Vísir - 10.08.1960, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 10. ágúst 1960
V 1 S I B
7
Hér sést ein mesta byggingin í Vestmannaeyjnm, Fiskiðjan, sem um getur í greininni hér fyrir
neðan.
5 Eyjurn búa B5 af 100
íbúa í eigin húsnæði.
Otf þar oru líha níu aí
hrerjjutti lO t einhtjlis-
httsutu.
Samtal við Ólaf Kristjánsson,
húsasmíðameistara.
Fréttaritari Vísis hitti Ólaf
Kristjánsson húsameistara í
Vestmannaeyjum að máli og
ræddi lítillega við liann um
húsbyggingar í Eyjum á sl. ára-
iugi.
Ólafur Kristjánsson er fædd-
ur í Vestmannaeyjum 12. ágúst
1909 sonur Kristjáns Jónssonar
trésmiðameistara. Eftir að Ól-
afur lauk námi í Iðnskóla
Reykjavíkur árið 1930 má segja
að hann hafi teiknað svo til öll
hús, er byggð hafa verið í Vest-
mannaeyjum s.l. 30 ár og tvi-
mælalaust er ekki á nokkurn
hallað þó sagt sé, að Ólafur hafi
hér teiknað fleiri hús en nokk-
ur annar maður.
Af stórhýsum, sem Ólafur
hefur teiknað má nefna stór-
hýsi Fiskiðjunnar h.f., skrif-
stofubyggingu Vinnslustöðvar-
innar og viðbyggingu við Landa
kirkju. Það ér óþarft að hafa
upptalningu þessa öúu lengri,
en snúum okkur að Ólafi.
Yfirreið fyrir
TÚmri öld.
Hvað vilt þú segja lesendum
Vísis um byggingarmál í Vest-
mannaeyjum s.l. áratug, Ólaf-
ur?
—- Árið 1847 ferðaðLt dansk-
ur læknir að nafni Schlaisner
um allt ísland á veeum heil-
brigðisstjórnarinnar til athue-
unar á heilbrigðismálum þjóð-
arinnar. þar á m°ðal um orsak-
3r ginklofans í Vestmannaeyj-
um, sem' var banamein flestra
þeirra unebarna. er dóu hér.
Læknirinn skrifaði bók um
þessa ferð sína. Það. sem ég
man sérstaklega eftir úr þeirri
bók var tvennt: I fvrsta lasi. að
leitun væri á útidvrum á ís-
lenzkum bóndabæ. sem væru
hærri en 2 álnir danskar eða
1,25 m.
—...■ ....... .. 1 1 » 1 11
í reknet 45 sjómílur út. af Siglu-
firði. Það er eina veiðin. sem
vitað ér um fyrir Norðurlandi.
Annað: Að húsakynni værr
verst á Suðurnesjum og í Vest-
mannaeyjum.
Hvergi betri
húsakynni.
— En hvað vilt þú segja um
húsakjmni manna hér í Eyjum
í dag?
— Það er bezt að láta útlend
an, kunnan ferðalang um að
svara því, segir Ólafur. Ferða-
langur þessi lét þau orð falla
eftir ferð sína um Eyjar 1955,
að hvei-gi í víðri veröld byggju
sjómenn og verkamenn í lægstu
launaflokkum í betri húsakynn-
um að jafnaði, en hér í Eyjum.
— Nú heyrum við sagt, að
hér hafi menn öðrum fremur
rúmt um sig og byggi stór hús.
Hvað er þitt álit á þessu?
— Við lauslega athugun, seg-
ir Ólafur, telst mér til að hér
búi að jafnaði 6 manns í hverju
húsi og er það ábyggilega mjög
rúmt, og það sem mestu máli
skiptir er það, að hús eru yfir-
leitt vel vönduð, vegna þess að
eigendur húsanna hafa byggt
þau til eigin nota og að miklu
byggt þau sjálfir. Því hafa eng-
in annarleg sjónarmið komizt
að, samhliða miklum metnaði
fólks að hafa þetta 'sem allra
bezt.
Níu af tíu í
einbýlishúsum.
— Þegar við lítum á hina
miklu þenslu, sem er á kaup-
staðnum þá gæti maður haldið
að allir byggju hér í einbýlis-
húsum.
— Þetta lætur nærri. segir
Ólafur, því hér búa um 90% af
íbúum í einbýlishúsum og hin
10% að mestu í tvíbýlishúsum.
Og af ytra útliti húsa verður
ekki greint eða af því ráðið
hvort eigandinn tilheyrir hópi
efnaðri eða snauðari íbúa Eyj-
anna. Og það athyglisverðasta
Ólafur Kristjánsson.
er, að hér búa um 95% íbúanna
í eign húsnæði.
— Hvað vilt þú telja höfuð
ástæður fyrir þessari ágætu og
ef til vill einstæðu afkomu
Vestmannaeyinga í þessum efn-
um?
— Höfuð ástæðurnar fyrir
þessu tel ég vera þessar:
1. Hér hafa allar ióðir og
lendur verið í opinberri eign og
verða nú væntanlega eign kaup
staðarins sjálfs. Lóðir hafa þvi
verið leigðar hér gegn mjög
vægu gjaldi.
2. Sandur og möl í steinstevpu
er hér sem gullnáma, sem allir
geta ausið úr án endurgjalds.
3. Að samtök hafa komizt á
mjög hátt stig meðal byggenda,
! um skiptivinnu við að gera
i húsin fokheld.
I 4. Að gjaldi fyrir tæknilega
aðstoð hefur verið mjög í hóf
stillt.
5. Að bæjaryfirvöld hafa á-
valt sýnt lipurð í afgreiðslu
mála í þessu sambandi.
6. Að sú skoðun hefur orðið
hér algjör, að til þess að eign-
ast eigið hús, sé aðeins að byrja
á verkinu og þá muni hitt koma
fyrr eða síðar að eigið hús verði
að veruleika.
Eina ráðið til að
eignast eittvað.
— Manst þú að segja frá
nokkru sérstöku dæmi um bjart
sýni manna við að ráðast í það
Grettis-tak að byggja eigið hús-
næði af vanefnum?
— Mér verður lengi minnis-
1 stætt svar unga mannsins við
spurningum vinarins, • en sam-
: tal þeirra var eitthvað á þéssa
leið:
„Nú ætla ég að fara að
byggja,“ sagði ungi maðurinn.
„Jæja,“ segir hinn. „Þú ert al-
veg blankur.“ Hinn svarar: „Já,
I það er nú einmitt það sem er.
Eg hef ágætar tekjur, en á aldr-
ei grænan eyri, svo eina ráðið er
víst að fara að byggja ,sér hús
til þess að eignast eitthvað.11
Og þannig hafa eflaust marg-
ir hugsað og framkvæmt.
-— En hvernig má það verða,
að menn byggi hús, sem kosta
hundruð þúsunda án þess að
I hafa eitthvað af peningum
, handbærum til að byrja með?
Ólafur svarar: — Það skeður
! þannig: Hann byrjar á því að
fá sér leigða lóð og fá teikn-
: ingu af húsinu og byrjar svo að
grafa fyrir grunni þess og fljót-
lega tekst að kría út sement í
botnplötuna og þar með er verk
ið hafið. Á næsta ári og áfram
sparar hann svo hluta af tekj-
um sinum og kaupir fyrir það
byggingarefni og nauðsynlega
tæknivinnu. Hann hættir að
eyða í skemmtanir, fer ekki í
sumarfrí. Síðan notar hann
hverja frístund, sem hann á
lausa og kunningjar og vensla-
menn hjálpa til. Eftir 2—3 ár
er húsið fokhelt og skuldlaust
að mestu og orðið að verðmæti
með verðhækkunum 150—250
Sígarettur eða
hitunarkostnaður.
En lengi má deila um það,
hvernig tekjum manna sé bezi.
varið, t. d. eyða hjón, sem bæði
reykja sígarettur nokkuð að
ráði jafnmiklu í reykingar yfir
árið eins og kostar að hita upp
mjög rúmgott húsnæði, en um.
mun á heilbrigðri og ráðdeild-
arsamri ráðstöfun fjármuna i
þessu dæmi læt ég hvern og
einn meta.
Nú á se.inni árum hafa heyrzt
raddir um að þjappa ætti þyggö
inni hér meira saman t. d. með
því að byggja margbýlishús. Eg'
tel að enn sé ekki jarðvegur
fyrir slíkt hér í Eyjum þó að
því kunni síðar að koma.
Áður en við skiljum, þá lang-
ar mig til að leggja fyrir þig
eina spurningu til viðbótar:
— Hvað kostar hjá þér teikn-
ing af einbýlishúsi?
— Því er fljótsyarað. Árið
1947 tók ég fyrir teikningu af
venjulegu einbýlishúsi 350 krón.
ur, en í dag tek ég tvö þúsund.
krónur fyrir að teikna hús.
Eg kveð nú Ólaf Á. Kristjáns
son byggingameistara og þakka.
ýmsan fróðleik sem hann hefur
með rabbi þessu veitt um bygg-
ingarmál í Vestmannaeyjum á
s.l. 30. árurn.
Sigfús J. Johnsen.
þús. kr. En nú er fenginn grund
völlur fyrir því að fara að leita
fyrir sér með föst lán, sem að,
vísu gengur misjafnlega að
afla.
Þolinmæðin
sigrar allt.
En tíminn vinnur allar þraut
ir og lögmálið að tóftin afli
trjánna er óhagganlegt og end-1
irinn hefur ávallt orðið sá, að
í húsið er byggjandinn fluttur
. innan 4—5 ára og skuldir áhvíl-
andi á húsinu eru þá jafnan
viðráðanlegar, sjaldan yfir 50—
70 þúsundir nú síðustu árin.
— Hvað vilt þú að lokum
segja um framtíð byggingar-
mála hér, Ólafur?
— Húsnæði er ein af
þrem nauðþurftum manna hér
á norðurhveli jarðar, og vitað
er að góð húsakynni eru afar
þýðingarmikil fyrir heilsu og i
lífshamingju manna. En ekki
er laust við að nokkuð ofurkapp
sé nú orðið hér um stærð hús-
anna, og gerir það að sjálfsögðu
byggingarkostnað meiri, og dýr
ara er að hita upp stórt hús en
lítið, en sá kostnaður mun nema
frá 5—8 þús. kr. á ári og stund-
um meira.
Aukið vélarafl
Caravelle.
Fyrsta Caravelle-þotan hefur
nú verið seld til Bandaríkjanna.
og mun verða skipt um hreyfla
í henni.
Hreyflar þeir, sem eru notað-
ir á þotur þessar, framleið^
22.000 punda þrýsting, en þær
verða nú prófaðar með hrcyfl-
um, sem framleiða 32.000 puiida
þrýsting. Á ^ð athuga, hversu.
mikið hraði og aðrir kostir auk-
ast við bréytinguna.
Jttíí —
Framh. af 1. síðu.
fræðingur við fréttamann Vísis
í gær, enda er það orð afS
sönnu.
Páll Bergþórsson veðurfræði-
ingur sagðist vonast til að samai
blíðari héldist eitthvað áfram,
og væru þess engin merki aðl
breyting væri í aðsigi á næst-
unni. Að vísu mun vera hálf-
gert myrkur og þokasúld fyrir
norðan, en vonandi mundi birtai
þar upp eitthvað.
Þetta einbýlishús hefur Ólafur Guðmundsson byggingameistari
í Vestmannaeyjum teiknað. Menn munu vera á einu máli um,
að það sé mjög snoturt og stílhreint.