Vísir


Vísir - 10.08.1960, Qupperneq 10

Vísir - 10.08.1960, Qupperneq 10
! i 10 St f V I S I B Miðvikudaginn 10. ágúst 1960 II. WOGAX: Astarsaga 12 liún staðar — eitthvað flaug í hug hennar — hugsun — hugmynd, sem í einni svapan varð að áformi. Illgirnisleg hugmynd, svo að hún fékk hjartslátt. Hún flýtti sér að útgöngudyrunum. „Hvert ætlarðu, Dulcie?“ heyrði hún David segja i örvænting- artón bak við sig. „Aðeins út fyrir dyrnar rétt snöggvast, til að fá mér hreint loft,“ kallaði hún um öxl sér. . „Þú átt ekki nema tíu mínútur eftir.“ j .Það er nóg....“ Það var komin kaldranalegur sigurhreimur í1 t’: ' ’ röddina. Hún stóð úti á götunni — það var indælt að fá svala goluna í andlitið. Hún flýtti sér á næsta götuhorn — þar var varla nokkur manneskja. og enginn þekkti hana. Hún fór inn í shna-! klefann — og uppgötvaði að hún hafði enga smápeninga á sér.1 Hálfgrátandi af vonsku þaut hún út á götuna aftur og skimaði kring um sig. Blaðastrákur kom labbandi á móti henni. „Blöð, ungfrú?“ sagði hann. „Heyrðu,“ sagði hún óðamála, „ég þarf að síma en hef enga smápeninga. Villtu lána mér þrjá pence í nokkrar mínútur. Eg leik þarna í le.ikhúsinu — og ef þú gerir þetta skaltu fá peningana þar og heilan shilling að auki.“ Strákurinn virtist hissa en tók upp peningana. Hún greip þá og snaraðist inn í símaklefann um leið og hún leit á turnklukk- una. Hve margar mínútur átti hún eftir.... Hún þreif heyrnartólið, valdi númerið og setti peningana í sjálfsalann. Svo beið hún og reyndi aö sefa sig. Þegar hún heyröi að svarað var, sagði hún lágt, með breyttri rödd: „Ert það þú, Ja^k? Hvað hugsarðu að láta mig bíða svona? Þú getur ekki hafa gleymt mér, Jack, Sylviu — Sylviu Braden — og þegar við staupuðum okkur i Royal Bar. — Nú bíð ég ekki lengur....“ „Halló, halló! Þér taliö við frú Grange. Halló....“ Dulcie brosti illilega og sleit sambandinu. Nu var hún búin nndir að leika hlutverkið sitt þannig, að hún nyti sín. Hún var móð eftir hlaupin þegar hún kom inn að tjaldabaki með bjarma í augunum, eins og af eldi, sem illmennskan hefur kveikt. Hún mundi hverja setningu, hverja hreyfingu. Hún lék betur en hún hafði nokkurntíma gert áður og það var henni að þakka að leikflokkurinn hafði heiður af sýningunni. Þegar leiknum lauk varð Jack fyrstur manna til að óska henni til hamingju. Hann stóð við leiksviðsdyrnar og andlitið ljómaöi af hrifningu. „Þú varst prýðileg," sagði hann, „þú gætir orðið fræg ef þú legðir leiklistina fyrir þig. Jill hefur rétt að mæla — þú spillir fyrir þér með því að vinna hjá mér.“ „Eg er fyllilega ánægð með þig,“ sagði hún létt, „mig langar ekkert til að breyta um starf.“ Þau urðu samferða heim, og þegar þau kom inn hafði Jill dúkað borðið og borið fram ýmiskonar góðgæti. Dulcie leit fast og rannsakandi . hana í þeirri von að hún sæi merki þess að símtalið hefði haft áhrif, en Jill virtist alveg jafnglöð og róleg eins og hún hafði verið þegar þau fóru. „Komdu nú og segðu mér frá öllu,“ sagði hún, „ég hef verið að drepast úr forvitni. Hvernig fór þetta? Hvernig leist þér á Dulcie sem leikara, Jack?“ Jack sagði fjörlega frá leiknum og fór miklum lofsyrðum um Dulcie. Undir venjulegum kringumstæðum mundi henni hafa þótt vænt um lof hans, en nú hugsaði hún eingöngu um Jill. Var traust hennar á Jack svo grundvallað, að hún léti símtalið eins og vind um eyrun þjóta? Dulcie reyndi að hugsa ráð til að komast að þéssu, hún tók eftir hverjum svipbrigðum á andliti Jill, hverri smábreytingu á rödd' hennar. Þau sátu lengi yfir borðum, en loksins var staðið upp. Jack kveikti í pípunni sinni og brá sér út til að líta eftir í verksmiðjunni áður en hann færi að hátta. Undir eins og hann hafði lokað dyrunum eftir sér sneri Jill sér hlæjandi að Dulcie. „Ilann heidur að hann geti gabbað mig, minn kæri Casanove,“ sagði hún, „en honum skal ekki verða kápan úr því klæöinu." „Hvað áttu við?“ spurði Dulcie og lést forvitin. „Eg veit að hann hefur biðið eftir því í allt kvöld að geta veitt sér góðan hlátur á minn kostnað, en hann skal íá að bíða betur eftir því. Þú veröur að lofa mér að segja honum ekki af þessu, Dulcie....“ „Frá hverju.... Eg veit ekki hvað þú ert að tala um.“ „Hér kom kynlegt símatal í kvöld. Það var Sylvia Braden, sem var að minna -á að hún væri til.“ „Sylvia Braden," sagði Dulcie. „En heyrðu, góða ... “ Jill bandaði hendinni. „Vitanlega er þessi Sylvia Braden ekki til. Það var nafn sem Jack bjó til í flýti. Hann ætlaði að hafa skemmtun af því að láta mig verða hrædda um hann.“ „En þú sagðir að hún hefði hringt." „Það gat ekki verið hún, úr því að hún er ekki til, Dulcie. Vitanlega var það Jack, sem gerði sér upp kvenróm til að gabba mig. Þú manst að við vorum að tala um raddir — símaraddir og aðrar raddir — áður en þið fóruð.“ „Ertu viss um það?“ spurði Dulcie, að það hafi verið gabb, meina ég....“ Nú fann hún sárt til þess að bragð hennar skyldi hafa mistekist svona herfilega, undir eips í byrjun. „Auðvitað er ég viss um það. Það er engin Sylvia Braden til — eða heldurðu það.... ?“ Dulcie svaraði ekki. Hún hafði tekið eftir að raddhreimur Jill breyttist lítið eitt, og brosti kuldalega. Hver veit nema henni tækist þá að gera veilu í oftraustið, sem Jill hafði á manninum sínum?“ „Hvers vegna svarar þú engu, Dulcie? Er nokkur stúlka til, sem heitir Sylvia Braden?“ Nú var greinileg spurning í rödd Jills — en líka dálítið annað, nefnilega ofurlítill vottur af kvíða. Leiklistarreynsla Dulcie kom henni að góðu haldi núna — hún vissi hvað segja skyldi, og hver-nig ætti að segja það. „Auðvitað er engin til með því nafni,“ sagði hún. „Sylvia Bfaden er ekki gnnað til tilbúningur. Ef ég væri í þínum sporum mundi ég ekki taka neitt mark á þessari hringingu. Þetta hefur auövitað verið eins og þú hélst — Jack hefur verið að reyna að gera að gamni sínu.“ „Já, auðvitað," sagði Jill og dró seiminn. Hún sneri frá og gekk yfir þvert gólfið. Dulcie gat ekki séð andlitið á henni. Þegar dyrnar opnuðust og Jack kom inn sneri hún sér undir eins í þá áttina. „Var allt í lagi, vinur minn?“ sagði hún og rétti fram höndina í áttina til hans. Hann tók laust undir handlegginn á henni og hélt í höndina á henni. „Já, sagði hann og varp öndinni létt, „nú er öllu lokið í dag. Og nú hugsa ég að það verði gaman að fá að loka augunum. Góða nótt, Dulcie, og sofðu vel.“ Dulcie beið nokkrar mínútur eftir að þau voru farin, en fór svo upp stigann og inn í svefnherbergið sitt. Hún stanzaði sem snöggvast við dyrnar þeirra og hélt niðri i sér andanum og hlust- aði. Það var hljótt þar inni — óeðlilega hljótt af fólki að vera, sem aldrei virtist skorta umtalsefni. Þetta var góðs viti — frá hennar sjónarmiði... Hún brosti ánægð og læddist svo inn í herbergið sitt. Svo leið vika og þögnin virtist vera orðinn tíður gestur á heim- ilinu. Jill hló ekki eins og áður, og það var orðið annarlegt yfir- bragð á samfundunum yfir síðdegisteinu. A KVðLDVÖKUNNI R. Burroughs A STAR.TUE7 CEY IN TUE NIGHT QUICtLV AKOUSEÞ TUE TWKEE MEN. - TARZAIM - 3623 TÞEY jaNEf F0KCE5 ANF KUSHEÞ INTO THE BOV'S TENT, vWHEE-E — v 4 \\> ] Skerandi óp úr tjáldi Bobbys vakti hina mennina þrjá: Þéir þfutu allir að tjald- inu. Undrandi horfðu þeir á snákinn, sem iðaði í dauða teygjum, stunginn ör Bobbys. silUB Kona nokkur sem leigði út herbergi sagði upp leigjanda af því að hann hafði ekki rakað sig eða látið skera hár sitt í 18 mánuði. — Þú færð víst aldrei bragð, síðan þú fórst í stúkuna, Jónsi? — Áttu nokkuð heima? — Nei. — Hvern fjandann ertu þá að spyrja? Kona Péturs í Holti er að bú- ast til ferðar í kaupstaðinn og hefir tekið við bréfum frá bónda sínum, sem hún á að koma á póst. Eftir miklar á- minningar segir hann að síð- ustu: — Gættu þín nú að rugla ekki saman bréfunum; mundu að þú hefir í hægri hendinni þau, sem eiga að fara að Felli, í þeirri vinstri þau að Nesi. ¥ Læknirinn: — Yfir hverju er nöldrunarseggurinn að kvarta núna? Hjúkrunarkonan: — Hann er svo ergilegur yfir því að honum hefir batnað áður en meðölin voru búin. — Þér segið að maðurinn yð- ar álíti sig vera ísskáp? spurði sálkönnuðurinn. — Já, sagði konan eyðilögð. — Og hann sefur með opinn munninn og ljósið heldur fyrir mér vöku. Pétúr í Holti og Jónki á Mýri ræðast við um áhugamál sín og landsins gagn og nauð- synjar. Þeir minnast á „bind- indismál“ og þá segir Jónki: ! — Ja, þetta bindingi þeirra hefir svei mér komið mörgum á kaldan klaka. Ekki þarf ^lengra að fara en til prestsson- arins á Felli. | — Sonar hans séra Jóhann- esar gútemplarans? spyr Pétur. 1— Var það ekki drykkjuskapur- inn, sem fór með hann? | — Ónei, nei. Það var ekkert annað en bindindið. Eins og þú veizt, var faðir hans argvítugur gútemplari og þegar þessi horn- grýtis umrenningur var með á- skorunina, þú manst, sem átti að fara til stjórnarráðsins, þá hugsaði presturinn sér að ná 'sem flestum bændum í sókn- ^inni á skjalið. Nú nennti hann ekki sjálfur að fara með skjal- ið enda hafði hann nóg annað 1 að gera, svo að hann sendi son sinn út af örkinni. Og hvernig |fór? Prestsonurinn var eins og þeytispjald um allar jarðir og alls staðar fékk hann menn til að skrifa á skjalið. En það var jekki að því að spyrja, næstum alls staðar þar sem hann kom jfékk hann góðgerðir, mest |brennivín og annað áfengi, svo að hann gat varla staðið þegar hann fór heim til sín, svo að upp úr öllu saman fór honum að þykja gott í staupinu. Og nú er hann reglulegur fylliraftur og allt er það bindindinu :að kenna og engu öðru.“

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.