Vísir - 02.11.1960, Side 10
10
VÍSIR
Miðvikudaginn 2. nóvember ÍSHK)
Lozania Prole:
V
E| /?em C huöld
u
Jósefína horfði á manninn, sem stóð fyrir framan hana, og
bar svipur hennar vitni um, að það var eitthvað, sem hún gat
ekki áttað sig á. Hún lagði titrandi hönd á chiífon-sjalið, sem
huldi smágerð brjóst hennar. Er hún reyndi að lesa í hug hans
var sem hjratað hætti að slá sem snöggvast. Gat það verið hugs-
anlegt, að hinn mikli maður, Barras, væri orðinn leiður á henni.
Hún var 33ja ára, og augnasvipur hennar bar sársauka vitni af
tilhugsuninni um, að hún væri ekki ung lengur.
Barras var elskhugi, sem ekki var hægt að setja neitt út á,
fannst henni. Hann var yfirmaður innanlands hersveitanna,
mjög áhrifamikill maður, og enn maður fríður sýnum og föngu-
legur, þótt hann væri henni allmiklu eldri. Hve óhyggileg það
hafði verið af henni, að koma honum í kynni við hina spönsku
vinkonu sína Theresu Tallien. Nú var orðið af seint, að iðrast
þessarar heimsku.
„Sendu Eugéne á fund Bonaparte hershöfðingja til þess að
fara fram á, að fá sér afhent sverð föður síns.“
Barras sagði þetta kæruleysislega, frekar sem uppástungu en
skipun, — ef til vill kæruleysislega um of, því að honum mis-
tókst að leyna því, að hann vildi ekki taka neitun til greina.
„Það er rétur þinn sem ekkju hans, að fá sverðið afhent,“
hélt hann áfram. „Sendu Eugéne á fund hans. Napoleon Bona-
parte er hlynntur framgjörnum ungum mönnum, því að hann
lítur á þá alla sem hermannaefni. Hann gæti og verið vinur við
þitt hæfi!“
Beygs gætti í svip hinna fjólubláu, fögru augna hennar, sem
Ijómuðu undir ljóu enni og jarprauðu lokkaflóði. Henni rann
Kreólablóð í æðum. Hún hafði tekið í arf ljósbrúnt, mjúkt og
hlýtt hörund, ástúð og fjör — og næmleika fyrir hættum, sem
nálægar voru. Hún hugsaði nú næstum með ógeði um hin lit-
ríku blóm og silfursanda Martinique-eyjar, þar sem hún var
borin og barnfædd. Og þá höfðu allar brautir virst greiðar fram-
undan. „Þrjátíu og þriggja ára,“ hugsaði hún aftur. Hún var ekki
lengur litla Marie Josephine Rose Taschef de la Pagerié, sem
hafði dansað milli blómabeða og kryddjurta-akra — innan um
skarlatsrauðar geraniur í fullum bióma. Þá hafði Adée, gamla
barnfóstran hennar, sungið til hennar:
Sur le pont d’Avignon
L’on y danse, l’on y danse,
og hún hafði dansað af hjartans lyst, af þeirri gleði — og hain-
ingjukennd sem æskan ein á.
,En það var langt um liðið síðan þetta var. Nú var hún
Bpauharnais borgynja, ekkjufrú Beauharnais, og eitt sinn hafði
hún verið markgreifafrú Beauharmnais, en þótt eiginmaður henn-
ar bæri þetta aðalsheiti lauk hann lífi sínu i faðmi Madame
Guillotine (fallexinnar).
„Eg mundi hugleiða þetta varðandi Bonaparte,“ sagði Barras
um leið og hann hneppti satin-axlaböndunum á silkibrækur sin-
ar, og fór sér hægt að vanda. Hún horfði á hendur hans, —- hún
hafði alltaf dáðst að þessum höndum, mjúkum, sterkum, — hún
var vandlát, aldrei gæti hún láti blíðu sína í té klunnalegum
eiskhuga.
„Eg mun gera það,“ sagði hún.
Hann leit á hana sem snöggvast, ljósum, leiftrandi augum,
sem hálflukust saman. Já, hann var að verða þreyttur á henni.
Ef hann yfirgefur mig, hugsaði hún, livað get ég gert? Hún yrði
að hugsa um börnin, Hortense, aðeins 12 ára, Eugene aðeins ári
eldri — bæði á þeim aldri, sem kostnaðarsamast er að ala upp
born, og Barres bdrg^ði rausnarlega fyrir þá ánægju sem hún
veitti honum.
Hann var kominn út að dyrunum.
„Eg ræð þér til þess að hugleiða það,“ sagði hann.
Hún hugsaði til þessa af fyrirlitningu hvernig hann ætlaði sér
að neta þennan metnaðargjarna Korsíkumann.
Hún mátti ekki fjárskorts hugsa og þótt hún léti ekki hug-
renningar sínar í ljós lá við að hún fylltist örvæntingu. Hve
samingjusöm hún hefði verið, ef hún hefði hitt mann, sem hún
hefði getað elskað heitt, en hún hafði ekki enn orðið fyrir áhrif-
um hinnar miklu ástar, og vonsvikin sneri hún aftur að bældu
rúminu.
Það var ekki til glæsilegri maður í Frakklandi en Barras, eng-
inn, er hélt betur á virðingu sinni, og hún hafði verið ákaflega
stolt yfir, að hafa laðað hann að sér. Svo var það, að hún hafði
misst hvern eyri á Ógnarskeiðinu. Og hún varð að mennta börn
sín — og iifa. Og hún sá enga aðra leið en þá, sem hún hafði
farið.
Svona er lífið, hugsaði hún, og kastaði sér á rúmið í örvænt-
ingu.
Hún var Kreóli blárra sunda, hafði og notið sólar og gleði —
en aldrei vitað hvað var að elska, aldrei fundið ástríðukenndir
vakna í hug sínum. Það var áður en hún hitti Alexander Beau-
harnais.
Þetta var á þeim tímum, sem foreldrar ákváðu nverjum þeir
giftu dætur sínar. Alexander var nítján ára, hún sextán, einlæg
og fávís. Hún hafði í rauninni mjög óljósar hugmyndir um hjóna-
bandið, en henni mundi lærast smátt og smátt og hinn ungi
eiginmaður vera henni hjálplegur. Þessi urðu þá örlög Marie
Josephine Rose Tascher ae la Pagerie!
Alexander hafði kennt henni — verið henni hjálplegur, en
henni hafði þó orðið mikið um, er hún missti æskuhreinleik
sinn og skildi hvers lífið krafði. Hún örvænti — vegna þess, aö
hún fann, að hún gat ekki látið knýja sig til að elska. Henni
fanns það alveg furðulegt hverri gerbreytingu lif hennar hafði
tekið i einni svipan. Það var skylda hennar að svala þorsta hans
með því að veita honum það vín, er hann þráði, — en hún þráði
hann ekki, hin unga kona, ástaratlot hans.
Ári síðar, hinn þriðja september, ól hún honum son, Eugéne,
Og þá fann hún aftur að lifið hafði gildi, allt hafði nýtt gildi,
það var þess vert að lifa. Og enn ári síðar kom Hortense. Hjóna-
bandsbrautin var erfið, hugsaði hin unga kona, Josefína, enn
svo mjög í vafa um margt, en ekki um það hverja hamingju það
veitir að eiga börn og ala þau upp.
Og eitt sinn lét Alexander gremju sína í ljós við hana: „Þú
elskar þau meira en mig.“
Hann horfði á hana með grunsemd í augum.
„Þú gafst þig mér á vald, en þú hefur aldrei elskað mig.“
„Við erum hjón,“ hvíslaði hún og á því andartaki fannst
henni, að hjúskaparbönd þeirra myndi aldrei bresta.
Lúðvík konungur var við völd og í Le Petit Trianon hló Marie
Antinette og söng. Þá var glæsi- og vellystingarbragur á hirð-
lífi og aðli Frakklands. Karlar og konur gengu i klæðum saum-
uðum úr silki og hárkollur voru í tízku innan hástéttanna. Það
gljáði á skarlatsrauða hæla í gljáfægðum dansgólfum hallanna
og kristalla-ljósakrónurnar endui’vörpuðu birtu mýmargra kerta-
ljósa. En hinir snauðu sveltu og dóu drottni sínum í ömurlegum
hreysum, á gangstéttum eða í göturæsunum, en i heimi vellyst-
inganna, kætinnar og áhyggjuleysisins veitti enginn því athygli
— eða menn létu það ekkert á sig fá. Og svo hófst Ógnaskeiðið.
fyrstu veitti Jósefína litla athygli því, sem gerðist meðal ör-
*
A
KVÖLDVÖKUNNI
R. Burroughs
-TARZAN-
4601
j *■ Þú varst skynsamur að
| taka áskoruninni, sagði Ro-
i berts. Þáð eykur álit þitt
hjá fólkinu. Hvei's vegna
varstu þá að ómaka þig til
að láta okkur vita. Ertu
'SOWWV V\7 YOU SOTWgeTO
eEFOKT TO US? A.EE VOU ACZA'7
OP TWESE INTgU7EgS?<' 6’2?52’7)
hx-æddur við þessa ástroðslu-
menn? Risin ygldi sig, hló
siðán og þreif í skyrtubrjóst
THE SIANT EOAgEC7 '
-AUSWTEg^ "YOU ICNOW
5ETTEK— CVCuOFS IS
ACgAlP OC NO ONEí-
Roberts. Þú veizt betur. —
Cyclops er ekki hræddur
við nokkurn mann.
Hinn mikli sálkönnuður
hafði fengið óvenju erfiðan
sjúkling. Það var kaupsýslu-
maður og hafði hann fengið þá
óvenjulegu firi’u, að hann hefði
gleypt hund.
Þegar ekki gagnaði að láta
hann liggja á legubekk og telja
upp fyrri atburði úr lífi sínu,
datt sálkönnuðinúm í hlug gott
ráð.
— Já, þér hafið auðsjáanlega
gleypt hund, sagði hann. Og
svo tók hann til sinna ráða,
Hann lét aka manninum í upp-
skurðai’stofuna og svæfa hann.
Þegar hann vaknaði aftur, sá
hann lítinn hund á hlaupum á
gólfinu.
— Sjáið þér til! sagði sálkönn-
uðui’inn. — Þarna er áhyggj-
um yðar lokið.
— Nei, það var alls ekki svona
hundur, sem eg hafði gleypt,
sagði sjúklingurinn. — Það var
Nýfundnalandshundur.
! Aga Khan hinn ungi flýði ný-
lega hið fjöruga líf í Lundúnum
og ætlaði að setjast að í ró og
næði í Genf, hann ætlaði sér
l
að ganga undir próf í Harward
háskólanurp. Fjölskyldan hafði
nýlega keypt-skrauthýsið „Rive-
heUe“ og látið gera við það
fyrir 10 milljónir. Þegar hann
kom að hliðinu stóð á því:
— Aðgangur bannaður ó-
viðkomandi! Hann þóttist ekki
vera þai-na óviðkomandi en
sneri þó frá. Komst hann að því
síðar, að faðir hans hafði léð
utanríkisráðherra Breta húsið
meðan hann var. á fimdi í Genf.
Hann settist þá að í herbergi á
gistihúsi. En hann hafði ekki
lengi þar verið þegar hann
fékk boð frá Seiwyn Lloyd, að
hann kæmi þegar í hús sitt.
— Eins og mér detti í hug að
meina eiganda hxis sitt, sagði
hann.
Indíáni kom í þorpið í þriðja
sinn til þess að kaupa hóstasaft,
Lyfsalinn: — Er einhver
veíkur heima hjá þér?
Indíáninn: — Nei, enginn
veikur.
Lyfsalinn: — Því í ósköpun-
um kaupir þú þá alla þessa
hóstasaft?
Indíáninn: — Mér þykir hún
góð í lummur.
Ernest Hemingway hefir
ski’ifað nýja bók, og hann
álítur sjálfur, að hún sé betri
en síðasta bók hans, Gamli
maðui’inn og hafið.
Hann hefir látið þetta uppi í
New Yoi’k á leið sinni til Spán-
ar og þar ætlar hann að vinxxa
að nýrri útgáfu af sinni frægu
nautabanabók, og auk þess
sækja eins margar „fiesta“ eins
og mögulegt er. En nafnið á
hinni nýju bók sinni lætur hann
ekki uppi.
—- Þá verður bara einhver
sem stelur nafninu frá mér,
segir hann, — já, s,rona svart-
sýnn er eg oi’ðinn af reynslu
minni í lífinu