Vísir - 02.11.1960, Page 4

Vísir - 02.11.1960, Page 4
Miðvikudaginn 2. nóv.ember 1SH60 Er málflutningur barna- kennara varhugaverður? Nokkrar athugasemdir um grein Stefáns Þorsteinssonar. Þetta- er löng ritsmíð og kem, ur víða við. Meðal annars koma Mývetningar og austurfjöllin þar við sögu. Það er auðvitað von, að hugur St. Þ. hvarfli norður í Þingeyjarsýslu, þaðan sern hann er ættaður öðrum þræði, en þessir aðilar koma lítið við því málefni, sem hann þykist vera að skrifa um. Hann hefði átt að leggja hin skáld- legu tilþrif á hilluna og fara ögn nær veruleikanum. Það lá að, fyrst hann Vitnar í hag- frasðing, að það yrði einhver speki. Hann segir svo: „Fyrir einum tíu árum ræddi ég við einn fremsta hagfræð- ing landsins um verðbólguna — hvaðan hún kæmi og hvert hún færi. Þá tók hann einmitt barnakennarana sem dæmi. Þetta var einhver lægst laun- aða sétt þjóðfélagsins, sagði hann, en kennararnir hafa myndað sterk samtök og hafa náð hvað lengst í kjarabótum. Svo koma aðrar stéttir, benda á kjarabæturnar í fullumgangi, en stöðugur metingur nærir verðbólguna.“ Það væri fróðlegt að vita, hve miklu rúmi í blaðakosti þjóðarinnar hefur verið eytt síð ustu 20 árin til að sanna það, að verðbólgan sé verkamönnum að kenna. En fyrir 10 árum hef- ur einn fremsti hagfræðingur þessa lands uppgötvað, að verkamennirnir eru alls ekki þeir seku heldur eru barna- kennarar sökudólgarnir. Hann trúir St. Þ, fyrir þessu, en svo þegja báðir þunnu hljóði þar til nú. að St. Þ. ljóstar þessu upp, að því er virðist af tilviljun. Og maður verður ekki var við neitt samvizkubit af því að hafa haldið þessu leyndu öll þdssi ár. Það hefur löngum verið á- litið, að það sé fyrsta skilyrði til að lækna einhverja mein- semd að finna orsökina. Orsök- in fyrir þessu þjóðarböli hefur þá verið fundin a. m. k. fyrir 10 árum. Hugsið ykkur, ef verð bólgan hefði verið stöðvuð þá. Það hefði hlotið að vera auð- velt. Barnakennarar hafa aldr- ei haft verkfallsrétt. Þeir hafa aldrei með kröfum sínum getað stöðvað flugflota, skipaflota, verksmiðjur, mjólkurflutninga •né nokkra slíka starfsemi, sem þjóðfélagið öðru fremur hvílir á. Eg hef aldrei verið þeirrar skoðunar, að verðbólgan sé verkamönnum að kenna, og því þvkir mér fróðlegt að fá nú loksins að heyra. hver er hin eiginlega orsökl En ég Ifeld. áð ég megi ful.lyrða, að blessaðir barnakennararnir hafi verl.ð svo blandáðir í .sinnt sök, að þeir hafi aldrei álitið sig eiga sök á verðbólgunni, það verður að virða þeim það til vorkunr?- ar. En hvað um þessa tvo m»m, sem hafa vitað betta s-'ða^o é’"’ tuginn, en ekki séð ástæðu tí' að aðvara yfirvöldin, svo. að hægt væri að setja undir lek- ann? Er þá ekki verðbólgan. sem orðið hefur síðustu 10 árin einmitt óbeinlínis þeim að kenna? Að mínu áliti og fjölmargra annarra hefur þetta gengið til á annan veg. Þegar þeir, sem mest hafa grætt á verðbólg- unni, hafa verið búnir bæði að þörfu og óþörfu að hækka nauð synjavörur svo í verði, að lág- tekjumenn hafa ekki getað lif- að á launum sínum, þá hafa þær stéttir, sem verkfallsrétt hafa, gert vei'kfall og knúið fram einhvei’ja kauphækkun. Síðan hefur ekki þótt annað fært en að hækka eitthvað líka laun opinberi-a starfsmanna. En svo kemur hagfi'æðingui'inn hans St. Þ. og segir, að barna-, kennarar hafi, að manni skilst, 1 alltaf sett fyrst fram sínar kröf ur, fengið þær uppfylltar og: svo hafi öll halarófan fylgt á, eftir og verðbólgan verið í full um gangi. Og við hljótum að, beygja okkur í duftið fyrir | spekinni og lúta höfði í auð- mýkt. Það gerir St. Þ. að a.1 m. k, I Eg nenni ekki að elta ólar við allar firrurnar í grein þessarri, en drep á fáein fleiri atriði. | Siðustu 15 árin hefur fimm ára nám eftir skyldunámið ver- 1 ið heimtað til kennaraprófs. Það er jafnlangur tími og þarf undir stúdentspróf. Kennara- skólinn var auðvitað lengi vel þriggja ára skóli, aldrei tveggja. Enginn fékk að byrja í öðrum bekk, nema gagnfræð- ingar. Þeir fengu að setjast pi'óflaust í annan bekk. Sumir notuðu sér þetta og lásu fyrsta bekkjar námsefni utan kenn- araskólans, í skóla eða utan eft ir ástæðum. Það ei’ algengt, að menn hafa lesið meira eða minna utan skóla undir stúd- entspróf og hef ég aldrei heyrt þeinx lagt það til lasta eða þeir taldir minni menn fyrir. Nú virðist St. Þ vilja rniða kenn- aralaun við námski'öfur eins og þær voi'u fyrir 20 árum, af því að enn eru til kennarar í starfi, sem útski'ifuðust úr hinum gamla þriggja ára kennara- skóla.' En margir hinna gömlu kennara hafa síðan og sumiii með ærnu’rn kostnaði aflað sér menntunar, svo að þeir munu standa á sporði þeim, sem nú eru að útskrifast o" vél það. St. Þ. segir, að kennarar fái frí 10. hvert ár. Þetta er nátt- úrlega alrangt, Lögin heimila að veita kennara orlof eitt ár með fullum launum eftir minnst 10 ára þjónustu, eii auð vitað ekki nema einu sinni á ævinhi. Og það eru tiltölulega fáir kennarar, sem verða þess- arra hlunninda aðnjótandi. Og það kemur til af tveimur ástæð um. Önnur er sú, að því fylgir það skilyrði, að dvelja ei’lendis æði mikið/af árinu, og það eru ekki mjog rnargir fjölskyldu- nxenn í, kennarastétt, sem hafa ástaeður til þess. Hin er sú, að ef allir fengju oi’lof, sem eiga rétt á því, þá yrði drjúgum þunnskipaðra við kennaraborð- i ennú er, óg er þó ekld á það b andi. ^t. Þ. gerir þá kröíu fyrir i höad kennara í dreifbýlinu, að þ.ir fái hlutfallslega hærri laun en kennarar í kaupstöð- u.n Enda þótt hann hafi talað ið marga menn um þessi mál, þá hefði hann þurft að tala við enn fleiri og vita betur. Sann- leikurinn er sá, að þessu er ein- mitt þannig varið. Kennarar við 9 mánaða skóla eru í 9. launaflokki, en kennai'i við 8 mánaða skóla fær ekki 1/9 heldur 1/12 minna og kennari við 7 mánaða skóla fær 2/12 minna en kennari við 9 mánaða skóla o. s. frv. Þessarri reglu hefur verið fylgt í nokkuð mörg ár. En aðalatriðið í þessu máli er það, að það fást ekki menn til að vinna þetta verk fyrir þau laun, sem gi'eidd eru. Kenn urum með kennararéttindi hef- ur fækkað ár fra ári, og ef því fer fram nokkur ár enn, þá tæmast skólarnir af kennurum. Það er því ekki nema um þrjár leiðir að velja. f fyrsta lagi að borga kennurum betur, í öðru lagi að leggja stéttina niður sem slíka, en freista þess að fá einhvei’ja menn, sem eru bæna- bókarfærir til að kenna í skól- unum (það hefur nú verið reynt með ekkj allt of miklum árangi’i) og í þriðja lagi að leggja niður allt skólahald á barna- og unglingastigi. Fyrir allmörgum árum kom piltur úr fjarlægi’i sveit til að taka pi'óf í fyrsta bekk kennaraskólans. Það var á þeim 'árum, þegar inntökuskilyrði í þann skóla voru vægari en nú er. Piltur- inn féll við inntökuprófið. Hann sneri þá auðvitað heim og var umsvifalaust gerður að kennai’a í sveitinni. Þarna er kannski lausnin. Það eru til margir menn með kennararéttindi, sem vinna ann ars staðar en í skólastofunni. Sumir hafa áreiðanlega betri kjör en þeir, sem kenna börn- um, en aðrir kannsk.i svipuð. En þeir vinna þá störf, sem þeim finnst þægilegri, auðvejd- ari, vandaminni og síður van- þökkuð. St. Þ. hlýtur að vita, að opxiú berir starfsmenn fá yfirleitt lægri laun, en tíðkast á hinunr frjálsa vinnumarkaði, eíidá skynjar maður næsturn grát- klökkvann, þegar hann minr,- ist á hin lágu laun, sem há- menntaði maðurinn á sýslu- skrifstofu Árnessýslu hefur og félagi hans, sem hefur með höndum umfangsmiklar fjár- reiður. Einhverjum mun hafa dottið í hug, að ekki væri síður vandfaiið með lifandi barns- sálir en dauðar tölur. En ef hag fræðingui'inn hans St. Þ. er á annarri skoðun, þá verða hinir auðvitað að láta í minni pok- ann. Annai's virðist aðalvana- inn við umfangsmiklar fjárreið ur oft hafa verið sá að stela ekk.i. En hér er St. Þ. ennþá dálítið utan við málefnið. Það skiptir engu máli að benda á einn ,,há- menntaðan“ einstakling í ein- hverri stétt, heldur hvaða menntunar er krafist til starfs- ins. Það mun vera hægt að finna marga jafn hámenntaða bara í bai'nakennarastétt eins og þennan á sýsluski'ifstofunni. Af ummælum St. Þ. er ekki hægt að skilja annað en að hann vilji miða laun bax-na- kennai'a við þá, sem eiga að baki sér tveggja ára skóla- göngu, ef einhverjir skyldu finnast ennþá. en laun sýslu- skrifara við þann einstakling. sem lengsta skólagcjngu hefur að baki, enda þótt slíkrar skóla- göngu sé kannski alls ekki kraf- izt til að mega skrifa á þeim mætu skrifstofum. Hvort St. >. hefur yfirgefið sýsluskrifstofu Árnesinga til að fá hærri laun. eða af einskæri'i góðsemi til að eftirláta öðrum sæti sitt þar eða af enn öðrum ástæðum, er mér alveg ókunnugt. St. Þ. minnist á sjómennina. Já, það hefur gengið illa nokk- ur undanfarin ár að manna fiskiskipin. En ráð fannst við því. Færeyingar voru ráðnir á skipin. En á síðastliðnum veti’i brá svo við, að þeir vildu alls ekki vinna við sömu kjör og ís- lenzkir sjómenn. Ekki veit ég, hvað þeir hefðu gert, hefði þeim staðið til boða að leysa íslenzka kennara af hólmi eða fylla sköi’ðin í þeirra hópi, en þeim var ekki boðið upp á það og verður líklega aldrei. Hins vegar tel ég enga fjarstæðu, að Færeyingar verði fengnár til að vinna á sýsluskrifstofu Árnes* sýslu, ef þar skyldi einhvern tíma verða mannfátt. Eg get sem sé vel unnt hámenntaða manninum og félaga hans á. sýsluskrifstofunni að fá lífvæn legri stöður. Annaðhvoi-t væri nú líka, þar sem ég og stéttai'- bræður mínir hafa valdið allri dýrtíðinni í landinu. Stefán Sigurðisson. Ililljarða fjárfesting Banda- ríkjanna erlendis. Leggjs fram 3.9 milljarða dollatra á þessu ári. Búist er við að bandarísk fyrirtæki muni levvja 3900 milljónir dollara i fyrirtæki í ýmsum löndum heinxs á þessu ári. Er það nokkru meira en i fyrra, en talsvert minna en 1957, sem var xjietár hvað þetta varðar, en þá lögðu þau 4800 millj. dollai'a í fyi'irtæki með cðrum þjóðum. Af ofannefndu upphæð leggja olíufélögin fram 1600 millj. dollara, iðnfyi'ii'tæki 1300 milljónir o. s. frv. — Unx 40% af heildarupphæðinni fer' til Evrópu. t-uaturinn hieðst upp í Hróarskeldu, en þanga ð kemur ailur postur víðsvegar að af Danmörku^ sem á að fara til Kaupmannahafnar. Hér sézt örlítið brot f morgunpóstinum sem fer til mill- jónabor garinnar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.