Vísir - 20.12.1960, Page 10
|0
Vf SIR
Þriðjudaginn 20. desember 1960
Lozania Prole
W
[ 0 bewi C Li/öld
u
41
i „Eg mundi reyna að koma því svo fyrir, aó konan sem ég elska
gæti verið örugg. Hvar getum við talað saman? Þetta er mjög
mikilvægt — ég verð að fá að ræða við þig um þetta, nota tæki-
Jæri það, sem nú gefst. Við verðum að talast við í einrúmi.“
i „Ekki hérna,“ flýtti hún sér að segja, „komdu á eftir mér.“
Hún gekk á undan honum um skrúðgarðinn og gegnum hlið
ánn í gamlan garð þar baka til, en þar var laufskáli. Þar var
blómahaf. Jafnvel milli flísanna á gangstígnum voru blóm i
•fullum skrúða.
i „Seztu hérna,“ sagði hún, „en þú mátt ekki tefja lengi. Hvao
er það, sem þá hefur í huga?“
,JÞú hefur ekki alla með þér. Ráðið er þér fjandsamlegt.“
,JEg veit það, eg hefi gert mér grein fyrir því.“
„Lýðveldið krefst þess, að sá maður sem þjóðin gerir að keis-
ara sínum eigi son, ríkisarfa, er geti tekið við af honum. Bona-
partefjölskyldan styður þessa kröfu. Það er af þessum sökum,
sem áformin um krýningu hafa tafist.
Hann talaði nú svo lágt, að mál hans var hvísl eitt.
„Það, sem er grimmdarlegast er það, að þeim stendur á sama
hvaða kona elur þetta barn.“
„Og eiga við með því, að —“
„A3 önnur kona ali honum ríkisarfa."
Hvað hún hataði þetta oi-ð. Hún varð hnakkakert, augu henn-
ar skutu gneistum og hún varð reiðileg á svip. Svo að ætlunin
var, að láta aðra konu koma í hennar stað. Enn minntist hún
þess, er hún drakk úr litla giasinu í Milano. Nú gerði hún sér
grein fyrir, að hún hafði ekki drukkið töfradrykk, sem gérðl hana
að óbyrju, heldur ólyfjan, sem gæti orðið hennar bani.
,Þeir gætu ekki látið aðra konu koma í minn stað,“ mælti hún
titrandi röddu.
i „Eg er vinur þinn, ástvinur þinn. Kannske er ég eini maður-
inn, sem þú getur treyst. Eg bið þig aö íhuga þetta vandlega. Og
aiit er undir kænsku og þagmælsku komið.“
, „Hvað get ég gert?“
„Þér væri vernd og öryggi í því, ef hjúskapur þinn fengi vernd
Heilagrar kirkju. Það yrði þér meginstyrkur, því að þið voruö
aðeins gefin saman í borgaralegt hjóhaband. Heilög kirkja við-
urkennir ekki skilnað.“
„Napoleon mundi aldrei fallast á það.“
. „Ef það brygðist gætirðu látið það lita svo út sem þú værir
með barni, komist yfir sveinbarn til eignar og sagt hann son
þinn.“
„Þú hefur gætt mig von,“ sagði hún eftir langa umhugsun og
svo bætti hún við:
„Nú verðurðu að fara, því að enginn má sjá þig hér. Eg er þér
ákaflega þakklát, en ég verð að fara varlega, því að í Frakk-
landi tala jafnvel laufin á trjánum."
Hann kyssti á hönd hennar, eins og hann hafði ávallt gert,
lyfti henni, án þess að hafa af henni augun. Og hún horfði á
eftir honum. Hún sat eins og hún væri steingervingur og það
var kvíði í hjarta hennar. Framtíðin var eins og hespa, sem
hefði átt að vera auðvelt að vinda upp í hnykil, en var ein flækja
.sem líklega myndi aldrei greiðast jr. Ekki mundi það verða auð-
velt, að fá eiginmann hennar til þess að fallast á, að þau leituðu
blessunar kirkjunnar á hjónabandi sínu, en að henni yrði mikiö
öryggi í stormunum. Kannske yrði auðveldara að fá hann til
þess að fallast á hugmyndina um tökubarn.
Hún ók til Parísar þá um kvöldið. Það var eitt þessara lygnu,
kyrrlátu vorkvölda, allt friðsamlegt og rólegt, en þegar kom inn
í íbúð þeirra hnykkti henni við því að Napoleon leit út fyrir að
vera veikur.
„Ástin mín,“ sagði hún, „ertu lasinn?“
„Eg fékk kvef. Það er allt og sumt. Ginni færði mér berjasafa
og mér líður betur. Eg hafði sárindi í hálsi og þau eru að hverfa.
Hún hefur falleg augu, stúlkan sú.“
Jósefínu fannst sem sverðsoddi hefði verið stungið gegnum
hjarta hennar. Hún hratt afbrýðinni frá sér, en það var eins
áfram sviði í sárið eftir sverðsstunguna. Hún gekk að hinum
fagra hægindastól er hann sat í og settist á skemil hjá honum.
„Napoleon," hóf hún mál sitt. „Á leiðinni hingað tók ég í mig
að tala við þig um það, sem okkur báðum hefur legið á hjarta.
Eg er hrygg og kvíðin yfir þeirri hryggð, sem það hefur valdið
þér, að ég hefi ekki alið þér son.“
Rödd hennar var þrungin sársauka og hann sneri sér að henni
og brosti hlýlega til hennar. Klukkan tifaði á arinhillunni. Hvert
dýrmætt andartak leið hjá, glatað fannst henni, meðan hún
beið án þess að geta haldið áfram. — Eg hefi hugleitt — mér
hefur dottið í hug — hvort við gætum ekki — ég veit ekki hvort
ég á að þora að minnast á það.“
„Segðu mér hvað þér er í hug.“
„Eg — ég gæti látið sem ég væri með bami —ekkert væri auð-
veldara, og svo færum við til Korsíku, og fundið dreng — og það
liti svo út sem ég hefði alið son fyrir Frakkland. Þetta yrði
leyndarmái okkar, aðeins okkar, mín og þín.“
Hann horfði á hana. Gat það veriö, að hún hefði aldrei getað
skygnst niður í strengi þess fljóts, sem ávallt bylltist fram í huga
hans — lifcið nógu djúpt í þessi dökku augu, sem gáfu til kynna,
að hið innra fyrir var sú reginorka, sem allt varð að þoka fynr,
eða verða að engu. Hann hallaði sér iram og greip um hina gullnu
stólarma svo fast, að hnúarnir hvítnuðu.
„Tökubarn?" þrumaði hann, „meðan ég er enn í fullu fjöri.
Það ert þú, sem ert þess valdandi, að svo gæti litið út sem ég
væri vanmáttugur þess, að geta bam við konu minni. Þú bregðst
mér og stingur svo upp á þessu.“
Hún varð óttáslegin, reis á fætur til hálfs, var nærri dottin
og greip í stólbakið sér til stuðnmgs, svo að hana sárkenndi til
í últnliöunum. „Nei,“ kveinaði hún, en hún vissi nú, að hann
var sem óvinnandi virki — slíkur var járnvilji hans.
„Eg mundi aldrei iúta svo lágt til þess að leyna þeirri stað-
reynd, að þú heíðir brugðist skyldu þinni. Hvað mundi franska
þjóðin hugsa? Og móðir mín, sem ól barn á hverju ári?“
Hún hnipraði sig saman óttaslegin. Hana sárkenndi til í úln-
liðinn. En hann hafði risið á fætur og gekk um gólf fram og
aftur með hendurnar fyrir aftan bak, eins og hann væri á gangi
á vígstöðvum, meðan úrslit orrustu voru enn í óvissu. Hve
heimsk hún hafði verið að minnast á þetta, því að ef hún hefði
ekki trúað honum fyrir því, hefði hún kannske getað framkvæmt
þetta með kænsku upp á eigin spýtur.
j „Minnstualdrei íramar á þetta,“ sagöi hann skipandi röddu.
„Þeir vöruðu mig við þessu. Þeir sögðu, að þú mundir geta lotið
svo lágt, að grípa til slíkra ráða, en ég neitaði því. Ástfangnir
menn eru jafnan blindir heimskingjar. Þeir sögöu, að þú hefðir
aldrei borið sanna ást í brjósti til mín.“
Hún staulaðist á fætur og gekk til hans grátandi, og hélt um
úlnliðinn, sem hana verkjaði í.
„Eg greip til þess í örvæntingu minni,“ sagði hún, „vegna
þess að ég sá hve hrygg þín var mikil."
I„Minnstu aldrei framar á það.“
„Eg hefi elskað þig of heitt. Eg gæti ekki lifað án þín. Trúðu
ekki þessum mönnum, sem rægja mig, og reyna að telja þér trú
’ um, að ég elski þig ekki. Trúðu ekki á þann hluta frönsku þjóð-
KVÓLDVÖKM
R. Burroughs
— TARZAN —
4728
Tarzan tók allt í einu eftir
að Adam var kominn til
þeirra. Þú kemur mér kunn-
uglega fyrir sjónir, sagði
hann. Samtalið varð ekki
lengfa, því þá kom nýr mað-
ur fram á sjónarsviðið og
það var enginn annar en
Tom Ryan. Eg er að leita að
Sam Walters, sagði hann
móður af göngunni. Eg vil,
— nú hvað er þetta? Hvað
ert þú eiginlega að gera
hérna Adams?
— Matthías, þú varst illa
fullur í gærkvöldi.
— Já, herra minn. Svei mér
þá, ef eg lá ekki í göturæsinu
ásamt svíni. Séra Murphy
kom þá þarna og hann segir si
sona:
— Það má þekkja menn á fé-
lagsskapnum, sem þeir eru í!
— Og stóðstu þá upp, Matti?
— Nei, en svínið gerði það.
★
Hann sagði við vin sinn:
— Heyrðu góði, eg sá kon-
una þína í gær. Sannast áð
segja fannst mér hún dálítið
stúrin á svipinn.
— Já, það er nýi hatturinn.
— Já, en mér fannst ekki hún
ekki vera með neinn nýjan hatt.
— Nei. Og það er þess vegna
að hún er svona stúrin á svip-
inn.
Franski rithöfundurinn Ju-
lían Green sagði þetta eftir að
hann hafði einu sinni kynnzt
vortízkunni:
— Kvennatízkan hófst með
fíkjuviðarblaði, og nú er svo
að sjá sem hún ætli að taka
hana upp aftur.
★
— Eg ætla að kaupa mér
bók.
— Bók?
— Já, maðurinn. minn keypti
yndislegasta lestrarlampa handa
mér í gær.
★
og var ógnandi á svipinn. Hann
reyndi að ná sér í stein til að
reyndi að ná sér í tsein til að
kasta í hundinn. En steinninn
var frosinn við jörðina.
Þá sagði Mike:
— Þetta er dálaglegt land.
Steinar eru bundnir niður, en
hundum er sleppt lausum.
— Þér ættuð að vera þolin-
móðari við manninn yðar, þér
vitið, að hann er veikur, sagði
læknirinn.
— Já eg veit að það eru tveir
pottar af öli í honum núna.
★
— Eg var að ganga yfir
Westminster-brú, sagði Irinn
og hitti þá Pat Murphy.
— Komdu sæll, Pat, sagði eg,
— hvernig líður þér?
— Bærilega, sagði hann. —
En hvernig líður þér Mike?
— Mike, sagði eg. — Það er
nú ekki mitt nafn.
— Jæja, segir hann. — Pat
er heldur ekki mitt nafn.
Svo að við horfðum hvor á
annan og reyndar þekktumst
við alls ekki!
★
— Segir þú að frú Murphy
sé vel upp alin?
— Já áreiðanlega. Því að þeg-
ar hún hendir bollanum sínimi
í karlinn sinn, tekur hún þá
ekki alltaf skeiðina úr honum?
★
Kaupmaðurinn: — Hálft pund
af tei? Hvort viljið þér heldur
hafa það svart eða grænt?
Bridget: — Það er sama hvort
er. Þetta er handa gamalli
konu, sem er nærri blind.