstaf og veitt kjörbréfi viðtöku. Mér er það fagnaðarefni, að byrja nýtt kjörtímabil án þeirra á- taka, sem jafnan fylgja kosn- ingum. Af hrærðum huga þakka ég það traust, sem mér er sýnt, og þann góða hug í garð okkar hjóna, sem við sízt getum án verið. Ég heiti því enn, að gera mér far um að rækja forseta- störfin til heilla fyrir land og þjóð. Allsherjargoðinn vann í heiðnum sið eið að baugi, kristn- ir lögréttumenn síðar bókareið, en sá eiður, sem mér var staf- aður, hljóðar á þessa leið: „Eg undirritaður, sem kosinn er for- seti íslands um kjörtímabil það, er hefst 1. ágúst 1960 og lýk- ur 31. júlí 1964, heiti því, að viðlögðum drengskap mínum og heiðri, að halda Stjórnarskrá Lýðveldisins íslands”. Þennaii eið vinna þeir allir, sem fara með umboð þjóðarinnar á Al- þingi, 1 stjórn landsins, dómara- stöðu og Forsetaembætti. Form- ið skiptir ekki aðalmáli, hvort heldur er unninn lögeiður að baugi, eiður með hönd á helgri bók eða drengskaparheit. Eið- urinn er hið hæsta heit, sem heiður manns leyfir ekki að sé rofið. Vér höfum, allir þeir sem ég áður taldi, heitbundið oss til „að halda Stjórnarskrá Lýðveldsiins íslands“. Ég veit þess ekki dæmi, að einn eða; neinn hafi færst undan þeirri heitstrenging. Vissulega er það skir vottur þess, að vér íslend- inagi- séum einhuga um stjórn- skipun lýðveldisins í aðaldrátt- um. Er það mikill styrkur og stoð fámennrar þjóðar, sem ný- lega hefur endurheimt sitt full- veldi. hvers son eða dóttir báturinn sé. T. d. Jón Jónsson, Ólafur Jóhann- esson, Sigurður Stefánsson, Bald vin Jóhannsson, Friðrik Sigurðs- son, Jón Stefánsson, Stefán Árna son, Ágúst Guðmundsson, Helgi Flóventsson, Páll Þorleifsson, Þórður Ólafsson, Jón Finnsson, Ársæll Sigurðsson, Jörundur Bjarnason, Þorleifur Rögnvalds- son, Sveinn Guðmundsson, Björn Jónsson, Páll Pálsson, Baldvin Þorvaldsson. Guðrún Þorkeisdótt ir o. fl. Ef þróunin heldur í þessa átt verður þess ekki langt að biða að bátalistinn í sjómanna- almanakinu liti út eins og síma- skrá nema það vantar aðeins simanúmer, en kallmerkið kem- þá í staðinn. — Skuggi. Leiðrétting. 1 aðsendum pisli i fyrradag um marsvinarekstur Ólafsvík- inga á dögunum segir: „Ólafs- firðingar fengu saraa drápsæðið í fyrra.“ Bergmálí hefur verið bent á, að þetta fái ekki staðist, Það, sem um ræði þar á eftir eigi við. það, sem gerzt hafi á Dalvik, en ekki í Ölafsfirði. Höfuðbreytingin á stjórn- skipulagi íslands frá því er stjórnarskrá var gefin, er, eins og öllum er ljóst, endurreisL Lýðveldis árið 1944. Um það, var íslenzk þjóð einhuga, þráttj fyrir ágreining um aukaatriði.' En þær raddir heyrast fram á^ þennan dag, að lítt sé við un-; andi, hvað dregizt hefur, að færa Stjórnskipulögin í heild til samræmis við Lýðveldis- stofnunina. Ég fæ ekki betur ^ séð, að lengur þurfi að tefja, nú, þegar kjördæmamálið er leyst, og rutt úr vegi annarra umbóta, sem minni ágreining valda. Nú fer önnur frelsis- og full- veldisalda um' heiminn, og er þess óskandi, að hinar mörgu nýlenduþjóðir, sem nú eru leyst- ar úr böndum, reynist vaxnar þeirri ábyrgð, sem frelsinu fylgir. Nýlendupólitík átjándu og nítjándu aldar var svartur blettur á hinum hvíta kyn- stofni, og hefur þó snúizt mjög á betri veg, víðast hvar, á þess- ari öld. Það, sem mestu veld- ur er, að hugarfarið er breytt frá því sem áður var, á ein- veldis- og landvinningatímum. -Stórveldi ,sem áður voru misk- unnarlítil, vilja hvorki né treystast lengur til að halda niðri gulu og blökku fólki með vopnavaldi. Þessi alda fer nú með miklum þyt og hraða um allar álfur, og finnst mörgum nóg um. En það er erfitt að dæma um það, hvenær þjóð sé búin að ná fullum þroska til sjálfstjórnar, og visast að svo verði ekki fyrr en eftir að öll tjóður eru leyst. Vér megum ekki heldur halda, að vort vest- ræna skipulag henti öllum bezt, hversu fjarskyldir sem eru. Á Alþingi eru mál einnig sótt og varin. Þá er lýðræði og þing- ræði hætta búin, ef menn missa trúna á það, að frjálsar, opin- berar umræður í blöðum, á mannfundum og Alþingi hafi nokkurt gildi. Alþingi setur lög, sem binda dómsvaldið að vissu marki, lög, sem fjalla um öll mannleg skipti, og lög til varn- ar ogáfellis eftir hegðun manns. Hver þingmaður er í senn mál- færslumaður og dómari. Mála- fylgjan má því aldrei kæfa dómgreindina, ef jafnvægi og' réttlæti á að rikja með þjóð- inni. Allt hið sama má segja um framkvæmdavaldið, nema nauðsynina á að beita þar fullri dómgreind sé öllu ríkari. Með lögum skal land byggja. Þetta er norrænt spakmæli, ævafornt og ekkert nútíma víg- orð, — hið fyrsta boðorð þing- ræðisins. í nærfellt fiórar aldir höfðu íslendingar einir lög í stað konungs. Konungdæmi hefur hér aldrei staðið á inn- lendri rót, enda hentar það sízt fámennri þjóð. En lögin standa ekki sjálf eins og innantóm her- tygi, án nokkurs riddara. Ef erfðavenjur og hugarfar fólks- ins fyllir ekki út í þau, þá er hætt við eyðing og ólögum. Því tekur það jafnan langan þroska- feril, að skapa traust lýðræði Forsetinn undirritar eiðstafinn húsinu og öruggt þingræði. Þroski allr- ’ ar alþýðu manna við langvar- andi sjálfstjórn í héraði og á allsherjai’þingi er undirstaðan. Þingræði með almennum kosn- ingarétti, sem er hin eina trygg- ing til langframa gegn gerræði, verður ekki komið á með snöggri, blóðugri bylting. Til þess eru dæmin ljósust, og vér megum fagna því af heilum hug, að þurfa ekki að grípa til slíkra örþrifaráða. Þjóðin segir til um sinn vilja á fjögra ára eða skemmri fresti, og það hef- ur enginn minni hluti á Alþingi rétt á að kalla sig þjóðina milli kosninga. Um stytting þessa kjörtímabils hafa aldrei komið tillögur. Vér treystum því, að sá hugsunarháttur hafi um ald- ir þroskazt með þjóðinni af nor- rænni og kristilegri rót, að stjórnskipun vor standi af sér hverja hryðju. Það hugarfar og sá þjóðar- þroski, sem bezt tryggir lýð- ræði og þingræði, leiðir einnig af sér hæfilega dreifing auðs og valda. Ég segi hæfilegan jöfnuð, því það er staðreynd að dug og gáfum verður aldreí hnífjafnt skipt með mannfólk- inu. En hitt er jafnsatt, að auð- söfnun og valdagræðgi komast oft á það stig, að ekki er í neinu hlutfalli við neinn mannamun þó við berum saman þann, sem mest og hinn, sem minnst er gefið. Þessari hættu bandar hinn almenni kosningaréttur og þingræðið frá þjóðfélaginu. Það er almennt vitað og við- urkennt, að kjör einstaklinga og stétta eru hér á landi jafn- ari en meðal hinna stærri þjóða. Þó kemur mér ekki til hugar að fullyrða, að rétt sé hlutað. Á þessum vettvangi eru aðal- átökin. Lífsbaráttunni er aldrei lokið. Margur kann að vera gramur og bölsýnn, þegar hann ber sinn hag saman við hug- sjón sína. En ef við berum nú- verandi ástand saman við af- komu almennings eins og hún var fyrir fimmtíu árum, að ég í lok athafnarinnar í Alþingis- í gær. ekki segi heilli öld, þá birtir fyrir augum og kemur í ljós, að vér erum á réttri leið, og getum verið ásátt við það þjóð- skipulag í höfuðdráttum, sem skilar slíkum árangri. Stéttir verða jafnan við lýði, ef vér skiptum eftir atvinnu- greinum, og álitamál hvernig skipt skuli þj^ðartekjum. Það verður hvorki mælt né vegið á sama hátt og dauðir hlutir, enda mun ég ekki hætta mér lengra út á þann vígvöll stjórnmál- anna. En hitt hika ég ekki við að fullyrða, að ef vér lítum á íslenzka þjóð frá sjónarmiði ís- lenzks máls og menningar, þá er stéttarmunur hér. minni en með nokkurri nanari þjóð á líku stigi. Hreint og kjarngott mál gerir hér engan stéttamun, og hámenning fyrirfinnst innan allra starfsgreina, Þar á er eng- in háskólaeinokun, og ef um skríl er að ræða, þá er hgnn sízt bundinn við stéttaskipting. Á þessu stéttleysi manndóms og menningar byggjum vér trúna á það, að íslendingum takist að leysa hvern þann vanda, sem að höndum ber, á þingræðislegan hátt. Þjóðin ei ung á mælikvarða mannkyns- sögunnar, þó sú saga sé einnig örstutt miðað við lífið á jörð- unni. Þó höfum vér góða kjöl- festu í eigin sögu. Staðgóð sögu- þekking er hin bezta vörn gegn ofstæki, og hvöt til framsókn- ar. íslendingar eru staðráðnir í því, að láta sig ekki oftaf henda að verða skattland né verzlunar- og fiskveiðanýlenda nokkurs annars ríkis, heldur sækja fram í sínum sögulega og náttúrlega rétti. Þjóðinni er að sjálfsögðu margskonar viðfangsefni og vandi á höndum. Iðnbylting og nútímatækni hófst hér fyrir einum fimmtíu árum. Fólks-* 1 flutningar hafa verið miklir í fótspor nýrrar verkaskiptingar. Bæir og kauptún hafa vaxið hröðum skrefum á skömmum tíma. En þeim vanda- og við- fangsefnum, sem að oss steðja, er hér mætþ af þroskaðri þing- ræðisþjóð, sem sótt hefur fram- tíðardrauma til upphafs íslands- byggðar og einnig til hinna hæstu hugsjóna, sem leiðtogar gera sér á hverjum t,ma um hið góða þjóðfélag, sem hefur heill og hamingju þegnanna fyrir mark og mið. Þá er rétt stefnt, þegar siglt er eftir tindrandi leiðarstjörnu til samfylgdar við hin eilifu lögmál mannúðar og réttlætis, sem er lífsins takmark og til- verunnar innsta eðli. Kongó - Framh. af 1. síðu. sinn gamla leik til að mata krókinn á öngþveitinu með því að hóta beinni íhlutun (þ. e. með því að senda lið til Kongó). Utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna segir þetta bera vitni hinni mesta ábyrgðarleysi og undir það hefur tekið John Difenbaker forsætisráðherra Kanada. Stjórnmálafréttaritarar telja enn miklar hættur á ferðum í Kongó og því sé ákaflega mikið undir því komið, að núverandi ágreiningur leysist friðsamlega. Þeir virðast hallast að því, að hótanir Rússa séu áróðurs- bragð, þeir muni ekki vilja styrjöld, af ýmsum ástæðum, skilyrði til flutninga á liði frá Sovétríkjunum séu erfið, nýir árekstrar við Vesturveldin um þetta gætu leitt til styrjaldar, og Rússar hafa meira að vinna við þá stefnu, sem þeir senni- lega fylgja, að veita efnahags- lega aðstoð og keppa þannig við vestrænu þjóðirnar, og fá, með því að senda tæknilega að- stoð, nokkra fótfestu, og skil- yrði til að hafa nokkur afskipti j af málum. Tilkynnt hefur verið, að Kan- ada hafi fallist á, að senda 500 manna lið til Kongó. Munu það sennilega verða frönsku- mælandi menn, sem sendir verða. Fyrir eru nú í gæzluliði Sameinuðu þjóðanna 11.000 menn. Nýr flótti. I Ýmsir óttast, að ef til átaka kæmi í Katanga mjmdi nýr flótti þaðan hefjast, en þar er enn mikill fjöldi belgiskra her- manna og annars belgísks fólks, m. a. námusérfræðinga. Fallist Belgía á tafarlausan brottflutn- ing herliðs síns þaðan gæti hið alvarlegasta ástand komið tii sögunnar. Barist í Kasai-fylki. | Barist er heiftarlega í Kasai- fylki milli flokka og er sagt, að 100—300 menn hafi verið vegn- ir í þeim átökum. Berjast þeir jmeð spjótum og sverðum, örv- um og bogum, en lítið mun um nútímavopn og þá gripið til þess, er hendi er næst, og reið- hjólakeðjur mikið notaðar. Hersveitir frá Sameinuðu þjóð- unum reyna að stilla til friðar. Æejt ai aughjáa í Vtii

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.